Tíminn - 28.01.1973, Page 14

Tíminn - 28.01.1973, Page 14
14 TÍMINN Sunnudagur 28. janúar 1973 Elsa og Finnbogi brosa hýrt yfir vendinum frá Magnúsi i Blómahúsinu þau völdu sjónvarpstæki frá JL húsinu Ekki alls fyrir löngu brugöu þau sér i verzlunarferð, Elsa G. Jónsdóttir og Finnbogi Aöal- steinsson, sem uröu fyrstu brúö- hjón mánaðarins i Timanum. Ljósmyndari og blaöamaöur fylgdu i humátt á eftir þeim til aö sjá hvað varö fyrir valinu, en Timinn gefur brúöhjónum mánaöarins 25.000 kr. hverju sinni, en þessari upphæö geta þau varið til kaupa á einhvcrju tii heimiiisins i ákveönum verzlun- um eða á farmiðum i brúökaups- ferð. Að iokinni verzlunarferðinni var brúöhjónunum boðið til kvöldveröar við kertaljós á Grillinu á Hótel Sögu. Það var farið að nálgast lokunartima verzlana þegar þau Elsa og Finnbogi komu i verzlunarferðina til Reykjavikur, en þau eru bæði borin og barn- fædd i Hafnarfirði og hafa nú stofnað þar sitt framtiðarheimili. Fremur svalt var i veðri og ekki laust við hálku. Brúðurin var prúðbúin i siðu pilsi og blússu i tilefni af kvöldverðinum á Sögu, en hún varð engu að siður að láta sig hafa þaö að ganga ofan af Amtmannsstig niður i miðbæ, en bilastæði var ekki að fá nær vegna föstudagsumferðarinn'ar i borginni. Safirar handa brúðinni Fyrst var förinni heitiö i verzlun Ulrichs Falkners gulls- miðs, Austurstræti 22. Brúðhjónin höfðu þó ekki valið að taka út vinninginn þar, en Ulrich haföi boðið brúðinni að velja sér gjöf úr verzluninni. Þar hlutu þau elsku- legustu viðtökur, og hugur Elsu beindist fljótt að steinhringum, sem nú er mjög vinsælt að konur beri með giftingarhringnum Hringar þessir kosta 2.700 kr. Þeir eru með margs kyns stein- um, i mörgum litum, safirum, túrkisum, roðasteinum og demöntum svo nokkuð sé nefnt. En brúðurin okkar valdi fljótlega hring með fimm safirum. Völdu sjónvarp Eftir að hafa þakkað fyrir gjöfina lá leiðin til hinnar nýju stórverzlunar i húsi Jóns Lofts- sonar vestast við Hringbraut, en þar höfðu Elsa og Finnbogi ákveðið að taka út gjöfina frá Timanum. Þau höfðu fljótlega komizt að þeirri niðurstöðu að verja 25.000 krónunum i útborgun af sjónvarpi eða þvottavél. Sjdn- varpið varð að lokum fyrir valinu, en foreldrar Finnboga ætla aö gefa þeim hjónum þvotta- vél i brúðargjöf siðar. Sjónvarpstækið, sem þau fundu i JL húsinu var ekki af lakara taginu. Það er altransistoratæki af Radionette gerð i palesander- kassa með hurð fyrir skermi. Tæki þetta kostar hvorki meira né minna en 46.000 kr, en þvi fylgja fætur á hjólum, sem kosta á þriðja þúsund. Eru mikið heima Kaupsamningur var undir- Þetta væri notalegur húsbóndastóll

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.