Tíminn - 28.01.1973, Síða 21
20
TÍMINN
Sunnudagur 28. janúar 1973
Sunnudagur 28. janúar 1973
TÍMINN
21
Þann fjórtánda janúar s.l. varö
Ingólfur Davíösson grasa-
fræöingur sjötugur. tslenzk lög
mæla svo fyrir, aö þegar starfs-
menn rlkisins hafi náö þeim aldri
skuli þeir leggja niöur störf. Og
þaö tjóar víst ekki fyrir Ingólf aö
mæla þar I mót.þótt hann sé enn
vel starfsfær og áhuginn sé jafn-
tnikill nú og hann var þegar hann
var aö byrja störf sin fyrir þrjátiu
og sex árum. Hiö opinbera hefur
ekki annan mæiikvaröa á aldur
manna en árafjöldann, sem þeir
hafa lifaö. Þótt Ingólfur veröi
ekki starfsmaöur rikisins lengi úr
þessu, þá er ekki þar meö sagt aö
hann hugsi til aö setjast i helgan
stein, ööru nær. Hann heldur
áfram aö leggja hugöarefnum
sinum liö, meöan heilsan endist.
Hann hefur alltaf veriö drjúgur
viö ritstörf, skrifaö bækur og
greinar um grasafræöileg efni og
hann lumar áreiöanlega á ýmiss-
konar þekkingu, sem hann á eftir
aö koma á framfæri. Ingólfur er
sem sagt ekki hættur störfum,
þótt starfsdagur hans hjá rann-
sóknarstofnun landbúnaöarins sé
senn á enda. Hér á eftir fer spjall,
sem blaöamaöur átti viö Ingólf
fyrir skemmstu.
Snemma beygist
krókurinn
Ég er Eyfiröingur, fæddist á
Ytri-Reistará á Gamlarströnd 14.
janúar 1903. Foreldrar minir voru
Maria Jónsdóttir og Daviö
Sigurösson hreppstjóri. Þegar ég
var sjö ára, fluttust foreldrar
minir aö Stóru-Hámundarstööum
á Arskógsströnd, og þar ólst ég
siöan upp.
Grasafræöiáhugann hef ég haft
aö heita má siöan ég man eftir
mér, og þaö er arfur frá föður
minum. Hann var mikill áhuga-
maöur um náttúrufræöi og þekkti
mjög mikiö af plöntum. Hann
haföi reyndar veriö á Mööru-
vallaskóla og var þar nemandi
Stefáns Stefánssonar skólameist-
ara og grasafræöings. Frá
Möðruvöllum var örskammt i
Hof, þar sem Ólafur Daviösson
átti heima, og hann tók pabba oft
meö sér i skoöunarferöir. Ég var
ekki gamall, þegar faöir minn fór
aö kenna mér að þekkja jurtir, en
hann hafði þann siö aö segja mér
ekki oftar en einu sinni nafniö á
hverri jurt. Hann sagöi, aö ef ég
lærði ekki aö þekkja jurtirnar eft-
ir aö hafa séð þær einu sinni, þá
væri áhugaleysi um að kenna.
Þegar ég óx úr grasi, var ég
ákveöinn I aö ganga menntaveg-
inn og veröa náttúrufræðingur.
Ég fór I gagnfræðaskólann á
Akureyri og tók þaðan stúdents-
próf, ári eftir aö skólinn fékk rétt-
indi til að brautskrá stúdenta, ár-
iö 1929.
Ekki varö dvölin i skólanum til
þess aö minnka áhuga minn á
náttúrufræöi, þvi aö ég naut þar
kennslu tveggja mjög færra
náttúrufræöinga. Þaö voru þeir
Guömundur Báröarson jarö-
fræöingur og Pálmi Hannesson
seinna rektor Menntaskólans I
Reykjavik. Þeir eru orönir eru
orðnir margir nemendur þessara
manna, sem lagt hafa fyrir sig
náttúrufræöi. Þennan stutta tima,
sem Pálmi kenndi fyrir noröan,
var meöal nemenda hans, auk
min, t.d. Siguröur Þórarinsson
jarðfræðingur, og seinna kenndi
hann svo fjölmörgum veröandi
náttúrurfræöingum eftir að hann
kom aö Menntaskólanum i
Reykjavik. Guömundur Báröar-
son var ekki siöur frábær kenn-
ari, en hann kenndi mér i gagn-
fræðadeild.
Til Hafnar
og heim
Ég lauk stúdentsprófi vorið 1929
og um haustiö sigldi ég til Kaup-
mannahafnar og hóf þar nám i
náttúrufræði meö grasafræði sem
aöalgrein og dýra- og jaröfræöi
sem aukagreinar. Auk þessa
stundaöi ég nám I jurtasjúk-
dómafræöi viö landbúnaöarhá-
skólann I Höfn og i tilraunastöö-
inni I Lyngby, og á þvi sviði hefur
mitt starf hér heima veriö mest.
Ég lauk magistersprófi i grasa-
fræöi áriö 1936 og kvæntist tveim
dögum eftir prófiö danskri stúlku
frá Alaborg, Agnes Marie
Christensen. Við fluttumst svo
heim til Islands strax eftir brúö-
kaupiö.
Þetta var að vori til, og um
sumarið var ég fyrir norðan, en
um haustið fór ég að kenna viö
gagnfræöaskóla Reykvikinga —
Agústsskóla, eins og hann var
venjulega kallaöur eftir Ágústi H.
Bjarnasyni. Um foriö 1937 tekur
svo atvinnudeildin til starfa og þá
ræöst ég þangaö, og þar hef ég
unnið mitt aöalstarf siöan.
Fræðslu- og
leiðbeiningastarf
Ég var fyrsti starfsmaöurinn i
búnaðardeildinni, svo var ég ráö-
inn sérfræöingur I jurtasjúkdóm-
um, þótt sú grein heföi veriö
aukageta hjá mér I skóla. Þarna
var I rauninni óplægður akur, en
þó höföu tveir lslendingar ofurllt-
iö starfaö á þessu sviöi áöur þeir
Einar Helgason garöyrkjustjóri
og Ragnar Asgeirsson. Ég byrj-
aöi á þvi aö feröast mjög viöa um
landið til aö rannsaka, hvaöa
sjúkdómar væru i landinu, bæöi i
görðum, gróöurhúsum og trjá-
gróöri. Ég var I þessum feröum I
nokkur sumur, — safnaöi gögnum
og reyndi aö finna ráö gegn sjúk-
dómunum og fræöa fólk um, hvaö
þaö ætti aö taka til bragðs. Ég
byrjaöi strax á þvi aö veita upp-
lýsingar I útvarpi og blööum og
tímaritum, og þaö hef ég alltaf
gert. Það hefur verið hluti af
minu starfi.
Þegar ég var aö byrja mlnar
athuganir, þá var þaö t.d.
kartöflumyglan, sem varð fyrir
mér. Hún var algeng hér þá og
geröi stundum mikinn skaöa. Nú
siðustu tiu árin hefur hennar
varla oröiö vart. Þaö er veörátt-
an, sem gerir þaö aö verkum. Ef
næturkuldar koma seinni hluta
sumars, eða ef er mjög þurr-
viörasamt, þá stöövast sýkin. Svo
er stöngulsýkin i kartöflum al-
varlegur sjúkdómur. Kálflugan
hefur sennilega borizt til landsins
upp úr 1930. Hún var I Reykjavik,
þegar ég kom til landsins. Þaö er
mjög sennilegt, að hún hafi komiö
með innfluttum matjurtum, róf-
um eða einhverju þess konar.
Hún náði útbreiöslu viöa um land,
þvi aö hún barst mikið meö jurt-
um, sem voru seldar til gróöur-
setningar, og það var engin leiö
aö útrýma henni. En nú eru notuð
lyf gegn henni og tekst vel, og svo
sáöskipti. Þetta eru dæmi um al-
varlega sjúkdóma, sem þarf aö
vera vakandi gagnvart.
Um landið þvert
og endilangt
Skömmu eftir striöiö fer svo
kartöfluhnúðormurinn aö gera
vart viö sig hér. Hann hefur trú-
lega borizt hingaö meö brezka
setuliðinu, þvi aö Bretarnir fluttu
mikiö af matvælum inn, og
hnúðormurinn var éinmitt mjög
algengur i Bretlandi á þeim tima.
Þaö var brugðiö hart viö og
ákveðiö aö láta einskis ófreistaö
aö ráöa niöurlögum hnúðormsins
og geröur út leiöangur til aö
kanna útbreiðslu þessa vágests.
Viö fengum þetta verkefni, ég og
Geir Gigja skordýrafræöingur, og
auk þess haföi ég lengi aö aö-
stoöarmanni Kára Sigurbjörns-
son garðyrkjumann. Þaö má
heita, aö viö þessir þrir höfum i
sameiningu rannsakaö flestalla
matjurtagaröa landsins á einum
fimm árum. Viö ókum bæ frá bæ
og skoðuðum garöana og skrá-
settum allt og unnum úr þvi á
veturna. Jafnframt athuguöum
við fleiri sjúkdóma en hnúðorm-
inn, og með þessu fékkst þvi
ágætt yfirlit yfir heilbrigöis-
ástandiö I göröum landsmanna.
Viö töluðum auðvitaö viö fólkið á
bæjunum, og alls staðar fengum
við hinar beztu móttökur og
kynntumst fjölda manns, eins og
gefur að skilja, þvi við fórum I öll
héruð landsins. Ég held, aö þetta
hafi reynzt mjög gagnlegt, vegna
þess að fólk fór að kynnast þess-
um málum og vita betur, til
hvaða ráöa væri bezt aö gripa. Ég
var lengi aö kalla eini maöurinn,
sem fékkst verulega við jurta-
sjúkdóma, og þetta var, eins og
gefur aö skilja,æöierilsamt. Fjöl-
margir hringdu til að leita ráöa
eða þá skrifuöu mér, og það fór
mikill timi i aö sinna þessu, svara
bréfum og gefa ráð I sima. Auk
þess var þaö vani minn aö gefa
leiðbeiningar I útvarp og skrifa i
blöö og timarit. En á seinni árum
hafa komiö til starfa garöyrkju-
ráðunautar, bæöi hjá borginni og
Búnaöarfélaginu, og þaö hefur
létt mitt starf geysilega og gert
fólki auöveldara fyrir. Með stofn-
un garöyrkjuskólans jókst og
mjög þekking á jurtasjúkdómum.
Það gefur svo auga leiö, aö
feröalögin og vettvangsrann-
sóknirnar voru hluti af starfinu. A
veturna var unnið úr gögnum
þeim, sem við höfðum safnað á
sumrin, og þaö var auðvitaö mik-
iö verk.
Grasafræðirannsóknir
i hjáverkum
Ég geröi það að gamni minu,
þegar ég var i ferðalögum um
landið að athuga jafnframt gróð-
ur I kringum bæi til að komast aö
þvi, hversu margar erlendar jurt-
ir heföu borizt meö varningi til
Ingólfur Daviösson myndin er tekiin á heimili hans.
landsins og fest rætur, og hvaða
jurtir væri þar um að ræða. Ég
haföi einstakt tækifæri til þess,
þar sem ég kom að heita mátti
heim á hvern bæ viða á landinu.
Ég skráöi jurtirnar jafnóöum og
skrifaði um þetta efni i Náttúru-
fræöinginn, og ritgerð skrifaði ég
á ensku fyrir visindafélagið um
jartaslæðinga á tslandi frá alda-
mótum fram til 1966. Þaö reynd-
ust 186 tegundir, sem höföu slæözt
til landsins — flestar með gras-
fræi og Jiænsnafóöri. Af þessum
186 tegundum hafa um 20-25 setzt
alveg aö I landinu.
Auk þessa notaði ég svo gjarna
sumarfrlin til aö rannsaka flóru
einstakra héraöa. Þannig hef ég
til dæmis rannsakað márga Aust-
firöi. Á Suðurlandi rannsakaði ég
Mýrdalinn og fyrir norðan t.d.
Árskógsströndina. Kannaði ég
lika suðurströnd Reykjanes-
skagans, ýms svæöi hér I kring-
um Reykjavik og Þingvöll. Er
mjög fróölegt aö sjá þær
breytingar, sem gróöurinn tekur
meö vaxandi byggö. Niöurstööur
þessara athugana minna birti ég
svo jafnóöum i Náttúrufræöingn-
um, en sumt er ennþá i handriti.
Þessu hef ég haldiö áfram og nú
siöast I sumar fór ég austur I
Vopnafjörö og vestur I Olafsvik
aö skoöa garöa og skrásetja
slæðinga.
Gott samstarf
við fólkið
Eins og nærri má geta, þá hef
ég á öllum þessum feröalögum
um landiö kynnzt fjölda fólks,
sem ég hef haft samstarf viö og i
rauninni hefur árangur af starfi
minu verið mjög undir þvi kom-
inn, aö það samstarf væri sem
bezt.
Það hefur oftsinnis komiö fyrir,
að fólk úti um land hefur veitt
mér mikilvægar upplýsingar um
jurtir og vaxtarstaöi þeirra. Ég
get nefnt sem dæmi, þegar öspin
fannst á Austurlandi, þá var það
bóndinn á bænum, sem benti mér
á, aö i nágrenninu yxi undarleg
hrisla, sem hann vissi ekki hvaö
hét, og hann leiöbeindi mér á
staöinn.
Ég hef ánægju af að feröast, og
hef komið i flestar sveitir lands-
ins, en litiö feröast um óbyggðir.
Allar minar rannsóknir eru
tengdar byggöunum og búskapn-
um.
Bændur taka þátt
i rannsóknunum
Þaö hafa miklar breytingar átt
sér staö, siöan ég byrjaöi störf,
sem eini sérfræöingurinn á
búnaöardeildinni voriö ’37. Nú er-
um viö fluttir upp á Keldnaholt og
erum eitthvað um tiu sérfræöing-
ar og aöstoöarfólk i rúmgóöu hús-
næöi. Gamla atvinnudeildarhúsiö
var löngu oröiö of litið. Þar var ég
með minar rannsóknir i garöi á
háskólalóöinni og kannaöi þol
hinna ýmsu jurta gagnvart sjúk-
dómum og reyndi lyf við þeim. A
tilraunalandi Rannsóknarstofn-
unarinnar Korpu er jarövegur
dálitiö einhæfur, mest mýrlendi.
Or þessu er bætt meö þvi aö láta
tilraunastöðvarnar og bændur
sjálfa annast tilraunirnar aö
nokkru. Komiö er upp tilrauna-
reitum viöa um land og bændur
fylgjast sjálfir meö þeim viö leiö-
sögn búfræöinga. Meö þessu er
álitið aö tvennt vinnist: Tilraun-
irnar eru gerðar viö fjölbreyttar
aöstæður, sem þýöir aö gildi
þeirra veröur meira og bændur
eru i nánari snertingu viö tilrauna
starfsemina. Þetta siöar nefnda
atriöi er ekki siöur mikilvægt, það
eru bændurnir sem eiga aö not-
færa sér þá þekkingu, sem aflað
er meö tilraunastarfseminni, og
þvi mikilvægt að sem bezt sam-
band sé á milli þeirra og sér-
fræöinganna, sem vinna aö rann-
sóknunum. Aö þessu leyti held ég
aö ástandiö fari batnandi, og ber
einnig aö þakka þaö, þvi aö nú eru
ráöunautar I öllum héruðum og
þeir eru nokkurs konar tengiliöir
milli bænda og tilraunastarf-
seminnar. Auk þess koma
búnaöarblööin aö góöu gagni.
Sjálfur hef ég skrifað talsvert i
Frey og gjarna reynt aö hafa þaö,
sem ég skrifa I léttum dúr. Þaö er
reynsla okkar, sem vinnum aö
rannsóknum, að slik skrif eru
fremur lesin en þurrar skýrslur.
En um samstarf bænda og sér-
fræðinga vil ég segja, aö þaö
verður aldrei of gott!
Mér hefur aldrei
leiðzt i starfi
Ég hef oft verið spuröur aö þvi,
hvort ég sjái ekki eftir aö hafa
ekki getaö helgaö mig meira
grasafræöinni, sem var min sér-
grein Iskóla, i staö jurtasjúkdóm-
anna. En um slikt tjóar ekki að
fást. Þegar ég kom heim frá námi
voru ekki til neinar stöður fyrir
grasafræöinga, nema við
kennslu, en hugur minn stóö ekki
til aö leggja hana fyrir mig sem
aðalstarf. Og ég hef haft mikla
ánægju af starfi minu. Þegar ég
lit til baka þá held ég aö ég geti
sagt meö góöri samvizku, að mér
hafi aldrei leiðzt I minu starfi og
þaö tel ég aö hljóti aö vera hverj-
um manni mikils virði.
Nú eru hins vegar betri aöstæö-
ur fyrir þá sem leggja stund á
náttúrufræöi og ýmsar stöður
komnar til sögunnar, sem ekki
Voru til áður. Og hin nýja
náttúrufræöideild viö háskólann
hlýtur að veröa islenzkum
náttúrurvisindum mikil lyfti-
stöng. Þaöan eiga eftir aö útskrif-
ast menn meö mikla þekkingu I
grasa-dýra-og jaröfæöi og nú eru
i fyrsta sinn horfur á miklu fram
boöi ágætiega hæfra manna til
kennslu i náttúrufræöum, en á
þaö hefur mikiö skort.
Ritstörf og
félagsstörf
Þaö, sem Ingólfur hefur hér
nefnt af störfum sinum, sýnist
vera dágott ævistarf fyrir hvern
meðalmann;en þaö er langt frá
þvi aö allt sé upptaliö. Hann hefur
veriö óþreytandi aö skrifa um
fræöigrein sina fyrir almenning.
Hann var ritstjóri ársrits Garö-
yrkjufélags tslands 125 ár frá 1942
og hefur þaö veriö mikiö starf. Þá
hefur hann skrifaö nokkur leiö-
beiningarit um jurtasjúkdóma og
varnir gegn þeim. Kennslubók i
grasafræöi eftir hann er kennd i
gagnfræðaskólum og hefur komiö
út I fimm útgáfum.. Greinar hans
um almenna grasafræöi i blöðum
og timaritum eru orönar geysi-
margar, einkum hefur Náttúru-
fræöingurinn notiö góös af elju
hans. Þá má nefna bækur eins og
Stofublóm, Garöagróöur og
fleira, sem hann hefur samiö einn
eða i samvinnu viö aðra. Og nú
siðast i haust kom út Stóra
blómabók Fjölva, stórt verk, sem
Ingólfur þýddi og staöfærði. Oft
hefur veriö talaö um aö lærdóms-
menn einangrist meö alla sina
þekkingu, en um slikt verður
Ingólfur varla sakaöur. Hann hef-
ur lagt mikla vinnu i aö koma
þeirri þekkingu, sem hann hefur
aflaö, á framfæri viö almenning,
svo að hver, sem áhuga hefði á
gæti hagnýtt sér hana.
Ingólfur hefur jafnhliöa störf-
um sinum hjá Atvinnudeild og
Rannsóknastofnun landbúnaöar-
ins jafnan nokkuð fengizt viö
kennslu, hann hefur kennt viö
Húsmæörakennaraskólann, i
gagnfræöaskóla og viö lyfjadeild
Háskólans.
Þá er enn ekki getiö starfa
Ingólfs aö félagsmálum en hann
hefur veriö i stjórn Skógræktar
félags Reykjavikur, Garöyrkju-
félags tslands og Hins Isl.
náttúrufræðifélags. Hann hefur
og setiö i náttúruverndarráöi sem
varamaöur og hann er i félagi
Visindafélagi Islendinga.
Fleiri mætti vafalaust tina til
um störf Ingólfs Daviössonar en
hér látum viö staöar numiö aö
sinni. Þar sem afmæli hans bar
ekki aö fyrr en eftir nýár býst
hann viö hann við aö halda starfi
sinu til næstu áramóta, enda mun
ekki enn vera fundinn maöur I
staðinn hans.
Við látum spjallinu lokiö og
óskum þess, aö tslendingar fái
enn lengi notið starfskrafta hans.
JGK
Kartöflur teknar upp á Grund i Grýtubakkahreppi 1971. Ingólfur annast eftirlit meö stofnræktun útsæöis viö Eyja fjörö.
Kartöflubændur I Þykkvabæ 28. ágúst 1971 á ráöstefnu meö Edvald B. Malmquist og Ingólfi.
Nemendur húsmæörakennaraskólans í grasaferö á Laugarvatni meö Ingólfi sumariö 1961.