Tíminn - 28.01.1973, Blaðsíða 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 28. janúar 1973
„ALLT MITT LÍF LIGGUR
í GRJÓTI OG BÓKUM
ÚTI í VESTMANNAEYJUM"
— segir Sveinn Guðmundsson forstjóri, sem flúði
heimkynni sitt vanheill maður og fóklæddur
á bóti fyrstu skelfingarnóttina
— Allt mitt lif liggur i grjóti og
bókum úti i Vestmannaeyjum,
sagöi Sveinn Guöm.son forstjóri
viö Tiamnn I gær. Lifs sjálfs
mins blaktir á skari — ég hef
veriö sjúklingur undanfariö, bæöi
vegna sjúkdóms og slyss, og svo
kom þessi nótt reiöarslaganna,
þegar viö flúðum eins og viö
stóðum og höfðum ekkert
meðferöis nema fötin, sem við
vorum i, og þó ónóg — já eigin-
lega vorum við anzi fatafá. Mér
varð kalt á bátnum á leiðinni til
Þorlákshafnar, og ég hef ekkert
getaö aðhafzt siðan, enda litið
sem kleift er að gera.
Sá maður, sem svo talar,
Sveinn Guðmundsson fyrrverandi
bæjarfulltrúi i Eyjum og forstjóri
útibús Afengisverzlunarinnar, á
liklega fullkomnasta, fjöl-
breyttasta og verðmætasta
steinasafn á landinu, og eitt bezta
bókasafn i Vestmannaeyjum. Hús
hans heitir Arnarstapi og er við
Fjðlugötu, beint niður af Helga-
felli meðal hinna efri húsa. Þar
biður allt, sem hann mesta um-
önnun sýndi, utan fjölskyldu
sinnar og daglegs verkahrings i
lifinu, þess er verða vill, svo sem
annað ágæti og fágæti i Vest-
mannaeyjum. Að visu er húsið
ekki i bráðri hættu,og þvi ætti
ekki að vera voði búinn, ef ekki
gerir þeim mun meira að i Eyjum
með ný jum áföllum. En að vonum
ber safnandi og eigandi þessara
gripa kviða i brjósti meðan ekki
léttir þeirri martröð, er á öllu
hefur hvilt siðustu viku.
— Ég hef aldrei kunnað með
peninga að fara, heldur Sveinn
áfram, en það hefur ekki komið
að sök, þvi að við höfum samt
sem áður haft nóg fyrir okkur
liggja. Grjót og bækur — það var
árátta min. Ég byrjaði steina-
söfnunina árið 1932 svo að þetta
eru orðin fjörutiu ár, sem ég heF
verið að tina saman steinana
mina, og ég hef farið snuddandi
og snuðrandi um allt land, nema
Strandirnar átti ég eftir. Bil hef
ég ekki haft til umráða — alltaf
treyst á fæturna. A þeim hef ég
þrammað um fjöll og dali og borið
það til byggða á bakinu, er ég
hreppti að verkalaunum.
Og það væri vanþakklæti að
segja annað en mér yrði vel
ágengt, þó að mér miðaði hægt
áfram. Ég varð fyrstur til þess að
sækja steinasöfnun af svona
kappi, og þá var margt fallegt að
finna á stöðum, þar sem allt er
nú uppurið og ekki sést framar
neitt, sem feigur er i.
— Jú, ekki er þvi að neita — menn
hafa gefið þessu steinasafni minu
hýrt auga, heldur Sveinn áfram,
og siðast i fyrra voru fölur lagðar
á sumt af þvi af forráðamönnum
náttúrugripasafnsins hér. En þeir
vildu fá að velja úr hjá mér, og
það vildi ég ekki láta gera. Ég
hafði hugsað mér að þessu steina-
safni minu yrði haldið saman, og
það hafa börnin mfn verið mér
sammála um, og eiginlega hafði
ég hugsað mér að láta Vest-
mannaeyjar njóta þess, þó að ég
sé Austfirðingur og þar eystra,
þar sem landið er einna auðugast
af fögrum steinum, kviknaði fyrst
sú unun, er ég hef haft af steina-
rikinu. Vestmannaeyjar eiga
orðið svo mikil itök i mér eftir
langa veru þar.
En eins og stendur er vist tómt
mál að tala um það, hvað um
steinana mina verður. Það er
enginn leikur að flytja neitt frá
Eyjum nú, og steinarnir margir
hverjir, eins og til dæmis
zeólitarnir, eru vandfluttir. Það
var rétt með herkjum, að börnin
Einn af skápum þeim, sem Sveinn gcymir steinasafn sitt i. t þessum
skáp eru m.a. Kalcedon —Aragonit— Bergkristall — Zeolitar, ýmis
afbrigði.
Sveinn Guðmundsson, sem safnað hefur steinum og bókum um marga
tugi ára.
min, Garðar og Asdis, fengu
að skreppa til Vestmannaeyja
til þess að sækja nauðsynlegasta
fatnað og lausamuni.
Ég hef samt orðið þess var, að
fleiri hugsa til safnsins mins en ég
og minir. Það hringdi einhver
prófessoranna við háskólann til
sonar mins til þess að tala við
hann um þá, og ölafur Guð-
mundsson, útbússtjóri i Stykkis-
hólmi, hefur lika haft tal af mér.
En hvað verður um framkvæmdir
veit ég ekki, eða hvenær hægt
verður eitthvað að gera. Ég vildi
þó láta smiða hentuga kassa til
þess að flytja það i,
sem viðkvæmast er, en ég veit
bara ekki hvar ég á að bera niður
eða hver vill hlaupa undir bagga
með mér.
Sveinn talar lágum rómi um
steinana sina, og hann sér vafa-
laust fyrir sér hilluraðirnar
heima i Arnarstapa við Fjólu-
götu,'þar sem öllu hefur verið
skipað eftir tegundum og af-
brigðum. Hann hefur verið að
skrá safnið, og það voru þúsund
steinar, sem komnir voru á skrá.
Svo vikjum við að bókunum.
— Þetta eru nokkur þúsund bóka
i gylltu bandi, svona þrjú þúsund,
segir Sveinn — allt góðar bækur
og sumar harla dýrar og fágætar.
Svo á ég heilmikið óbundið, þar á
meðal timarit. Ég veit ekki, hvort
þetta er mesta eða bezta bóka-
safn i Eyjum — vel liklegt, að þeir
eigi eins mikið og meira,
Haraldur Guðnason bókavörður
og Freymóður Þorsteinsson
bæjarfógeti. Ég held ég geti þó
með sanni sagt, að það séu góðar
bækur, sem ég á.
En það verður að fara með þær
eins og annað i minni eigu og
minna samborgara I Vestmanna-
eyjum. -JH.
Óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til
sýnis þriðjudaginn 30. janúar 1973, kl. 1-4 i
porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7:
Volkswagen 1600 fólksbifreið árg. 1970
Volkswagen 1500 ” 1967
Consul Cortina ” 1965
Opel Admiral ” 1966
Voivostation ” 1963
Volvostation ” 1965
Volvo station ” 1965
Land Rover diesei ” 1968
Land Rover diesel ” 1964
Land Rover benzin ” 1962
Land Rover benzin Iengri gerð ” 1966
Gaz 69 jeppi ” 1967
Willys jeppster ” 1967
Ford Club Wagon ” 1967
Volvo Laplander ” 1965
Volvo Laplander ” 1965
Ford Transit Sendiferðabifreið ” 1967
FordTransit ” 1968
Ford Transit ” 1968
Volkswagen ” 1965
RenaultR-4 ” 1968
Scania Vabis vörubifreið ” 1965
Volvo vörubifreið með framdrifi og krana ” 1959
Voivo vörubifreið með framdrifiog krana ” 1962
Mótorhjól
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5.00 að
viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til
að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðun-
andi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844