Tíminn - 04.02.1973, Síða 8
Kgill Kgilsson vift afgreiftsluhorftið í Týli aft Austurstræti 20, þar sem verzlunin hefur verift til húsa frá
upphafi, og átt vift mikil þrengsli aft búa. Hann heldur hcr á Canon inyndavcl af mjög vandaðri gerft, en
fruman vift hann eru sjó naukar, en af þeim hcfur verzlunin fyrirliggjandi mesta úrval á landinu,
yfirleitt milli 20 og :!0 tegundir. I þessum húsakynnum er einnig gleraugnadeild.
Cr verzlun Týli aft Austurstræti 7, sem opnuft var i október i haust. Kins og sjá má er þarna mikið úrval
af gleraugum og loftvogum, en i verzluninni fást einnig alls konar Ijósmyndavörur, eins og i Austur-
stræti 20.
Umboð fyrir fjölda ljós-
myndavörufyrirtækja
— Svo hafið þið alltaf fyrirliggj-
andi fjölbreyttar ljósmyndavör-
ur. Hverjar eru þær einkum og
frá hvaða fyrirtækjum?
— Eins og ég áður sagði,
fengum við árið 1964 einkaumboð
fyrir Agfa-Gevaert A.G., en það
fyrirtæki framleiðir allra handa
ljósmyndavörur, sem við höfum
allar á boðstólum. Þá höfum við
og einkaumboð fyrir Canon
myndavélar óg söluumboð fyrir
Nikon. Einnig höfum við einka-
umboð fyrir fjölmörg japönsk
fyrirtæki, sem framleiða t.d.
leifturljós, sýningarvélar og
margt fleira. Einnig önnumst við
um dreifingu á Osram leiftur-
ljósaperum og Varta rafhlöðum.
Nýtt litmyndaverkstæði
i uppsiglingu
— Þá er að geta þess, sem nú er
stærsta nýjungin í rekstrinum, að
innan skamms munum við fara af
stað með nýtt litmyndaverkstæði,
þar sem framkallaðar verða lit-
myndir á pappir, en
,,slides”myndirnar munum við
eftir sem áður senda til Kaup-
mannahafnar, þar sem þær eru
afgreiddar á þrem dögum.
Tæknifræðingur frá Agfa kom
nú i vikunni til að leggja siðustu
hönd á uppsetningu vélanna og
stillingu þeirra. Agfa verksmiðj-
urnar krefjast þess, til að hæstu
gæði séu tryggð á framkölluninni.
Uppsetning þessa verkstæðis er
gerð i samráði og samvinnu við
Skyndimyndir s.f., og verður það
rekið af fyrirtækjunum báðum.
Takmark okkar er að geta
framkallað og stækkað litmyndir
á svo skömmum tima, að af-
greiðslufresturinn verði ekki
lengri en tveir dagar. Það ætti
ekki að vera svo miklum vand-
kvæðum bundið, þvi að filmu-
framköllunarvélin getur fram-
kallað 120 filmur á klukkustund,
og stækkunarvélin á að geta
'stækkað milli 3000 og 4000 myndir
á klukkustund, en hægt er að út-
búa allar stærðir af litmyndum
upp i 13x18 cm. Þá verður og hægt
að útbúa með þessum vélum jóla-
kort af stærstu gerð.
Óbrotgjörn mynd af ást-
inni sinni i veskinu
Það var eiginlega ekki rétt,
sem ég sagði i upphafi, að þetta
væri framköllun á pappir, þvi að
hann er alls ekki notaður, heldur
er það plasttegund, sem mynd-
irnar eru kopieraöar yfir á. Með
þvi tekur stækkun helmingi
skemmri tima, heldur en ef um
væri að ræða pappirsnotkun.
Með þessari plastnotkun verða
svo myndirnar mun áferðar-
fallegri og varanlegri og
endingarbetri, þvi að þær er ekki
hægt að brjóta. Eftir
að þessi tækni verður kom-
in i gagnið, geta menn þvi
gengið méö mynd af kærustunni
eða eiginkonunni i veskinu sinu,
án þess að hún láti nokkurn tima
á sjá. Þeir ættu að vera margir,
sem vilja gripa það fegins hendi,
að geta hvert sem þeir fara,
alltaf haft mynd af ástinni sinni
jafnungri og laglegri meðferðis.
Það má i sambandi við
uppsetningu þessa verkstæðis
geta þess, að það verður að taka
tillit til ýmissa furðulegra hluta
frá leikmannssjónarmiði. Nú i
vikunni er t.d. væntanlegur annar
tæknifræðingur frá Agfa verk-
smiðjunum, og mun sá ganga frá
stillingu framköllunartækjanna,
en henni þarf að breyta, vegna
þess, hve islenzka vptnið er
súrefnisrikt. Þvi gengur fram-
köllunin i allt öðru visi fyrir sig en
i nokkru öðru landi, þar sem allt
vatn er kannski hreinsað skólp.
Við urðum að senda sýnishorn af
vatninu til verksmiðjanna, þar
sem þeir i upphafi neituðu að trúa
þvi,að svo lifandi vatn sem hið is-
lenzk væri til.
—Hvenær áttu svo von á að þið
getið farið af stað með nýja verk-
stæðið.
— Vonandi verður það eftir um
það bil viku, segir Hilmar. Eftir
það vona ég að menn geti fengið
litmyndina sina i hendur tveim
dögum eftir að þeir tóku hana.
Það er i mörgu að snúast hjá
stjórnendum þessa athafnasama
fyrirtækis og við hálfskömmumst
okkar fyrir að tefja þá frá
sinum daglegu störfum. Siminn
hringir stöðugt, reikningar
streyma að til afgreiðslu, og
hvarvetna sinnir fólkið starfi sinu
af kappi. Við kveðjum þvi eftir að
hafa farið um helztu sali og deild-
ir fyrirtækisins og heimsótt Týli
verzlanirnar i Austurstræti.
Hilmar er þó þotinn áður til að
koma i gang litmyndaverkstæð-
inu, þar sem þýzki sérfræðingur-
inn er að störfum. Erl
gleraugu i þeim stil, sem flest
eldra fólk notaði, og margir vilja
kaila einu nafni ,,ömmugler-
augu.”
Þessi gleraugu voru annars tið-
ust milli 1940 og 50 og þessar um-
gerðir kallast Churchill-umgerð-
ir, sennilega af þvi, að hvar sem
mynd sést af Churchill gamla
með gleraugu, þá eru þau i þess-
um stil.
Sveiflurnar eru furðulegar eins
og t.d. i þessu þegar umgerðir,
sem legið hafa i 10-15 ár og ekki
hreyfzt, seljast upp á örskammri
stund, vegna þess, að þá er orðið
„stæli” eins og unga fólkið segir,
að ganga með þær. Það er meira
að segja svo „stæli”, að þeir eru
margir, sem hafa keypt sér svona
umgerðir, og látið setja i þær
venjuleg gler, vegna þess, að þeir
hafa i raun séð agætlega en samt
viljað tolla i tizkunni.
Þessar umgerðir eru nú svo til
alveg uppseldar og við erum að
leita -fyrir okkur um, hvort hægt
sé að fá nýjar birgðir einhvers
staðar erlendis frá. Helzt eiga
þau að vera gyllt eða silfurlituð,
og umgerðirnar örgrannar með
beinum spöngum. Þó að við séum
allir af vilja gerðir til að gera
fólki allt til hæfis i þessum
málum, getur það orðið dálitið
erfitt, þegar málin taka skyndi-
lega svo óvænta stefnu. En e.t.v.
er þetta aðeins það, sem alltaf má
eiga von á eins og sagt er, að
sagan endurtaki sig, þá leiti tizk-
an ætið i sömu farvegi, en renni
bara aðeins skamma hrið i hverj-
um þeirra.
mmmKAá
; LI !*-
mú l 4 ** f' y i 1 ’ m- J ppf 1 1 1 B ' l
11 ; / - - '• iLffV æ&m&íæéMé : i r > _j I J 1
Starfsfólk verzlunarinnar I Austurstræti 20 viö afgreiðsluborftift. Allar innréttingar í þessu nýja
myndirnar gefa hugmvnd um.
húsnæfti eru mjög skemmtilegar eins og
Timamyndir: —Róbert