Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. febrúar 1973. TÍMINN 9 llafsteinn miðill i herbergi sinu i Garðastræti 8. Loks komst ég í námunda við Hafstein, miðil- inn mikla Leitin að Hafsteini, miðlinum mikla, gekk erfiðlega. Stundum hvarflaði að mér að gefast upp. Forystumenn Sálarrannsóknar- félagsins fóru undan i flæmingi, þegar ég talaði við þá, og ég gat ekki fengið um það skýr svör, hvort mér myndi auðnast að ná fundi Hafsteins. — Hafsteinn er önnum kafinn, sagði fólk. Menn voru farnir að verða dá- litið þreyttir á mér. — Þú ættir að halda þig við hversdagslegri fyrirbæri, var sagt. Það stendur skrifað i heilagri skrift, að menn eigi ekki að leita fregna af látnu fólki. Margir kunningja minna ypptu öxlum og sögðust ætla að láta það biða að kynna sér lifið fyrir handan, þar til þeir væru sjálfir komnir i það tilverusvið. Samt var eins og þeir hefðu undir niöri gaman af að fylgjast með striði minu og eltingaleik. Ertu nú loks búinn að ná i Hafstein? var spurt. Og hvernig var það með Dulu — dag- bókina, sem þú skrifar i allar furðurnar, sem þú heyrir nefnd- ar? Sjálfir höfðu þeir aldrei hitt Hafstein, en auðvitað vissu þeir um miðilsfundi hans. Þeir vissu, að fólk streymir til hans úr öllum áttum, langt utan úr byggðum, ef miðlarnir heima fyrir nægja þvi ekki. Það er mikið um yfirnáttúrlega eiginleika á tslandi — það þykist ég að minnsta kosti hafa komizt að raun um. Fólk fær alls konar vitranir og kemst I einhvers kon- ar samband við nýlátna vanda- menn. Hafsteinn gnæfir yfir allt þetta. Hann sezt i stól sinn og hverfur — þvi eru engin takmörk sett, hversu langt hann getur komizt inn I hina duldu heima. Það er að- eins rödd hans, sem verður eftir I þessum heimi. Ég feröast um héruð með mikilfenglegt yfirbragð, þar sem allt virðist snautt og dautt við fyrstu sýn. En þegar ég gegn út á hraunsvæði og beygi mig niður, sé ég jurtir og blóm á milli stein- anna, litlar tjarnir með grænum mosagróðri og jafnvel stargresi, sem sauðfénu hefur sézt yfir. — Hér sérðu Islenzkan eini, segir Geir. Litlll, einmana einirunni, sem nær manni i kálfa — hvernig er hann hingað kominn. Og hvernig getur hann fest hér rætur? Skyggnið er ótrúlega gott. Hér er ekkert, sem byrgir sýn, og himinn og jörð renna saman i fjarska. Jú — þarna er þó eitt- hvað á hreyfingu. Það er sauð- fénaður og smávaxnir, islenzkir hestar og faxið svo mikiö, að Hér birtist önitur greinin sem sænski blaðamafturinn Lars Westman skrifaöi eftir islandsferft sina i tímaritift Vi. Hér lýsir hann marg- háttuðum tilraunum sinum til þess að ná tali af Hafsteini miftli, unz hann hittir hann óvænt i litlu móttökuherbergi i Garðastræti. maður veit tæpast, hvað snýr fram og hvað aftur. Og jörðin er lifandi. Það bullar og sýður rétt við fætur manns. Ég stari niður i skál, sem er hálffull af vellandi leirgraut suður i Krýsuvik. Það var þessi hver, leirhver, sem var riæstum búinn að töfra Ullu Jakobsson niður til sin fyrir nokkrum árum. Og Geir bendir mér á staði, þar sem ekki má róta við neinu. Þar búa vættir og huldufólk — ósýni- leg þjóð. Þegar hinir nýju, dýru vegir eru steyptir, verður að gæta þess að sneiða hjá steinum og hól- um, þar sem huldufólkið býr. Jarðýtur hafa ónýtzt, þegar þeim hefur verið beitt á forboðna staði og slika helga dóma. Og minnis- bókin, Dula, fyllist smám saman. Ég lýsi viðhorfum minum til náttúrunnar. I Svíþjóð er nátt- úran manninum undirgefin. Eigi að reisa nýtt úthverfi, senda menn jarðýtur svo hundruðum skiptir á staðinn, og smám saman raðast húsin við götur hins fyrir- hugaða hverfis. — Nei, það leyfa menn sér ekki hér, er sagt. Eigi að reisa nýtt út- hverfi, verða endalausar umræð- ur um forboðna staði, er þar kunna að vera, og það er metið, úr hvaða klettum eða steinum huldufólkið kann að vera flutt, svo aö þeim megi ryðja úr vegi. Á Islandi býr tvö hundruð þús- und manns. En þaö verður lika að hafa þá i huga, er ósýnilegir eru. Og þeir geta verið býsna margir. Ég held af stað austur yfir fjall og stefni á jökulinn mikla. Allt i einu kem ég fram á fjallsbrún, þarsem vegurinn skáskerst niður hliðina, og láglendið handan heið- arinnar breiðist út fyrir augum mér frá hafi til fjalla, sem veita þvi vernd og skjól. Við hliðarræt- urnar eru litlir sveitabæir, hálf- huldir i gufu frá hverum og laug- um, þar sem heita vatnið streym- ir beint upp úr jöröinni. Vegurinn er slæmur, alls staðar holur, og ég býst allt eins við, aö billinn leggi upp laupana þá og þegar. Ég fer út úr honum. Fram undan er rismikið fjall, og það er kalt, kyrrt og alveg dauðahljótt. Mér finnst ég vera siöasta manneskjan i veröldinni. Eða hin fyrsta. I herstöð Atlantshafsbanda- lagsins á Keflavikurvelli virði ég fyrir mér, hvernig Bandarikja- menn reyna að sigrast á Islenzku landslagi. Ég tala við blaðafull- trúann, sem leikur fyrir mig gömlu plötuna sina: An banda- riskra hersveita I Keflavik væru aumingja tslendingarnir á valdi Rússa. — Getið þér imyndað yður, segir blaðafulltrúinn — Islending- ar hafa ekki enn getað lært að gera greinarmun á liðþjálfa og yfirforingja. Þeir eru eins og börn i hermálum. Það rignir og herskálalandið við Keflavik er i vonleysi svo um- lukt auðn og dauða, að manni liggur við að tárast. Þetta er þó skárra en i Viet-nam, segir blaða- fulltrúinn i huggunarskyni. — Nú skal ég sýnayður dálitið, bætir hann við. Við ökum út á autt svæði, þar sem við nemum staðar fyrir framan spjald: Keflavik Park. — Þetta mun Islendingum finnast mikið um, þegar það er komið i kring, segir blaðafulltrú- inn. Garður! Þarna eru fáeinir moldarbing- ir, sem fluttir hafa verið að, á milli grjóthrúgalda. — We will make it, segir blaða- fulltrúinn. Við getum það. Og blaðafulltrúinn bendir i all- ar áttir, þar sem ekkert rýfur sjóndeildarhringinn nema fáein spjöld með auglýsingum um Keflavik Park: ,,We will make it”, segir blaðafulltrúi varnarliðsins hróðugur. kókakóla. Regnið steypist yfir þessa útstöð frelsisins I úthafinu. Ég hefst við i Norræna húsinu i útjaðri Reykjavikur. Þar er býsna gott norænt bókasafn og ný blöðfrá öllum norrænum löndum. Þar koma margir Reykvikingar, og þar eru lika fáein gestaher- bergi, ætluð aðkomufólki, sem eru að kynna sér ýmis islenzk efni. Ég er fyrsti maðurinn, sem fæ hér gistingu til þess að kynna mér furður og dularverur ís- lands. — Þú ættir ekki að sökkva þér svona niður i þetta, segir fólk við mig. Við skulum fara með þig til stórskemmtilegra Islendinga, sem aldrei leiða hugann aþ miðl- um eða furðum. Viö heimsækjum fólk úti á Nesi, og það var rétt að enda við að byggja þetta nýja hús sitt. Við mötumst og spjöllum saman um nýja húsið og tilveruna. Ég fræð- ist um það, hversu kostnaðar- samt er að byggja hús á Islandi, um jikisstjórnina, um sjónvarps- dagskrána og margt annað, sem ber á góma, þegar þolanlega ligg- ur á manni. Við dreypum aðeins á svarta- dauða, og okkur liöur ágætlega. Við skoðum hugvitsamlega gert hitakerfi, þar sem heitt jarðvatn- ið streymir i gegnum húsið. Á Is- landi hafa menn ekki áhyggjur af þvi, hvort oliuna i geyminum sé að þrjóta. Það er ekki annað en reka bor niður i jörðina, og þá fær fólk heitt vatn i húsin sin. Við stöndum úti við gluggann og horfum út á fjörðinn sem er baðaður tunglsljósi. Og kvöldið liður. Við drekkum ofurlitið meira af svartadauða, og það er eins og við séum komin i kyrrlátt úthverfi i Sviþjóð. Þá segi ég: — Ég hef ekki fyrr talaö viö fólk hér á tslandi i heilt kvöld, án þess að heyra sagt frá miðöldum og öndum. Það slær þögn á alla. Svo segir Pétur frá þvi, hvað bar fyrir hann fyrir nokkrum mánuðum. — Ég sá nágranna minn koma höfuðlausan út úr húsi sinu. Ég varö svo hræddur, að ég stirðn- aði. Pétur hafði hlaupið til konu sinnar og sagt henni frá þessu. Daginn eftir mætti hann grann- konu, sem andaðist fyrir mörgum árum. Konan min sagði, aö ég skyldi ekki verða hræddur, sagði Pétur. En að nokkrum vikum liðnum var granni minn látinn. Kona hans konkar kolli. Þetta var óhugnanlegt atvik, þó að maður reiði sig upp á það, að það sé lif eftir þetta. En svona er það, þegar hliðin opnast, og menn sjá i svip yfir landamærin . inn á landið fyrirheitna — þá verða þeir óttaslegnir. Þó að þeir ættu alls ekki að hræðast. Við tölum um þetta i margar klukkustundir. Maj-Britt hefur farið meö mig hingað út á Nesið til þess aö leiöa huga minn að ein- hverju öðru en andatrú. — Hvað sagði ég þér ekki, segi ég við hana. Ég fer enn i háborg spiritista I Garðastræti 8. Eftirlitsmaður stendur bak við borð i biðstof- unni og heldur reiðu á biðröð fólks, sem vill komast inn til miðlanna. Hann hyggur i skrár sinar til þess að athuga, hvar hann getur troðið mér inn.. — Ég get liðsinnt þér eftir þrjár vikur, segir hann. Það eru tveir miðlar að starfi. Ég heyri óm af mannamáli bak við hurðina til hægri. — Það er Einar, segir vörður- inn. Einar er einn miölanna, sem á heima á Norðurlandi, og hann hefur komið til Reykjavikur til þess að starfa þar i mánaðar- tima. — Það er margt manna, sem flyzt hingað úr kaupstöðum og byggðum úti á landi, segir vörð- urinn. I stað þess, að þeir fari heim til þess að hitta þann, sem áður hefur hjálpað þeim, kemur hann hingað. Vörðurinn er með litla egglaga klukku á boröinu hjá sér. Hvert viðtal varir tuttugu minútur, og þegar klukkan hringir, kemst sá næsti að. — Sjáðu hér, segirhann. Það er allt fullskipað fram til jóla. Klukkan egglaga hringir. Vörö- urinn stendur upp og drepur á dyrnar, og kona, sem beðiö hefur, sitjandi á stól, ris á fætur. — Hver er þarna fyrir innan? spyr ég. — Það er Hafsteinn, segir vörðurinn. — Hafsteinn! endurtek ég. Hans hef ég leitað i marga daga. Ég hélt ekki, að hann væri hér. — Jú. En það er óhugsandi að ná tali af honum. Þaö kostar að minnsta kosti langa biö. Haf- steinn er bezti miðill heimsins, og það er ekki hægt að komast að honum hvenær sem er. En ég eygi von. Eftir fjóra daga ætlar Hafsteinn að kalla átta hundruð manns saman á skyggni- fund i stóru kvikmyndahúsi. Að- göngumiöar veröa seldir næsta dag klukkan tvö. Daginn eftir stend ég I biðröð við húsakynni Sálarrannsóknar- félagsins. 011 stigaþrepin eru full af fólki. Þarna eru bæði ungir og gamlir, einkanlega konur. Fyrir framan mig er hópur siðhærðra pilta með friðartáknið i jakka- barminum. Dyrnar að herbergi Hafsteins eru opnar, og kona fær mér litinn miða, sem kostar hundrað og fimmtiu krónur. Þetta er litið herbergi, og þar inni er litill setubekkur og stór Kristsmynd á veggnum. — Get ég ekki náð tali af Haf- steini? spyr ég. Maður, sem sat á bekknum, ris á fætur. — Ég er Hafsteinn, segir hann. J.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.