Tíminn - 04.02.1973, Síða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 4. febrúar 1973.
Húsagerð
á íslandi
Burstabærinn islenzki — samanstóð af misjafn-
lega mörgum einingum, svo sem,: göngum, stofu,
baðstofu, eldhúsi, búri og skemmu og þessi innan-
skipan hans bauð ekki einasta upp á ákveðið sam-
býlisform, heldur jafnframt ákveðið útlit. Ásar og
fjöll endurspeglast i ytra formi hans, — okkur finnst
liann spretta út úr islenzku landslagi. Úr löngu
skráðum sögum hugljómast hann okkur, umleikinn
rómantiskum blæ, með endurminningu um ljúfa
vetrarmorgna og rökkurstundir. í reynd heyrir
hann minningunni til og kynni okkar flestra af hon-
um eru bundin byggðasöfnum landsins.
t torfbæjum öreiga æska
spann óskanna gullinþráð
og orti sér ævintýri,
sem aldrei var sagt né skráð.
Við bjarma frá blaktandi týru
sást blómskrúðug framtiðarströnd.
Með hendur á hlummi og orfi
vann hugurinn riki og lönd.
Þau byggingaform, sem nú-
tima lslendingar þekkja, eru i
aðalatriðum eftirfarandi: Ein-
býlishúsið, fjölbýlishúsið og há-
hýsið.
Megin þorri bústaða i sveit og
smærri þorpum eru einbýlishús.
t stærri kaupstöðum og bæjum
kemur fjölbýlishúsið, eða nábýl-
ishúsið fyrst fram. Ýmist i formi
raðhúsa, keðjuhúsa eða hreinna
fjölbýlishúsa (blokkir) og á sið-
ustu árum koma fyrstu háhýsin
til sögunnar og virðast ætla að ná
verulegum vinsældum.
Einbýlishúsið er i flestum til-
fellum einnar hæðar hús, eða ein
og hálf hæð, sem fer eftir lands-
lagi. 1 flestum tilfellum býr að-
eins ein fjölskylda i þessum ibúð-
um og þarf þvi ekki að taka eins
mikið tillit til granna sinna, sem i
öðrum húsformum.
Byggingarform á tslandi fyrr á
timum mótaðist mjög af þeim
efniviði, sem tiltækastur var. Stór
Burstafell i Vopnafirði.
hluti bæjarhúsa til sveita og i
þorpum var gerður að veggjum
til úr grjóti og torfi og með torf-
þaki.
Hinn fremur lélegi og frum-
stæði húsakostur, sem menn urðu
að búa við árhundruðum saman,
átti fyrst og fremst rót sina að
rekja til hins mjög takmarkaða
innflutnings á húsaviði og svo
hins, að slikan munað gátu lands-
menn ekki veitt sér af efnahags-
ástæðum.
A timabilinu 1880-1900 hófu
menn til sveita almennt stórfelld-
ar húsaumbætur frá þvi sem
áður var, bæði hvað viðkom bæj-
ar og útihúsum. Veggir vorp að
visu, eins og áður, úr grjóti og
torfi, en innanþiljur úr timbri,
einnig þakið, sem svo siðan var
tyrft yfir. En timbrið vildi fúna og
reyndist ekki endingargott.
TAKIÐ
upp Thule
Um aldamótin 1900 kom áður
óþekkt húsagerðarefni á markað-
inn, var það bárujárnið. Reyndist
það endingarbetra en timbrið,
viðhaldskostnaður minni og varð
það þvi mjög eftirsótt til húsa-
gerðar.
Það, sem að framan hefur verið
sagt, á fyrst og fremst við al-
mennt. A stærri stöðum, svo sem
Reykjavik og Akureyri höfðu
timburhús og hlaðin hús verið
byggð um nokkurn tima. Arið
1862 segir blaðið Norðanfari svo
frá um Akureyri:
Alls eru nú hér i bænum 45
timburhús, smá og stór til ibúðar
og gejmjslu. 20 með torfþaki, 6
með einum vegg og þaki af torfi
og 40 með veggjum og þaki af
torfi, en framgafli af timbri.
Torfhúsin eru flest i suðurhluta
bæjarins og nokkur i ytri parti
hans. Það er vonandi, að
byggingarnefndin láti sér annt
um, að torfhúsum þessum fremur
fækki en fjölgi og ekki sé farið
kringum byggingarlög bæjarins,
sér i lagi, hvað snertir aðgerðir
gamalla torfhúsa. Hér ætti að
gera komizt á, að öll ibúðarhús og
geymsluhús væru annað tveggja
af timbri eða steini.
A sama tima er sagt frá þvi, að
á Isafirði séu 19 ibúðarhús úr
timbri. Þá segir svo i Þjóðólfi
laust eftir 1860 um höfuðstað
Islands, Reykjavik: Til fróðleiks
og samanburðar um viðgang
Reykjavikurkaupstaðar á hinum
siðustu 40 árum skal þess getið,
að árið 1820 voru hér aðeins 34-36
timburhús af öllu tagi. Arið 1830
voru þau orðin 58-60, en nú munu
þau vera nálægt 135. 1 greininni
segir enn fremur: Stærð, her-
bergjafjöldi og prýði húsanna er
þó miklu meiri að tiltölu, hjá þvi
sem hér var fyrir 30-40 árum,
heldur en f jölgun húsanna sjálfra,
þó að hún sé mikil. Fyrir 1820
voru hér fá hús og smá og óséleg
herbergi i ibúðarhúsum. Nú eru
þau fleiri og stærri og að öllu lag-
legri. Þá voru hér engin ibúðar-
hús tviloftuð né með annarri yfir-
byggingu. Nú eru hér þrjú mikil
pakkhús, tviloftuð og sex ibúðar-
hús, tviloftuð og átta ibúðarhús
önnur með yfirbyggingu til
ibúðar.
Eftir aldamótin, með tilkomu
fjölþættari byggingarefna, fer
byggingarformið að breytast.
Járnklædd timburhús þjóta upp
og standa mörg þeirra enn i dag.
Sum þessara húsa voru mjög
falleg, en mikið var þó byggt af
formljótum húsum eins og geng
ur.
Knud Zimsen fyrrv. borgar-
stjóri i Reykjavik mun vera sá,er
fyrstur semur frumvarp að
byggingarsamþykkt fyrir
Reykjavik, það mun hafa verið
1903. Uppkastið að þessari
byggingarsamþykkt mæltist mis-
jafnlega fyrir, mun flestum hafa
fundizt þær breytingar, sem gert
var ráð fyrir i frumvarpinu,ganga
of langt. Það var einkum þrennt,
sem samþykktin beinist einkum
að: Minnka brunahættu i bænum,
vinna að greiðari umferð um bæ-
inn og koma i veg fyrir óheilnæmi
ibúðarhúsnæðis. Munu spjótin
Eitt hinna mörgu bárujárnshúsa við Tjarnargötu.