Tíminn - 04.02.1973, Page 14

Tíminn - 04.02.1973, Page 14
14 TÍMINN Sunnudagur 4. febrúar 1973. Helgi Sæmundsson: FJÖLL OG ELDUR Ég hrekk upp af værum blundi viö, aö siminn hringir og veit og finn, aö enn muni dimmt af nóttu. Mér dettur helzt i hug, aö einhver næturhrafninn hafi lent á skökku númeri rétt einu sinni, en konan min er komin fram úr i næstu andrá og þegar meö simann i höndunum. — Þaö er siminn til þin. Ég tek undrandi viö heyrnar- tækinu og þekkti strax málróm elzta sonar okkar. Hann er blaða- maöur, og mér dylst ekki, að hon- um er meira en litiö niðri fyrir: — Pabbi, þaðer gos i Heimaey. Kveiktu á útvarpinu og hlustaöu á fréttirnar. Gos i Heimaey? Mér kæmi ekki á óvart, þó að Surtsey bærði á sér að nýju, en þessu trúi ég varla. Og þó! Ég átti heima i Vestmanna- eyjum i fjögur ár og var alltaf smeykur við Helgafell. Otvarpsþulurinn leynir geös- hræringunni sæmilega, en tiö- indin eru skelfileg. Gos er hafið i Helgafelli eða i námunda við það. Hjálparsveit skáta fer um kaup- staðinn, vekur ibúana, tilkynnir fólkinu hættuna og stefnir þvi niður að höfn eða upp á flugvöll. Almannavarnaráð hefur ákveðiö, að Heimaey skuli rýmd á svip- stundu. Ég get imyndað mér, hvernig Vestmannaeyingum verður við, þegar þeir eru allt i einu vaktir með þessari voðafrétt. Eldur uppi i útjaðri kaupstaðarins. Er það ekki likast bæjarbruna eða land- skjálfta? Fólki hlýtur að bregða svo i brún, að þvi fallist hendur. Mér verður við eins og ég sé þrumu lostinn. Mér bregöur kannski i brún öðrum fremur af þvi að ég er eld- hræddur frá barnæsku. Ég sá Stokkseyri i björtu báli eina nótt- ina, þegar ég átti þar heima litill drengur. Mörg hús brunnu til kaldra kola. Og nokkrum árum siðar varð ég sjónarvottur að eldsvoöa i Vestmannaeyjum, og var þá haldið, að kona og barn hefðu brunnið inni i gömlu timburhúsi, sem hrundi i logandi rústir á fáeinum minútum. Auð- vitaö á ég að vita betur. Jaröeldur er ekki eins og húsabruni eða landskjálfti. Hann brennur hægt og lengi. En ég nær ekki valdi yfir kviða minum, sem magnast i ótta. Ég sé i anda mikið bál, háa eldsúlu og svartan reykjarmökk. Ég geri ráð fyrir, að gosið sé upp um giginn i Helgafelli. En ég hafði giginn fyrir rangri sök eins og brátt kemur i ljós. Heima i Flóanum gat ég sannarlega eignað mér fjöll. Þjóð veit fjallahringinn tigna og fagra, sem við blasir af þeim slóðum — frá Hellisheiði i vestri að Eyja fjallajökli i austri. Hekla var að sönnu alræmdur skaðvaldur, en Sunnlendingar óttuðust hana ekki að kalla i ungdæmi minu i Flóan- um, þvi að svo langt var um liðið frá þvi aö hún hafði farið hamför- um og gert usla. Katla þótti miklu iskyggilegri, en ég mundi ekki gosið i henni 1918 af skiljanlegum ástæðum, þar eð ég fæddist sumarið 1920. Svo er hún i Mýrdalsjökli og þess vegna bak við Eyjafjallajökul séð úr Flóan- um. Ég var þvi litið eða ekkert hræddur við sunnlenzku eldfjöllin i æsku minni og vissi ekki, hvaðan hraunið undir fótum mér var runnið. Ég fékk þvert á móti traust á fjöllum ungur sveinn. Ingólfsfjall var rammbyggt og svipsterkt og i hæfilegri fjarlægð. Mér þótti vænt um það. Ég taldi mig alla tið óhultan fyrir fjöllum niðri á Stokkseyri. En þetta breyttist úti i Vest- mannaeyjum. Við fluttumst til Vestmanna- eyja, þegar ég var fimmtán ára gamall. Auðvitað fórum við sjó- leiðina þangað. Báturinn var hvorki stór né hraðskreiður, en veðurblittá mildum haustdegi og bezta leiði. Liðið var langt fram á kvöld og dimmt oröið, þegar við komum til Vestmannaeyja. Ég mun hafa gerzt syfjaður og missti þess vegna af landtökunni. Morg- uninn eftir vaknaði ég i nýju húsi. Það var á Hólmi, en þar skyldum við eiga athvarf þangað til hægt væri að flytja inn á Fagrafelli. Og allt i einu var nýtt viðhorf komið til sögunnar: Fjöll höfðu komið til min um nóttina og umluktu mig. Mér fannst ég gæti þvi sem næst snert Skiphellana, Klifið og Heimaklett með þvi að rétta út mina litlu hönd i áttina til þeirra. En þau skutu mér engum skelk i bringu. Þvert á móti. Ég var öruggur i návist þeirra. Fjöllin á Heimaey norðvestanverðri og handan hafnarinnar bera alls ekki með sér, að þau séu eld- smiði. Ég komst fljótt inn i Herjólfsdal. Blátindur, Háin og Klifið voru mér að skapi eins og Ingólfsfjall. Moldi þótti mér var- hugaverðari, en samt var égekki hræddur við hann. Og ég gekk hress og kátur á Heimaklett fyrsta páskamorgun i nn minn i Vestmannaeyjum og sá blessaða sólina renna dansandi upp eins og þjóðtrúin boðaði. Heimaklettur var dálitið erfiður uppgöngu óvönum strák úr Flóanum, en ég vantreysti honum engan veginn. Siðar þótti mér furðu gegna, að öll þessi fjöll hefðu gosið I árdögum, þegar Vestmannaeyjar risu úr sæ og fengu á sig svipmót og sköpulag. Þá fór ég út á eiði með kunningja minum, virti fyrir mér Heima- klett og rif jaði upp þetta volduga erindi i kvæði, sem ég hafði stolizt tjl að lesa, þegar ég átti að læra kverið utan bókar i baðstofunni heima i Baldurshaga. Ljóð Jónas- ar urðu mér brátt hjartfólgnari en nokkurt guðsorð, og var ég þó fermdur á réttum tima. Drottinn allsherjar mátti lika vel við una, að ég kynni kvæðið um fjallið Skjaldbreiö: Hver vann hér svo að með orku? Aldrei neinn svo vigi hlóð: búinn er úr bála-storku bergkastali frjálsri þjóð. Drottins hönd þeim vörnum veldur, vittu, barn, sú hönd er sterk, gat ei nema guð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk. En þetta gerðist ekki fyrr en löngu siðar, þegar mér hafði verið kennt i gagnfræðaskólan- um, að Vestmannaeyjar hefðu orðið til við svipaðar hamfarir og Þingvöllur eins og skáldið lýsti sköpun hans þessum snjöllu orð- um. Ég hafði heldur ekki neinn illan bifur á Sæfelli, þegar ég virti það fyrir mér i fyrsta sinn á leiöinni út i Stórhöföa. Mér likaði vel við fjöllin i Vestmannaeyjum. Nema Helgafell. Og nú kemur að þvi. Gos i Heimaey, hugsaði ég með mér um leið og ég vakti syni mina og rak þá á fætur. Bezt að vera við öllu búinn. Gos i Heimaey. Þá hlaut eldur að vera uppi i Helga- felli. Ég sé það glöggt fyrir mér eins og um bjartan dag. Helgafell er keilulaga fjall á Heimaey sunnanverðri. Hliðar þess voru grónar upp á brún i gamla daga, og ég gekk oft á fjallið. Ég komst upp á brún, en fór aldrei lengra. Gigurinn virðist nákvæm eftirlik- ing af Kerinu i Grimsnesi. Munurinn er aðeins sá, að gigur Helgafells er þurr trekt, en Kerið i Grimsnesinu endar i pytti, sem jiit Helgafell og Kirkjufeli hið nýja talinn var botnlaus og jafnvel haldið, að úr honum lægju ein- hvers konar leynigöng út i hafs- auga. Mér þótti Helgafell snot- urt, enda var fjallið tilsýndar mjúkt eins og meyjarvangi, þegar sól skein á það heitan, langan dag. Fallegast mun það snemma á morgnana eða seint á kvöldin, þegar heymaey skartar grænum sumarmöttli eins og glysgjörn hefðar- kona. Ég get raunar varla um þetta borið, þvi að mér gafst aldrei sumardvöl i Vestmanna- eyjum. Ég fór upp á land vor hvert og undi mér i Stórumörk undir Eyjafjöllum fram á haust. Samt þykist ég vita fegurð Helga- fells á þessum árstima, þegar jörðin blómgast og að fer upp- skerutimi. En ég treysti aldrei Helgafelli fyrir lifi minu og lim- um. Ég gekk á það i fylgd með skólasystkinum minum, en sneri við, þegar upp á brún kom, og rölti aftur niður hliðina án þess að trúa nokkrum fyrir kjarkleysi minu. Það kom engum við. En gaman var að bæla sig i suð- austurhlið Helgafells, er sól hneig vestur, og lesa úteyjarnar aug- um, þessi traustu og ævintýra- legu klettavirki, sem minntu á álfaborgir. Einhvers staðar við rætur Helgafells vestanvert var og indæll bolli, þar sem við Sigur- björn heitinn Sveinsson sátum oft löngum stundum og spjölluðum um alla heima og geima eða þögðum saman, sem var lika gott. Já, hann Sigurbjörn minn Sveinsson. Hann er sæll og hepp- inn að vera dáinn fyrst Helgafell hefur tekið upp á þeim andskota að gjósa. Sá hefði orðið hræddur við þvilikt og annað eins. Hann var barn og spekingur, en um- fram allt skáld. Enginn Islend- ingur hefur likt betur eftir Dalvis- ur Jónasar Hallgrimssonar, ekki einu sinni mývetnski bóndinn, sem blessaði sveitina sina fagur- lega með sama lagi. Mynd Sigur- bjarnar af sumarmorgninum á Heimaey er svo einlæg og sönn og skýr, að hún telst sjálfstætt lista- verk, þó að naumast dyljist af hverjum hann nam aðferðina: Yndislega eyjan min, ó, hve þú ert morgunfögur! Úðaslæðan óðum dvin, eins og spegill hafið skin, yfir blessuð björgin þin breiðir sólin geislakögur. Undislega eyjan min, ó, hve þú ert morgunfögur! Sólu roðið sumarský svifur yfir Helgafelli. Fuglar byggja hreiður hlý. Himindöggin fersk og ný glitrar bliöum geislum i, glaðleg anga blóm á velli. Sólu roðið sumarský svifur yfir Helgafelli. Yndislega eyjan min, ó, hve þú ert morgunfögur! Líti ég til lands, mér skin ljómafögur jöklasýn, sveipar glóbjart geislalin grund og dranga, sker og ögur. Yndislega eyjan min, ó, hve þú ert morgunfögur! Nú er mökkur yfir Helgafelli en ekki sólu roðið sumarský. Fréttirnar halda áfram að ber- ast á öldum ljósvakans: Hafinn er brottflutningur fólks úr Vest- mannaeyjum. Karlar, konur og börn þyrpast upp á flugvöll og niður að höfn til að komast i burtu undan jarðeldinum og hættunni, sem fylgir. Bátaflotinn leggur af stað og er á leið til lands. Ég geri ráð fyrir öngþveiti eins og þegar Tyrkir ruddust sunnan frá Ræn- ingjatanga eftir Ofanleitishamri og svo niður i húsaþyrpinguna og austur eyjuna norðanverða. Séra Jón Þorsteinsson i Kirkjubæ var myrtur á afmælisdaginn minn og lét lifið sem pislarvottur 17. júli 1627. Þá munu Vestmannaeying- ar hafa verið um fimm hundruð talsins. Tyrkir drápu 34, en tóku 242 fanga og seldu man sali suður i Afriku. Nú eru Vestmannaey- ingar röskar fimm þúsundir. Haf- flöturinn er þeim ekki lengur eins og glerþak forðabúrs heldur flóttamannsvegur. önnur er öldin en á dögum Tyrkjaránsins, enda tækni meiri, landshættir betri, þjóðarhagur rýmri og stjórnarfar skárra. Danir máttu sin litils, þegarað fór morðæg Tyrkjasveit. Hvernig ætli þeir stæðu sig gagn- vart eldgosi? Varla miklu betur en þegar Kaupinhafn brann og is- lenzku bækurnar hans Arna Magnússonar glötuðust. Sæmst er að halda gömlu dana- hatri i skefjum. Danir hyggjast minnsta kosti skila okkur hand- ritunum. En ekki vildi ég lúta for- ustu þeirra i striði við höfuð- skepnurnar og náttúruöflin. Þeir eru bændur og kaupahéðnar, þjónar og iðjuhöldar, kvensamir og drykkfelldir, en engir her- menn. Vestmannaeyingar eru allt öðru visi fólk. Þeir eru vanir hættum á sjó og i bjargi og láta sér hvergi bregða við voveiflega hluti. Hetjudauði er þeim geð- felldur likt og fornmönnum. Þeir eru forlagatrúar og kenna guði um, ef mannskaði verður. Eigna- tjón bæta þeir sér aftur á móti fyrr en varir með samhjálp og samábyrgð. Senn mun þeim slikt ráðlag ærin nauðsyn. Ég geng út I svalt morgunsárið, en fréttin ægilega þrúgar mig eins og martröð. Er þetta veru- leiki eða skyntruflun? Ég er vakandi, mig héiur ekki verið að dreyma. Allt kvað þetta satt og rétt: Eldgos i Heimaey! Ég vissi ekki þessi ósköp fyrir, en mig hefur jafnan grunað hættu á jarðeldi i Vestmannaeyjum sið- an Surtsey gaus. Hins vegar reyndust möguleikar fleiri en ég ætlaði. Ekki þarf fjall til, að gos veröi, þegar loginn brýzt fram úr iðrum jarðar. Hann getur ruðzt upp af hafsbotni eða úr grónu hrauni og jafnvel i miðri manna- byggð. Surtseyjargosið ger- breytti viðhorfunum i jarðsögu Islands. Matthias Jochumsson vissi vist, hvað hann söng, þó að hann væri fremur að ihuga eilifð- ina en liðandi stund: Einn dagur er sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur, eins á eldsvæði og hjá guði. Mér skjátlaðist. Hádegisfrétt- irnar tóku af öll tvimæli: Gosið kom ekki upp um giginn i Helga- felli. Austurhlið þess sprakk við eldsumbrotin eins og ægistór og flugbeitt sveðja hefði rist eyjuna og svo djúpt, að hún stæði föst langt niðri i hafsbotni. Eldrákin lá i nokkurn veginn beina stefnu sunnan frá Skarfatanga norð- austur á Urðir, þar sem vitinn var. Voru gos i báðum endum hennar, og runnu hraunkvislar i sjó út fram af Haugum og Fold- um. Ég gerði mér þetta allt i hugar- lund við að skoða Vestmannaeyj- akortið eftir fréttir. Og nú langaði mig sannarlega út i Eyjar. Stór- fenglegt væri að sjá þær brenna i gosi. Tveir dagar liðu án þess mér gæfi. Veður hamlaði raunar eng- an veginn, og nú fann ég ekki vitund til eldhræðslu. Hins vegar voru Vestmannaeyjar eins og land, þar sem neyðarástand rikir eða drepsótt herjar. Ibúarnir voru flestir á brott og fengu ekki að snúa aftur, þó að kosið hefðu. Nýtt fjall myndaðist austur á Urðum, og gosið spúði ösku og gjalli yfir kaupstaðinn. Hraunið lét sér auðvitað ekki nægja að steypast i sjó fram út af Urðum. Það valt og niður hallann land- megin, bruddi jörðina og eyddi bæi og hús. Ég gekk milli Heródesar og Pilatusar að reyna að fá farar- leyfi út i Vestmannaeyjar. Þóttist ég eiga vinum að mæta og gerði mér upp brýnt erindi, en tókst ekki að brjótast gegnum þéttan

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.