Tíminn - 04.02.1973, Qupperneq 23
Sunnudagur 4. febrúar 1973.
TÍMINN
23
Nýja hraunið í Eyjum á laugardagsmorgun
ein báran stök”
„Ekki er
Ég vil byrja þessar linur minar
á þvi að þakka .dagblaðinu
„Timanum” fyrir birtingu
greinar minnar, er ég sendi blað-
inu og birtist i þvi laugardaginn
18. nóvember s.l. og sömuleiðis
fyrirfram þakkir fyrir birtingu
þessarar greinar, sem ég sendi
þvi nú. Þvi eins og strákarnir á
stöðinni okkar segja við mig
stundum, „þetta er blaðið þitt”,
og það eru orð að sönnu.
Samvinnumaður mun ég verða þó
svo að manni finnist eitthvað
stundum öðruvisi en manni likaði
bezt. Maður verður að taka þvi,
en þetta er nú nokkurs konar for-
máli fyrir þvi sem á eftir kemur.
„Ekki er ein
báran stök”.
Þetta gamla orðtak varð mér
að orði þegar mér var afhent ný
jólataxtatafla daginn fyrir
Þorláksmessu, gefin út af stjórn
landssambands leigubifreiða-
stjóra, um leiö og ég leit yfir þetta
rauöprentaða plagg sé ég strax að
blöstu við mér villurnar i þvi, þó
svo að við gætum lagfært þær, þvi
töluna einn erum viö færir um aö
skrifa, og hana settum við
framan við töluna 2 og þar með
var mynduð sú rétta tala 12 i
staðinn fyrir 2. Þrjár aðrar villur
voru i töflunni og læt ég þeirra
ógetið.
Nú er svo komið að viö leigubil-
stjórar höfum fengiö nokkra
sárabót, þó svo að það heföi þurft
að vera heldur hærri tala sem við
fengum. Mér datt i hug að það
hefði verið sanngjarnari tala 30%
eftir að hafa orðið fyrir jafn
mikilli taxtaskerðingu og við
höfum orðið fyrir nú s.l. fjögur til
fimm ár. Það sem áunnizt hefur
er ekki hægt að þakka stjórn
stéttarfélagsins okkar „Frama”
heldur þrotlausri baráttu þeirra
manna, sem höfðu það af að ná i
taxtagrundvöll frá þeim aðila,
sem enginn mun véfengja, og
þeim mönnum ber okkur að
þakka. Ég vil geta þeirra með
nöfnum: Daniel Pálsson og
Kristján Jensson hafa staðið
saman i baráttunni frá Bæjarleið-
um og svo munum við minnast
unga mannsins frá BSR, Úlfs
Markússonar, sem hefur unnið af
mikilli elju og hann flutti sitt mál
á Glæsibæjarfundinum með þeim
skörungsskap að af honum meg-
um viö áreiðanlega mikils vænta.
Þá átti af stjórn „Frama” að visa
tillögu hans frá, en þá var ég
ásamt meirihluta fundarmanna
fljótur til að mótmæla þeirri til-
lögufrávisun og kröfðumst við
þess aö hún yrði borin undir at-
kvæði og þá sáu þeir úr stjórninni
að þeir urðu undan að láta og til-
lagan var samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta og þar
með lauk þessari frávisunarleiö
stjórnarinnar en fyrir bragðið
fengum við i raun og veru viður-
kenningu á 40 st. vinnuviku á
lægri taxta og yfirvinnuálag.
Eftir að grein min birtist 18.
nóvember var eins og margir fé-
lagsmenn vöknuðu við vondan
draum. Það færðist llf i menn,
þegar lögð var fram með óyggj
andi rökum afkoma stéttarinnar,
Einnig var sýnt að allar þær til-
lögur sem við höfðum lagt fram á
fyrrihluta aðalfundarins s.l. vor
höfðu verið hunzaðar, og ekki
farið eftir neinu, sem þar kom
fram til úrbóta aða ábendingar.
Formaðurinn, Bergsteinn Guð-
jónsson, lætur samþykkja tillögu
frá sér um að kjósa 15 til 17
manna ráð, til að vera stjórninni
sem ráðgefendur I þvi að finna
réttan textagrundvöll. Eftir að
þetta hefur verið gert, að hans til-
hlutan, eru nokkrir fundir haldnir
á sumrinu, sem allir enda á einn
veg, enginn taxtagrundvöllur
finnst. Þetta gjörist i stað þess að
fara eftir ábendingu okkar um að
láta þetta i tölvu einhvers fyrir-
tækis sem slikt framkvæmir. Það
hefði getað gerzt á milli fyrri
hluta og siðari hluta aðalfundar.
Svo þegar það var komið i lag átti
að leggja það fyrir verðlagsráð,
sem ég er alveg viss um að borið
hefði góðan árangur.
Það er ekki heillavænlegt fyrir
stjórn „Frama”að vera að semja
og láta birta vitur á verðlagsráð,
þegar þeir sjálfir eru ekki færir
um að leggja fyrir verðlagsráö
réttan taxtagrundvöll þeirrá.
Réttar grundvallartölur munu
verðlagsstjóri og verðlagsráö
aldrei véfengja. A laugardags-
kvöldið 20. þ.m. var ég svo hepp-
inn að fá sem farþega frá Hótel
Sögu formann verðlagsráðs og ók
ég honum upp i Hliðar og aftur
vestur á Hótel Sögu. Hann hóf
máls á þvi við mig, hvort viö vær-
um ánægðir með hækkun þá. sem
viö hefðum fengið og tjáöi ég hon-
um að svo væri nú ekki, þvi við
hefðum átt það mikið inni að upp-
hæð til , en hins vegar mundum
við láta þetta kyrrt liggja, þar til
einhverjar hækkanir yröu aftur
og mundum viö þá auðvitað fá
okkar réttu úrlausn eins og aðrir.
Mér skildist jafnvel á honum að
hann heföi getaö fallizt á meiri
hækkun okkur til handa en þetta
sem varö ofaná i verölagsráði.
Það sem áunnizt hefur i þessum
taxtamálum okkar er að minum
dómi fyrir mestu að vera búinn að
ná réttum taxtagrundvelli og
munum við framvegis reyna að
fela þeim mönnum forystu féiags
okkar, sem færir eru um það, og
þeim forystumönnum sem skilja
félagsmálalöggjöfina betur en
þeir menn virðast gera, sem við
stjórn hafa verið nú um langa
hrið og mistökin hafa hent æ ofan
i æ.
Ég var svo óheppinn að geta
ekki mætt á seinni hluta aðal-
fundarins i vor, kom ekki fyrr en
búið var að loka fundarstað á
meðan að yfir stóð atkvæða-
greiösla um sumarfri, sem ég hélt
að væri lögboðið hjá öllum, en fé-
lagsskapurinn okkar er skritinn
að mörgu leyti og þetta virtist
vera hitamál að mega taka
sumarfrí. All margir reyndu að
fella það, en sem betur fór voru
þeir fleiri sem samþykktu að
taka sumarfri, og gera bifreiðina
út á meðan, svo þjónusta við fólk-
ið þyrfti ekki að dragast saman
eða vanta bíla á meðan við vær-
um i frii. Það er ein þröngsýnin,
að mega ekki hafa mann á móti
sérá bilum okkar sérstaklega um
helgar, það mundi bjarga miklu
um þjónustu við fólkið að komast
heim af skemmtistöðum borgar-
innar. Þetta hefur ekki veriö leyft
nema með ótal leyfum. Það er
alveg óhugsandi að maður, sem
fer i akstur kl. 5 til 6 að morgni,
ekur allan daginn og kvöldið til kl.
12. eöa 1, sé fær um lengri
vinnutima og verður að hætta ein-
mitt þegar næturvinnan er öll eft-
ir og væri þá gott að mega setja
óþreyttan mann á bifreiðina til
þess að þjóna fólkinu til morguns
eftir þörfum og óskum þess. Það
þekkist vlst ekki i nágrannalönd-
um okkar að ekki megi vera
nema einn og sami maður á
bifreið, þar eru tveir og jafnvel
þrlr á vöktum.
1 sambandi viö það sem kom
fram við útreikning á
taxtagrundvelli okkar, um að við
áttum inni eða réttara sagt að
stjórn „Frama” ásamt gjald-
skrárnefnd höfðu reiknað af
okkur á undanförnum 4—5 árum
um 93,99% vil ég benda sérstak-
lega á að litill hefði þessi hlutur
verið á hvert ár, ef fram hefði
komiðréttilega og enginn vitað af
þvi hvorki einn eða neinn. En það
er öðru máli að gegna þegar þetta
kemur fram sem ein heild allt i
einu og engin undur þó þeim, sem
taka eiga við tölum frá slikri
stjórn, láti sér fátt um finnast
eins og verðlagsstjóra og verð-
lagsráði mun hafa þótt.
Það er margt sem maður gæti
sett á pappirinn um ýmsa þá hluti
sem okkar félagsskap snertir og
þyrftu að fá lagfæringu, og eitt af
þvi er það, sem maður getur talið
skrípaleik, að sami maður skuli
vera formaður i stjórn „Frama”
og I landssambandi leigubifreiða-
stjóra. Hvað varð um formanninn
úr Hafnarfirði? Og hver kýs
stjórn landssambandsins? Ég
verð að segja það að svona
lagaðir hlutir þurfa að fá úrbætur.
það er vist nóg fyrir stjórn
stéttarfélagsins Frama að hafa
eitt félag um að hugsa, eftir
framkomnum lélegum vinnu-
brögðum nú siðustu árin. Eitt af
þvi sem ég tel að eigi að vera ský-
laus krafa til hvers einasta fé-
lagsmanns, er að offra félaginu
sinu dag hvern nokkrum minút-
um til umhugsunar um þau
mörgu mál, sem snerta þaö og
okkar afkomu. Ég vil einnig
benda á þá staðreynd að við
bifreiðastjórar höfum lagt á
okkur alltof langan vinnutima
meira segja með þvi brotið lög
um hvildartlma þann, sem okkur
er lögboðinn.
Ég er enn þá vongóöur um að
takast megi að lækka tolla á
vinnutækjum okkar, þó svo að
það hafi ekki verið gert ennþá, og
mundi það bæta um fyrir okkur
Framhald á bls 39