Tíminn - 04.02.1973, Page 24

Tíminn - 04.02.1973, Page 24
24 TÍMINN Sunnudagur 4. febrúar 1973. Þau gengu út að Lowndestorgi. Rob tók upp lykilinn sinn. ,,Ég þarf að hafa hann”. ,,Ég ætla bara að hleypa þér inn”. Hann opnaði dyrnar. Hurðin var með smárúðum í gylltum umgjörðum eins og allar hurðirnar í þessum dýru ibúöum. Þegar þau voru komin inn i forstofuna fór hann á undan henni til þess að kveikja upp i arninum. „Svefnherbergið er hérna fyrir innan og einnig baöherbergið”. Hann opnaði dyrnar til þess að sýna henni þaö og laut siðan niður að henni og kyssti hana... og þá gerðist þaö, sagði Fanney. Þau hefðu átt að vita það. Fyrsta kvöldið, sem þau voru ein i dagstofunni i Stebbings,- „Þegar þú sóttir mig i fyrsta sinn” — strukust fingur hans við hönd hennar, um leið og hann rétti henni sherrýglas. Brátt þurfti ekki annað en að þau væru nálægt hvort öðru, þá fór þessi straumur um þau, hvenær sem var, og hvar sem þau voru stödd. Ef hann hvildi höndina á stólbaki hennar i leikhúsinu, hallaði sér að henni, þegar hann lokaði bilhurðinni, eða snerti hönd hennar, þá greip þetta hana. En fram að þessu höfðu þau verið næstum saklaus", hugsaði Fanney siðar aftur og aftur. Við höfðum annað i huga. Rob var að fara á fundinn, og ég ætlaði að skoða ibúðina — auðvit- að lék mér forvitni á að sjá hana — og fara siðan, þegar stytti upp, en hann kyssti mig, og við gáfum okkur hvort öðru á vald. Fanney vissi að flestar konur sjá ástina aðeins i hillingum. Henni hafði ástin veriðopinberun. Ég held, að ég hafi verið eins og ósnortin mær gagnvart ástinni, þó að ég væri búin að eignast þrjú börn með Darrell. A eftir hafði ég getað kropiö fyrir Rob og hann fyrir mér. En hvað allt var öfugt i heiminum. Tilfinningarnar, sem hún hefði átt að bera til Darrells bar hún til Robs. En vegna Darr- ells hvildi samt yfir þessu skuggi i hvert sinn. Skugginn af syndum okkar fylgir okkur, hvenær sem við göngum til altaris, hugsaði Fanney með sér. Orðið synd virt- ist hörkulegt og úrelt eins og sum orð, sem tsabellu frænku vartamt að nota, en þaö var satt, og skugginn mundi alltaf verða fylginautur Robs og Fanneyjar. Hann yrði ekki langt frá og mundi aldrei hverfa þeim úr huga,- Hún mundi nú, að Rob hafði legið með lokuð augun. „Fanney”. „Hvað var það?” „Ekkert annað. Aðeins Fanney”. Ef til vill hefði hún þá átt að hugsa um Darrell, en henni datt hann aldrei i hug. Hún hugsaði um ekkert nema Rob. Allir aðrir voru henni óviðkomandi. Að síð- ustu hafði hún sofnað við hlið hans. Hún vaknaði við það, að hann kyssti hana á augnalokin. „Ég verð að fara núna. Hringdu til Gwynethar og segðu henni, að þú komir seint heim. Við borðum kvöldverð saman, og svo keyri ég þig heim. Við borðum i Chirico klukkan sjö." Þegar hann var farinn, vakn- aði Fanney „Ekki af svefni, held- ur frá þvi”, sagði hún. Siðar mundi hún ekki, hvert hún'fór, né hvað hún gerði. Hún var öll i uppnámi. „Þvilikt og annað eins”, fannst henni hún heyra Margot og Antheu segja kuldalegri röddu. „En heldurðu ekki að þetta gerist einhvers stað- ar á hverjum degi? Flestar konur...” „En ég er ekki eins og flestar konur”, hafði Fanneyju oft orðið á að segja. „Ég hef aldrei getað verið tvöföld i roð- inu”. — Sagði hún þetta af þvi, að henni fannst hún betri en aðrir? Hún vissi, að það var af þvi, að hún hafði ekki lag á þvi. — Og af þvi að allt, sem fyrir mig kemur, markar of djúp spor i sál minni. Angistin hélt áfram. Það var farið að dimma og enn rigndi. Himinninn var þakinn þungum skýjum. Fólk flýtti sér fram hjá henni meö regnhlifar. Það rakst á hana og ýtti henni til og frá. — Ég hlýt að hafa verið fyrir — en hún hélt áfram að ganga, þó að hún væri blaut, og henni væri kalt. Samt var hún mjög þyrst, og fór inn i litið brúnmálað kaffihús við götu i fátækrahverfi. A borði meö oliudúk stóðu bollar, tekönnur og flöskur meö appelsinu og sitrónu- safa. Fanney baö um sitrónusafa, en þegar konan var búin að hella honum i glasið, uppgötvaði Fanney að hún var peningalaus. Hún hafði gleymt töskunni sinni i ibúð Robs. Karlmennirnir horfðu á eftir henni, þegar hún varð að fara út svo búiö, og konan sendi henni gremjulega tóninn út á göt- una. Hún fór inn i kirkju. Hún hafði óljóst hugboð um, að þar væri „bolli með köldu vatni”. — „Ég býst við að ég hafi verið meö hálf- gerðu óráði, hugsaöi Fanney meö sér, en auðvitað var ekkert vatn i kirkjunni, að minnsta kosti ekki handa almenningi. Hún kraup hjá aftasta kirkjubekknum, en ekki til að biðjast fyrir, þvi að hugur- inn var dofinn. Siðan fann hún til magnleysis, svo að hún varð að setjast. Hana svimaði, og hún var aum i kroppnum. Rob hafðimeitt hana i ástriðuofsa sinum. Hún var þreytt, og hún hélt, að hún hefði sofnað. — Þegar hún vaknaði, var orðið dimmt. Það logaði aðeins á lampanum yfir háaltarinu og rauð birtan af honum minnti hana á Rob. Þegar hún ætlaði út úr kirkj- unni hélt hún fyrst, að hún væri lokuð inni og barði á hurðina, en fann þá, að dyrnar voru opnar — þá leit hún á úrið sitt i skimu af götulampa. „Klukkan sjö i Chirico.” Hún var orðin hálfniu. — Ég verð að þvo mér i framan og snyrta mig áður en ég hitti hann, hugsaði Fanney með sér. A næstu járnbrautarstöð var almennings- salerni. En af þvi aö hún var peningalaus, gat hún ekki þvegið sér nema um hendurnar undir krananum. Hún tók af sér hattinn og reyndi að lága á sér háriö fyrir framan spegilinn, en hún hafði enga greiðu. Indverski þjónninn horfði á hana „Ég get ekki gefið þér þóknun, þvi að ég hef ekki einn einasta eyri,” langaði hana til að segja, en hún gat ekki talað. Þegar hún kom út, fékk hún sér leigubil. Dyravörðurinn i Chirico mundi borga, nema Rob hefði gefizt upp og væri farinn. Hann sat þar enn og beið. Þegar hann sá hana, flýtti hann sér yfir gólfið til hennar og leiddi hana að borðinu þeirra. Það var orðið eins og heimili okkar þessar siðustu vikur, hugsaði Fanney með sér. Hann tók hattin hennar og hanzk- ana, færöi hana úr rennblautri kápunni og fékk þjóninum. Siðan rétti hann henni töskuna. — „Ég fann hana i ibúðinni” Hann pantaöi konjak i tón, sem hún hafði ekki heyrt hann nota fyrr. Skyldi hann tala i þessum tón við starfsfólkið? hugsaði hún með sér. „Varstu farinn að halda, að ég kæmi ekki?” spurði hún og reyndi að brosa, en röddin var svo þurr og skræk, aö henni brá. — «Ég vissi, að þú gazt ekki komið,” sagði Rob. Hann spurði einskis, lét hana aðeins drekka konjakið, og við og við tók hann hönd hennar og gældi við hana. „Talaðu ekki. Hugsaðu ekki. Drekktu,” sagði hann. Þetta var i fyrsta sinn, sem ég bragðaði konjak, hugsaði Fanney með sér. Henni fór smám saman aö hitna, og það færðist yfir hana ró af vin- inu og matnum, sem hann lét hana borða. Hann spurði hana ekki, hvað hana langaði i, heldur pantaði aðeins handa henni. „Ég hef kynnzt sælu,” hugsaði hún með sér. „Fullkominni sælu.” Það gátu ekki margar konur sagt. Rob fer burt. Hann má til. Þannig er lifið. Hann þarf að gera þessa nýju mynd i Afriku. Ég.... Hún hrökk við, þegar hún hugsaði til Darrells. Hann, eiginmaðurinn hennar, var orðinn eins og óvel- kominn gestur, næstum eins og þjófur. Vesalings Darrell. Hvað hafði hann gert til þess að verð- skulda þetta? En hún vildi ekki hugsa um hann ekki núna, hugs- aði Fanney með sér. Ég veit ekki, hvað ég á að taka til bragðs, en ég hef þekkt sælu. Ekkert getur rænt mig þvi. — Þegar þjónninn hafði fært þeim kaffið og þau voru orðin ein, stakk Rob höndinni i vasa sinn og tók upp öskju, sem var alveg eins og askjan á snyrtiboröinu á sveita- setrinu. „Ég gat ekki farið á fundinn, en ég varð að gera eitt- hvað, svo að ég fór að leita i búð- unum,” sagði hann um leið og hann opnaði öskjuna og sýndi henni. — A hvitu flaueli sá hún skært leiftur — nei, ekki leifur heldur rauðan bjarma eins og lagði frá lampanum yfir altarinu. „Litur Robs,” hugsaði Fanney með sér. „Ég vildi fá rúbin,” sagði Rob og tók um hönd hennar. „Ég mundi kalla þetta hjarta- blóö, en þaö heitir dúfublóö,” sagði hann. „En hvað er þetta, Rob?” Lárétt Lóörétt 1) Mettur,- 5) Stuldur,- 7) Tré.- 9) Drasl,- 11) Vond.- 13) Mið- degi.- 14) Opinn jarövegur.- 16) Trall.- 17) Mælt,- 19) Fæddi.- Lóðrétt 1) Rita.- 2) Titill.- 3) Spé,- 4) Sæla,- 6) Versnaöi.- 8) Fiskur.- 10) Viðgert.- 12) Óduglega.-15) Op.-18) Tónn.- Lárétt 1) Faldar,- 5) Lús.- 7) Et.- 9) Skör.- 11) Lak,- 13) Asa,- 14) Skor,- 16) KM.- 17) Fánum .- 19) Linari.- 1) Frelsi,- 2) LL,- 3) Dús.- 4) Aska.- 6) Prammi.- 8) Tak,- 10) öskur.-12) Kofi.-15) Rán.- 18) Na.- HVELL G E I R I /Innsiglaðar skip nir, Kenoma. Vii lesum bær. þegar við erum komnir af sta' Hvers vegna þess leynd, Hvellur. Hvert förum við? serpjáiiuou Ég held, að þetta sé ekki venjuleg ferð. flokkarnir gera ekkert venjulegi R ,, Kenoma. Á einni stjörnunni Saturnus. 'Allt komið um Allter tilbúið J/7 Þá er þetta felu /(staður ræninaianna > fliúeandi. Vonriu i mannanna, sem kveiktu I stóra JjÉfc i oliuskipinu,^^ l ' Hversu stór hellir, nógu stór fyrir mannfuglinn, , sem þú sást. y -- og sem . \ A Rán ) brenndu þorp fuglskletti Nógu stór | í| fyrir marga D R E K I SUNNUDAGUR 4. febrúar. 8.00 Morgunandakt. Séra Pét- ur Sigurgeirsson vigslubisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Ian Stewart leikur á pianó og Filharmóniusveitin i Vinar- borg leikur ungverska og slavneska dansa eftir Brahms og Dvorák. Fritz Reiner stjórnar. 9.00 Fréttir. útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Prestvigslumessa I Dómkirkjunni. Biskup Is- lands, herra Sigurbjörn Einarsson, vigir Karl Sigur- björnsson cand. theol. til prestsstarfa fyrir Vest- mannaeyjasöfnuð. Vigslu lýsir séra Þorsteinn L. Jónsson. Vigsluvottar: Séra Arni Bergur Sigur- björnsson, séra Einar Sigurbjörnsson, séra Bern- harður Guömundsson og séra Guðjón Guöjónsson. Séra Garðar Þorsteinsson prófastur Kjalarnes- prófastsdæmis þjónar fyrir altari. Hinn nývigði prestur prédikar. Frumflutt verður „Teh Deum”, tónverk fyrir barnakór og hörpu eftir 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Fiskiðnaðurinn og rannsóknarstofnanir hans. 14.00 Könnun á skemmtanaHfi I Reykjavik. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 20.20 Dagskrá um Nórdahl Grieg, 21.30 Lestur fornrita: Njáls- saga. Dr. Einar ölafur Sveinsson prófessor les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Frá islandsmótinu i handknatt- leik i Laugardalshöll. Jón Asgeirsson lýsir. Danslög. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 4. febrúar 1973 17.00 Endurtekið efni. Svanfriður. Birgir Hrafns- son, Gunnar Hermannsson, Pétur Kristjánsson og Sigurður Karlsson flytja frumsamda rokkmúsik i sjónvarpssal. Aðstoðar- maður, Albert Aðalsteins- son. Aður á dagskrá 17. október 1972. 17.30 Skordýrin. Fræðslu- mynd frá Time-Life um skordýr og áhrif þeirra á allt lif i veröldinni. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Aður á dagskrá 27. október 1972. 18.00 Stundin okkar. 18.50 Enska knattspyrnan. 19.40 Hié. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Færeyjar III. Svipmynd- ir úr menningu Færeyinga. Hér er brugðið upp myndum úr menningarsöeu eyjar- skeggja. 21.20 Sólsetursljóð. Fram- haldsmynd frá BBC. 5. þátt- ur, Uppskeran. 22.05 Siðasta Appollo-ferðin. Bandarisk kvikmynd, gerð i tilefni af siðustu tunglferð manna fyrst um sinn. I mynd þessa eru valdir merkustu kaflarnir úr geimferðasögu Bandarikj- anna fram að þessu. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.35 Að kvöldi dags. Sr. Þor- steinn L. Jónsson prestur i Vestmannaeyjum flytur hugvekju. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.