Tíminn - 04.02.1973, Side 27
Sunnudagur 4. febrúar 1973.
TÍMINN
27
Tviburarnir hafa gaman af ýmsum leikjum eins og aðrir drengir, en
þeir liafa ætið þurft að gæta sin mjög að verða ekki fyrir hnjaski. — A
myndinni er John.
an sjúkdóm á heimilinu, — segir
Bjarni. — En við urðum að
þrauka. Máttum ekki gefast upp.
Og drengirnir hafa heldur ekki
gefizt upp. Þeir hafa ætið verið i
góðu skapi og litiö einstaklega
björtum augum á framtiðina,
enda þótt sjúkdómurinn hafi á
stundum varpaðdimmum skugga
yfir heimilið.
Aukirtn skilningur
Tviburarnir John og Ingi luku
góðum prófum i skóla. En nú
hefur sjúkdómurinn hindrað frek-
ari skólagöngu allavega um tima.
Þeir hafa fengið töflur við sárs-
aukanum, en þær gera þá sljóa og
dasaða, þannig að þeim verður
erfitt um nám. Eins og fyrr segir
liggur Ingi i dag á sjúkrahúsi með
gulu. Allar heimsóknir til hans
eru bannaðar. Það er þungbært lif
fyrir ungan og fjörmikinn dreng.
Þeir, sem koma i héimsókn,
verða að standa úti i garði og tala
við Inga gegnum gluggann.
John er heima á smábýli föður
sins og tekur lifinu með ró. Hann
er fölur og gengur varlega um.
Oft verður hann að styðjast við
hækjurnar. Sjúkdómurinn hefur
vissulega settsin mörk á hann, en
lifsgleðina hefur enginn megnað
að svipta hann. Hann talar lágum
rómi og segir frá æskuárum sin-
um. Og inn á milli hlær ha'nn oft.
— Lifið hefur oft verið okkur
bræðrunum sannkölluð kvöl, —
segir hann. — Þjóðfélagið hefur
sýnt þessum sjúkdóm næsta litinn
skilning. Það hefur verið eins og
að reka höfuðið i múrvegg. En al-
mennur skilningur hefur þó auk-
izt verulega á siðari árum.
Leikny Borgan, sem ber erföa-
eiginleika sjúkdómsins i sér,
hefur ef til vill orðið að liða mest.
Sjálf segir hún:
Það varð mér ægilegt áfall, er i
ljós kom, hver sjúkdómurinn var.
Ég hafði enga hugmynd um, hvaö
blæði var, og hafði aldrei heyrt
getið um slikan sjúkdóm i minni
ætt. Oft var erfitt að ganga með
slikar hugsanir, og mörg varð
vökunóttin gegnum árin. En
hugsunin um, að þetta skyidi
ganga, blés i mig kjarki, og við
uxum sifellt i þeirri trú, að með
sameiginlegu átaki og góðri trú,
myndi okkur takast að skapa
sonum okkar örugga tilveru.
Og drengirnir hafa greinilega
notiö alls þess bezta, i uppeldinu
er tök voru á, og eru ánægðir með
bernzku sina.
Eðli sjúkdómsins
Orsök sjúkdóms er galli i gen-
myndun blóðsins, er gerir það að
verkum, að i þvi myndast ekki
blóðlifrur.
Læknavisindin hafa til þessa
ekki komizt ýkja langt i þvi að
lækna blæði. Tilraunir hafa verið
gerðar með lifrar- og miltaflutn-
inga á hundum, en þær hafa ekki
tekizt sem skyldi. Sem stendur er
eina tiltæka ráðið að koma þeim
faktor, sem vantar inn i blóðið, er
blæðingar fara af stað. Hin nauð-
synlegu efni eru unnin úr blóði
heilbrigðs manns. En þegar blæð-
ara fer að blæða, þarf oft til
margar sprautanir, unz blæðing-
arnar stöðvast.
Eins og fyrr segir, eru það að-
eins konur, sem bera erfðaeigin-
leika fyrir blæöi. Er hægt að sýna
fram á þetta. Faktorarnir VII og
IX eru i eölilegu magni i blóði
heilbrigðs fólks. En i blóði konu,
sem ber áðurnefnda erfðaeigin-
leika, og getur fætt af sér syni
með blæði, eru þessir faktorar
aðeins i helmingsmagni miðað
við það, sem nauðsynlegt er. Það
eru þvi 50% likur fyrir þvi, að
sonur hennar sé blæðari.
Blæðararnir lifa oft löngu en
áhættusömu lifi. Þeir eru stöðugt
háðir blóöi heilbrigðs fólks. Fyrir
fáum árum fólst læknismeöhöndl-
un þeirra til að stöðva blæðingar i
þvi að sprauta i þá blóðvökva og
plasma, en nú hefur tekizt að ein-
angra nauðsynlega blóðfaktora,
sem þegar hefur verið greint frá.
Biæði er ekki nýr sjúkdómur,
þvi að hans er m.a. getið i lögum
Mósesar og i lagasafni Gyðinga.
Hann hefur þannig verið þekktur i
minnst 2.000-2.500 ár.
— Stp
Sjúkrahúsið hefur ætiö veriö sem annað heimili fyrir tviburana. Nú liggur Ingi i einangrun meö gulu.
Ennfremur nýkomið:
Flautur, 6 og 12 volta — Viftur í bíla,
6 og 12 volta — Fótapumpur —
Farangursstrekkjarar
71ST
ARMULA 7 - SIMI 84450
Húsbyggjendur — Verktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22 og 25 m/m.
Klippum og beygjum stál og járn eftir
óskum viðskiptavina.
STÁLBORG H.F.
Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.
iWMSM i—^
al ti lanti'
Magnús
E. Baldvinsson
Laugavcgí 12 -
sson Æ
li 2 2 8 0tjéjá
k — 111■■»■1 • ViS velium mintiri
það borgar sig
-
runtal . ofnar h/f. t t
<- Síðumúla 27 . Reykjavík
Símar 3-55-55 og 3-42-00 i
nýkomnir
í allar
tegundir
Chevrolet
bifreiða
PANTANIR
óskast sóttar
sem fyrst
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Véladeild
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900