Tíminn - 04.02.1973, Side 31

Tíminn - 04.02.1973, Side 31
Sunnudagur 4. febrúar 1973. TÍMINN 31 Unglingalið United var ósigrandi i fimm ár. Hér á myndinni, sést unglingaliðið, sem sigraði 1955, standandi frá vinstri: Edwards <lézt), Beekett, Brennan, Hawkesworth, Khodes og Queenan. Fremri röðin fra vinstri: Jones (lézt), Fidler, Colman, fyrirliði (lézt), McGuinness og Bobby Charlton. ,,Við munum koma til með að sjá knattspyrnusnilling aftur, en það mun aðeins vera til einn Duncan Edwards", sagði Sir AAatt Busby BOBBY CHARLTON — sést hér hlaupa inn á völlinn-i Bclgrad i Júgóslaviu, þar sem United lék gegn Rauðu stjörnunni. Nokkr- um dögum siðar lá hann á sjúkrahúsi í Munchen — þegar hann fór að átta sig á hlutanum, spurði hann strax um Duncan Edwards. Honum var þá svarað, að hann væri i næsta herbergi mjög illa særður og seinna um daginn fékk hann þá yfirþyrmandi frétt — að hann væri látinn. sterkur hann var, stöðugur eins og stórt eikartré. Enn hefur eng- inn leikmaður komið fram i Englandi, sem hefði eins mikla snilligáfu — hann gat leikið allar stöður á vellinum. Hann var snill- ingur á öllum sviðum knatt- spyrnu. Duncan var likamlega hraustur og sagt er, að það hafi þurft að sérsniða peysur fyrir hann, þegar hann keppti fyrir Manchester United og England — þó virtist hinn gifurlegi brjóst- kassi hans alltaf ætla að sprengja þær utan af sér. Stóri Dunk hafði mikið sjálfs traust, sem gerði honum kleift að vera fremstur i sókn og skora þrennu ,,Hat tricks” á móti landsliðsvörnum, draga sig siðan afturog spila sem tengiliður þess á milli. Leikni hans sem tengi- liður er það sem lengst mun lifa i minnum manna, svo gifurlega kraft og mikla yfirferð hafði hann. Eftirmenn hans á leikvelli geta að visu verið betri en hann á einstökum sviðum knattspyrn- unnar, en eitt er vist — að það slær honum enginn við i þvi, að geta spannað yfir mörg svið. Stanley Matthews og Tom Finney voru töframenn með boltann, en aldrei sást til þeirra sú yfirferð, kraftur, skotharka eða útsjónarsemi i spili, sem ein- kenndi Stóra Dunk. Eusebio var sérfræðingur i þvi að gera mörk úr erfiðum stöðum, en hver sá hann i miðjuslagnum á vellinum, þar sem þolið kemur fram. Margar smásögur hafa mynd- azt um þennan unga mann Ekki er hægt að ljúka þessu spjalli, nema ein af þeim fylgi. Eitt sinn átti Duncan að spila með enska landsliðinu gegn þvi welska. Svo skemmtilega vildi til, að þjálfari welska landsliðsins, Jimmy Murphy, var þá þjálfari Manchester United .og þekkti Duncan þvi vel. Jimmy Murphy lagði weizka landsliðinu lifsreglurnar fyrir leikinn og reyndi að telja þeim trú um, að núna myndu þeir vinna erkióvin- inn. Þegar welska liðið hljóp inn á völlinn, hinkraði einn leikmann- anna við, greip um handlegg Murphy og sagði: ,,Ég hef heyrt mikið talað um þennan „STÓRA DUNK”, hvernig er bezt að spila á móti honum? Murphy svaraði að bragði, hreinskilinn að vanda : , ,,Gerðu sjálfum þér greiða og vertu ekki fyrir honum”. Duncan Edwards var yngsti leikmaðurinn, sem hefur leikið með enska landsliðinu, aðeins 18 ára. Hann lék sinn fyrsta leik með landsliðinu 1955, þegar England lék gegn Skotlandi á Wembley. Leiknum lauk með sigri enska liðsins 7:2. Næstu þrjú árin átti hann eftir að vinna marga sigra fyrir England og Manchester United, en það var einmitt þá, sem liðið fékk nafngiftina „Busby Babes”, eða Börn Busbey’s. Hver er Busby? Sir Matt Busby er nú um sextugt. Hann réðist til Manchester United sem fram- kvæmdastjóri árið 1945. Þá var aðkoman ekki fögur — leikvang- urinn að Old Trafl'ord var i rúst eftir sprengjuárásir Þjóðverja, ogfélagið i miklum öldudal. Busby hafði hugmyndir og fljót- lega tókst honum að rifa United upp úr öldudalnum. Strax árið 1948 sigraði Manchester United i bikarkeppninni ensku. Liðið var aftur i úrslitum árin 1957 og 1958, og árið 1963 hreppti United bikar- inn öðru sinni eftir striðslok. Frægasta timabilið i sögu félagsins eru árin eftir 1950, en þá var Busby að byggja upp ósgir- andi lið, sem byrjaði á þvi að sigra deildina 1952. Það sem lofaði beztu, var,að unglingalið félagsins var ósigrandi, en i þvi voru nöfn eins og Edwards og Charlton — þetta lið sigraði ensku unglingakeppnina fimm ár i röð, en úrslitaleikirnir fóru þannig: 1953United — Wolves 9:3 1954United—Wolves 5-4 1955 United — W.B.A. 7-1 1956United—Chesterf. 4:3 1957United — WestHam 8:2 A sama tima vinnur félagið ensku 1. deildina, árið 1956, 1957 — siðan aftur 1965 og 1967. Kóróna valdaferils Busby hjá United er þá vafalaust keppnis- timabilið 1967-68. Þá sigraði félagið Evrópukeppni meistara- liða, er liðið vann Benfica á Wembley 4:1. Evrópumeistara- titillinn haföi lengi verið takmark Busby, árið 1958 kom Miinchen- slysið i veg fyrir það takmark, en þá var liðið búið að tryggja sér rétt til að leika i fjögurra liða úrslitum, með sigrkium yfir Rauðu Stjörnunni frá Júgó- slaviu Busby hafði ákveðnar skoðanir á Þvi, hvernig byggja ætti upp lið, þegar hann tók við stöðu sinni hjá United, og þeim hefur hann fylgt dyggilega, eða þar til hann lét af störfum hjá félaginu 1969. Busby sagði: „Ég hef alltaf þráð^ skapandi knattspyrnu, ef ég má komast svo að orði”, og hann hefur einnig sagt: „Þegar ég byrjaði i starfi framkvæmda- stjóra United, vildi ég ákveðnar leikaðferðir. Ég vildi stjórna liðinu á þann hátt, sem mér virtust leikmennirnir vilja láta stjórna því — vildi þar með skapa meiri einingu og tengsl milli ein- staklinganna, en tiðkaðist meðan ég var sjálfur leikmaður. Þá voru leikmennirnir oft látnir afskipta- lausir”. Busby lék á sinum tima með Manchester City og Liver- pool, þá var hann einnig fyrirliði skozka landsliðsins. Sem fyrr getur, hafði hann ákveðnar skoðanir á knattspyrnu — með þær fyrir augum byggði Framhald á bls 39 SIR MATT BUSBY—maðurinn, sem skapaði „The Busby Babes”, sést hér á inynuinni naiaa a ninu tau^piaua idmiumi, c,vru|<uuiKarnum fyrir sigur i meistarakeppni 1968. TIu árum áður kom MÍinchen-slysiö í veg fyrir það takmark. Þessi mynd var tekin I hinni hundrað ára gömlu „Town Hall”, þegar hann var aðlaður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.