Tíminn - 04.02.1973, Síða 34

Tíminn - 04.02.1973, Síða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 4. febrúar 1973. Skrímslið góða skrímslinu. Hann sagði nú frá því, sem fyrir hafði komið, og kvaðst svo mundu fara til skrímslisins og láta það gera við sig það sem það vildi. Fagurkinn mátti ekki heyra það nefnt. Hún sagð- ist ekki aetla að láta föður sinn missa lífið. Oforðið yrði að ef na, og þess vegna ætti hún að fara, en ekki faðir hennar. Gamli maðurinn margbað hana að fara ekki, en hún sat við sinn keip. Áður en þrír mánuðir voru liðnir, lögðu þau feðg- in af stað til hallar skrimslisins. Dyrnar voru opnar, og þau fóru inn í borðsal. Þar beið þeirra kvöldverður. Ekki höfðu þau lokið máltíð, þegar drunur heyrðust, og skrimslið kom þrammandi inn til þeirra. Það leit á Fagurkinn og spurði, hvort hún hefði komið af fúsum vilja. Hún játaði því. Skrímslið bauð góðrar næt- ur og sagði manninum, að hann mætti fara heim til sin morguninn eftir, og þyrfti aldrei að koma aftur. Þau gengu nú inn í svefn- herbergi sin. Herbergi Fagurkinnar var mjög fallegt og skreytt á ýmsa vegu. Hún svaf vært alla nóttina, en faðir hennar var svo sorgbitinn, að hann festi ekki blund. Um morguninn kvaddi hún föður sinn og fór svo hrygg i huga upp í herberg- ið, sem henni var ætlað. Á veggnum hékk spegill. Það Þú ert einn eftir. Ef þú kemur feti nær, ljóshærði^ jdrengur, þá hleypi ég af. jm wm :í Framhald var undraspegill. Þegar hún leit í hann sá hún ekki sjálfa sig, heldur allt það, sem hún hugsaði um, og þar sem hún nú hugsaði alltaf um föður sinn og systur sínar, sá hún föður sinn á heimleiðinni og syst- ur sínar koma á móti hon- um. Hún fór ofan og borð- aði morgunverð. Dagurinn leið. Hún borðaði miðdags- verð og loks kvöldverð, en ekki sá hún neinn. En eftir kvöldverð kom skrímslið. Henni varð fyrst mjög hverft við, en skrímslið talaði vingjarn- lega við hana og sagði, að hún hefði ekkert að óttast. Að stundu liðinni sagði skrimslið: „Fagurkinn, finnst þér ég vera fjarska Ijótur?" Fagurkinn hafði ávaUt tamið sérað segja satt, svo að hún sagði í mjög vin- gjarnlegum róm: „Já, það finnst mér". Skrímslið stundi þungan og sagði: „Já, Fagurkinn, ég er f jarska Ijótur, og eftir því er ég heimskur". „Heimskingjar", sagði hún, „finna sjaldan til heimsku sinnar". Skrímslinu virtist líka þetta svar hið bezta. „Þú ert góð", sagði það við Fagurkinn. „Viltu ekki giftast mér?" „Nei, skrímsli", sagði hún, og skrímslið gekk burtu mjög sorgbitið. Fagurkinn dvaldi margar vikur í höll skrímslisins. Á hverju kvöldi kom það til hennar og talaði við hana. Og það seinasta sem það sagði, áður en það fór, var þetta: „Fagurkinn, viltu eiga mig?" Hún svaraði ávallt: „Nei, skrímsli". Henni fór að þykja vænt um það og hlakkaði til að það kæmi. Það var gott og skemmtilegt viðtals. En hana langaði ekki til þess að verða konan þess. Framhald næsta laugardag STERKAR ÓDÝRAR LÉTTAR Ílögfrædi- j SKRIFSTOFA | | Vilhjálmur Ámason Lekjargötu 12. (Ibnabarbankahúsinu, 3. h.) • Simar 24635 7 16307. V_______________________) hrl. | I LANDVELAR H.F. Siðumula 21 simi 34443

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.