Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 1
WOTCL miMlfí
SUNDLAUGIN
er eitt af mörgu, sem „Hótel Loftleiðir"
hefur til sins ágætis og umfram önnur
hótel hérlendis. En það býður lika afnot
af gufubaðstof u auk snyrti-, hárgreiðslu-
og rakarastofu.
VISIÐ VINUM A HÖTEL
LOFTLEIÐIR.
Skólavegur liggur frá norðri til suðurs, og er sem svart strik neðst á myndinni, og þvert á hann i vestur iiggur Hásteinsvegur, og er hann
lika sem svart strik á myndinni. Má af þessari mynd sjá, hve mikili hluti bæjarins hefur veriö lýstur bannsvæði. Ljósmynd Landmælingar
\
Hættusvæðið í Eyjum
stækkarstöðugt
KJ-Reykjavik.Allt svæð-
ið austan Skólavegar og
norðan Hásteinsvegar á
Heimaey hefur verið
lýst bannsvæði, og er
engum heimilt að sofa á
þessu svæði, nema á ein-
um eða tveim tilgreind-
um stöðum, enda er þar
vakt á svefnstöðum.
Að sögn Guðjóns Pedersens
starfsmanns Almannavarnaráðs
rikisins.þá hélt ráðið fund i gær-
dag, þar sem sérstaklega var rætt
um hina auknu gasmengun i bæn-
um, og hvernig bregðast skuli við
vegna hennar. Sagði Guðjón, að
um og upp úr helginni væri þess
að vænta, að ráðið tæki ákvörðun
vegna gasmengunarinnar. Hanh
sagði, að þrir starfsmenn Al-
mannavarnaráðs færu til Eyja i
dag, og myndu þeir bera saman
bækur sinar við almannavarna-
nefnd Vestmannaeyja.
Almannavarnir hafa nú enga
starfsemi með höndum i Eyjum,
aðra en að þær sjá um öryggis-
málin á Heimaey. í gær voru þar
420 manns.
Auk þess sem bannað er að sofa
á hinu tiltekna svæði, er öll um-
ferð þar bönnuð, nema i skipuleg-
um hópum.
Læknanemar mæla gas-
ið
Læknanemar hafa annazt gas-
mælingar i Eyjum frá þvi gassins
varð vart. Mæla þeir á fyrirfram
ákveðnum stöðum i bænum, og
fylgjast þannig bæði með út-
breiðslu þess og magni.
Að þvi er Bjarni Torfason
læknanemi, sem verið hefur
undanfarna sex daga i Eyjum,
sagði Timanum i gær, þá hefur
útstreymið ekki aukizt, en gasið
virðist hinsvegar breiðast meira
og meira út um bæinn. I barna-
skólanum hafa björgunarmenn
sofið undanfarið, en i fyrradag
var skólanum lokað vegna gas-
mengunar. Gas hefur mælzt i
Hótel H.B., og i gær var verið að
flytja alla starfsemi úr áhalda-
húsinu, þar sem gasmagnið var
orðið það mikið þar, að ekki þótti
hættandi á að hafa menn þar að
störfum. Var starfsemin I áhalda-
húsinu flutt I Fjölni, sem stendur
ofar og vestar i bænum. I áhalda-
húsinu hefur verið margs konar
viðhaldsstarfsemi vegna
björgunaraögerðanna i Eyjum.
Bjarni sagði.að fylgzt væri vel
með öllum svefnstöðum, þar sem
margir sofa, og á þessum stöðum
eru vaktmenn til öryggis.
Að lokum sagði Bjarni, að
margir gerðu sér ekki grein fyrir
þeirri hættu, sem fylgdi gasinu,
og væru því ekki nógu varkárir.
Hraunið yfir
varnargarðinn
Við götuna Grænuhlið á Heima-
ey hefur hraunið farið yfir
varnargarðinn, ekki I miklum
mæli þó. Hrynur stöðugt úr
hraunjaörinum austast i bænum,
og jaðarinn skriður fram um upp
undir metra á sólarhring.
Flakkarinn heldur sínu striki, og
virtist hreyfast heldur meira sið-
asta sólarhring en áður, eða 30
metra.
1000
manns
skrifa
undir
áskorun
Leikvallamál
í Breiðholti í ólestri
Á borgarstjórnarfundi á
fimmtudaginn upplýsti Alfreð
borsteinsson, að eitt þúsund
ibúar i Fella- og Hólahverfi i
Breiðholtshverfi III, hefðu skrif-
að undir áskorun til borgaryfir-
valda um úrbætur i leikvallamál-
um hverfisins.
Þetta kom fram i umræðum
vegna fyrirspurnar Alfreðs um
það, hvenær mætti vænta þess, að
gæzluvellir þeir, sem risa eiga i
Breiðholtshverfi III, verði teknir i
notkun .
Birgir tsleifur Gunnarsson,
borgarstjóri, svaraöi fyrirspurn-
inni. Sagöi hann, að innan tiðar
yrði tekinn i notkun gæzluvöllur
við Yrsufell, og á framkvæmda-
áætlun þessa árs væri gæzluvöllur
við Vesturberg. Þá sagði hann, að
fyrirhugað væri, að gæzluvöllur
risi i Hólahverfi, en hann væri
ekki á framkvæmdaáætlun i ár.
Alfreð Þorsteinsson þakkaði
borgarstjóra svörin. Sagði hann,
að hér væri um mjög brýnt hags-
munamál ibúa hverfisins að
ræða. Þeir hefðu oftar en einu
sinni skorað á borgaryfirvöld að
koma gæzluvöllum upp. Nú gengi
undirskriftarlisti meðal ibúanna i
þriðja sinn og voru eitt þúsund
manns þegar búnir að skrifa nöfn
sin á hann.
Alfreð sagöi, að þessar kröfur
Ibúanna væru eðlilegar. Um eng
in leiksvæði væri að ræða i hverf-
inu, sem er i uppbyggingu. Gatan
og auðar byggingar væru einu
leiksvæðin. Þá benti hann enn
fremur á það, að mikil umferð
þungavinnuvéla og stórra vinnu-
tækja skapaði hættu fyrir börnin.
Sagðist Alfreð treysta þvi, að
staðið yrði viö þau fyrirheit, sem
gefin hafa verið um gæzluvelli i
hverfinu á sumri komanda,— jg.
Vetrarrúningur sauðfjár
ryður sér æ meir til rúms
Þeir, sem reynt hafa telja honum flest til gildis, en
frumskilyrði fyrir honum eru góð hús og góð fóðrun
Erl-Reykjavík A undanförnum
árum hefur sá siður að rýja
sauðfé á útmánuöum rutt sér æ
meir til rúms hér á landi. Aöferð
þessi er talin hafa marga kosti,
t.d. að ullin, sem þá fæst, sé
margfalt betri til nytja en sum-
ar- eða haustull, og þvi i hærra
verði. Þá telja margir að þrif
fjárins verði betri, og það taki
betur fóðri, og með þessu er
einnig tryggt, að ærnar gangi
ekki í alull sumarlangt, hálf-
kafnaðar i hitum og aðrar i
hættu að lenda i hafti. En þessi
rúningsaðferð krefst einnig
bættrar meðferðar fjárins. Það
segir sig sjálft, að nýrúnum ám
er ekki hægt aö halda stift til
beitar yfir vetrartimann, og
nauðsyn má telja að láta bera á
húsi, þvi aðoft vilja veöur verða
misjöfn á vordögum.
Þá má og telja það nauðsyn-
legt, að það fé, sem rúið er á
veturna, sé haft á grindum, þvi
að hvort tveggja er, að ullin af
fé á oftast blautu taði er ekki
góð, og vont er fyrir kindina
hálfbera að liggja i svaöinu.
Annað frumskilyrði má
telja, að vetrarrúin ull komist
sem fyrst i kaupstaðinn, eða þá,
að frá henni sé gengið mjög vel
heima og henni komiö þar i góða
geymslu.
Við áttum tal við Svein Hall-
grimsson ráðunaut 0g inntum
hann nánari frétta af vetrarrún-
ingi sauðfjár, sem nú stendur
sem hæst. Hann sagði, að menn
væru byrjaðir á þessu um allt
land, en mest myndi þó vera rú-
ið i Þingeyjarsýslum, þar sem
flestar kindur i sumum
hreppunum eru rúnar á þessum
tima. Enda er nú svo komið, að
þar er viða hætt að smala til
rúnings á sumrin t.d. hafa Mý-
vetningar ekki farið i rúnings-
_ göngur i 6 eða 7 ár, og er þvi sú
rómantik, sem þeim fylgdi, far-
in út um þúfur.
Þá sagði Sveinn, að töluvert
væri einnig rúið i Húnavatns-
sýslu, einkum i Vatnsdal og ná-
grenni, og Strandamenn hefðu
einnig margir tekið upp þennan
sið. Annarsstaðar á landinu
væri minna um þetta, en þó alls
staðar eitthvað, einna minnst
þó á Austurlandi.
I fyrra munu um 15% af þeirri
ull, sem barst til vinnslu, hafa
verið tekin af aö vetrinum, en þó
sagði Sveinn, að það gæti verið
eitthvað meira, þar sem hluti af
ullinni myndi ekki hafa komið
fyrr en á haustdögum og þá
e.t.v. veriö tekið sem vorull.
Eins og áður segir er aðalrún-
i Framhald á 17. siðu.