Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 17. marz 1973 Þeir kemba botninn út af Garðskaga í leit að flakinu af E/SGoðafossi VIÐ höfum oft heyrt og lesið frá- sagnir af æfintýramönnum, sem ferðast um á hafsbotni í leit að sokknum skipum, ef vera mætti að i þeim væri að finna einhvern falinn fjársjóð eða annað, sem mætti koma i verð. Við höfum reyndar á undanförnum árum fylgzt með einni slikri leit, sem þó hefur ekki farið fram á hafs- botni, heldur i sandi langt uppi á landi. Það er leitin að gullskipinu á Mýrdalssandi, sem oft hefur verið i fréttum undanfarin sum- ur. Hefur hún til þessa ekki borið mikinn árangur. En þó hafa leitarmenn ekki gefizt upp, þvi að þarna eiga að vera falin i sandin- um milljóna verðmæti i gulli. Við sögðum frá þvi i siðustu viku, að þrir ungir menn á Suður- nesjum hefðu keypt flakið af e.s. Goðafossi, sem sökkt var af þýzk- um kalbáti rétt út af Garðskaga þann 10. nóvember 1944, en þá var skipið að koma heim frá Banda- rikjunum, fullhlaðið af vélum og öðrum verðmætum. Það tók okkur nokkurn tima, að komast að þvi hvaða menn þetta væru, og þegar við loksins gátum grafið það upp, náðum viö tali af einum þeirra og báðum hann um að leysa frá skjóðunni. Þessi maður heitir Gunnar Kristinsson og er búsettur i Njarðvikum, en með þonum f þessari athyglis- verðu og áreiðanlega spennandi leit eru þeir Jón Borgarson, sem er búsettur i Höfnunum og Emil Kristjánsson, sem býr i Keflavik. Eru þeir allir starfsmenn á Kefla- vikurflugvelli og eiga þar að auki það sameiginlegt, að hafa allir mikinn áhuga á froskköfun. Leituðu á röngum stað i tvö ár — Ahugi minn á þessu skipi vaknaði fyrst þegar ég var strák- ur, en þá heyrði 6g mikið talað um það og verðmætin og manns- lifin, sem þarna fóru — var það fyrsta, sem Gunnar sagði. — Það var svo ekki fyrr en fyrir lOárum, að ég fór að hafa áhuga á þvi, að finna skipið og reyna að bjarga einhverjum verðmætum úr því, en um það leyti fór ég að stunda köfun. Eitthvað 15 árum siðar barst þetta i tal milli min og Jóns, en þá vorum við að vinna saman, og við ákváðum að kanna þetta mál. Við komumst að þvi, að bjbrgunarrétturinn á skipinu var falur, og við slógum til eftir að Emil var kominn i hópinn, og keyptum réttindin og fengum af- sal fyrir skipinu hjá trygginga- félögunum. Þá strax um sumarið fórum við að leita, en áður hafði maður, sem nii er látinn, leitað mikið á þvi svæði, þar sem talið var að skipið hefði sokkið. Er skemmst frá þvi að segja, að við snérumst þarna fram og aftur á sjónum á smábáti, sem við höfðum að láni allt sumarið 1968, og einnig sumarið 1969, og fund- um ekki neitt. Við notuöum allar fristundir, sem við höfðum, þegar gaf á sjó, til að leita og Utbjuggum okkur m.a. tæki til þeirra hluta. Var það búið til úr járni, sem var einangrað þannig, að uggar stóðu út i loftið og var siðan tengt rafmagn i. Þegar þessir uggar, sem ekki voru einangraðir, snertu járn, gáfu þeir frá sér merki, sem komu fram á mælitækjum um borð. Með þetta tæki i eftirdragi sigldum við fram og aftur, en allt kom fyrir ekki, krókarnir komu aldrei við neitt járn. Eftir að við höfðum leitað þannig i margar vikur, komumst við að þvi, að við Það er flakið af þessu skipi, sem Garðskaga. höfðum fengið uppgefna ranga staðarákvörðun frá þeim, sem töldu sig eitthvað vita um hvar skiþið hefði sokkið. Við komumst að þvi, þegar einn þeirra, sem var með Goðafossi, sagði okkur, að þeir hefðu séð til lands, m.a. i Garðinn, þegar þeir hefðu verið komnir i bátana. En þar sem við vorum að leita, sást ekki til þorpsins i Gerðum. Þegar við vorum að jafna okkur á þessu, fengum við mjög góðar upplýsingar frá tveim mönnum i Garðinum, sem horfðu i sjónauka á skipið sökkva, þar sem þeir voru i landi. Þeir tóku mið af hornstaur á girðingu, en séð frá þeim stað, er stefnan á innan- verðan Snæfellsjökul. Við þennan hornstaur settum við upp stöng, sem sést langt utan af hafi, en það hefur ekki nægt, enda getur fjarlægðin séð Ur landi skipt mörgum sjómilum til og frá. Flakið er á um 40 metra dýpi Við fórum yfir svæðið með dýptarmæli og fyrir tveim árum Suðurnesjamennirnir þrir eru nú að leita að á hafsbotni lít af keyptum við okkur málmleitar- tæki, sem við drógum á eftir okk- ur i óðrum bát. Kostnaðurinn við leitina, tækja- kaup og annað, er þegar kominn upp i hátt á þriðja hundrað þUs- und krónur. Við erum áreiðanlega bUnir að tala við tugi manna, bæði menn, sem voru með Goðafossi, þegar hann sökk, fólk Ur landi, sem sá hann sökkva, og sjómenn, sem telja sig hafa fest veiðarfæri i flakinu, og marga fleiri. Á þessu hefur verið litið að græða til þessa, en þó höfum við komizt að þvi, að skipið er á um 40 metra dýpi og að það stendur þar á kilinum á botninum. Það höfum við eftir einum skipverja, sem var einna siðastur frá á fleka. Sagði hann, að skipið hefði fyrst farið niður að aftan, og setið á afturendanum i smástund,en sið- an sigið niður að framan. Hann hafi haldið sér i toppinn á fram- mastrinu,þegar það var að fara niður, og fullyrðir að það hafi ekki lagzt á hliðina. Það er talið Utilokað, að það Þetta cru þreinenningarnir, sem leita að flakinu af E/S Goðafossi. hafi lagzt saman á þessu dýpi, og á þessu dýpi á það ekki að ryðga mikið. Aftur á móti, ef það hefði verið á um 20 metra dýpi, er hætta á að það hefði ryðgað fljótt. Einn okkar hefur skoðað þýzkt skip, sem fórst við Mýrarnar fyr- ir strið, og sagði hann, að það hefði verið litið ryðgað, en það var á um 30 metra dýpi. Ég hef farið niður á þetta dýpi á þeim slóðum, þar sem talið er að flakið sé. Þá héldum við, að við værum búnir að finna það, þegar i ljós kom eitthvað á dýptarmælin- um hjá okkur. Það reyndist þó að- eins vera hæðarmismunur á botn- inum, en þarna er mikið grjót á botninum og villti það um fyrir okkur og m'ælinum. Það kom mér á óvart, þegar ég fór þarna niður, hvað strauma gætti litið og birtan var góð, en það fer nU lfka eftir þvi hvernig veðrið er uppi. Milljóna verðmæti fóru niður með skipinu Hvaða verðmæti eru það i skip- inu, sem þið sækizt svona eftir?— Æfintýralöngunin og þrjózkan eru liklega aðal-ástæðurnar fyrir þessari leit okkar að skipinu. En að sjálfsögðu skipta verðmætin, sem þarna eru, einnig miklu máli. I fáum orðum sagt skipta verð- mætin, sem þarna liggja á hafs- botni, mörgum milljónum króna. Get ég t.d. sem dæmi nefntum 200 lestir af jarðkapli, sem nota átti i sambandi við jarðlögn frá Kefla- vikurflugvelli, en hann er þarna i um 50 rUllum. Þá eru þarna vélar i Andakilsárvirkjun, og þeim fylgja um 70 spólur. Bara i þessu tvennu eru milljóna verðmæti i kopar. Þá eru þarna um 50 tonn af hrá- gUmmii og yfir 20 þúsund fl- af viski, sem maður hefði ekkert á móti að fá með upp, ef þær eru þá heilar. Þarna er lfka um 500 pok- ar af ábyrgðarpósti og fjöldinn allur af öbru dóti, bæði málmum og öðru. En hvernig er það með fina bil- inn, sem þarna átti að vera um Framhald á bls. 25 • • ÞEGAR GOÐAFOSSI VAR SOKKT E/S Goðafoss var smiðað- ur I Kaupmannahöfn og Svendborg árið 1921. Skipiö var stórt á okkar mæli- kvarða og þótti glæsilegt og gott skip I alla staði. Það var 1542 rúmlestir brúttó og 942 nettó að stærð, var um 72 metrar að lengd og 12 á breidd. Farþegarými I skip- inu var fyrir 67 manns. Þegar Goðafossi var sökkt var hann að koma frá Bandarikjunum. Hafði hann farið mcð skipalest til Eng- lands og þaðan með annarri lest til islands. Kvöldið áður en skipið var skotið niður, hafði skipalestin tvistrazt fyrir sunnan Reykjanes. Sum skipin höfðu leitað þar vars, en önnur haldið áfram fyrir nesið og i þeim hópi var Goðafoss. Þegar skipið var úti af Garðskaga sáu skipverjar björgunarbáta með mönnum af oliuskipi, sem hafði orðið fyrir skoti skömmu áður. Var þvi Goðafossi snúið af leið og honum stefnt I átt að bátunum. Þegar skipbrots- menn voru komnir um borð, kom tundurskeyti i skipið. Var þá klukkan um eitt eftir hádegi 10. nóvember 1944 og voru flestir skipverjar og farþegar i borðsal eða á þil- fari, en skipshöfnin var I þessari ferð 30 manns — og farþegar 12. Ekki tókst að koma björgunarbátum á flot, en nokkrir björgunarflekar losnuðu eða voru leystir. Þegar skipið byrjaði að sökkva að aftan, köstuðu margir sér I sjóinn og syntu að flekunum. Voru margir þeirra illa brenndir og meiddir. Með skipinu fórust 24 menn, þar af 14 skipverjar og 10 farþegar. í þeim hópi voru fjögur börn, það yngsta rétt ársgamalt. Þá fórust 19 af þeim 20 skipbrotsmönn- um, sem Goðafoss hafði bjargað þarna skömmu áð- ur, en þeir voru allir brezkir. Þennan sama dag voru hundruð skipa skotin niður á Atlantshafi af þýzkum kafbátum. Var sagt, aö það hafi verið gert til aö sýna Englendingum, að þeir réðu ekki yfir hafinu. En daginn áður'hafði Churchill sagt i útvarpsræðu til þjóðarinnar, að nú réðu Englendingar yfir öllu Atlantshafinu. Þessari frétt var fagnað á flestum hcrstöðvum bandamanna, m.a. á Keflavikurflugvelli með mikilli veizlu. Hvort sem það var nú veizlunni að kenna, eða menn tóku þessa fi llyrðingu forsætisráðherrans svo bók- staflega, þá fór nn svo, að þennan dag voru engar leitarflugvélar sendar á loft til að lcita að kafbátum frá Keflavik, og þvi sást ekki til þessa kafbáts, sem skaut niður Goðafoss og önnur skip á þessum slóðum. Kafbátur þessi og foring- inn, sem stjórnaði honum I þessari á.rás, fórst skömmu fyrir striðslok. En sam- kvæmt skýrslum, sem hafa komið fram i dagsljósið eftir strið, mun foringi þessi hafa fengið miklar ákúrur hjá yfirmönnum sinum fyrir að skjóta Goðafoss niður og hæla sér svo siðan af þvi þeg- ar heim var komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.