Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. marz 1973 TÍMINN 7 SAMVINNA Á HEIMILINU Tekin til íhugunar á sýningu og umræðufundi i Norræna húsinu SJ-Reykjavík. A laugardag hefst sýning i kjallara Norræna hússins, sem heitir „Fjölskyldan á rökstólum.” Sýningin er á vegum Kvenfélagasambands íslands og Norræna hússins, en tilgangur hennar er að vekja athygli á heimilisstörfum og mikilvægi þeirra, og benda á það, að fjöldskyldan verður að vinna að þeim sameiginlega þegar húsmóðirin vinnur úti. En eins og kunnugt er, fer þátttaka giftra kvenna i atvinnulifinu vaxandi. Á sýningunni er ennfremur bent á, hvernig fjölskyldan getur hagrætt heimilisstörfum. Meöal sýningaratriða eru nauðsynlegustu tæki til eldhús- starfa, uppdrættir, sem sýna hvernig hlutum er haganlega komið fyrir i eldhúsi, matseðill fyrir eina viku með næringarrikri rétt samsettri fæðu, á hóflegu verði, og fleira mætti telja. Nemendur, sem koma að sjá sýninguna fá spurningalista til að ihuga eða nota til grundvallar I skólastarfi eða umræðum sin á milli. 1 þeim er m.a. reynt að hvetja nemendur til að hugsa um hvernig koma megi á hagræðingu við heimilisstörf og fá þá til að gera sér grein fyrir hugmyndum sinum um karlastörf og kvenna- störf. í tilefni af sýningunni verður umræðufundur um fjölskylduna og framtiðina þriðjudaginn 20. marz kl. 21.00. Framsöguerindi flytja Hólmfriður Gunnarsdóttir, kennari, Pétur Þorsteinsson, menntaskólanemi, Rósa Björk Þorbjarnardóttir, kennari og dr. Björn Björnsson, prófessor, en Sigriður Thorlacius, formaður Kvenfélagasambands Islands, stjórnar umræðum. Eru allir vel- komnir á fundinn, sem haldinn verður I samkomusal Norræna hússins. Um helgar verður höfð sýni- kennsla. Laugardaginn 17. marz sýnir Hrönn Hilmarsdóttir, hús- mæðrakennari, hvernig búa má tilýmis hrásalöt, sunnudaginn 18. marz fjallar Hrönn um morgun- verðinn og laugardaginn 24. marz sýnir Hrönn matreiðslu á fljótleg- um fiskréttum, alla dagana kl. 14, kl. 16 og kl. 17 I sýningar- salnum. Þessir réttir verða á boðstólum i kaffistofu Norræna hússins öðru hverju á meðan sýningin stendur. Sýningin er fengin aö láni hjá Konsumentinstitutet i Sviþjóð, en i nágrannalöndum okkar er mikið lagt upp úr þvi að veita al- menningi fræðslu um heimilis- hald, svo að heimildin geti gegnt hlutverki sinu á sem beztan hátt. En sýningin fjallar um mál, sem varðar fjölskylduna alla. Sýningin verður opin dagana 17.-28. marz alla virka daga kl. 14 - 19, en um helgar kl. 14-22. í april mánuði stendur héraðs- samböndum K.I. til boða að fá sýninguna að láni. msm totmibrí-, Unnió að uppsetningu sýningarinnar „Fjölskyldan á rökstólum”. Timamynd Róbert. PÍPULAGNIR Stilli bitakerfi — Lagfæri gömul hita- kerfi Set upp hreinlætis- tæki — Hitaveitu- tengingar Skipti liita — Set á kerfið I)anfoss-ofn- ventla SÍMI 36498 SKRUFU- dagurinn Kynningar- DAGUR Vélskóla íslands er í dag laugardaginn 17. marz 1973 °g hefst kl. 13,30 Allir velkomnir Hagstæð bókakaup A undanförnum árum hefur Sögusafn Heimiianna gefið út gamlar skemmtisögur, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá almenningi. Bókum þessum hefur verið mjög vel tekið og eru margar þeirra að verða uppseldar. Nú hefur útgáfan ákveðiö aö gera þeim tiiboð, sem vildu dignast allar bækurnar ellefu að tölu. Tilboðið hljóðar upp á kr. 5.000.00 og eru þeir, sem vildu sinna þessu beðnir að senda nafn og heimilisfang ásamt kr. 5.000.00 til Söfusafns Heimilanna, Póst- hólf 1214, Reykjavik.og fá þeir þá sendar bækurnar um hæl. I kaup- bæti fá þeir aö velja sér aðra þeirra tveggja bóka, sem koma út i bókaflokknum i haust. Eftirtaldar bækur eru komnar út i bókaflokknum Sigildar skemmtisögur: 1. Kapitóla eftir E.D.E.N. Southworth. 2. Systir Angela eftir Georgie Sheldon. 3. Ástin sigrar eftir Marie Sophie Schwartz. 4. Heiðarprinsessan eftir E. Marlitt. 5. Aðalheiður eftir C. Davies. 6. Vinnan göfgar manninn eftir Marie Sophie Schwartz. 7. Af öllu hjarta eftir Charles Garvice. 8. Gull-Elsa eftir E. Mariitt. 9. Golde Fells leyndarmálið eftir Charlotte M. Braeme. 10. örlög ráða eftir H. St. J. Cooper. 11. Kroppinbakur eftir Paul Féval. Og væntanlegar eru á þessu ári: 12. Kynleg gifting eftir Agnes M. Fleming. 13. Arabahöfðinginn eftir E.M Hull. Þetta hagstæða tilboð stendur aðeins skamman tima, þvi að margar af bókunum eru senn á þrotum. Útfyliið eftirfarandi pöntunarseöil og sendið útgáfunni: Nafn ------------------------------------------ Heimilisfang_ _________________________________ óskar eftir að fá sendan bókaflokkinn Sigildar skemmtisögur, ellefu bækur frá Sögusafni Heimilanna og fylgir hér með kr. 5.000.00 I ábyrgðarbréfi. I kaupbæti óska ég eftir að mér verði send strax og út kemurDKynleg giftingD Arabahöfðinginn. (Setjið X i reitinn fyrir framan þá bók, sem þér óskið eftir). Sögusafn heimilanna Pósthólf 1214 — Reykjavík w/iim BILALEIGA IIVEltFlSGÖTU 103 YJfl/Sendiíerðabifreið-VW 5 manna-VWsveínvagn VW9manna-Landrover 7manna Auglýs l. endur Auglýsingar, sem eiga aðkoma Ibiaðinu á sunnudögum þurfa aö berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofa Timans er i Bankastræti 7. Simar: 19523 - 18300. Hjólbarða- viðgerðir Hjólbarða- sólun Snjómunstur fyrir 1000X20 1100X20 Verkstæðið opið alla daga kl. 7,30-22,00 nema sunnudaga Sala r a sóluðum hjólbörðum BARÐINNf Reykjavík * Sími 30501 rmúla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.