Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. mari 1973
TÍMINN
11
ar. t hana treysti ég mér til að
fara eftir þetta, og þegar búið er
að yfirstiga hana, hlýtur allt hitt
að vera ósköp létt”.
Eiga betur með að tjá sig
Næst náðum við tali af Gesti
Guðmundssyni, sem er varafor-
maður stærsta iþróttafélags
Kópavogs, Breiðabliks. Hann er
gamall i hettunni i félagsmálum,
var lengi formaður Breiðabliks,
sem nú telur um 1000 meðlimi og
er skipt i átta deildir.
,,begar ég var formaður
Breiðabliks ræddi ég um það við
stjórn UMFl, að hún kæmi á
svona námskeiði fyrir okkar
félag. Þvi miður varð ekkert af
þvi, en þegar þetta námskeið var
auglýst fannst mér sjálfsagt að
mæta” sagði Gestur.
,,Það eina sem ég finn að þessu,
er hvað þetta er stutt námskeið og
hversu hratt verður að fara yfir
efnið. Þetta þyrfti að vera lengra
og hægara farið i sakirnar. En ég
efa ekki, að margir hafa haft
mjög gott af þessu.
Ég sé það bezt á þvi, hvað sum-
ir hérna, og þá aðallega byrjend-
ur, eiga orðið hægara með að tjá
sig, bæði úr ræðustólnum og við
almennar umræður, en i upphafi
námskeiðsins. Það tekur sinn
tima að sjálfmennta sig i félags-
málum, og verður þetta þvi tvi-
mælalaust lyftistöng fyrir allt
félagsstarf i Kópavogi. Segja má,
að hér hefðu mátt vera fleiri þátt-
takendur og það frá fleiri félög-
um, en þeir koma vonandi á
næsta námskeið.
Það væri mjög æskilegt að það
opinbera styrkti starfsemi sem
þessa meir en nú er gert, og það
um allt land. Ef það yrði gert,
mætti fá mun fleiri til að taka þátt
i félagsstarfinu, þvi að á svona
námskeiði komast menn ekki hjá
þvi, að sjá það i réttu ljósi.
Verst að sitja kyrr
Að lokum náum við tali af
yngsta þátttakandanum á nám-
skeiðinu, Jóhanni Isberg, sem er
aðeins 14 ára gamall. Hann sagði
okkur, að hann væri i iþrótta-
félaginu Gerplu, sem hefði verið
stofnað fyrir stuttu. Það hefði á
stefnuskrá sinni badminton,
borðtennis og leikfimi, og væri
hann sjálfur i borðtennis hjá
félaginu, en ekki i neinni stjórn.
,,Ég fékk áhuga á að kynna mér
þetta, þegar mammafór að tala
um námskeiðið, en hún er hérna
lika” sagði Jóhann. ,,Ég sé ekkert
eftir þvi að hafa farið, þvi að ég
hef lært hér anzi mikið og heyrt
ýmislegt, sem getur komið mér
að gagni einhverntima seinna”
Við spurðum Jóhann, hvort
hann hafi haldið ræðu á nám-
skeiðinu, og sagði hann, að
þaðhafivist átt að heita svo, en
Gunnlaugur Snævarr aðstoðarkennari og Guðmundur Guðniundsson kennari.
hún hafi sjálfsagt ekki verið neitt
voðalega góð. Hann hefði ekkert
verið hræddur, og sér hefði þótt
gaman að þvi á eftir.
Þegar við spurðum hann, hvað
honum þætti erfiðast á námskeið-
inu, svaraði hann þegar um hæl —
að sitja kyrr, þegar hinir eru að
tala.
Okkur tókst ekki að ná tali af
fleiri þátttakendum, þvi að nú var
aftur kallað til fundar. Þegar við
yfirgáfum húsnæði tómstundar-
ráðs við Alfhólsveg, var eitthvert
kurr i salnum, og þá sjálfsagt
verið næst á dagskrá, að kenna
fundarstjóra að nota fundar-
hamarinn, sem er þarfaverkfæri
mikið, og gott fyrir allt fundarfólk
að kunna að nota rétt.
—klp—
Hvað er Tómstundaráð Kópavogs?
A þessu félagsmálanámskeiði
liitti blaðamaður Pétur
Einarsson formann Tóm-
stundaráðs. Pétur sagði okkur
að sú skipan sem væri á
félagsmálum i Kópavogi nú
væri að öllum likindum ein-
stæð á islandi og af því tilefni
báðum við hann að fara
nokkrum orðum um tilkomu
og skipan Tómstundaráðs.
,,Ég veit ekki hvort hægt er
að gera þessu skil i stuttu máli
svo viðunandi sé. Það skal ég
samt reyna. Hér i Kópavogi
var áður fjöldi nefnda sem
störfuðu án mikilla afskipta
hver af annarri. Má þar til
nefna framfærslunefnd og
barnaverndarnefnd annars
vegar og i tómstundamálum
æskulýðsráð og iþróttanefnd
hins vegar, svo að dæmi séu
nefnd. Þessi máti þótti afar
óhagstæður og ýmsum fannst
vinnast litið á þennan hátt.
Skipuð var nefnd af hálfu bæj-
arstjórnar til þess að sam-
ræma vinnubrögð þessara
nefnda, sem ég hef getið hér
um, og ýmissa fleiri. Nú, i
stuttu máli varð niðurstaðan
sú að öll stjórn félagsmála i
Kópavogi var sett undir einn
hatt. Lýðhjálparmál jafnt sem
tómstundamál heyra nú undir
félagsmálastofnun kaup-
staðarins. Stofnunin skiptist
siðan i Félagsmálaráð og
Tómstundaráð, sem meðfylgj-
andi uppdráttur ber með sér.
Mér stendur næst að lýsa
nokkuð starfsháttum Tóm-
stundaráðs enda er það tilefni
þessa spjalls. Æskulýðsmál á
Islandi voru til skamms tima
þannig framkvæmd að kosin
voru æskulýðsráð af viðkom-
andi bæjarstjórnarmeirihlut-
um. Þessi ráð fóru oft sinar
eigin götur án allrar hliðsjón-
ar af öllu þvi starfi sem fór
fram á vegum ýmissa félaga-
hreyfinga og stundum jafnvel
i berhögg við eða i hreinni
samkeppni við, félög og sam-
tök. Einig var æskulýðurinn
gerður að sérstökum flokki
innan þjóðfélagsins og nær
eingöngu neytandi i þessu
æskulýðsstarfi. Það er ein-
faldast til að túlka viðhorfin i
Kópavogi til þessa máls, að
skýra út uppbyggingu Tóm-
stundaráðs og þætti. Aðild að
Tómstundaráði eiga öll félög
i Kópavogi nema stjórnmála-
félög og nú munu félögin vera
um 28 talsins. Samkvæmt
reglugerð Félagsmálastofn-
unarinnar ber Tómstundaráði
að halda ráðstefnur með fé-
lögunum nokkrum sinnum á
ári, og stefnt er að þvi að
haldnar séu tvær til þrjár ráð-
stefnur. A einni þeirra eru
kosnir fjórir fulltrúar til eins
árs. Þessum ráðstefnum er
ætlað að ræða tómstundamál-
efni allra aldursflokka i Kópa-
Pétur Einarsson
vogi og hafa ráðgefandi
eða/og stefnumarkandi áhrif
á athafnir TR. Félagsmála-
stofnunin hóf starf sitt þegar
liðið var nokkuð á árið 1972 svo
þetta fyrirkomulag er mjög
ungt. Nú þegar hafa samt ver-
ið haldnar nokkrar ráðstefnur
félaganna og hafa þær heppn-
ast með ágætum. Eitt af
meginmarkmiðum TR er að
efla félagslif i Kópavogi með
ráð og dáð. TR. hefur haft þá
stefnu að halda eigin fram-
kvæmd i algeru lágmarki, en
styrkja þess i stað skóla og
félagssamtök i Kópavogi til
athafna. 1 þvi skyni eru nú
klúbbar starfræktir i gagn-
fræðaskólunum og eru þeir
reknir i nánu samstarfi við
nemendafélögin (en þau eiga
aðild að TR) og skólastjóra.
TR veitir umsögn með styrk-
umsókn félaga og nú i ár eru
ætluð 3200 þús. til beinna
styrkja félaga. Sem dæmi um
verkefni, sem félög fram-
kvæma má einmitt nefna
þetta félagsmálanámskeið
sem UMSK framkvæmir. En
TR sinnir ekki eingöngu æsku-
lýðsmálum heldur er félags-
starfsemi fyrir aldraða mjög
snar þáttur i starfi þess. Nú
eru alltaf nokkrir dagar i
mánuði ætlaðir til samstarfs
við aldraða. A þeim dögum
hafa verið skemmtidagskrár
sem undirbúnar hafa verið af
ýmsum félögum i bænum og
alltaf i sjálfboðavinnu. TR
hefur einnig umsjón með
iþróttamálum og drjúgur hluti
af starfi þess fer til þess þátt-
ar, þvi nú eru á döfinni miklar
framkvæmdir i iþróttamálum
i bænum. A sinum snærum
hefur TR þó þrjár stofnanir. 1
fyrsta lagi ber að nefna sigl-
ingaklúbbinn, sem er arfur frá
fyrrverandi æskulýðsráði.
Siðan er um að ræða skóla-
garða og vinnuskóla. Allar
þessar stofnanir eru aðeins i
gangi yfir sumartimann.
Þetta er i mjög grófum drátt-
um helztu þættir i starfi TR,
uppá mörgum nýjungum hef-
ur verið bryddað og má þar
t.d. nefna hæfileikakeppni,
sem nú er i undirbúningi.
Margir spáðu illa fyrir þessu
skipulagi, sem er á TR. Menn
töldu að félögin gætu ekki
komið sér saman um nokkurn
hlut. Sú hefur ekki orðið
reyndin. Innan TR þar sem
eiga sæti fulltrúar ólikra
félaga hafa engar deilur risið
heldur þvert á móti verið mjög
góð samvinna um öll mál.
Ekki hvað sizt ber að þakka
bæjarfulltrúum i Kópavogi
fyrir hvað vel hefur tekizt til.
Þeir hafa yfirleitt sýnt þessum
málum mikinn skilning og vel-
vild. Ég vil enda þetta með þvi
að segja: að ekkert getur
heppnazt i æskulýðsstarfi á Is-
landi ef að skólar og félaga-
samtök eru ekki höfð með i
ráðum og framkvæmd. Innan
félaganna er einmitt orkan
sem þarf. Orka sem ekki fæst
að öllum jafnaði frá ráðnum
starfsmönnum. Þessi orka er
hinn óþrjótandi áhugi sem
knýr áhugamanninn áfram til
starfa.”
Tilkynning frá
Steypustöðinni
VERK HF.
Viðskiptamenn vinsamiega athugið breytt
simanúmer i steypustöð okkar
43500
Verk hf.
Laugavegi 120 — Sími 25600
AFL HREYSTI LÍFSGLEÐI
□ HEILSURÆKT ATLAS — alinoalimi
10—15 minútur á dag. KerliO þarlnasl
•ngra áhalda. Þetla er álítin bezla og
tljótvirkasta aOlerCm til aO lá mikinn
vdOvaslyrk, góOa heilsu og fagran
likamsvöxt. Arangurinn mun sýna sig
allir vikutlma þjállun.
□ LlKAMSRÆKT JOWETTS — leiOin til alhliOa llkamsþjállunar,
etlir heimsmeistarann I lyltingum og gllmu, George F. Jowett
Jowett er nokkurs konar áframhald at Atlas. Bækurnar kosta
200 kr. hvor,
Setjið kross við þá bók
(bækur), sem þið óskið að
fá senda Vinsamlegast
.sendið greiðslu með pöntun
og sendið gjaldið í ábyrgð.
O VASA-LEIKFIMITÆKI
—• þjáltar allan likamann
á stuttum tima, sérstak-
lega þjállar þetta taeki:
brjóstiO, bakiO og hand-
leggsvöOvana (sjá meflt.
mynd). T*kiö er svo tyrir-
terOartltiO. aO haegt er aO
hata þaO I vasanum. Taek-
Í0 ásamt leiOarvlsi og
myndum kostar kr. 350,00.
AMSRÆKT”, pósthólt 1115.
NAFN
HEIMILISFANG
Auglýsicf
illmanum
Prestkosning
fer fram i Dómkirkjuprestakalli sunnu-
daginn 18. marz n.k.
1 kjöri eru þessir prestar:
Séra Halldór S. Gröndal
Séra þórir Stephensen
Kosið verður i 5 kjördeildum i Menntaskólanum við
Tjörnina (Gamla Miðbæjarbarnaskólanum) og einni kjör-
deild i Elliheimilinu Grund (Hringbraut 50)
Kjörfundur hefst á báðum stöðum kl. 10 og lýkur i Mennta-
skólanum kl. 22, en kl. 14 i Elliheimilinu Grund.
Kjördeildir eru þessar:
I. kjördeild: Aðalstræti-Brattagata og óstaösettir f hús
II. kjördeild: Brávallagata — Hellusund
III. kjördeild: Hofsvallagata — Nýlendugata
IV. kjördeild: Njarðargata — Spltalastigur
V. kjördeild: Stýrimannastlgur — öldugata
VI. kjördeild: Elliheimilið Grund (Hringbraut 50)
Reykjavik, 14. marz 1973
&óknarnefnd Qómkirk/usafnadar