Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 28
MERKIÐ, SEM GLEÐUR Hittumst i hmtpjélagtnu Gistið á góóum kjörum #HOTEL# q| •—iSjjilu nl SGOÐI ^ J fyrir yóöart nmt $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS íslenzkir skór ó kaupstefnu 103 óra í gær MARGIR tslendingar ná orðið háum aldri. 1 gær varð kona á Akranesi, Kristin Halldórsdóttir, 103 ára. Kristin fæddist að Reyni i Innri- Akraneshreppi, dóttir hjónanna Halldórs Ólafssonar og Gróu Sigurðardóttur, fyrri konu hans. Hún fór snemma að heiman til þess að vinna fyrir sér, giftist aldrei og átti ætið heima i grennd við bernskustöðvar sinar. Lengi var hún vinnukona i Lambhaga, og var orð á þvi haft hversu af- kastamikil og velvirk hún var við spuna og prjónaskap. Kristin er nú i sjúkrahúsi á Akranesi, en fram yfir tirætt hafði hún fótavist. Enn er hún bein i baki og slétt i andliti og heldurséryfirleitt undravel. Hins vegar hefur heyrnarleysi lengi bagað hana. Loðna í Borgarnesi JE-Borgarnesi. Talsvert hefur verið fryst hér af loðnu, sem einkum hefur verið sótt út á Akranes, en einnig nokkuð til Þorlákshafnar. Afganginn fá bændur i fóður- bæti, ásamt salti, en þegar sá markaður er mettaður, eru leifarnar unnar f kjötmjölsverk- smiðju kaupfélagsins. í FYRSTA skipti taka nú tvær islenzkarskóverksmiðjur þátt i Kaupstefnunni, islenzkur fatnaður, sem nú stendur yfir i Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi. Þær eru skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri, sem stofnuð var árið 1937 og starfaö hefur óslitið siðan og Agila á Egilsstöðum, en sú skóverksmiðja varstofnuð 1970. Aætlaðerað hvert mannsbarn á landinu kaupi að meöaltali 2 1/2 par af leðurskófatnaði á ári og nemur heildarsalan samkvæmt þvi um 500.000 pörum. Hlutur innlendu skóverksmiðjanna tveggja i þessu magni er fremur smár eða um 15%. Engu að siður eru forstöðumenn Iðunnar og Agila, Rikharð Þórólfsson og Sigurður Magnússon, vongóöir um að innlendur skó- iðnaður sé nú að sækja á aftur. En i kringum 1960 heltust allmargir inn- lendir skóframleiðendur úr lestinni og hættu starfsemi, um tima var Iðunn eina starfandi skóverksmiðjan i landinu. Það kom þó i ljós i stuttu spjalli okkar við Richard Þórólfsson for- stjóra Iðunnar og Sigurð Magnússon framkvæmdastjóra Agila, að ýmsir erfiðleikar há þó islenzkri skóframleiðslu. Sam- keppnin við innflutta skó er erfið og hefur einkum verið sl. ár. En nú hal'a þau mál stórlagazt a.m.k. i bili. En framundan eru hins vegar tollalækkanir á skóm, sem merkir nýja erfiðleika, sem þarf að yfirstiga. Smásöluálagning á skó er lægri en þekkist nokkurs staðar i öðrum löndum og óeðlilega lág, að dómi þeirra Rfchards og Sigurðar. Flestir skósalar flytja sjálfir inn erlenda skó og fá þvi bæði heildsölu og smásölu- álagningu af sölu þeirra, eða tölu- vert minna en þeir fá fyrir að selja skó innlendu fram- leiðendanna. Það er réttlætismál fyrir islenzkan skóiðnað, að þetta verði fært til betri vegar, t.d. með þvi að leyfa eitthvað hærri smá- söluálagningu á innlenda skó en erlenda. Enginn þjóðarmetnaður — Þvi miður er ekkert til hér á landi, sem heitir þjóðarmetnaður i þá átt að styðja islenzkan iðnað meðþviað kaupr fremur innl vöru en erlenda, sagöi Kicnara. — Par sem þess eru aftur á móti dæmi meðal annarra þjóða, að þær kaupi jafnvel heldur dýrari hluti vegna þess að þeir eru innlendir. Sýningarbás skóverksmiðjunnar á Egilsstöðum. Ótrúleg fjölbreytni Skóverksmiðjan Agila á Egils- stöðum sýnir 36 nýjar gerðir af skóm, sem ekki hafa sézt áður, á kaupstefnunni á Seltjarnarnesi, og auk þess hátt i þrjátiu aðrar til viðbótar. 1 fyrstu starfaði Agila i tengslum við skóverksmiðju i Hollandi. Hönnuður að nafni Hoofs, hollenzkur, teiknar alla skó, sem Agila framleiðir, en áherzla er lögð á barna- og kven- skó, þótt karlmannaskór séu Nú geta allir Reykvíkingar fengið síma Nýjustu skórnir frá Iðunni á Akureyri. Þó hafa áróðursherferðir geysi- mikið að segja á þessu sviði og urðum við þess greinilega varir þegar slagorðið — kaupið islenzkt — var mikið haft á lofti fyrir nokkrum árum. En þvi miður fer litið fyrir slikri áróðursstarfsemi. — Framleiðið þið undir is- lenzkum merkjum? — I flestum tilfellum merkjum viö okkar skó Iðunni, svaraði Richard. — Að visu koma alltaf fram óskir um að hafa útlenzku- leg vörumerki á skóm og þá förum við eftir tilmælum viðskiptavinanna. — Við framleiðum okkar skó undir vörumerkjum, en ekki nafni fyrirtækisins og ekki get ég neitað þvi, að mörg þeirra beri erlendan svip. einnig framleiddir. Starf Hoofs er okkur mikils virði, segir Sigurður — við vinnum að þvi öllum árum að koma sem oftast með nýjar gerðir af skóm, sem eru vel hannaðar. Og ég veit ekki hvernig við ættum að fylgjast nægilega vel með án hans. Iðunn framleiddi i fyrstu aðal- lega vinnuskó og ódýrari gerðir af karlmannaskóm, en ódýrir innfluttir skór frá austantjalds- löndum hafa nú að mestu rutt þeirri framleiðslu úr vegi. Nú eru framleiddir hjá Iðunni dýrari skór og tízkuskór, allt upp i þykk- botnaða karlmannaskó. Innlent hráefni á ný Til 1968 var innlent hráefni notaði fyrirleður skónna. En eftir stórbrunann, sem varð i verk- smiðjunni, hefur eingöngu verið framleitt úr erlendu leðri. Vonir standa til að senn hefjist á ný framleiðsla á innlendu leðri hjá Sútunarverksmiðjunni Iðunni á Akureuri, og að það hafi áhrif á skóverðið þannig að við gétum staðizt betur vaxandi erlenda samkeppni, sagði Richard. F'ramhald af 17. siðu Nú ættu ekki lengur að vera simavandræði hjá Reykvikingum. I dag verður tekin i notkun ný sjálfvirk sim- stöð i Breiðholti, og losna þá simanúmer, sem verið hafa i notkun þar, og hægt verður nú að fullnægja flestum óafgreiddum simapöntunum, sem fyrir liggja hjá bæjarsimanum. I dag verða 1000 ný simanúm- er tekin i notkun i Breiðholti og I máimán. verður öðrum 1000 númerum bætt við. Þriðja áfanga stækkunar sjálfvirku stöðvarinnar þar verður væntan- lega lokið fyrir lok næsta árs. Simanúmer stöðvarinnar byrja á tölunni sjö. Stöðin er i nýbyggðu húsi á horni Norðurfells og Vesturbergs. Er það byggt fyrir 10 þúsund simanúmer á fyrstu hæð, og ef þörf krefur verður auðvelt að bæta við nokkur þúsund númerum i kjallara hússins. Bæjarsiminn vekur athygli á þvi, aö við tengingar á af- greiðslulinum og númeraskiptum með tilkomu nýju stöövarinnar verða truflanir og timabundið sambandsleysi, aðallega hjá simanotendum i Breiðholtshverfi. Til þessa hefur verið tilfinn- anlegur skortur á sinum i Breiðholtshverfi og i mörgum til- fellum hefur veriö reynt að leysa þau vandkvæði ibúanna með þvi að hafa einn sima í hverri blokk eöa stigagangi. En nú þurfa ibúar i nýja hverfinu ekki lengur að hafa margir sameiginlegan sima, þvi að flestir eða allir, sem þess æskja,getafengiðeinkasima með tilkomu nýju stöðvarinnar. OÓ. Unniö að tengingu nýju slmanúmeranna I sjálfvirku sfmstöðinni f Breiöholti. Tíinamynd GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.