Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 17. marz 1973 Stjórnmálamaður trúlofast Fyrir skömmu opinberaði Jeremy Thorpe, leiðtogi frjálslyndra i Bretlandi, trú- lofun sína og lafði Harewood. Þetta vakti töluverða athygli i heimalandi þeirra, enda ekki á hverjum degi, sem leiðtogi stjórnmálaflokks trúlofast. Ekki er enn ákveðið hvenær brauðkaupið fer fram, en það veröur mjög bráðlega, að þvi er Thorpe sagöi á fundi með blaða- mönnum, þar sem hann kynnti heitmey sina. Lafði Harewood heitir Marion og bar eftirnafið Stein, þar til hún giftist Hare- wood lávarði, sem hún siðar skildi við. Hún hefur verið pianóleikari og komið fram opinberlega mjög oft. Blaða- menn spurðu stjórnmála- manninn hvaða stjórnmála- skoðanir konuefnið ahylltist. Hann sagðist ekki balnda sér i þau mál, enda ætlaði Marion ekki að giftast flokknum, heldur sér persónulega, svo hún mætti hafa hvaða skoðanir, sem hún sjálf vildi á stjórnmálunum. Sjálf segist Marion ekki vita fyllilega, hvernig henni komi til með að falla stórnmálalifið, en hún muni reyna að semja sig að aðstæðum. Hún kaus ekki i siöustu tveimur kosningum á Bretlandi, þvi að á kjördag var hún ekki stödd þar, sem hún var á kjörskrá. Herra Thorpe er nú 43ára gamall. Hann missti konu sina Caroline i bflslysi árið 1970, en með henni átti hann einn son, Iiupert, sem er nú þriggja ára gamall. Sá litli var mjög hrifinn af stjúpu sinni væntanlegu, þvi að hún hefur gaman af aö leika fyrir hann barnalög á pianóið. Lafði Harewood er 46 ára gömul. Hún skildi við lávarðinn mann sinn árið 1967, og hafði þá átt meö honum þrjá syni. Löggan skaut spariféð sitt Lögregluþjónn einn i Antwerpen varð fyrir heldur biturri reynslu nú fyrir skömmu. Hann hafði lagt dálitið af kaupinu sinu til hliðar, án þess að láta konuna sina vita af þvi. (hvað sem það hefur nú átt að þýða) Maöurinn : hafði þann háttinn á, að fela féð, að hann rúllaði seðlana saman, og stakk þeim upp i hlaupið á skammbyssunni sinni. Þegar svo kom á skot- æfingu lögreglunnar, þar sem hann átti að sanna hæfni sina, var hann búinn að gleyma peningunum og hleypti af, Kúlan komst að visu út úr hlaupinu, en henni fylgdu þúsundir bréf- snepla úr seðlunum, sem ekki urðu til skiptanna i bankanum eftir þetta. ★ . iíliláill mnm 1 , SSSi myndum. — Þaö eru mörg kvik- myndaver, sem hafa sýnt áhuga á þvi, að láta gera um mig kvik- mynd. Þar sem ég er nú hættur knattspyrnunni get ég farið aö snúa mér að kvikmynda- leiknum fyrir alvöru og velta þessu fyrir mér, en mig hefur lengi langað til aö leika i kvik- mynd. Mér finnst ég hvort eð er vera oröinn of gamall til þess að halda áfram viö knattspyrnuna, svo nú er tækifæri til þess að breyta eitthvaö til, segir Best. weuiye aeST verður kvikmyndaleikari Nú er að þvi komiö, að fót- boltastjarnan og óþekktar- ormurinn George Best birtist aðdáendum sinum á hvita tjaldinu. Hann var fyrir skömmu i Hollywood og ræddi þar við forstjóra kvikmynda- veranna um hlutverk, sem honum hafa veriö boöin i kvik- DENNI DÆAAALAUSI Afi ætlar að spyrja þig, hvað þú vilt fá i afmælisgjöf. Afi ertu með blað og blýant.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.