Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 18
TÍMINN Laugardagur 17. marz 1973 var stutt. Hann gat séð hin sterk- legu brúnu hné hennar, þegar hún hljóp upp stigann og þaö var næstum eins og mjaðmirnar töluðu sinu máli, hvort sem hún gekk, sópaði, beygði sig eða þurrkaði ryk af húsgögnum. Hún var i brjóstahaldara, svo að stinn brjóstin stóðu beint út undir svartri peysunni. Það var eins og augu Hughs beindust ósjálfrátt að þessum þúfnakollum, og hann fékk suðu fyrir eyrun, sem honum fannst skrýtin. Caddie tók eftir þvi, að að meira að segja i þessari heimilislegu vistarveru, hafði hann allt á hornum sér. Caddie og Giulietta töluðu saman á einhverjum blendingi af ensku og itölsku. „Pollo arrosto” „Steiktir kjúklingar”, „Pátate” „Kartafla”, „Pane” „Brauð”, „Pescshe di lago” „Fisk úr vatni. — Hugsarðu aldrei um neitt nema mat? spurði Hugh. — Þetta er svo yndislegur matur. — Yndiilegur/ Italskur matur er viöbjóöslegur. Þetta, sem þið kallið „Pasta” og svo ostur og tómatar. — Hann er það alls ekki, sagði Caddie og gremjuleg röddin barst upp á svalirnar. Hugsaðu þér svinakjötið, sem við fengum um hádegið! Og hugsaðu þér litlu kjúklingana með peturseljunni og steiktu kartöflunum! Og hugsaðu þér alla sperglana! Þeir voru einmitt þroskaðir um þetta leyti árs, og Celestina hafði þá á borðum næstum á hverjum degi. — Með bráö bráðnu smjöri og osti, sagði Caddie — Þeir eru dýrlegir. Háðsglósur Hughs heyrðust einnig upp á svalirnar og út á grasflötina.Spergill. Þá er allt við hæfi. Raymond vildi svoleiðis ástamat. Karri og spergill. Þaö voru hans uppáhaldsréttir. — Hvers vegna er spergill við hæfi? — Hann er lostavekjandi. — Hvað er... En Fanney beið ekki cftir að heyra meira. Rob sá, að hún stóð upp og fór inn. Hann mætti henni á stigapallinum. — Ég heyrði til hans, sagði Rob og hló, en hún beit á vör til þess að verjast gráti. — Fjórtán ára gamall drengur ætti ekki að taka sér svona orð i munn. Hún bætti við i hvassari tón,- — Hann ætti ekki að hafa sagt annað eins og þetta. Pia vildi ekki umgangast þjónustufólkiö. Hún gekk öðru hverju gegnum garöinn fram á bryggju og horfði á Hugh, meöan hann var að veiða. Það var eins og henni fyndist hann geöugastur af Claveringsfólkinu, eða réttara sagt ekki jafnógeðugur og mæðg- urnar. Hugh varð strax var við, þegar hún kom, og hún hafði öðru visi áhrif á hann en fagra kynið yfirleitt, þvi að honum gekk held- ur betur að veiða, þegar hún var hjá honum. En ef hann fór inn i eldhúsgarðinn eða herbergi Marios i bátaskýlinu, gekk Pia strax inn i dagstofu, fékk sér sæti, en gætti þess alltaf vandlega að hún krumpaði ekki pilsið sitt, þegar hún settist, og tók að lesa eina af þessum lögreglusögum, sem Fanneyju fannst ekki hollur lestur fyrir tiu ára börn. Pia vildi ekkert hafa saman að sælda við Caddie. Caddie vissi þaö, en henni fannst alltaf eitt- hvað dularfullt við Piu. Heimili hennar i Róm, nunnurnar i skólanum, amman, sem var feguröardis — og elskuð hugsaði Caddie — og heill ættbálkur af öðrum ættingjum, móður- bræröum, og móðursystrum og bræðrungum og systrungum, og siðast en ekki sizt trúarbrögðin. Spurningunum rigndi yfir Piu. Fanney hafði breytzt á sveita- setrinu, en Caddie ekki siður. Sjóndeildarhringur hennar hafði vikkað, en samt fannst henni hún oft ekki skilja það, sem Pia sagði, til dæmis þegar Pia sagði henni frá verndarenglinum slnum — Við höfum öll okkar eigin engil, að minnsta kosti ég. — Fyrst þú hefur verndarengil, þá hlýt ég að hafa einhvern lika, sagði Caddie. — Ég veit ekki um mótmæl- endurna, sagði Pia. — Mót- mælendaenglar eru alveg jafn- góðir og kaþólskir englar, sagði Caddie ákveðin, en hún sagði ekki Píu, að hún væri þegar búin aö fá engla handa sér og Hugh. Þau gátu haft hvort sinn engil, þessa með gylltu væninga yfir arninum i dagstofunni. Aðeins einu sinni færðist fjör i Piu. Það var þegar Fanney fór með Caddie, Hugh og hana til Riva til þess að kaupa ný föt. Caddie og Hugh höfðu ekki nema fötin, sem þau komu i fyrir utan náttföt, fáein pör af sokkum og nokkra vasaklúta.“Vegna þess að Hugh lagöist i rúmið, hafði verið hægt aö þvo skyrtuna hans og pressa fötin. — En hann getur ekki alltaf verið i sparifötunum, hvort sem hann er að veiöa eða sigla, sagöi Fanney, og það voru ósköp að sjá Caddie. — Það verð- ur að fá eitthvað handa þeim til þess aö vera i, jafnvel þótt þau eigi ekki eftir aö vera nema tiu daga, sagöi Rob. Þegar þau komu inn i fatabúöina ljómaði andlitið á Piu, ekki siztaugun,og hún tók Caddie alveg að sér. 1 hálftima virtust þær meira að segja hinar vingjarnlegustu hvor viö aöra. Þó að Riva væri litil borg, voru fötin i verzlununum glæsileg, eins og öll Itölsk föt, var Fanney farin að hugsa, þó aö það væri leiöinlegt að sjá, hvernig stúlkurnar i þorpunum gengu til fara, allar i þunnum dökkum regnkápum, lághæluðum skóm og með skýlu- klúta. Meðan þau voru i búðinni, talaði Pia frjálslega við Fanneyju og mátaði föt á Caddie svo hik- laust, að Fanney mundi varla hafa haft kjark til þess. Pia skoð- aði, valdi og hafnaði með svo miklum alvörusvip, að Fanneyju lá við að brosa. Þessi skrýtna telpa óx enn i áliti hjá Hugh, og Pia, sem var kven- leg, varð vör við það. Alveg eins og Hugh hafði gengið betur að veiða i návist hennar niðri á bryggjunni, þannig varð Pia heídur ákveðnari og enn meira töfrandi i búðinni, af þvi að hann veitti henni athygli. — Auðvitað ekki rauðan, sagði Pia við Caddie. — Ekki einu sinni rauð- brúnan. Það mundi gera frekn- urnar meira áberandi, og þú ættir aldrei, aldrei að vera i ljósbláu. Það gerir þig of föla. Þessi græni er of ljós og með gulleitum blæ. Þú yröi leið áhonum.Hún:bandaði frá sér með hendinni. — Þessi rafguli litur er fallegur og mikið i tizku, en hann klæðir þig ekki, en þessi, sagði hún næstum i gælu- rómi, um leið og hún tók jakka úr fallegu gulbrúnu rúskinni með ullarermum. — Þennan geturðu átt endalaust. — Þangað til hún er vaxin upp úr honum, sagði Fanney. —. Það er hægt að breyta honum, sagði Pia i aðfinnslutón. Og sjáðu efnið. — En hann er of dýr, sagði Fanney. — Caddie þarf hann ekki, nema þangað til hún fer heim. — Hún getur verið i honum i friinu. — Hann er of heit- ur núna. — Það er bara vor enn þá Vindurinn er enn kaldur, og sjáðu, þetta er i stil við. Það var fellt pils eins og Pia var i, einnig gulbrúnt með ljósbláum röndum,— Fellingarnar fara úr. — Uss, nei sagði Pia með sannfæringu. — Ekki ef hún hengir það upp rétt, og ég skal sýna henni, hvernighún áað láta það i töskuna, vefja það innan i silkisokk. Sjáðu, hvað það fer henni vel. Þetta var rétt hjá Piu. Vegna litsins á jakkanum sýndist hár Caddiar gullnara, og það var eins og örlitill roði, sem enginn hafði tekið eftir fyrr, hefði færzt i kinnarnar. — Ó gefðu henni hann. Gerðu það. Augu Piu voru svo biðjandi, að Fanney varð að láta undan. — Þú sýnist lagleg, reglu- lega lagleg, sagði Pia við Caddie. Þetta kom svo óvænt, að það hefði mátt misskilja það, ef Pia hefði ekki sagt það jafnelskulega. Hún var svo hreykin og glöð, að það var eins og jakkinn og pilsið væru handa henni sjálfri. Litla stúlkan var rjóð af ákafa. — Hún horfði á Hugh undan löngum augnahárun- um valdi siðan handa honum skyrtu úr dökkbláu efni, eins og skyrturnar, sem Rob var i, en Hugh Hugh hafði dáðst að þeim i leyni. Tvær skytur, jakki og tvennar stuttbuxur. Hún náði lika i nærför handa Hugh. — Þú verður að þvo ftalska baðmull var lega, sagði hún við Fanneyju. — Hún hleypur. Vantar þig ekkert handa þér sjálfri?” spurði hún og virti Fanneyju fyrir sér, eins og hana dauðlangaði til þess að dubba hana upp. Þau voru allt i einu orðin hamingjusöm og sam- rýmd fjölskylda. — Þangað til átti að fara að borga hefði Fanney getað sagt. Þegar hún lagði peningaseðl- ana á borðið, umhverfðist Hugh. Hver borgar þessi föt? spurði hann. Það var eins og hótun Hughs 1361 Lárétt 1) Dans,- 6) Iðnaðarmann.-10) Röð,-11) Utan.-12) Hljóðfæri,- 15) Húsaröð,- Lóðrétt 2) öskur,- 3) Slanga.- 4) A ný,- 5) Skagi.- 7) Bæt við.- 8) Púlver.- 9) Verkfæri,- 13) Svefnhljóð.- 14) Tré.- Ráðning á gátu No. 1360. Lárétt 1) Endir.- 6) Sæmdina.- Ar.-11) Ók.-12) Tankana,- Lóðrétt 2) Nem,- 3) Iði,- 4) Ósatt,- 5) Dakar,- 7) Æra.- 8) Dok,- 9) Nón,- 13) Nit.- 14) Auk;.- Staka. D R E K I I'HJIl iiil Laugardagur 17. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.40 tslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 15.00 A listabrautinni. Jón B. Gunnlaugsson kynnir ungt listafólk. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Stanz. 16.45 Sfðdegistónieikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Nonni og Manni fara á sjó” eftir Jón Sveinsson. Hjalti Rögnvaldsson les (4). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Við og f jölmiðlarnir. Einar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 19.40 Að tjaldabaki. Sólveig Jónsdóttir ræðir við Erling Gislason leikara. 20.00 Hljómplöturabb. 20.55 „Vestanátt”, smásaga eftir Rósberg G. Snædal. 21.20 Gömlu dansarnir. Paul Norrbach harmonikuleikari og Bror Kalle og harmonikuhljómsveit hans leika fyrir dansi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusá.lma (23). 22.25 Danslagakvöid nálægt góulokum. M.a. kynnir Kristján Kristjánsson dans- lög af hljómplötum I eina klukkustund. (23.55. Fréttir I stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. M ■1— Laugardagur 17. marz 1973 17.00 Þýzka I sjónvarpi. Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 16. og 17. þáttur. 17.30 Af alþjóðavettvangi. Föðurbetrungar? Mynd frá Sameinuðu þjóðunum um Heimsþing æskunnar árið 1970. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 íþróttir. M.a. mynd frá skautamóti i Bratislava. (Evróvision — Júgóslav- neska sjónvarpiö) Umsjón- armaður Ómar Ragnars- son. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veöur og auglýsingar z0.25 Hve glöð er vor æska. Brezkur gamanmynda- flokkur. Heiðurinn i veöi. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 20.50 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir. Um- sjónarmenn Björn Th. Björnsson, Siguröur Sverrir Pálsson, Stefán Baldursson, Vésteinn ólason og Þorkell Sigurbjörnsson. 21.30 Girðingin. Brezk dýralifsmynd frá Kenya. Filahjörð hefur rásaö út úr þjóðgaröi og íarið inn á land bónda I grenndinni. 1 mynd- inni er lýst rekstri dýranna til baka. Þýöandi óskar Ingimarsson. 22.00 Stund rósarinnar. Pólsk biómynd. Leikstjóri Halina Bielinska. Aöalhlutverk Elzbieta Czyzewska. Þýö- andi Þrándur Thoroddsen. Aöalpersóna myndarinnar er ung stúlka I menntaskóla. Vegna einhverrar slysni færist hún til I timanum og er skyndilega stödd meðal forfeöra sinna laust fyrir siðustu aldamót. Henni er lokuð leiöin til baka, og þvi veröur hún að sætta sig viö oröinn hlut og bjarga sér sem bezt hún getur. 23.20 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.