Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 21
Laugardagur 17. marz 1973 TÍMINN 21 Eyja- menn drógu fleiri að Keflvikingar fagna marki. Á myndinni sjást: Jón ólafur (7), Steinar (14), GIsii Torfason, Grétar Magniisson, Astráður Gunnarsson, og Ólafur Júllusson (9). (Tímamynd Róbert). SKALLABOLTI....frá Karli Hermannssyni, sést hér á leiðinni að marki. EHi heppnin var meö Skagamönnum...knötturinn fór rétt fram hjá. (Tímamynd Róbert). — sagði Steinar Jóhannsson, sem skoraði meistaralegt mark gegn Skagamönnum Mark, sem tryggði Keflvíkingum þótttökurétt í UEFA-bikarkeppni Evrópu. „ÉG SA STRAX HVAÐ VAR AÐ GERAST”... sagði hinn snjalli miðherji Kefla vlkurliðsins I knattspyrnu, Steinar Guðmundur Jóhannsson, en hann skoraði markið, sem færði Keflvikingum Evrópufarseðil upp I hendurnar á fimmtudagskvöldið á Melavellin- um, þegar Keflavík vann Akranes 1:0. „Markvörðurinn kom hlaup- andi út á móti mér, — hann lokaði markinu. Eg sá strax, að eini mörguleikinn var að „vippa” yfir hann”. Já, og Steinar gerði það á snilldarlcgan hátt. Hann fékk stungubolta fram völlinn, og „vippaði” yfir Hörð Helgason, markvörð Skagamanna. Knöttur- inn virtist á leið út fyrir enda- mörk, en hinn snjalli miðherji kunni ráð við þvi. Hann þeystist fram með Þröst Stefánsson á hæl- unum — þeir stukku báðir upp — Steinar hafði betur og stýrði knettinum snilldarlega I netið. MARK ARSINS? Það verður erfitt að leika þetta eftir. LAG- I.EGA GERT, STEINAR! En snúum okkur þá að gangi leiksins sem var leikinn við erfið- ar aðstæður. Melavöllurinn var eitt svað og stórir pollar settu ljótan svip á leikinn. „Furðulegt að það skuli vera leiknir knatt- spyrnuleikir við sllkar aðstæður” ..sagði Joe Hooley, enski þjálfari Keflavikurliðsins. Skagamenn sóttu mun meira til að byrja með, en þegar Keflvik- ingar fengu knöttinn á 10. mfnútu i miðri sóknarlotu Skagamanna, varð einum áhorfenda að orði: „Nú skora Keflvikingar mark”. Og það munaði ekki miklu, að þessi ágæti áhorfandi hefði rétt fyrir sér. Keflvíkingar náðu skyndisókn og Jón Ólafur Jónsson þeystist fram miðjuna og sendi góðan stungubolta til hins sprett- harða Ólafs Júlíussonar. Hann brunaði upp að vitateig Skaga- manna og spyrnti að marki — knötturinn stefndi á netið — en á siðustu stundu tókst Herði mark- verði að bjarga i horn, — knöttur- inn smaug við stöng. Skagamenn fengu sitt tækifæri á 17. mín., þegar Hörður Jó- hannesson brunaði upp kantinn og sendi knöttinn til Karls Þórðarsonar, sem skaut. — Jón Sveinsson, bráðefnilegur mark- vörður Keflvikinga, var vel staddur og varði. Karl „litli” var aftur á ferðinni tiu min. siðar, en þá missti hann snilldarlega utanfótarsendingu frá Matthiasi Hallgrimssyni of langt frá sér. Sóknarleikur Keflvikinga breyttist mikið i síðari hálfleik. En þá kom hinn snöggi miðherji þeirra, Steinar Jóhannsson, inná. Þegar 20 min. voru búnar af sfð- ari hálfleiknum, skoraði hann hið stórglæsilega mark. Eftir það dofnaði yfir leiknum. A 34. min. fékk Jón Alfreðsson gullið tækifæri til að jafna, þegar hann skaut fram hjá i opnu færi inn i markteig. Keflvlkingar fóru einnig illa að ráði sinu á 38. min. Þá stóð Jón Ólafur fyrir opnu marki, en hitti ekki. Þegar 2 min. voru til leiksloka, leit allt eins út fyrir að Skaga- menn jöfnuðu. Þá komst Matthias einn inn fyrir Keflavikurvörnina. Auglýsing á keppnisbúning IBV íþróttabandalag Vestmannaeyja óskar hér með eftir tilboðum i auglýsingu á keppnisbúning 1. deildar-liðs Í.B.V. Tilboðum sé skilað fyrir 24. þ.m. til Knattspyrnuráðs Vestmannaeyja, c/o Hermann Jónsson, bæjarfógetaemb- ættinu Vestmannaeyjum, Hafnarbúðum, Reykjavik. íþróttabandalag Vestmannaeyja, Vestmannaeyingar sigruðu Kópavog 2:0 I bæjakeppni I knattspyrnu á fimmtudags- kvöldið. Leikurinn var leikinn i nýjum fljóðljósum og hann heppnaðist ágætlega. Um 1500 áhorfendur komu til að sjá bæjakeppnina og þeir urðu vitni aö þvi, að Haraldur Júliusson sendi knöttinn tvisvar I netið. Bæði mörkin voru skoruð með svipuðum aödraganda. Ásgeir Sigur- vinsson, hinn ungi framlinu- maður Vestmannaeyjaliösins. hrunaði upp kantinn og sendi knöttinn fyrir markið. Fyrra markið skoraði Haraldur á 23. min. með góðu skoti, það siðara skoraði hann á 42. min. með sinum fræga „gullskalla”. Það vakti nokkra athygli að 1500 áhorfendur komu til að sjá leikinn. En aðeins komu um 400 áhorfendur til að sjá hinn þýðingarmikla leik Keflvikinga og Skagamanna. Það er greinilegt, að Eyja- menn draga fleiri áhorfendur að en flest önnur liö. Þegar hann var kominn inn i vita- teiginn, spyrnti hann, en hinn ungi og efnilegi markvörður Kefl- vikinga, Jón Sveinsson, sem lék sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins, kastaði sér niður og tókst að slá knöttinn i þverslá og yfir. Vel gert af þessum unga leikmanni. Sigur Keflvikinga var i höfn og þeir þar með búnir að tryggja sér rétt til að leika i UEFA-bikarkeppninni i ár og Meistarakeppni K.S.l. Til ham- ingju Keflvikingar/ — SOS. Eyleifur á loðnu Eyleifur Hafsteinsson, hinn kunni knattspyrnumaöur lrá Akranesi, stundar sjóinn um þessar mundir, en hann er á loðnubáti frá Akranesi. Nokkur viðbrigði munu það vera fyrir Eyleif, sem um langt skeið heíur kappkostað að koma knettinum i netið, að fá loðnuna i netið. Ekki mun það ætlun Eyleifs að vera lengi á sjónum. Hann notar mánaðarfri, sem hann fékk, til að eltast við loðnuna, en á sumri komanda fá knattspyrnuunn- endur vonandi tækifæri til að sjá hann leika á ný, enda þótt hann hafi gefið yfirlýsingu um það, að hann sé búinn að leggja skóna á hilluna. „EINI MÖGULEIKINN VAR AÐ „VIPPA" YFIR HANN"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.