Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. marz 1973 TÍMINN 5 t ★ Gömul sprengja við tjaldstæðið Þrir fiskimenn veiddu óvenjulega fisktegund i vatni einu sakmmt frá Lille i Frakk- landi nú fyrir skömmu. Þaö var gömul tundurkúla, sem lá I grunnu vatni, um 30 metra frá fjölsóttu tjaldstæöi. Þaö kom i ljós, aö kúlan var timasett frá fyrri heimsstyrjöld og veiöimennirnir innbyrtu hana og skelltu henni svo upp I hjólbörur, og héldu meö hana áleiöis til hernaöaryfirvalda i nágrenninu. Þegar kom aö varöstofunni, bannaöi sá, sem átti vakt, þeim aö koma meö sprengjuna inn fyrir, og sagöi þeim aö fara meö hana til yfir- mannsins. Og þeir héldu áfram meö kúluna I hjólbörunum, unz þeir fundu majórinn I kaffi. Hann skipaöi svo fyrir, aö þeir skyldu skila henni aftur á sama staö. Einn veiöimannanna mótmælti þessari afgreiöslu málanna, en majórinn kraföist þessa, og þeir lentu i miklu rifrildi. Aö lokum gáfust veslings mennirnir upp, og lögöu aftur af staö meö sprengj- una, nú i þeim tilgangi aö kasta henni 1 vatniö aftur. A leiöinni þangaö mættu þeir fullum bil af varöliöum, sem tóku undir meö yfirmanni sinum: „Látiö hana aftur þangaö, sem þiö tókuö hana.” Þaö geröu þeir lika og stungu þar niöur stöng meö rauöri veifu. — Svo liöu timar fram, og viku siöar barst kæra fyrir aö hafa viöhaft ósæmilegt oröalag viö majórinn, og var þaö sá, sem rifizthaföi viö hann, sem kæruna fékk Þaö fylgdi og meö, aö sprengjan væri óvirk, og þar sagöist majórinn tala sem fyrrverandi stórskotaliös- maöur. — Hvers vegna i ★ ósköpunum var okkur þá bannaö aö koma meö hana inn i herstööina? sagöi sá, sem kæröur haföi veriö fyrir kjaft- háttinn. Auk þess geta yfir- menn, samkvæmt frönskum lögum, veriö taldir ábyrgir fyrir öryggi umhverfisins. Máliö mun koma fyrir dóm einhvern tima á þessu ári. Vestur-Þjóðverjar veita mest i félagslega aðstoð Enn eru þaö V-Þjóöverjar, sem hæstar upphæöir veita til félagsíegrar aöstoöar við hvern ibúa. Frakkar og Hollendingar eru i ööru sæti. Þeir verja til þessa 13% minna en Þjóðverjar, en 35% meira en Italir. Þaö skal tekiðfram, að hér er aðeins um að ræða lönd I V-Evrópu. Á siðustu 10 árum hafa Hol- lendingar aukiö aöstoð sina mest, eöa um 167%, og ttalir um 125%, Frakkar um 92%, Þjóð- verjar um 81% og Belgar um 85 %. 1 Hollandi er sú upphæö, sem varið er til þessara mála, hvorki meira né minna en 32% af miöl- ungs f jölskyldutekjum . Sambærilegar tölur eru 28% i V-Þýzkalandi, 26% i Frakklandi og 23% á Italiu. Uppsprettur fjárins eru 3. Rikið aflar þeirra með sköttum, trygginga- gjöldum atvinnurekenda og ið- gjöldum verkamannanna sjálfra. A Frakklandi borga at- vinnurekendur mest, eöa 62% heildarfjárhæðarinnar, á ítaliu borga þeir 57%, I Belgiu 48% og i Hollandi 44% í Hollandi er hlutur rikisins lægstur, eöa 12%, en hæstur á ttaliu, 23%. í Þýzkalandi er hann 22% og I Frakklandi 17 af hundraði heildarfjárhæðar. I Eignast hún barn ? I Það er mjög sjaldgæft, að markgreifafrúin Blance de Aragon yfirgefi heimili sitt á Spáni, en nú hefur hún gert þaö og fariö til fundar viö dóttur sina, Fabiolu drottningu i Belgiu. Þykir mörgum, sem þetta kunni aö benda til þess aö einhver tiöindi séu á næsta leyti innan konungsfjölskyldunnar i Belgiu. Þaö, sem fólk óskar helzt aö gerist i sambandi viö Fabiolu, er að hún eignist barn, og þess vegna er talið, aö heim- sókn móöur hennar kunni aö benda til þess, aö Fabiola eygi nú einhverja von i þeim efnum. Annars hefur allt veriö gert til þess að Fabiola gæti eignazt barn, en án árangurs. Siðasta von hennar er aö heimsækja lækninn Mésségue, sem hefur hjálpaö Sophiu Loren, Liz Taylor og Catherine Deneuve til þess aö eignast börn. Hér sjáið þiö myndir af Fabiolu og móður hennar. ★ Sígarettufram- leiðendum fer fram Svissnesku neytendasamtökin hafa látið rannsaka 28 tegundir af filter-sigaréttum, sem reykt- ar eru i Evrópu og niðurstaðan hefur orðið sú, að sigarettu- framleiðendur hafa náð miklum árangri i þá átt að gera sigarettur hættuminni en verið hefur. Könnunin leyddi i ljós, að meðalnikótinmagn i sigarettum minnkaði úr 1.58 mg i 1.09 og tjöruinnihald minnkaði úr 26 mg i 19. Mesta nikotinmagnið virtist vera i Players nr. 6, 2,3 mg. og næst komu Gauloise Bleue, Camel og Marlborogh. A hinum endanum, þ.e. með lægst nikótin og tjörumagn voru Pall Mall og Peter Stuyvesant. Samtökin lögðu til, að framleiðendur létu getið um tjöru og nikótinmagn utan á pökkunum. Þá benda þau reykingamönnum á að tjörumagnið fer vaxandi eftir þvisem gengurásigarettuna, og segja að hæfilegt sé, að taka fimm sog úr hverri sigarettu. Tengdamamma gekk heldur langt Vel getur verið, að stundum sér erfitt að vera Friðrika fyrrver- andi Grikkjadrottning, en hún gerir sjálfri sér heldur ekki auðvelt fyrir, og þvi lendir hún oft i slúðurdálkum heimsblaö- anna. Friðrika hefur unnið kappsamlega aö þvi, að fá þvi til leiöar komiö, að dóttir hennar, Sophie, systir Konstantins konungs, endi sem drottning Spánar. Friörika beitti áhrifum sinum eins og hún gat, til þess að Frankó. einræðisherra á Spáni, mætti verða ljóst, að Don Juan, maður Sophiu.væri rétti maðurinn til þess að .aka við konungdómi á Spáni, og lengi vel virtist allt leika i lyndi, og Frankó virtist algjörlega sam- mála drottningunni um þetta. En svo gerðist það, að barna- barn hans sjálfs giftist Alfonso prinsi, sem verið hefur sendi- herra Spánar i Sviþjóð, og er einn þeirra, sem hefur keppt um konungdæmið við Don Juan. Þó runnu tvær grimur á ein- ræðisherrann, þvi að hann gat vel hugsaö sér, að dótturdóttir hans, sem hann hafði mikið dá- læti á.yrði drottning, og er það ekki óskiljanlegt. En Friðrika gafst ekki upp. An þess að ráö- færa sig viö nokkurn mann fór hún að undirbúa sitt hvað i sam- bandi við krýningarathöfn dótt- ur sinnar og tengdasonar. Eins og skiljanlegt er, kunni Franko þessari stjórnsemi af hennar hálfu heldur illa og skammaði Don Juan fyrir fljótræði drottn- ingarinnar. Don Juan varö ofsa- reiður og hét Franko þvi, aö hann skyldi koma Friðriku tengdamóður sinni fyrir ein- hvers staðar langt undan, þegar aö þvi kæmi, aö hann tæki viö konungdómi, þvi aö hann ætlaöi ekki aö láta það spyrjast um sig, að tengdamamma réöi yfir honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.