Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. marz 1973
TÍMINN
19
jJmsjón: Alfreð Þorsteinssoni
Valur feti frá íslands
meistaratitlinum í ár
— sigur gegn Fram
á sunnudagskvöld
myndi gera vonir
FH og Fram litlar
Leik Vals og Fram
n.k. sunnudagskvöld er
beðið með mikilli eftir-
væntingu af handknatt-
leiksunnendum, þvi að
leikurinn er í raun úr-
slitaleikur mótsins,
a.m.k. fyrir Valsmenn,
sem með sigri i leiknum,
væru aðeins feti frá ís-
landsmeistaratitlinum,
en æðilangt er síðan
félagið hlaut þann titil
siðast.
Eftir þvi, sem iþróttasiðan hef-
ur fregnað, er ekki um nein forföll
að ræða hjá liðsmönnum félag-
anna, m.ö.o. félögin tefla sinum
sterkustu mönnum fram. Staðan i
mótinu er nú sú, að FH-ingar hafa
flest stig, 17, en Valur er I 2. sæti
með 16 stig, en einum leik færra.
Fram kemur svo i þriðja sæti með
15 stig og er með einum leik færra
en FH. Af þessu sést, að staða
Vals er raunverulega bezt, þar
sem liðið hefur tapað einu stigi
færra en FH og Fram. Og vinni
Valur Fram á sunnudaginn, geta
hvorki FH né Fram náð Val að
stigum, vinni Valur leikina, sem
eftir eru, en þeir eru gegn Ar-
manni, Haukum og 1R.
Það eru því ekki einungis
Framarar, sem binda vonir sýnar
við sigur gegn Val, heldur einnig
FH-ingar. Og vinni Fram leikinn,
bætist einn úrslitaleikur mótsins
enn þá við, sem sé leikur FH og
Fram.
Hér reynir Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, að skora framhjá Ólafi Benediktssyni, markverði Vals, en
Til gamans birtum við hér skrá er hindraður á siðustu stundu.
yfir Islandsmeistara i handknatt-
leik innanhúss s.l. 20 ár:
1972 Fram
1971 FH
1970 Fram
1969 FH
1968 Fram
1967 Fram
1966 FH
1965 FH
1964 Fram
1963 Fram
1962 Fram
1961 FH
1960 FH
1959 FH
1958 KR
1957 FH
1956 FH
1955 Valur
1954 Armann
1953 Armann
Á undan leik Vals og Fram á
sunnudaginn fer fram 1. deildar
leikur milli KR og Armanns og
hefst hann kl. 20.15.
Álafosshlaup
Fyrsta Alafosshlaup sinnar
tegundar verður haldið á vegum
Aftureldingar f Mosfellssveit
sunnudaginn 18. marz. Hlaupið
hefst við vegamót Olfarsfellsveg-
ar og Vesturlandsvegar (við
Korpu) kl. 14,00.
Karlar hlaupa um 6 km upp
fyrir Úlfarsfell að Alafossi, en
konur hlaupa um 3 km af sömu
leið.
Vænta má mikillar þátttöku og
harðrar keppni, ef marka má af
undangengnum víðavangshlaup-
um i vetur. Meðal þátttakenda
verður m.a. góður gestur frá
Englandi, Lynn Ward, sem einnig
mun keppa í Víðavangshlaupi ís-
lands.
Mikil og góð verðlaun verða
veitt þeim, sem hreppa 1. 2. og 3.
sæti í karla og kvennaflokki. Hef-
ur Alafoss gefið verðlaun i keppn-
ina.
Firmakeppni
T.B.R. 1973
Eftirtalin átta fyrirtæki keppa til
úrslita i firmakeppni T.B.R. 1973.
1. Kornelius Jónsson, úrsmiður.
2. Glit h/f.
3. Ferðaskrifstofan Útsýn.
4. Prentsmiðjan Oddi h/f.
5. Mánafoss h/f, heildverzlun.
6. Kjötbúðin Borg.
7. Valur Pálsson & Co.
8. Offsetprent h/f.
Keppnin fer fram i iþróttahúsi
Alftamýrarskóla laugardaginn
17. marz og hefst kl. 16.50.
Um 180 fyrirtæki tóku þátt i
keppninni i þetta sinn.
Fyrsta bikar-
glíma G.L.Í.
Fyrsta bikarglima G.L.t. i ald-
ursflokki fullorðinna, þ.e. þeirra,
sem verða 20 ára á árinu 1973 og
eldri, verður haldin i Fimleikasal
Vogaskóla sunnudaginn 18. marz
1973 og hefst kl. 14.00.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir
15. marz 1973 til Garöars Erlends-
sonar, box 4037, eða á skrifstofu
UMFl Klapparstig 16, Reykjavik.
Landsflokkagliman verður háð
i Sjónvarpssal helgina 31. marz til
2. april.
Þátttökutilkynningar skulu
hafa borizt fyrir 23. marz til
Garðars Erlendssonar, box 4037
eöa i sfma: 36641, 38375.
Mótanefnd G.L.t.
VIPPU - BiLSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir. smíQaðar eftir beiðni.
GLUGGASMIÐJAN
Síðumúla 12 - Sími 38220
Rúmteppi
með afborgun.
Divanteppi
Veggteppi
Antik-borðdúkar ^
Antik-borðdreglar
Matardúkar
Kaffidúkar
LITLISKÓGUR
Snorrabraut 22, simi 25644.
M
‘rrrfr
Ö
Þegar snjórinn kemur
í veg fyrir skíðaiðkanir
Undanfarnar vikur hefur
vegurinn upp i Bláfjöll verið
lokaður vegna snjóþyngsla.
Þar af leiðandi hefur fólk ekki
komizt i þessa Paradis skiða-
manna á Stór-Reykjavikur-
svæðinu, þegar skíðafæri er
hvað bezt á þessum sióðum.
Straumurinn hefur þvi eðli-
lega beinzt að skiðaskáianum i
Hveradölum, en slik örtröð
hefur verið þar um siöustu
helgar, að erfitt hefur verið
fyrir skiðafólk að athafna sig.
Það er vissulega kaldhæðni
örlaganna, að snjóþyngsli
skuli koma i veg fyrir það, að
skiðafólk geti iðkað Iþrótt sina
hér I nágrenni Reykjavikur að
einhverju marki. Hingað til
hefur snjóleysið verið helzta
hindrunin. En þessi staðreynd
leiðir hugann að þvi, hve langt
við eigum i land með að gera
Bláfjallasvæðið þannig úr
garði, að almenningur geti
komizt þangað hindrunar-
laust, hvort sem hann ætlar á
skiði eða njóta útiveru á annan
hátt. Gott vegasamband er al-
ger forsenda þess, að hægt sé
að nýta svæðið, og það þýðir
ekki að horfa i það, þótt nokk-
ur kostnaður fylgi þvi að bæta
veginn svo, að treysta megi
þvi að hann sé greiðfær yfir
vetrarmánuðina a.m.k. þann-
ig, að auövelt sé að ryðja
hann, þó að snjóþyngsli séu.
Auk þess sem vinna þarf að
bættri vegagerð, þarf að
hyggja að framtiðaruppbygg-
ingu svæðisins. Skiptar
skoðanir munu vera um það,
hvernig sú uppbygging eigi að
vera. Stjórnarmenn Skiða-
sambands Islands, a.m.k.
Þórir Jónsson, formaður, og
Ölafur Nilsson, sem báðir hafa
tjáð sig um þetta mál. eru
þeirrar skoðunar, að far-
sælast sé, að svæðið verði
byggt upp með þátttöku
ýmissa aðila utan Iþrótta-
hreyfingarinnar — en aö sjálf-
sögðu I samráði við hana — til
að tryggja það, að góð
þjónusta verði veitt bæði
skíðaiþróttamönnum og al-
menningi. Þessi hugmynd er
mjög athyglisverð. Flug-
félögin, hótel og ýmsir aðilar,
sem hagsmuna hafa að gæta I
sambandi við ferðamanna-
straum, hafa örugglega áhuga
áþessu máli, þvi að vafalaust
má auka ferðamanna-
strauminn að vetrarlagi, ef
hægt væri að bjóða upp á 1.
flokks skiðaaðstöðu i nágrenni
höfugborgarinnar.
— alf.
Hljómskála-
hlaup ÍR
Hljómskálahlaup 1R fer fram i
3ja sinn á árinu'73 n.k. sunnudag
19. marz og mun hefjast kl. 14.00
viö Hljómskálann, eins og venju-
lega.
Hin tvö hlaupin, sem farið hafa
fram, hafa gengið mjög vel og
verið nökkuð fjölmenn.
Hlaupin eru opin öllum, og þeir,
sem keppa vilja 11. sinn eru beðn- v
ir að koma til skrásetningar helzt
eigi siðar en kl. 13.40 — tuttugu
minútur fyrir tvö.
Mikatúns-
hlaup
Ármanns
5. Miklatúnshlaup Armanns fer
fram i dag kl. 14.00. Þátttaka hef-
ur verið mjög góð i fjórum fyrstu
hlaupunum, sem hafa tekizt mjög
vel. Þeir þátttakendur, sem ætla
sér að hlaupa I dag, eru beðnir að
mæta timanlega.
AÐALFUNDUR
Knattspyrnufélagið Vikingur
heldur aðalfund sinn að Hótel
Esju miövikudaginn 28. marz
kl. 20.00. Venjuleg aðalfundar-
sförf. Stjórnin.