Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.03.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 17. marz 1973 I LJOSI SKÁLDSKAPAR Meöal þess sem til var stofnaö vegna sjötugsafmælis Halldórs Laxness á liönu ári mun útgáfa Menningarsjóös á ritgeröum hans um Islenzk skáld einna þarfleg- ust. bessar ritsmiöar Laxness hafa aö visu allar birzt i greina- söfnum, en þau eru mörg og flýt- ur þar meö sitthvaö, sem nú varö- ar litlu nema frá sögulegu sjónar- miöi. I þessa bók hefur Hannes Pétursson valiö úr átta ritgeröa- söfnum tuttugu greinar, en skáld- in, sem um er rætt, einu fleiri. Efninu er raöaö eftir aldri: fyrsta greinin rituö áriö 1927 og hin yngsta 1963. Hverri grein fylgir mynd af þvl skáldi, sem frá er sagt og hefur Geröur Ragnars- dóttir gert þær. Bókin er öll smekkvlsleg aö gerö. Hannes Pétursson ritar fylgiorö meö ritgeröunum og segir þar: „Ritgeröir Halldórs Laxness og greinar I þessari bók eiga sam- merkt I þvl, aö þær fjalla um nafnkennd Islenzk skáld á seinni tlmum, aftur er sniö þeirra meö ýmsu móti. Bókin flytur þannig afmarkaöan efnisþátt, dreginn út út ritgeröa- og greinasöfnum höf- undarins, þó ekki óskertan, meöal annars fyrir þá sök aö valin var ekki nema ein ritgerö eöa grein um hvert skáld, þó svo aö höfund- urinn hafi um þaö ritaö tvivegis og stundum oftar.” Af skáldum flytur flestallar hinar veigameiri ritgeröir Hall- dórs Laxness um Islenzk skáld og margar hinar smærri. Sú regla útgefanda aö taka aöeins meö eina ritgerö um hvert skáld er þó býsna vafasöm. Fyrir bragöiö er hér ekki aö finna merkilega rit- gerö Halldórs um Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar (Dagleiö á fjöllum), né heldur eftirmæli um Davlö Stefánsson (Upphaf mannúöarstefnu). Báöar þessar greinaráttu skýlaust aö fljóta hér meö. Og um vin sinn Jóhann Jónsson hefur Halldór ritaö ekki sjaldnar en þrívegis: en val á grein um hann hefur tekizt ágæt- lega. Og segja má, aö slepptum þeim annmörkum, sem stafa af starfsreglu útgefanda, aö bókin geri góö skil þeim efnisþætti rit- ferils höfundar, sem henni er ætl- aö aö sýna. — Hitt þarf ekki aö nefna, aö Halldór Laxness hefur ritaö margar merkilegar greinar bókmenntalegs efnis, sem ekki falla undir heiti þessarar bókar. Mætti til aö mynda gera fallega bók af ritgeröum hans um Is- lenzkar fornbókmenntir: þar ber hæst Minnisgreinar um fornsögur (I Sjálfsögöum hlutum). Og sitt- hvaö hefur Halldór ritaö um af- stööu sina til skáldlistar, sem hef- ur mikiö heimildagildi um feril hans. En þetta er önnur saga. Af skáldum er mikil öndvegis- bók. Sumar ritgeröir Halldórs um Islepzk skáld eru meöal þess feg- ursta,sem hann hefur samiö. Þótt flestar séu þær kunnar lesendum höfundarins,er fagnaöarefni aö fá þær á einn staö og gera þær svo tilkvæmar nýjum lesendum. Gildi þeirra er aö líkindum mest sakir þess hverju ljósi þær varpa á rit- feril höfundarins og viöhorf hans um nærri fjóra áratugi. En I sjálfum sér eru þær einnig hiö merkasta framlag til bókmennta- legrar umræöu og skáldskapar- mats samtiöarinnar. Elzta grein- in, samin viö andlát Stephans G. Stephanssonar, lýsir næmum skilningi skálds og manns: og vert er aö taka eftir aö hún er samin tólf árum áöur en Siguröur Nordal birti hina frægu ritgerö sina, þar sem hann leiddi Stephan til þess öndvegis meöal Islenzkra skálda, sem hann hefur siöan skipaö. Og ári siöar, I Los Angeles, semur Halldór Laxness ritgerö slna um Jónas Hallgrlms- son. Þar nálgast hann skáldiö á alveg nýjan hátt, finnur þvi þann staö i Islenzkri vitund, sem Jónas haföi aö vísu lengi átt en enginn oröiö til aö lýsa fyrr meö sllkum hætti. Þessa grein nefndi Sverrir Kristjánsson einu sinni töfra- fyllstu bókmenntatúlkun á Is- lenzka tungu: undir þaö mat munu ýmsir geta tekiö. Og skáld- skapur Jónasar Hallgrimssonar bíöur enn túlkanda, sem leiöi hann ferskum augum: af djúpri ást en þó vlmulausri nærfærni og skörpum skilningi. Og vissulega er þaö eitt af þeim verkum, sem tilfinnanlegast er aö vita óunnin I islenzkum bókmenntarannsókn- um: þótt sitthvaö hafi veriö ritaö um ævi Jónasar er engin rækileg athugun á skáldskap hans enn til. Veigamesta ritgerö Haildórs I þessari bók er Inngangur aö Passiusálmum. Hún er reyndar sú grein sem slzt fellur undir heiti bókarinnar, aö því leyti, aö meginviöfangsefniö er samtlö Hallgrims Péturssonar. Vart mun hafa veriö rituö gleggri þjóö- félagsleg greinargerö um islenzkt skáldverk. Halldór skilgreinir sálmana I ljósi aldarinnar sem ól þá: hér nýtur sin hin merxlska yfirsýn hans. 1 holdsveiku sálma- skáldi munnmælanna sér Halldór Jesúgerving aldarinnar. Og þótt hin lúterski rétttrúnaöur sautjándu aldar sem Hallgrlmur túlkar, sé Halldóri Laxness full- komin andstyggö,veröur þaö ekki til aö sljóvga skyn hans á hiö stórfenglega skáldverk. Þannig skyldu allir ritskýrendur geta nálgazt skáldverk. Ritgerö Siguröar Nordals um Passiu- sálmana er rituö frá allt ööru sjónarmiöi en grein Halldórs, en þessar tvær athugasemdir eru hiö snjallasta, sem ritaö hefur veriö um þetta efni. Samanburöur þessara ólíku túlkana má veröa til aö beina ferskum áhuga aö sálmunum og örva menn til nýs skilnings á þessu hefögróna snilldarverki. Or ritgeröum Halldórs Laxness má lesa vitnisburö um þaö hversu llfsafstaöa hans hefur breytzt I áranna rás. Ef til vill væri þó nær lagi aö segja, aö áherzlan-hafi I seinni tfö oröiö önnur en fyrrum þegar marxisminn var leiöarljós höfundarins. í smágrein um Fögru veröld 1933 veitist honum tilefni að rifja upp þá frásögn Maxims Gorki, aö Lenln gekk ,,út I miöjum saungleik vegna þess aö fegurðin og snildin minti hann aö- eins á hve mikla baráttu hann átti eftir óháða áöuren fjöldinn, hinir umkomulausu, ööluöust þann rétt, þaö uppeldi og þaö næölsem útheimtist til aö geta notiö fagurra hluta”. Þessi hugmynd um félagslega stööu listarinnar, mátthennar aö ná til almennings, víkur slöan um set. bá kemur upp viöhorfiö um eillfðargildi listar, óháö félagslegum skilyröum. I iöilfagurri hugleiöingu á hálfrar aldar ártlö Steingrlms Thorsteinssonar 1963 segir: „Litiö stef hjá honum gefur útsýn yfir landið þar sem sálin fæddist og á heima”. Ýmsar þessar greinar eru af- mælisminni og eftirmæli um menn sem höfundurinn haföi persónuleg kynni af. bar er aö nefna forkunnarskemmtilega grein um samvistir hans meö Nonna, séra Jóni Sveinssyni, þar sem djúp hlýja og innilegt skop vega salt i ógleymanlegri mynd þessa víðförla kennimanns og hrekklausa sveitadrengs úr Eyja- firöi. Merkilegust hinna „persónulegu” ritsmlða er aö lik- indum grein um Stefán frá Hvlta- dal samin aö honum látnum. Þar mátti Halldór trútt um tala þegar aö þvi kom aö meta „flótta” Stefáns I faöm kaþólsku kirkjunn- ar. Og frásögn hans af ferli Stefáns I þeim efnum er lærdóms- rik og studd góöum skilningi á skáldskap hans: en afstaöa Hall- dórs til kaþólskunnar rhótast vitaskuld af því aö hann er sjálfur genginn af trúnni og oröinn henni andstæður. Jóhann Jónsson hefur Halldór gert einn dularfyllsta huldumann islenzkra bókmennta: undursam- legan skáldsnilling sem var „sneyddur rithöfundarhæfileik- um”. Eins og endranær gefur Sýningin „Fjölskyldan ó rökstólum" dagana 17-28 marz, kl. 14-19 Opin um helgina kl. 14-22 Laugardaginn 24 marz: Sýnikennsla kl. 14, kH 16 og kl. 17, „Fljótlegir fiskréttir" Aðgangur ókeypis. Verið velkoniin. KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS NORRÆNA HUSIO Halldór hér vlsbendingar um sjálfan sig og skáldskap sinn. Þannig segir hann frá siö- ustu fundum viö vin sinn: „Ég sat viö rúmstokk hans heilan dag og lángt frammá nótt og hann sagöi mér stórfeingilegt skáldverk sem hann haföi fullsamiö I huganum; það var um islenskan saungvara, sem saung fyrir allan heiminn, llf hans, strlö og heimkomu”. Er hér ef til vill komin kveikjan aö harmsögu Garðars Hólms? Þaö væri freistandi aö ræöa enn langt mál um slíkt hnossgæti sem efni þessarar bókar, þótt ekki sé hér ráörúm til þess: aöeins má benda gömlum og nýjum lesend- um Halldórs Laxness á hana. — I grein um Guðmund Böövarsson fimmtugan minnist Halldór hinna fátæku manna I sveitum landsins sem „sáu veröldina og mannlega tilveru I ljósi skáldskapar, hver I sinu horni,” . .. sá sem temur sér slik viöhorf hefur eignazt „hin stóru sjónarmið lifsins”. Þaö er einkenni skálda aö sjá veröldina I ljósi skáldskapar. Og I þessum greinum er skáldlistin, og þeir sem bera hana fram, séö I ljósi njótanda, sem sjálfur lifir og hrærist I skáldskap. Viöhorf skálds til bókmennta er vitan-,. lega annaö en bókmennta- fræöings: og þaö getur veriö i senn styrkur og veikleiki aö nálgast þær á þann hátt. Innlif- unin er styrkur skáldsins, hin næma skáldlega skynjun og eigin orölist þess, er aöalsmark fræöi- mannsins er hæfileikinn til hlug- lægrar rannsóknar. Bezt er aö þetta fari saman, og þvl aöeins veröa bókmenntalegar ritgeröir lifvænlegar I sjálfum sér. Sllkar eru ritgeröir Halldór, Laxness, þótt segja megi, að skáldiö hafi alls staöar yfirhöndina. Og öllum unnendum bókmennta hlýtur að vera aö þvi fögnuður að lesa þess- ar ritgeröir og sjá þann heillandi samleik skáldskapar og veruleika sem hér getur hvarvetna aö lita. Með svo listrænum hætti hafa vart aörir höfundar fjallað um skáldskap á vorri tið. Gunnar Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.