Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. marz 1973.
TÍMINN
3
t anddyri þjóftminjasafnsins i gær.Indrifti Þorsteinsson, framkvæmdastjóri þjó&háti&arnefndar, kynnir sögualdarbæinn. Til vinstri á
tnyndinni Gunnar Eyjólfsson og Egill Sigurgeirsson — til hægri Höskuidur Ólafsson og Höröur Ágústsson. -Tímamynd: GE.
LÍKAN AF SÖGUALDARBÆ
TIL SÝNIS ALMENNINGI
Verði byggð eftirifking sögu-
aldarbæjar f tilefni 1100 ára ts-
landsbyggöar verður hún aö öll-
um likindum reist aö Skeljastöð-
um i Þjórsárdal. Þjóöhátiöar-
nefnd hefur lagt til aö bærinn
veröi reistur en endanleg ákvörö-
un um þaö er f höndum alþingis
og rikisstjórnar. Aö tilhlutan
þjóöhátföarnefndar hefur Höröur
Ágústsson, skóiastjóri, sem er
manna fróöastur um fornar bygg-
ingar, hannað sögualdarbæ, og
gert hefur verið Ifkan af slfkum
bæ og verður það til sýnis i and-
dyri Þjóöminjasafnsins dagana
31. marz til 9. april.
Þjóöhátiöarnefnd var á sinum
tima falið að leita eftir tilboöum
um byggingu sögualdabæjar.
Óskir höföu borizt frá þremur
aöilum. Þjóöhátiðarnefnd Árnes-
sýslu, Reykjavikurborg og Þjóö-
hátiðarnefnd Borgfirðinga.
Nefndinni var falið aö athuga
fyrst, hvað Árnesingar vildu
leggja til smiöi bæjarins. Svar
barst frá Þjóðhátiðarnefnd
Arnessýslu 21. okt. 1972, þar sem
nefndin bauðst til að annast alla
framkvæmd verksins og ábyrgj-
ast greiðslu allt að 6 miiij. af áætl.
kostnaði. Kostnaöur var hins veg-
ar áætl. um 12 millj., en bærinn
haföi verið hannaður hjá Lands-
virkjun með aðstoö Haröar
Ágústssonar, skólastjóra. Auk
þessa framlags hafa aörir aðilar
boðizt til aö ieggja fram fé til viö-
bótar, þannig aö rikissjóöur
þyrfti ekki aö greiða nema sem
svarar 1/4-1/3 af áætl. byggingar-
veröi bæjarins.
Höröur Ágústsson hefur ritaö
nokkurs konar greinargerö um
likan af þjóöveldisbæ, sem þjóö-
hátíöarnefnd gefur út i aögengi-
legu og fallega myndskreyttu
smáriti, sem veröur til sölu i
Þjóðminjasafninu meöan sýning
llkansins stendur yfir. t ritinu
segir höfundur m.a.:
A fundi Þjóðhátiðarnefndar, 2.
marz s.l. var samþykkt aö senda
forsætisráðherra eftirfarandi til-
lögu um uppgræðslu lands:
„Þjóðhátiðarnefnd 1974 gerir
að tillögu sinni, að tlmamóta-
ákvörðun verði tekin um fram-
kvæmd landgræðslu á Islandi og
fjáröflun til hennar er miði að
þvi að græða þau svæöi, sem orðið
hafa örfoka á mannvistartima i
landinu. Leggur nefndin áherzlu
á, að ákvörðunin miði að stór-
átaki i þessum efnum á næstu
áratugum, þannig að um verði að
ræða stórfelldan sýnilegan
árangur. Nefndin leggur enn-
fremur til, að slik ákvörðun verði
gerð að lið i hátiðahöldum ársins
1974.
„Þegar gera á lfkan af þjóö-
veldisbæ, er um tvo kosti aö
ræöa: Aö velja eldri gerö, lang-
húsiö, eldaskálann, eöa þá yngri
sem er sérkennileg fyrir tsiand,
Stangargeröina. Hér hefur siöari
leiöin veriö farin, bæöi vegna
þess, aö ég tel hana lýsa bezt Is-
lenzkum húsakosti á þjóöveldis-
öld, og I annan staö er Stangar-
rústin svo frábærlega vel varö-
veitt, aö auöveldast er aö gera sér
grein af henni fyrir húsaskipan á
Visindamenn hafa áætlað, að
um 40.000 ferk.m. af landinu hafi
verið gróið viö upphaf byggðar
árið 874. 1 dag er gróðurlendi
landsins aðeins 20.000 ferk.m.
Þessar tölur sýna, að gróður-
lendið hefur verið á stöðugu
undanhaldi. Og þótt nú á slöari
áratugum hafi vakizt upp
skilningur á þvi, I hvert óefni
stefndi vegna uppblásturs
landsins, þá hefur ekki tekizt að
vinna nema litinn hluta aftur af
þeirri auðn, sem menn og máttar-
völd hafa skiliö eftir sig á liðnum
11 öldum.
Nú á siðari hluta 20. aldar búum
við yfir þekkingu, tækni og véla-
kosti, sem gerir mögulegt að
hefja stórfellda sókn i
þeim tíma. Þar má grilla betur en
viðast hvar annars staöar I kenni-
leiti er visað geta veginn til nán-
ari vitneskju um uppbyggingu og
innansmiö þjóövcldisbæjar. Þess
vegna hef ég lagt bæjarrústirnar I
Stöng til grundvaliar Hkaninu."
En þar meö er ekki sagt aö
Höröur geri eftirlíkingu af húsun-
um i Stöng, enda ekki vitað meö
fullri vissu hvernig hýbýlum þar
var háttaö né nákvæmlega
hvernig húsin voru byggö og inn-
réttuö, en hægt er aö afla sér
nokkuð nákvæmrar vitneskju um
fornan hibýlakost og er Hkaniö
byggt samkvæmt viötækari rann-
sóknum á fornum húsakosti en
hægt er aö gcra á rústunum á
Stöng.
uppgræöslu. Slik sókn er m.a.
nauðsynleg vegna þess, að
uppblástur landsins er stöðugur
og þarf æriö átak, þótt ekki sé
gert annað en halda i horfinu.
Með sérstökum aðgerðum er
hægt að beita mannafla,
visindum og tækjum til nýrrar
sóknar og landvinninga
gróðrinum til handa, og skila
aftur til nytja og fegurðarauka
þeim landssvæðum grónum, sem
nú eru auðnin ein.
Þjóðhátiðarnefnd 1974 vill
leggja til við yður, hæstvirtur for-
sætisráðherra, aö undirbúningi
málsins verði lokið það snemma
að hægt verði að leggja það fyrir
Alþingi hátiðaárið, sem lið i
hátiðahöldum, á þeim tima sem
henta þykir og er við hæfi .”
Þjóðhátíðarnefnd leggur landgræðslu lið
Hreinsitækin sett upp í álverinu
íslenzk uppfinning, semnýtt verður víðar til að koma í veg fyrir mengun
NÝTT hreinsitæki var sett upp i
álverinu i Straumsvik i gær. Tæk-
ið er sett upp i tilraunaskyni og
verður ryk og flúor hreinsað úr
kerskálalofti til að koma i veg
fyrir mengun. Ef hreinsitæki
þetta gefur eins góða raun og von-
ir standa til verður hreinsikerfiö
sett upp i allri verksmiðjunni
Uppfinningam aðurinn Jón
Þórðarson bjó þetta tæki til, en
kerfið er með lokaðri vatnshring-
rás og byggist á þvi, að allt loft,
sem fer út úr kerjaskála, fer i
gegnum mjög finan vatnsúða,
sem hreinsar ryk og aöra meng-
un, þar á meðal flúor, úr loftinu
áður en þaö fer úr kerjaskálun-
um. Svipuö tæki verða sett upp i
Kisiliðjunni og Sementsverk-
smiðjunni.
Heilbrigðisráðuneytið gaf i gær
út eftirfarandi tilkynningu:
I framhaldi af tilkynningu
stjórnar ISALS til heilbrigðis-
ráöuneytisins fyrir skömmu, hafa
nú forráðamenn Alusuisse stað-
fest þá ákvörðun þessara aðila að
setja upp hreinsitæki við Alverið i
Straumsvik.
Mun uppsetning hreinsi-
búnaðarins fara fram undir eftir-
liti og i fullu samráði við Heil-
brigðiseftirlit rikisins, sem hefur
með höndum framkvæmd reglu-
gerðar um varnir gegn mengun af
völdum eiturefna og hættulegra
efna,sem heilbrigðisráðherra gaf
út siðastliðið sumar nr. 164/1972,
sbr. lög nr. 85/1968. Verða
hreinsitækin, gerð þeirra og
virkni miðuð við aö ná þeim
mörkum, sem heilbrigðiseftirlitið
ákveður.
tslenzkur uppfinningamaður,
Jón Þórðarson, hefur búið til og
þróað nýja tegund af hreisitækj
um og hefur frumsmið hans veriö
sett upp i álverinu og gangsett i
dag til reynslu. Er það fyrsta
skref þessara framkvæmda, sem
verður hraðað svo sem tæknileg
föng eru á.
Hreinsitæki það, sem Jón hefur
fundiö upp, hefur þann mikla kost
að hægt er að nýta þau efni, sem
hreinsuð eru úr loftinu. Það er
sem sagt hægt að virkja mengun-
ina og hagnast á henni en það er
ekki hægt með þeim tækjum, sem
áður voru notuö. Með þessu móti
skila tækin að nokkru stofnkostn-
aði og rekstrarkostnaði til baka.
En hreinsitækin eru dýr. Ef þau
verða sett við allar einingar I
kerjaskálunum i Straumsvik, eða
280 tæki, verður kostnaðurinn
milli 300 og 400 milljónir króna.
Samkvæmt þeirri reynslu, sem
fengin er, ná þessi tæki 90% af
öllu flúrovetni og ryki úr loftinu.
Eins og áður er sagt, er veriö aö
setja upp svipuð tæki I öörum
verksmiðjum og Jón er að gera
tilraunir með endurbætur, til að
hægt verði að koma i veg fyrir
„peningalykt” frá fiskimjöls-
verksmiðjum, og verða sjálfsagt
margir honum þakklátir, er hon-
um tekst að leysa þann vanda.
Jón hefur sótt um einkaleyfi á
tækinu i nokkrum löndum.
Jón Þóröarson viö hreinsitækiö, sem komiö er fyrir á þaki kerjaskála i
álverinu.
Borgfirzkar konur
svara fyrir sig
Stjórn Sambands borgfirzkra
kvenna hefur gert ályktun um
mótmælaaögeröir Húsmæöra-
félags Reykjavikur, þar sem
látin er I Ijós undrun á þvi ,,að
Húsmæörafélagiö skuli ráöast
þannig aö framleiösiuvörum
bænda, en láta ómótmælt öörum
veröhækkunum á neyzluvörum
og jafnvel hvetja fólk til aö
kaupa vörur, sem hafa hækkaö
mun meira I veröi siðustu árin
en landbúnaöarafuröir. Finnst
stjórninni þessi árás á sveita-
heimilin koma úr höröustu átt
og sú afstaöa óskiljanleg aö
vilja útiloka bændur frá þvi aö
fá kauphækkanir, eftir aö allar
aörar stéttir hafa fengiö stór-
felldar kjarabætur.”
Vindhögg íhaldsins
I Þjóviljanum i gær er vikiö
aö fundaherferö Sjálfstæöis-
flokksins um slöustu helgi. Þar
segir m.a.:
„Stöndum vörö um þjóöar-
hag", var hiö fágaöa ávarp
ihaidsins til þjóðarinnar i siö-
ustu viku, þegar hin mikla útrás
forystuliös flokksins var i undir-
búningi.
Þrjátiu og tveir fundir voru
vandlega undirbúnir um alit
land og inargar siöur i Morgun-
blaöinu voru lagöar undir aug-
lýsingar uin fundina og myndir
af hinu friöa foringjaliöi. Tug-
um þúsunda var eitt I aug-
lýsingar i útvarpi, til þess aö
láta alla þjóöina vita aö miklir
atburöir væru i vændum. Allir
þingmenn Stjálfstæöisflokksins,
flest ráöherraefni I nýja rikis-
stjórn, færu uú út á landsbyggð-
ina til þcss aö uppfræða lýöinn
um óhcillastefnu núvcrandi
rikisstjórnar.
llver urðu svo viöbrögö
þjóöarin nar?
Varla veröur áhrifum fundar-
inanna á forystuliðið betur lýst
en meö eftirfarandi frægu stefi:
„Það voru hljóðir og hógværir
menn, sem héldu til Reykjavik-
ur”. Gtrás ihaldsins mis-
heppnaöist i heild hrapallcga.
Fundirnir voru almennt illa
sóttir, allt niöur I 12 fundar-
menn, en þó var það ekki þaö
vcrsta viö fundina heldur tóm-
lætið, andúöin og gagnrýnin,
sem alstaöar mætti ráðherra-
efnunum.
Sérstaklega var það hin nýja
stefna flokksins I landhelgis-
málinu, aösenda menn til Haag,
sem deild var á, hvar sem
fundarmenn létu til sin heyra.
Eftir aö frummælcndur höföu
deilt hart á rikisstjórnina fyrir
veröhækkanir siöustu daga,
komu ónærgætnar spurningar
um vcröhækkunarkröfur
Reykjavikurborgar og umsókn-
ir heildsalanna um hækkaöa
álagningu.
Vilja varanlegar
aðgerðir í
efnahagsmálum
A aöalfundi Verkalýösfélags
Akrancss fyrir skömmu var
skoraö á rikisstjórnina aö tak-
ast á við dýrtiöardrauginn af
karlmennsku og áræði, en velja
ekki þá leið aö tjalda tii einnar
nætur og velta vandanum á und-
an sér og þurfa stööugt aö boöa
nýjar álögur.
—TK