Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 31. marz 1973, Mun halda sérstaka listsýningu á myndum fró jarðeldunum í Vestmannaeyjum d listahdtíð í Skotlandi Brczki listmálarinn teiknar eldgosiO I Vestmannaeyjum fyrir Tímann. Keith Grant hefur málaö málvcrk af Surtseyjargosinu, sem mikla athygli hfa vakiöerlendis og veriö keyptar af listasöfnum víö a um heim. 1 STOKU minni situr útlendur maöur og biöur, og andlit hans er kunnuglegt og þeirrar geröar, að þér finnst þú liafa séð þaö áöur. Ilann er örvhentur, skeggjaöur og i auguin lians er heit glóö. Þetta er Keith Grant, listniálari frá London. Keith Grant er fjörutiu og tveggja ára og hann er merkileg- ur listamaður. Hann er snjall súrrealisti, sem málar firnastór- ar landslagsmyndir, hann skrifar mikið i blöð og timarit og hefur hlotið viðurkenningu fyrir högg- myndir sinar, sem lika eru af stærri sortinni: sumar þeirra hreyfast fyrir rafmagni, en aðrar tjá sig jafnframt með rafljósum. Keith Grant hefur komið fjór- um sinnum til tslands, þvi hann hefur helgað sér norðrið sem myndefni. Hann málar glerungs- vetur i Skotlandi, fjöll og nakið grjót. t>á hefur hann málað mikið i Norður-Noregi, uppi i Lofoten, alla þessa þröngu firði, þar sem hliðar fjallanna ganga beint niður á tirætt djúpið og svo, nú siðast, hefur lsland komið inn i myndir hans með gat á jörðinni, svo inn- volsið fellur út yfir bláan hafflöt- inn. Siðan hafa eldgos verið myndefni þessa snjalla mynd- listarmanns. tslenzkir myndlistarmenn hafa dálitið fengizt við jarðelda, en að mér finnst með dálitið vafasöm- um árangri. Að visu er þetta að- eins persónuleg skoðun. Oft er það lika svo, að þegar myndefnið er stórt, verður árangurinn i harla litlu samræmi. Ef stórt er spurt, verður svarið oft litið, eins og þar segir. Það eru liklega helzt súrrealistarnir, sem geta náð árangri við þessar aðstæður. Málaði Surtseyjar gosið Keith Grant komst upp á lagið við eldgosin, þegar hann sá Surts- eyjargosið. Hann málaði margar myndir, sem vöktu óskipta at- hygli á sýningu sem hann hélt i London og sýndi þá aðeins mynd- ir frá Islandi. Þessar myndir seldust út um allan heim. Þar á meðal keyptu listasöfn i Nýja- Sjálandi (Þjóðarlistasafnið) og i Ástraliu og Kanada. Sýningin þessi var haldin i New Art Center. Myndir hans eru mjög stórar, eins og áður sagði. Þær eru 3x4 metrar, og málaðar með oliulit- um, eða á þykkt við pappaundir- lag með vatnslit og acryl-litum, sem gefur sérstaka, fingerða áferð. Hann málar lika litlar myndir, mjög litlar, á stærð við skókassalok, eða póstkort, en ekkert i stærðum þar á milli. Þvi miður voru engar myndir eftir hann til hér á landi, en til að bæta úr þvi, bauðst hann til að teikna eina eldgosamynd fyrir Timann, og það tók hann fimm minútur. Það er myndin, sem birtist með þessari grein. Keith Grant rannsakar mynd- efni sin mjög náið. Þannig hefur það ekki dugað -honum að koma einu sinni til Islands til að mála Vestmannaeyjagosið. Hann er i annarri ferð sinni hingað þeirra erinda. Kom á öðrum degi goss- ins, og svo aftur núna. Hann rómaði mjög fyrirgreiðslu Flug- félags Islands i þessu efni, og hann mun koma aftur i vor. Keith Grant málar fyrst og fremst „áhrif” af landslagi. Hann tekur ljósmyndir að motivunum og gerir skissur með svart- krit, en myndir hans eru stilfærð- ar þótt þær séu oftast nauðalikar fyrirmyndinni, og hann málar yfirleitt ekki eina mynd af við- fangsefnum sinum, heldur marg- ar. Seriur af myndum um sama efni. Þannig mun hann sýna 24 málverk frá Lofoten i Noregi á sýningu, sem haldin verður i Skotlandi. Þar eru myndirnar sýndar i hring, eru i raun og veru samfelld landslagsmynd, sem tekur yfir 360 gráður. Ein mynd er fyrir hverja klukkustund sólar- ’j- Fjallamynd frá Skotlandi. Málverk K. Grant. Kvöldstjarnan yfir gosstöövunum. Frá Surtseyjargosinu. málverk K.Grant.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.