Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 31. marz 1973.
TÍMINN
5
Viti sprautað
í fólk
Senn liöur að þvi, að hægt sé aö
flytja þekkingu eða minni milli
manna með þvi einu aö dæla i þá
heilavökva, eöa það segir pró-
fessor Georges Ungar, sem
starfar við læknadeild Baylor
háskólans i Texas. Hann hefur
nú þegar gert tilraun með að
dæla heilavökva úr mjög gáfuð-
um og velþjálfuðum rottum i ó-
þjálfaðar og fremur heimskar
kynsystur þeirra. Hann fullyrð-
ir, að með þessum tilraunum
hafi honum tekizt að gera einn
hóp af rottum hræddan viö
myrkur, og annan lofthræddan.
„Endin ástæða er til þess að ef-
ast um, að okkur geti tekizt aö
gera það sama við menn, segir
prófessor Ungar. — Það ætti
alla vega að veröa hægt eftir
nokkur ár, þegar enn frekari
rannsóknir og tilraunir hafa
veriögerðar á dýrum. — Hugsið
ykkur hvernig það væri fyrir
nemanda, sem ætti að fara i
stæröfræðipróf, ef hann gæti að-
eins fengiö nokkrar innspraut-
ingar meö heilavökva vel-
menntaðs stærðfræðings. Hvor-
ugur myndi hafa illt af þessu, né
líða neitt fyirir það, en þekking-
in yrði varanleg hjá náms-
manninum.
Margt má éta
i framtíðinni
Allt bendir til þess, að geimfar-
ar framtiðarinnar muni geta ét-
ið — ekki aöeins matinn, sem
þeir taka með sér, heldur lika
veggi og innréttingar allar i
geimfarinu, ef þeir verða uppi-
skroppa með matarbirgðir. Það
er Dr. Tim de Dombal i sjúkra-
húsinu i Leeds i Englandi, sem
hefur komið fram með þá hug-
mynd, að innréttingar geimfara
megi vel gera úr mat til dæmis
gætu skilrúmin verið úr sér-
staklega meðhöndluðu nauta-
kjöti og stjórntæki alls konar úr
gulrótum. Hann útskýrir þetta
þannig, að geimför þurfi mjög
mikinn styrk til þess að hefja sig
á loft, en hins vegar þufri þau
það ekki, þegar út i geiminn er
komið. Þess vegna megi til
dæmis nota samþjappaða steik,
sem væri sérstaklega varin, svo
hún þyldi að vera notuð i veggi
eða annað. Hugmyndin er i at-
hugun hjá þeim, sem hafa með
geimferðamál að gera, og telja
þeir, að vel kunni að vera, að
þessi hugmynd Dombals verði
notuð áður en langt liður
Sumarlíf
i Póllandi
1 fréttabréfi frá Póllandi segir,
að útilif sé þar mikið stundað.
Þar segir ennfremur, að um
fimm milljónir barna og ung-
linga hafi tekið þátt i ýmiss kon-
ar tómstunda- og sumarleyfis-
starfsemi siðast liðið ár, og var
það um einni milljón fleiri börn,
en árið á undan. Eitt af þvi, sem
unga fólkiö gerir, er að taka þátt
i sjálfboðaliðsvinnusveitum. Þá
eyða unglingarnir sumrinu i að
hjálpa til við uppskeru og land-
búnaðarstörf, og ennfremur er
unnið við að hreinsa borgir og
bæi eftir þvi sem þörf er talin á,
svo nokkuö sé nefnt. Stúlkurnar
hér á myndinni eru úr ljós-
mæðraskóla, og hafa þær eytt
sumarfriinu i skógunum i nánd
við Zedniu. Þar hafa þær meðal
annars skemmt sér við að búa
til þessi mjög svo sérstæðu dýr,
sem eflaust eiga eftir að verða
einhverju barni til skemmtun-
ar.
Dætur
<1
Judy Garland
fá mikið lof
Fræg kona á duglegar dætur.
Þessi kona er reyndar látin, en
hún var leikkonan Judy Gar-
land. Lorna Luft og Liza Minelli
eru dæturnar, sem báðar hafa
fengið mikið lof fyrir söng sinn
og leik. Nú hefir meira að segja
Liza fengið Oscarsverðlaun fyr-
ir leik sinn i myndinni Cabaret.
Bjargið sauðfénu
frá útrýmingu
Það er ekki aðeins villt dýr og
fágætar jurtategundir, sem
þurfa að óttast útrýmingu nú á
dögum. Sömu sögu er að segja
un nokkrar tegundir búpenings.
Konunglega landbúnaöarstofn-
unin i Bretlandi hefur skýrt frá
þvi, að Portlandsfé, sé á hraðri
leið meö að deyja út. Forfeður
þessa sjárstofns komu syndandi
frá skipum Flotans ósigrandi
(Spænsku Armödunnar). Þarna
komu syndandi nautgripir með
löng horn og kindur, sem komu
frá Manx og St. Hilda. Þetta
sauðfé er útdautt á báöum þess-
um eyjum, og afkomendunum
fækkar með degi hverjum. Til
dæmis er aöeins einn Norfolk-
-hrútur til i heiminum.