Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 22

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Laugardagur 31. marz 1973. .......................................■ « "l/x." "Z:;~ ~m>?. ÍÍ.-W " " - ' ~V ' «' *******»»££■ ; ~ -*$' -**' -^á ■ • ■ - . -r-:r, . - ‘ Dyrhólaey. Hvers á dreif- býlið að ajalda? Nú á fyrsta degi einmánaöar er þegar vor i lofti hér i Mýrdalnum. Frost er úr jörðu og hún tekin að grænka. Nokkurn skugga ber á, þar sem yfirbragð landsins er dekkra en endranær sökum ösku- falls frá Vestmannaeyjagosinu. Mosinn þolir það illff, verður svartur og drepst. Ekki er vitaö að skepnur hafi veikzt. Aö ööru leyti gengur lifið sinn vanagang. Heilsufar er gott og er það vel, þar sem læknislaust hefur verið um 6 vikna skeið. Héraðshjúkrunarkona fékkst ráð- in hingað frá síðustu áramótum, og hefur hún veitt ómetanlega að- stoð i ýmsum tivikum meðan læknUlaust var. Ungur læknir er hér núna og verður til mánaða- móta, en héraðslæknir okkar,. sem verið hefur í fríi, kemur bá aftur til starfa og fagna allir þvi mjög. Uggur út af læknamálum Nokkurn ugg berum við I brjósti, ef frumvarpið um heil- brigðismál, sem nú liggur fyrir Alþingi, veröur óbreytt að lögum. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á læknaskipun hér I sýslu, frá þvi sem var, þ.e. einn læknir I Vík oe annar á Kirkju- bæjarklaustri. Við teljum auðvit- að sjálfsagt, að læknir verði áfram á Klaustri. Hins vegar gef- ur auga leið að brýna nauðsyn ber til aö heimiluð verði tveggja lækna heilsugæzlustöð f Vik vegna þess, að það ástand getur alltaf skapazt, eins og raunar þegar hefur komið í ljós, að annað hvort héraðið veröi læknislaust. Augljóst er að enginn læknir I dag mun endast til aö þjóna allri sýsl- unni einn til lengdar ásamt hluta af Rangárvallasýslu. Þá skapast það vandamál, aö öll sýslan verði læknislaus og við megum sækja þessa þjónustu að Hvolsvelli. Vaknar þá spurningin, hversu Hvolsvallarlæknir endist lengi og slðan koll af kolli. Fer þá að styttast I Selfoss eða til Reykja- vikur. Margur kann þá að vakna upp við vondan draum. 1 þessu máli er fólksfæðin talin hemill til bættrar aðstöðu. Af þvi mætti álykta, að mannslifin séu ekki talin eins mikilvæg i fá- menninu. En þó við lifum ekki á pillum og sprautum einum sam- an, frerhur en nokkrum öðrum efnislegum hlutum, teljum við samt sjálfsagt réttlætismál, að meira fé sé veitt til landsbyggð- arinnar, i þessu sem öðru. Auð- vitað verðum við að leggja fram okkar skerf á móti. En hróplegt óréttlæti er,að hver einstaklingur i fámenninu þurfi að láta af hendi rakna tiltölulega stærri hlut en þeir, sem i þéttbýli búa, auk þess sem dreifbýlið hefur lengur setið og situr enn við lakara borðið, sbr. skóla- og heilbrigðismál. Og hér er ekki heldur verið að fara fram á neitt stórkostlegt, hvorki andvirði skuttogara né loðnu- verksmiðju. Aðeins kaup eins læknis ásamt bættri aðstöðu, til að tryggja það að heil sýsla verði ekki læknislaus i framtiðinni og fólkið flýji siður burtu. Nýbyggingar og nýjungar Einhverjar frekari fréttir héð- an hlýtur að mega tina til, þótt róður þyki sækjast e.t.v. nokkuð seint á ýmsum sviðum. 1 gangi er röra- og hellusteypa á vegum hreppsins. Ný sorphreinsunarað- ferð var tekin upp fyrir skömmu i Vikurkauptúni, svokölluð poka- hreinsun. Sorpskápum er komið upp við hvert hús og sorpið siðan tekið einu sinni i viku og grafið jafnharðan. Er þetta til mikilla bóta. Þá er hafinn undirbúningur að blöndun oliumalar hér á staðn- um. Mjög gottefni til þessa er hér við hendina og i ráði er að blanda það mikið magn að fullnægi þörf- um næstu árin, þar sem oliumöl- ina má geyma i haug árum saman. Mun þetta reynast ólikt hagkvæmara en að flytja hana langan veg. Unnið er að undirbúningi nýrr- ar skólabyggingar i Vik ásamt sundlaug, og er aðstaða miðuð við nemendur á skólaskyldualdri úr Vik og fyrir 7.-9. námsár úr öll- um Mýrdal samkvæmt nýja Ingimar Ingimarsson grunnskólafrumvarpinu. Seint þykir okkur ganga með teikning- ar, þar sem þær verða ekki til- búnar fyrr en seint i sumar, en stefnt er að þvi að grunnur verði tekinn i haust svo unnt verði að byrja af fullum krafti vorið 1974. Litill akkur i fáeinum atkvæðum Stundum hvarflar að okkur, að þeir sem frekast gætu haft áhrif á framgang mála, áliti ekki ómaks- ins vert að hugleiða, hvað þá meira, hvoru megin hryggjar við liggjum. Knúð hefur verið á með fjárveitingu i Kötlugarð, sem að áliti sérfróðra manna er nauðsyn- leg vörn, fyrir þá byggð, sem þeg- ar er komin niðri á sandinum i Vik gegn hugsanlegu Kötluhlaupi. Engin úrlausn hefur enn fengizt i þessu máli, þrátt fyrir itrekaðar óskir hreppsnefndar Hvamms- hrepps og almannavarnanefndar sýslunnar. Svo virðist sem hugs- unin sé sú hjá ráðamönnum, að litill akkur sé i þessum fáu at- kvæðum. En þó samvizka þess- ara manna virðist ekki tiltakan- lega áhlaupasöm, þá tæki hún nú samt sennilega smá kipp, ef þessi Frétta- bréf úr AAýrdal fáu atkvæði skoluðust burt einn góöan veöurdag. Þá fengju þeir að visu gullið tækifæri til að leggja þeim mun fleiri net, þar sem torfurnar eru þéttari. En þá hafa þeir ekki hugleitt heldur, að atkvæði Skaftfellinga nægja til að koma manni á þing og að sá mað- ur gæti ráðið þó nokkru um, hver yrði þingmeirihluti eftir næstu al- þingiskosningar. Ekki væri ólik- legt, að slik samstaða næði fram að ganga, ef það sem siðast greindi og varðar lif heils byggð- arkjarna og hitt, sem hér fer á eftir, fær ekki hljómgrunn meðal stjórnvalda. V Dyrhólaeyjarhöfn og Vestmannaeyja- hörmungarnar Mikið er hér rætt um hafnar- gerðviðDyrhólaey. Varðandi það mál þarf vafalaust margt at- hugunar við áður en verkin verða látin tala. Undravert er hins veg- ar, hversu hljótt hefur verið um þetta nauðsynjamál undanfarið, þar til nú allt i einu að ósköpin dundu yfir i Vestmannaeyjum. Fram til þessa tima virðist það sjónarmið hafa verið nokkuð rikj- andi, að Skaftfellingar væru einir að berjast fyrir þröngum sér- hagsmunum, sem næðu skammt út fyrir bæjarvegg þeirra sjálfra. Að visu má segja, að Skaftfelling- um komi höfn við Dyrhólaey verulega til góða. Sannarlega eiga engir frekar skiiið að njóta góðs af þeirri aðstöðu, þvi ófáir eru þeir skaftfellsku synirnir, sem horfið hafa i greipar Ægis hér við ströndina áður fyrr, auk allra hinna, sem sótt hafa til starfa i þéttbýlið vegna verkefna- skorts og ólifvænlegrar aðstöðu I heimabyggð. Þar hafa héraðsbú- ar, eins og raunar dreifbýlið um allt land, lagt fram ómetanlegan skerf þéttbýlinu til handa, en jafnframt hefur uppbygging lam azt heima fyrir. Þvi má segja, að þeir megi og raunar eigi kinn- roðalaust að berjast fyrir fram- gangi þessa máls. En ioks nú virðast augu manna vera að opn- ast I alvöru fyrir þvi, að höfn I Dyrhólaey varði ekki aðeins hag og heill þessa héraðs, heldur tvi- mælalaust þjóðarinnar allrar, hvort sem Vestmannaeyjar byggjast á ný eða ekki. Rökin eru augljós: Beztu fiski- mið landsins og þó viðar væri leit- að eru skammt undan landi. Landfræðilegir staðhættir eins og bezt verður á kosið. Frjósamar sveitir á báðar hliðar með mikl- um ræktunarmöguleikum. Skip koma þarna frá Evrópu fyrst upp að landinu. Þýðingarmikil flutn- ingamiðstöð gæti þvi myndast þarna, einkum þegar hringvegur- inn verður fullgerður. Þarna kæmi nauðsynleg lifhöfn á um 360 km hafnlausri strandlengju. Og siðast en ekki sizt mundi höfn á þessum stað gegna mikilvægu hlutverki i skipulagningu lands- byggðarinnar I heild. Sú spurning kemur þvi i hug- ann: Hvar er nú hinn margýfir-# lýsti vilji um uppbyggingu yggingu landsins alls? Of mjög virðast augu stjórnmálamann- anna, flestra ef ekki allra flokka, beinast að einum landshluta aðal- lega. Verkefni eru að visu til stað- ar i hverri byggð, en við Dyrhóla- ey hefur hið ónumda land beðið i of marga áratugi eftir þvi, að sú stund renni upp, að sköpuð verði þar aðstaða til að ,,bæta lands og lýðs vor kjör”, og hjálpa til að skapa jafnvægið. Hvar er nú jafn vægi i byggð landsins? Litið mark er takandi á þvi útþynnta stagli lengur, ef ekkert raunhæft skeð- ur. Lágmarkskrafa Skaftfellinga til kjörinna þingmanna sinna er sú, að þeir hefji þegar skelegga baráttu fyrir gerð hafnar við Dyrhólaey og minnist þess þá, að þeir eru ekki aðeins þingmenn Arnes- og Ragnárvallasýslna. Skaftafellssýsla fylgir með. Vik i Myrdal 20. marz 1973 Ingimar Ingimarsson 0 AÐALFUNDUR Samvinnubanka íslands h.f. veröur haldinn aö Hótel Sögu, (hlið- arsal), laugardaginn 7. apríl 1973 og hefst kl 14:00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aögöngumiöar og atkvæðaseölar til fundarins verða afhentir í aöalbank- anum, Bankastræti 7, dagana 4.-6. apríl, svo og á fundarstað. Ðankaráö Samvinnubanka íslands h.f. Lifeyrissjóður byggingamanna UMSÓKNIR um lán úr lifeyrissjóðnum þurfa að hafa borist til skrifstofu sjóðsins Laufásvegi 8, Reykjavik fyrir 15. april n.k. Endurnýja þarf allar eldri umsóknir. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og hjá skrifstofum aðildarfélaga hans. Með umsóknum þurfa að fylgja upplýsingar um vinnu- staði umsækjanda s.l. 3 ár. Stjórn Lifeyrissjóðs byggingamanna. KJARVALSSYNING í MYNDLISTARHÚSINU Á MIKLATÚNI - 186 KJARVALSMYNDIR - OPIÐ ÞRIÐJUD.-FÖSTUD. KL. 16-22 LAUGARD. OG SUNNUD. KL. 14-22 ADGANGUR ÓKEYPIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.