Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Laugardagur 31. marz 1973. ENGILLINN BJÖSSI var kátur piltur. Hann hét nú eiginlega ekki Bjössi, heldur Sigurbjörn, en allir kölluðu hann Bjössa, af þvi að það var styttra. Nú sat hann út við glugga og var dapur i bragði. Hann var að læra stóru marg- földunartöfluna og mörgum finnst hún ærið strembin. Hann gat ómögulega munað hana og var þó búinn að lesa hana alloft. En hugur hans hvarflaði til leik- bræðra hans, sem komnir voru um þetta leyti út að leika, sér, og það spillti fyrir lestrinum. En mamma hans hafði sagt honum, að hann fengi ekki að fara út fyrr en hann kynni alla töfluna. Honum fannst það ekki vinnandi verk, og skyldi ekkert i hvernig hægt væri að krefjast annars eins og þess að læra slikt. Hann leit við og við Nei, er þetta ekki vinur minn Hvellur. ^ Gott að veiðiflokkur • 'minn skylði einmitt 'halda hingað." Hvers konar kvikindi hafið þið komið með hingað á k plánetu mina? Þetta ^ eru meiri veiðidýrin. > Varlega Kyoto.^ Reyndu ekki að hreyfa þig! - Þessar skepnur, Þess vegna ' Voltar, já, þetta stækkuðuþær var alltmistÖKum svona. Við vildum að kenna. f ekki yfirgefa ? vplánetunafyrr en við hefðum#4*&ií eytt Ha, ha, okkur hefur gengið bærilega'’ að drepa' þær. Láttu Voltar sjá um VKomdu samti / Ég skal reyna, kvikindin, fívellur. Þetta einhvern tima V Voltar. verður aðeins góð æf 1 afturtil okkar, . \ viltu það? —//. y ^ // ÆHlW Amorgun hefst svo nýtt ævintýri ofan i bókina. ,,Nei, það er ómögulegt að læra þetta”, sagði hann svo, og seinasta úrræðið var það að fara að skæla. Hann lagðist fram i gluggakistuna og grúfði höfuðið i höndum sér, og grét beisklega. Hovrt það hefur verið af þvi að hann langaði út til drengjanna að leika sér, eða af þvi að honum þótti leiðinlegt að geta ekki lært töfluna, um það skal ég ekkert segja. Hann lá þannig langa stund og sofnaði að lokum. Þá dreymdi hann að til hans kom litill engill með hvita vængi. Engillinn spurði hann hvað hryggði hann svo mjög. Bjössi sagði eins og var, að það væri ólukkans stóra taflan, sem ómögulegt væri að lesa, og nú væru drengirnir komnir út fyrir löngu, til að leika sér en hann yrði að sitja yfir töflunni þangað til að hann kynni hana alveg reibrenn- andi. „Það er von að þú sért hryggur,” svaraði engillinn. ,,en viltu ekki að ég leiki við þig. Ég á fjarska falleg gull i stokknum minum, sem ég skal sýna þér. Viltu að ég færi að sækja þau?” ,,Já góði gerðu það,” svaraði Bjössi. Engillinn leið i burtu, en kom að vörmu spori aftur með stokk undir hendinni, sem hann setti i gluggakistuna hjá Bjössa. Stokkurinn var fullur af alls konar leik- föngum, svo fallegum, að Bjössi hafði aldrei séð annað eins. Engillinn sýndi honum hvern hlutinn á fætur öðrum og dáðist Bjössi mjög að allri þeirri dýrð. Seinast tók engillinn upp dálitla pipu úr beini, gull- skreytta. „Til hver er þetta?” spurði Bjössi. „Þetta er sjónpipa. 1 henni má sjá um allan heim. ' „Viltu ekki lita i hana?” Jú.” „Hvað sérðu?” „Ég sé vatn. Og þarna er bátur á vatninu og i honum maður og er að dorga. En það kemur enginn fiskur að önglinum. — Jú þarna kemur stóreflis fiskur og Framh. á morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.