Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 15
14 TÍMINN Laugardagur 31. marz 1973. Laugardagur 31. marz 1973. TÍMINN 15 l’okinn kominn aft sifiunni og dxlunni cr rcnnt út i iftandi loiinukösina. A þiifarinu biöur mannskapurinn tilbúinn eftir að loðnan renni um borð. A (.uðmundi lík er 14 manna úhöfn : Ilrölfur S. Ounnarsson skipstjöri, nörður Kinarsson og Victor Jönsson stýrimenn, Bjarni Guðmundsson og Sigvaldi Pétursson vélstjörar, (iisli Oddsteinsson matsvcinn og húsetarnir Kagnar Malmquist, Gunnar Jakobsson, Kristinn óskarsson, Pörður Karlsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Gústaf Guðmundsson. Lúrus Grimsson og Rikharður Laxdai. GUOMUNDUR 4 Tveir af húsetunum, Gunnlaugur Gunniaugsson og Rikharður Laxdal taka sér smú hvlid frá störfum á meðan verið er að snurpa. FULLYRDA MÁ, aö flestir karlmenn, sem vinna áriö út og áriö inn til aö hafa ofanaf fyrir sér og sínum, hafi horft meö öfundar og löngunaraugum á þær tölur, sem fram hafa komið i fréttum, þegar rætt hefur verið um hlut þeirra sjó- manna, sem skipa rúm á aflahæstu bátunum á yfir- standandi loðnuvertíð. Þar hefur aflahlutur einnar skipshafnar oftar veriö í A þessari loðnuvertfð hafa skipverjar á Guðmundi kastað nótinni yfir 150sinnum og fengiö nær 15 þúsund lestir I hana. Þeir kunna líka vel til sinna verka þar um borö. fréttum en hinna, en það er áhafnar Guðmundar RE 29, sem er aflahæsta skipiö á þessari vertiö, með yfir 14.000 lestir. Þar er háseta- hluturinn oröinn rétt um 900 þúsund krónur, hlutur stýrimanna, vélstjóra og kokksins vel yfir eina milljón og hlutur skip- stjórans um 2,5 milljónir. Ekki minnkar glampinn í augum manna þegarþví er bætt við, að þessa upphæð hafi skipshöfnin unnið sér inn á tveim mánuðum eða frá 25. janúar, en þá hófst loðnuvertiðin hjá þeim. Blaðamaður og Ijós- myndari frá TíMANUM, brugðu sér í róður með Guðmundi RE í siðustu viku og var tilefnið að sjálfsögðu að komast i róður á loðnuvertíðinni með aflahæsta skipinu og einnig að róa með milljónamæringunum, sem þar skipa rúm. Haldið var frá Reykjavik á hádegi s.l. miðvikudags en þá hafði skipshöfnin fengið 12 tima fri i heimahöfn á meöan gert var við nótina, sem hafði rifnaö i túrnum þar á undan. Var það fyrsta friið, sem skipshöfnin haföi fengið i nær tvo mánuði, og var vel þegið af öllum. Menn voru léttir i skapi þegar haldið var úr höfn og gerðu m.a. óspart gys að tveim skips- félögum, sem hafði verið visað frá tveim af stærstu hótelum borgarinnar, þegar þeir föluðust eftir svefnplássi þar um nóttina. Voru félagar þeirra ónizkir á að segja þeim hver ástæðan væri fyrir þessu, og þar ekki spöruð „komplimentin”. Skipstjórinn Hrólfur Gunnarsson bauð okkur velkomna um borö þegar við komum i brúna, en þar stóð hann á sinum stað og púaði vindil sem mest hann mátti. Sagðist hann vona að við værum engar fiski- fælur þvi hann hefði hug á að fá nokkur tonn af loðnu i dallinn i þessari veiðiferö, en annars skyldum við bara láta fara vel um okkur. bað var i sjálfu sér litill vandi, þvi skipið er einhver glæsi- legasti farkostur i bátaflotanum og aðbúnaöur um borð eins og á beztu farþegaskipum. Hrólfur er talinn einn af beztu skipstjórum landsins og er i miklu uppáhaldi hjá áhöfninni. Hann er aðeins 36 ára gamall en þrátt fyrir það gengur hann undir nafninu „Kallinn” meðal skips- hafnarinnar, en þaö er sam- nefnari allra áhafna á bátaflotan- um yfir skipstjóra sina. VEIÐIHUFA SKIPSTJÓRANS ER FYRSTA MERKIÐ Haldið var suður með landi og við Reykjanes var komið aö stór- um flota báta. Voru þar bæði netabátar og einnig margir loðnubátar. Þegar þangað var komið hvarf Hrólfur úr brúnni i smástund en birtist aftur að vörmu spori i duggarapeysu, með trefil um hálsinn og gamla brúna derhúfu á höfði. Þegar þessi „mundering” sást i brúnni fóru hásetarnir að gera sig klára þvi nú ætlaöi karlinn áreiðanlega að fara að kasta. Hann væri kominn með veiði- húfuna á hausinn og þá væri vist að fiskur væri einhversstaðar á næstu grösum. Þessa húfu væri hann búinn að vera með i mörg ár og væri hún honum jafn nauðsyn- leg og skipið. Hana mætti ekki nokkur maður taka og þvi siður að þvo hana. Sá, sem það geröi gæti eins vel pakkað niður og synt i land. Fisksjáin, þriðja auga skip- stjórans, er i fullum gangi þegar við siglum inn á milli hinna skipanna. Stýrimaðurinn stendur á brúarvængnum, og biður eftir skipun frá karlinum og hver maður er á sinum stað. Það gellur og smellur i fisksjá nni og spenningurinn um borð er næst- um áþreifanlegur. Allt i einu kemur hátt og skært hljóð úr barka karlsins og stýrimaðurinn endurtekur hljóðið af engu minni innlifun. Nótin — 200 faðma löng og yfir 50 metra djúp — rennur út og belgirnir og korkurinn mynda fallegt mynstur á haffletinum. Stýrimaðurinn kemur i dyrnar og segir „hálfnað” það þýðir aö helmingur af nótinni sé kominn út. Hann kemur aftur skömmu siðar og segir að „tiu séu eftir” og loks i þriðja sinn og segir þá „farin”. Framhald á bls. 27. Með milljónamæringum til sjós Þar sem loðnu var aö fú köstuðu skipin mjög núlægt hvert ööru. Hér eru örn SK 50 og Gissur hvíti SF 1 búin að kasta rétt fyrir aftan Guðmund RE Pi||l§jpf J&P ■HR* ! 'í!4' rirj- / j , Jk, ,r **$&&&Jil&Wfœ ' < Loðnur I þúsundalali renna úr skiljaranum ú þilfarinu og niður I lestina ú Guðmundi RE, sem ú þessari vertið hafa tekið ú móti um 15 þúsund lestum af loðnu. Hrólfur S. Gunarsson skipstjóri lengst til vinstri spjallar við tvo af skipverjum sinum, þú Sigvalda Pétursson vélstjóra og Lúrus Grlmsson húseta. Þeir kunna tökin ú loðnunni skipverjarnir ú Guðmundi RE. Þeir kunna lfka tökin á hnlfunum og gafflin- um, þegar kokkurinn kallar þú I mat. Hér sitja fjórir þeirra viö matarboröiö, taliö frú vinstri, Lúrus Grimsson, Gústaf Guömundsson, Bjarni Guðmundsson og Sigvaldi Pétursson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.