Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Laugardagur 31. marz 1973. hann með mikilli varfærni og var stolt á svip. Fyrir framan háaltarið var rautt ljós á lampa, en fyrir innan kirkjubekkinn sá Caddie svartklæddan mann, sem las i bók. Hún læddist á tánum til gamallar konu, sem ræsti kirkjuna. Hún hélt á litlum kústi og kassa með kertastubbum. Caddie læddist tii hennar og benti á manninn. II prcte? spurði Caddie i hálfum hljóöum. Si, si, il prete, Padro Hossi arciprete. Þetta hlaut að vera arciprete, og gamla konan kinkaði kolli til þess aö uppörva Caddie. Si, si” sagði hún og hélt áfram að tina saman kertastubbana. Caddie gekk nær, en þó hikandi. Hún sá stóran mann með jarpt sléttgreitt hár. Hann var hraustlegur og rjóöur i kinnum, og hálsinn sem stóð upp úr mjóum kraganum á prests- hempunni var einnig rauöleitur. Presturinn var ekki mjög ægi- legur. og hann var einn. En Caddie þorði ekki aö trufla hann. Var hann ekki annað hvort aö biðjast fyrir eða lesa i helgri bók? — Allt i einu mundi Caddie eftir dálitlu, sem hún hafði tekið eftir daginn áður. Þær komu allt of snemma i kirkjuna. Celestina hafði sagt, að messan byrjaði klukkan tiu, en hún hófst ekki fyrr en klukkan hálfellefu. Meðan þær biðu kom prestur, ekki arciprete heldu. ^amall maður, hvitur fyrir hærum, og hann kraup og baöst fyrir. Litil telpa kom inn með klút á höfðinu. Telpurnar i þorpinu voru allar meö skýluklúta eða slæður, en ekki hatt eins og Pia. Litla stúlkan gekk ákveðnum skrefum, þó að hún væri smástig, til gamla prestins og klappaði á öxlina á honum, en hann stóð á fætur umsvifalaust i siðu svörtu hempunni sinni og gekk að dyrunum á einhverjum klefa, sem var einna likastur varð- mannaskýlinu fyrir utan kirkjuna, en fyrir dyrunum á klefanum inni i kirkjunni hékk rautt tjald. Litla stúlkan fór inn i klefann og kraup bak við tjaldið. Caddie sá grilla i fótleggina á henni. Hvað er hún að gera? hvislaði hún að Piu. — Skrifta. — En hún truflaði prestinn. Auðvitað. Hann er hérna til þess að hlusta á syndajátningar, sagði Pia. — Ef hann er góður prestur. — Caddie vissi, að faðir Rossi var góður prestur. Hún hafði heyrt Rob og Fanneyju tala um hann. Þó að hann væri ekki gamall, var hann orðinn arcipretc og hann var mjög læröur i latinu, grisku og hebresku. Hann talaöi bæði þýzku og frönsku og fleiri tungumál sagði Celestina. Caddie bað Guð um að láta hann tala ensku. — En ef ég fer og klappa á öxlina á honum, heldur hann, að mig langi til að skrifta, og hvaö á ég þá aö gera? hugsaði Caddie. Hún óskaöi, að Pia væri komin, Hún vissi, að Pia mundi ekki hafa hikað. En ef Pia getur það, þá get ég það lika hugsaði Caddie. — Hún klappaði á öxlina á honum. Presturinn leit upp og virtist i fyrstunni óánægður, þvi að þetta var ekki skriftatimi, þó aö Caddie vissi það ekki. — Was wollen Sie? Wer sind Sie? Hann sér, að ég er ekki itölsk, og þess vegna heldur hann, að ég sé þýzk, hugsaði Caddie. Það er eins og allir Italir haldi, aö Englendingar séu Þjóðverjar. Ef til vill getur hann ekki talað énsku. Caddie féll allur ketill i eld. — Ensku? spurði Caddie i örvæntingu — Ég er ensk. — Hann horfði á hana bláum augunum og sá, hvað hún var guggin, sorgbitin og rauð- eygð, og hann stóð upp. Hann var hár og þrekinn i hempunni sinni, fljótt á litið eins og allir imynda sér feitan prest, en hann haföi samt eitthvað sérstakt viö sig. Það hvildi yfir honum ró, og i fasinu var einhver strangleiki. Hann er þannig á svipinn að það er eins og hann geti sagt manni eitthvaö, sem mark er takandi á, hugsaöi Caddie. — Ensk? spurði hann i bliðum rómi. — Ég kann svolitið i ensku. Og Caddie létti svo mikiö, að það rann út I fyrir henni. Það var i sjötta skiptið, sem hún grét þennan dag. Að þessu sinni gat hún ekki stöðvað tárin, og að lokum tók hann i hönd hennar og leiddi hana út úr kirkjunni. Hann beyöi kné áin, um leiö og hann gekk fram hjá altarinu, og Caddie hneigði sig einnig. Þau fóru gegnum húsgarðinn, sem nú var mannlaus og upp þrepin. Það var rétt, sem hún hafði haldið. Þrepin lágu upp að húsinu hans. Efst voru litlar svalir i skugga af oliuviðartré. I garðinum voru blómaker, hænur og kjúklingar aö krafsa upp mold, búr fullt af kaninum og vinviður, sem myndaði laufskála en þar inni voru stólar og borð. — Hjá úti- hurðinni voru tvær dyrabjöllur, og á annarri þeirra stóð „Notturno”. Þrátt fyrir gratinn, gat Caddie ekki annað en furöað sig á þvi, að nokkur skyldi vilja ná i prest að næturlagi. Presturinn fór meö hana inn i litið biðherbergi með marmaragólfi Þar var borð með vaxdúki, nokkrir harðir stólar, róðukross og málverk af páfanum. Presturinn lét Caddie setjast — Subito, subito, sagði hann, um leið og hann gekk burt. Hvilikur friður og ró i þessu fátæklega og þægindasnauða herbergi. Þaö var tæplega hægt að imynda sér neitt ólikara prestssetrinu i Whitcross. Caddie reyndi að þurrka sér um augun, en vasaklúturinn hennar var orðinn gegnblautur og samanvöðlaður. Að lokum gafst hún upp, grúfði sig yfir vaxdúkinn og grét með ekka. — En ég get ekki gert móður þina kaþólska, kæra barn. — Geturðu það ekki? Tárin tóku aftur að renna, og faðir Rossi flýtti sér að segja: — Drekktu kaffið þitt. — Það var sterkt svart kaffi i smábolla, eins og kaffið, sem Rob var vanur að drekka með is. Gömul kona færði þeim það á bakka. Móðir min, sagði faðir Rossi. Caddie þótti skrýtið, að arciprete skyldi eiga mömmu. — Hélztu, aö hann hefði dottið ofan úr himninum? spurði Hugh meö fyrirlitningu, þegar Caddie sagöi honum frá þessu. En móðir prestsins var góð ,, ,,Un inglesina,” sagði hún bliðlega og klappaði Caddie á vangann. En til allrar óhamingju rann aftur út i fyrir Caddie, þegar hún fann þessa hlýju. Gamla konan gældi við hana og sussaði til þess að reyna að hugga hana, en flýtti sér siþan út. — Drekktu kaffið, áður en þú reynir að tala, sagði faöir Rossi. Kaffið var svo sterkt, að Caddie fannst hún varla ná andanum, en það stöðvaði tárin. — Nú skaltu segja mér allt af létta, sagði faðir Rossi og Caddie byrjaði: — Ég...ég... en þaö var erfitt að koma oröum að þvi, sem henni lá á hjarta, og hún sagði: Ég vildi óska, aö ég hefði beðiö Piu að koma með mér — Piu? Mér heyrist það vera italskt nafn Hverer Pia? Siöan sagði hann: — Þú verður að tala hægt, annars skil ég þig ekki. Jæja, segðu mér nú frá þessu öllu saman. Ég get það ekki. En faðir Rossi hafði ekki verið gerður arciprete án þess aö vera verðugur þess. Meö mildi sinni og nærgætni tókst honum með fáeinum spurningum að fá alla söguna smátt og smátt upp úr Caddie. En samt var allt i sama farinu — Kæra litla stúlkan min, ég get ekki gert móður þina kaþólska. — Af hverju geturðu það ekki. — Þaö getur enginn nema Guð. — Hvers vegna vill hann þaö þá ekki? Faðir Rossi hristi höfuðið. Það er okkur huliö. Þú verður að biðja, og ég mun einnig biðja. Caddie fannst það veik von, en hann var staðinn á fætur — Komdu, ég ætla að fylgja þér að áætlunarbilnum, og um leið og þú kemur heim, áttu að biðja Celestinu að gefa þér kraft- mikla súpu og biddu hana að gefa Piu litlu lika. Ég þekki Celestínu. Hún er góð kona. Það er ekki rétta aðferðin að svelta sig. — Hvað er þá rétta aðferðin? spurði Caddie. — Ég vildi óska, að ég vissi það, svaraði hann og andvarpaði. Gamla konan færði honum flatan svartan hatt, sem leit út eins og hann væri úr bifur- skinni. Caddie hafði einu sinni átt bifurskinnshúfu. Presturinn og Caddie fóru út i sólskinið. Meðan þau biðu eftir áætlunar- bilnum hjá gula skiltinu með bláu örinni, þar sem stóð Fermata, kom Mercedesbillinn eftir veginum. Rob og Fanney höfðu lokið snæöingi og voru á heimleið. Caddie var búin að veifa, áöur en hún vissi af. Rob hemlaði i snatri, og billinn nam staðar rétt hjá skiltinu. A næsta andartaki var Fanney komin út úr bilnum. — Caddie! Hefur eitthvaö komið fyrir? Faðir Rossi gekk fram fyrir Caddie. — Já, sannarlega. Fólkið, sem beið eftir bilnum, leit við. Vegfarendur staðnæmdust, þegar þeir sáu sálusorgara sinn Þetta hefur maður upp w..... íiltJ H 1. LAUGARDAGUR 31. marz 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45. Morgunkaffiðkl. 10.25. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Krist- in Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 tslenzkt mál Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 15.00 Gatan min Jökull Jakobsson gengur um Þorkötlustaðah verf i i Grindavík með Magnúsi Hákonarsyni á Hrauni. 16.00 Fréttir 16.45 Veðurfregnir Stanz Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Siðdegistónleikar 17.40 Utvarpssaga barnanna. 18.00 Eyjapistill Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Við og fjölmiölarnir Einar Karl Haraldsson fréttamaðursér um þáttinn. 19.40 Menningarstofnun Noröurlanda I Kaupmanna- höfn.Þáttur með viðtölum i umsjá Jóns Asgeirssonar fréttamanns. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.55 "Sæunn og klukkan hennar”, smásaga eftir Rósu Einarsdóttur frá Stokkahlöðum. 21.25 Sænskir harmoniku- leikarar leika fyrir dansi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (35) 22.25 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Laugardagur 31. marz ijÍljijí: 17.00 Þýzka I sjónvarpi. jijljljij: Kennslumyndaflokkurinn Ijijl;: Guten Tag. 18. og 19. þáttur. jjjjj 17.30 Af alþjóöavettvangi. i;i;i;jj Andlit Evrópu Mynd frá jjjjj Sameinuðu þjóðunum um ijíijj þróun samgöngumála I jjjjjjjjj Evrópu. Þýðandi Jóhanna jjjjj Jóhannsdóttir. Ijjjljj 18.00 Þingvikan Þáttur um ijj;j;jj störf Alþingis. Umsjónar- j;j;|;j menn Björn Teitsson og jjjjj Björn Þorsteinsson. ;j;j;jj;j 18.30 tþróttir. Umsjónar- ijjjiii maður ómar Ragnarsson. jjjjjjjjjj IUé. jljljijlj 20.00 Fréttir. ijijijjij 20.20 Veður og auglýsingar jjjjj 20.25 Hve glöð er vor æska. íjjji Brezkur gamanmynda- jjjjjjjjj flokkur. Ekki dauður úr jjjijj öllum æðum. Þýðandi Ellert jjjjj Sigurbjörnsson. ijijjji; 20.50 Vaka. Dagskrá um bók- jjjjj; menntir og listir. jijijjj Umsjónarmenn Björn Th. jjjjj Björnsson, Sigurður Sverrir jjjií Pálsson, Stefán Baldursson, jjjjji Vésteinn Ólason og Þorkell jjjjj Sigurbjörnsson. ijijijijij 21.35 Evudætur. (All About jjjjj; Eve) Bandarisk biómynd jjjijj; frá árinu 1950. Leikstjóri jjjjj Joseph L.Mankiewicz. ijjjj; Aðalhlutverk Bette Davis, ijjjj; Anne Baxter, Celeste Holm jijjiji og George Sanders. Þýð- jjjjj; andi Kristmann Eiðsson. jjjjj Fræg leikkona tekur að sér jjjjj aðdáanda sinn, unga stúlku, jijjijj sem langar að reyna sig á jjjjj; leiksviðinu. Stúlkan verður jjjjj brátt hennar hægri hönd i j;ij;i;i flestu, og kemur sér i jjjjj aðstöðu við leikhúsið, en það jijjijj likar húsmóður hennar mið- jjjj.ji lungi vel. 23.50 Ilagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.