Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 31. marz 1973. I>átttak«‘ndur námskciftsins i stjórnun þunga vinnuvéia í kynnisför í Heklu. Timamynd GE. Námskeið í stjórn- un þungavinnuvéla LOKIÐ er i Heykjavik námskeiði, sem haldið var l'yrir stjórnendur þungavinnuvóla. Er þetta fyrsta námskeið sinnar tegundar, sem haldið er samkvæmt samningum, sem Dagsbrún og atvinnurekend- ur gerðu með sór fyrir tæpu ári. Verða fleiri slik námskeið haldin, en ekki er ákveðið hvenær hið næsta helst. Er tilgangur kennsl- unnar að gera menn hælari til að stjórna vinnuvólum og auka sór- þekkingu þeirra. l>eir, sem Ijúka námskeiði sem þessu, eiga rólt á FERMINGARGJAFIR NÝJA TESTAMENTID vasaútgáfa/skinn °9 nýja SALMABOKIN 2. prentun fást i bókaverzlunum og lijá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL.BIBUUFÉLAG 0í)uðliran6v<*tofu llallgrimskirkju Reykjavík simi 17805 opift 3-5 e.li. ingar og sýnikennsla i beitingu og meðferð vinnuvélanna. A sama hátt var fjallað um ýmsa þætti vólfræðinnar, s.s. almenna vél- > fræði, oliur, oliukerfi, vökvakerfi og viðhald og hirðingu vóla. Þá var á númskeiðinu fjallað um jarðvegsfræði og ýmsa þætti verklegra Iramkvæmda, s.s. vegalagningu, holræsagerð og mælingatækni. Tæknimenn frá opinberum stofnunum og borgar- stofnunum (Hitaveitu, Vatns- veitu, Rafveitu og Sima) ræddu við þátttakendur um ýmis vanda- mál, sem lúta að vinnu stjórn- enda þungavinnuvóla. Ennfrem- ur voru lluttir fyrirlestrar um öryggismál, atvinnuheilsufræði, ábyrgð og tryggingár, hjálp i við- lögum og umhverfisvernd. 10% launahækkun miðað við 8. taxta Dagsbrúnar Fyrsta námskeiðið, sem stóð Irá 12. til 24, þessa mánaðar, sóttu 14 vinnuvólastjórar. Meginuppistaða námsefnisins voru fyrirlestrar, verklegar æf- Auk þess, sem hór hefur verið BARNALEIKTÆKI * ÍÞRÓTTATÆKI Vélav«rkst«8l BERNHARDS HANNESS.. Suðurlandtbraut 12. Shmi 35810. nefnt var i tengslum við kennsl- una farið i heimsóknir á vinnu- staði og i fyrirtæki bæði til verk- legra æfinga og til að kynnast starfseminni. Fjölmargir aðilar, einstakling- ar, stofnanir og fyrirtæki hafa lagt stjórn námskeiðanna mikið lið við að móta einstaka þætti þessa fyrsta námskeiðs fyrir stjórnendur þungavinnuvéla. Skilyrði til að taka þátt i nám- skeiðinu i stjórnun þungavinnu- vóla er, að viðkomandi hafi unnið i 18 mánuði á slik tæki og hafi til- skilið skirteini frá öryggismála- stjóra. Forstöðumaður námskeiðsins var Gunnar Guttormsson, hag- ræðingarráðunautur. Fyrirliggjandi og væntanlegt Nýjar birgðir teknar heim vikulega Spónaplötur 8 25 mm Plasthúðaðar spóna- plötur 12-19 mm Harðplast Hörplötur 9-26 mm Hampplötur 9-20 mm Birki-Gabon 16 25 mm Beyki-Gabonló 22 mm Krossviður: Birki 3-6 mm, Beyki 3-6 mm, Fura 4-12 mm Harötex með rakaheldu limi 1/8' '4x9' Haröviður: Eik (japönsk, amerísk, áströlsk), Beyki (júgóslavneskt, danskt), Teak, Afromosia, Iroko, AAaghony, Palisander, Oregon Pine, Gullálmur, Ramin, Abakki, Amerisk hnota, Birki 1 og 1/2" til 3", Wenge Spónn: Eik, Teak, Pine, Oregon Pine, Fura, Gullálmur, Almur, Beyki, Abakki, Askur, Afromosia, Koto, Amerísk hnota, Maghony, Palisander, Wenge Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt JÓN LOFTSSON HF. Hdskólabíó: Allra síðustu sýningar fjögurra úrvalsmynda IIASKÓLABÍÓ HEFUR ákveðið nokkrar myndir næstu daga vegna eindreginna óska i þá átt, áður en þær verða sendar úr landi. Hér er um fjórar myndir að ræða og verða þær sýndar í röð, hver á eftir annarri, og verður hver mynd sýnd i þrjá daga. Það er vert fyrir bióunnendur að at- huga, að þetta eru allra siðustu forvöð að sjá þessar myndir hér á landi, en þær mega allar teljast úrvalsmyndir, hver á sinn hátt. Myndirnar eru; Hörkutólið (True Grit), Rosemary’s Baby, Makalaus sambúð (Odd Coupie) og loks Einu sinni var i villta vestrinu (Once upon a time in the - West). 1. Hörkutólið. Hörkuspennandi „villta vesturs mynd” með gömlu kempuna John Wayne i aðalhlut- verki. Fékk hann raunar Ósk- ars-verðlaunin árið 1970 fyrir leik sinn I þessari mynd. Leikstjóri er Henry Hathaway. 2. Rosemary’s Baby. Flestir, sem sáu þessa mynd um árið, minnast hennar eflaust mjög vel og fýsir ábyggilega marga að sjá hana aftur. óhætt er að segja, að þetta sé ein snilldarlegasta hroll- vekja, sem sézt hefur á tjaldi hér á landi. Og er þá ekki of mikið sagt. Þetta er eitthvert mesta meistaraverk leikstjórans og hrollvekjusérfræðingsins Roman Polanskis, en slðar hefur hann gert frábærar myndir eins og Macbeth. Leikurinn i myndinni er einnig með þvi bezta, sem maður hefur séð, — leikur þeirra Mia Farrow, John Cassavetes, Ruth Gordonog Sidney Blackmereink- um og sér i lagi. Tónlistin i mynd- inni er eftir Krzysztof Komeda. 3. Makalaus sambúð.Talin ein bezta gamanmynd siðari ára. Gerð eftir samnefndu leikriti, er sýnt var hér i Þjóðleikhúsinu. Aðalhlutverkin eru i höndum Jack Lemmon og Walter Matthau. Leikstjóri Gene Saks. Leikrit/kvikmyndahandrit — Neil Simon. 4, Einu sinni var f villta vestrinu. Þessi mynd hefur að margra dómi markað timamót i gerð mynda úr „villta vestrinu” og ein sú bezta sinnar tegundar. Höfundar eru þeir sömu og að hinum frægu dollaramyndum, eða þeir Sergio Leone — hand- rit/leikstjórn, Sergio Donati handrit, og Ennio Morricone — tónlist. En hér eru ekki kapparnir Clint Eastwood og Lee van Cleef eins og i dollaramyndunum, held- ur Henry gamliFondaog Charles Bronson (með sitt fræga yfir- skegg!) Þá skartar einnig i myndinni franska þokkagyðjan Claudia Cardinale. Myndirnar verða nánar aug- lýstar I blöðum næstu daga. —Stp Þórhallur Hermannsson: Trygginga stofnun I TIMANUM 27. marz er athuga- semd frá Hagvangi h/f um störf rikisendurskoðunar i Trygginga- stofnun rikisins. I lið þessarar athugasemdar Hagvangs segir, að rikisendur- skoðunin hafi veitt Hagvangi full- an stuðning og mikilvæga aðstoð við gerð skýrslu sinnar. Siðar er rætt um jákvæða afstöðu rikis- endurskoðunar til niðurfellingar eftirvinnu starfsmanna hennar. Mér er spurn: fengu starfsmenn Hagvangs vondar viðtökur við gerð skýrslunnar i Trygginga- stofnuninni? Og hvenær hefir Tryggingastofnunin veitt nei- kvæðar undirtektir við þvi, að efitvinnu þessari væri breytt i dagvinnu? 1 lið 2 segir: „Yfir- vinna starfsmanna Rikisendur- skoðunar við daglega endurskoð- un sjóðhreyfinga er gerð sam- kvæmt ósk forstjóra Trygginga- stofnunar rikisins og hófst i for- stjóratið Haralds Guðmundson- ar”. Nánar tiltekið hófst þessi til- högun 1946 eða 1947 og er nokkuð langt seilzt ef kenna á Haraldi þetta fyrirkomulag. Hitt er vafa- laust, að Haraldur ásamt tryggingaráði hefir samið um þessi störf við rikisendurskoðun á sinum tima og væntanlega vegna þess að hún hefir ekki talið sig hafa nægan mannafla til að gera þetta á annan hátt. Siðan eru liðin 26 ár. og endurskoðunin ekki farið fram á brevtingu á þessu svo mér áe' kunnugt. En nægur timi virðist hafa verið til þessa svo ekki sé meira sagt. Hvorki þá né nú er nokkuð þvi til fvrirstöðu af hálfu Trygginga- stofnunar að endurskoðun sé unnin í dagvinnu enda segir i almannatryggingalögunum frá 1946 (12. gr.), að reikn- ingar Tryggingastofnunar skuli endurskoðast á sama hátt og reikningar annarra rikisstofn- \ / Tíminn er 40 siður » alla laugardaga og / \ sunnudaga.— Askriftarsiminn er ©H 1-23-23 ana. Þetta ákvæði er enn óbreytt i lögum. Hvergi er þess hins vegar getið, að greiða skuli sérstaklega fyrir þetta verk, eins og þó hefir verið gert af Tryggingastofnun- inni. Enn siður er nokkur laga- bókstafur fyrir þvi, að endurskoð- unin skuli takmörkuð við endur- skoðun sjóðhreyfinga eingöngu, samanber athugasemd Hag- vangs. Ef dæma má eftir skrifum blaða og skýrslu Hagvangs er erfitt að imynda sér annað en yfirmenn Tryggingastofnunar séu samsafn af fiflum, aumingj- um og þjófum. Sé svo ætti rikis- endurskoðun að vera það full- kunnugt eftir 26ára dagleg störf hjá Tryggingastofnuninni. Það er ennfremur villandi að tala um eftirvinnu starfsmanna rikisendurskoðunar — þeir eru á föstu kaupi án mælingar á vinnutima, þótt vinna þeirra fari að jafnaði fram eftir kl. 5. A bls. 80-81 i skýrslu Hagvangs er undirritaður^ sem er forstöðu- maður bókhalds Tryggingastofn- unar, sakaður um að fela raun- verulegan kostnað almanna- trygginganna með þvi að láta sjóðina, sem eru i vörzlu Tryggingastofnunarinnar greiða kr. 11.378.982,- of mikið i kostnað árið 1971. Þetta er rösklega að verið, þvi að allur bókfærður kostnaður á þessa sjóði er þetta sama ár kr. 11.953.809,-. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Tryggingastofnunin lætur þessa sjóði greiða of litið (um 2,1 milljón), ef notaður er kostnaðar- skiptingargrundvöllur Hagvangs á bls. 80 i skýrslu þeirra. Ekki hef ég komið auga á, að þetta atriði hafi verið leiðrétt af Hagvangi. Var þeim þó bent á þetta daginn eftir að mér barst skýrslan og kom starfsmaður Hagvangs til min út af þessu og féllst á þetta. Þarna munar þvi 13,5 milljónum og munar margan um minna. Að lokum skal tekiö fram, að grein þessi er ekki skrifuð i um- boði' Tryggingastofnunarinnar, enda að mestu fjallaö um atriði þau i skýrslu Hagvangs, sem snerta mig sérstaklega. 28. marz 1973. Þdrhallur Hermannsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.