Tíminn - 31.03.1973, Side 13

Tíminn - 31.03.1973, Side 13
Laugardagur 31. marz 1973. TÍMINN 13 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans)., Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Áskriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Boðskapur frá Panama Fundur sá, sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hélt nýlega i Panama, felur i sér boðskap, sem ekki má fara framhjá íslendingum. Hann sýnir svo glöggt afstöðu þessarar merku stofn- unar til smárikis, sem er háð nauðungarsamn- ingi við stórveldi. Af honum má ráða, að Islendingar þyrftu ekki að óttast, þótt Bretar reyndu siðar meir að snúa sér þangað, ef svo óliklega tækist til að úrskurður Alþjóðadómstólsins i landhelgisdeil- unni yrði þeim i hag. Fundur öryggisráðsins i Panama var haldinn til að fjalla um nauðungarsamning, sem Panama gerði við Bandarikin 1903 i sam- bandi við Panama-skurðinn. Samkvæmt samningnum öðluðust Bandarikin viðtæk réttindi á svæðinu meðfram skurðinum. Panamastjórn hefur á undanförnum árum reynt að fá nýjan samning, sem tryggði full- komlega lögsögu rikisins yfir umræddu svæði. Bandarikin hafa ekki viljað fallast á þetta og visað til þess, að engin timamörk og ekkert uppsagnarákvæði væri i samningnum frá 1903. Um skeið mun Panamastjórn hafa haft til at- hugunar að fá samninginn ógiltan af Alþjóða- dómstólnum, en komizt að þeirri niðurstöðu, að slikt myndi reynast vonlitið. Hún ákvað þvi að snúa sér til öryggisráðsins og leita eftir stuðn- ingi þess. Með tilstyrk rikjanna i latnesku Ameriku og þróunarlandanna i Afriku og Asiu, tókst að fá þvi framgengt, að fundur öryggis- ráðsins, sem fjallaði um þetta mál, yrði haldinn i Panama. Niðurstaða fundarins var mjög hagstæð fyrir Panama, þótt Bandarikin beittu neitunarvaldi til þess að koma i veg fyrir, að nokkur ályktun yrði formlega samþykkt. 1 þeirri ályktunartil- lögu, sem Bandarikin felldu, fólst áskorun til viðkomandi rikja um að gera sem fyrst nýjan samning, sem tryggði full yfirráð Panama- rikis yfir öllu landi sinu. Þrettán af fimmtán rikjum, sem eiga fulltrúa i öryggisráðinu, samþykktu þessa tillögu, þar á meðal Frakk- land. Bretland sat hjá og Bandarikin voru ein á móti. Fyrir íslendinga er þetta mjög athyglisverð niðurstaða. Ef svo óliklega færi, að úrskurður Alþjóðadómstólsins gengi á móti Islendingum, myndu þeir að sjálfsögðu ekki hlita honum, þar semþeir telja dóminn ekki hafa lögsögu i málinu. Samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna gætu Bretar ekki framfylgt dómnum, heldur yrði að snúa sér til öryggisráðsins og óska þess, að það framfylgdi dómnum. Af af- stöðu öryggisráðsins á fundinum i Panama má vel ráða, hver afstaða öryggisráðsins myndi verða. Fulltrúar þróunarrikjanna þar myndu aldrei verða með þvi að framfylgja úrskurði, sem byggðist á nauðungarsamningi,sem smá- riki hefði verið þvingað til að gera, og gengi auk þess gegn augljósri réttarþróun i heim- inum. íslendingar þurfa ekki að kviða úrskurði öryggisráðsins i sliku máli. Vonandi kemur aldrei til þess, að deila Breta og íslendinga komi fyrir öryggisráðið. Óliklegt er, að Bretar verði svo óhyggnir að halda málinu svo lengi til streitu. En eigi að siður er mikilsvert fyrir íslendinga að fylgjast með þvi hver er hugur öryggisráðsins til smáþjóðanna. ERLENT YFIRLIT Nimeiry stjórnar víð- lendasta ríki Afríku Hann þykir einbeittur og farsæll stjórnandi ÞAÐ þykja aö sjálfsögðu ekki nein sérstök tiðindi, þegar hjól springur á jeppa og bilstjórinn fer að bjástra við að skipta um hjól. Þetta vakti þó talsverða athygli nýlega i þorpi einu i Súdan, þegar menn veittu því athygli, aö bilstjórinn var enginn annar en Gaafar el — Nimeiry, for- seti landsins. Það dró ekki úr athyglinni, að honum fórst verkið vel og kunnuglega úr hendi og það sást greinilega, að forsetinn hafði ekki aöeins krafta i kögglum, heldur var verklaginn i bezta lagi. Það er venja Nimeiry forseta að ferðast mikið um riki sitt og oft er hann einn á ferð, eins og i þetta skipti. Nimeiry getur átt það til að skjóta upp kollinum á hinum óliklegustu stööum og þegar menn eiga hans sizt von. A þennan hátt hefur hann öðlazt mikla þekkingu á starfs- háttum og framkvæmdum á hinum óliklegustu sviðum og orðið kunnugur þjóðinni og kjörum hennar. Þetta hefur og áreiðanlega stutt að þvi að vinna honum hylli almenn- ings. GAAFAR EL-NIMEIRY er fæddur 1. janúar 1930. Hann átti sæmilega efnaða foreldra og var fyrst settur á skóla, þar sem hann lærði mikið af kóraninum utan að. Siðar hóf hann nám við brezkan fram- haldsskóla, en Bretar fóru þá enn með yfirráð i Súdan. Hann vakti enga sérstaka athygli sem námsmaöur, en hins vegar reyndist hann ágætur iþróttamaður og varð leiðtogi skólafélaga sinna á íþrótta- sviðinu. Hann varð snemma pólitlskur og tók þátt i sjö mánaða verkfalli skólafélaga sinna, þegar hann var 16 ára gamall. Verkfall þetta var gert til að mótmæla þvi, hve tregir Bretar voru til að fallast á sjálfstæði Súdans, en samn- ingar stóðu þá yfir um þau mál. Þrátt fyrir þátttöku Nimeiry i verkfallinu, mæltu brezku skólayfirvöldin með þvi, að Nimeiry fengi inn- göngu i herskóla. Þar gekk Nimeiry námið sæmilega, en sýndi þó enga yfirburði i bók- legum fræðum. Arin 1965-66 stundaði hann framhaldsnám við herskóla i Bandarikjunum. Innan hersins hækkaði hann hægt i tign og mun það m.a. hafa stafað af þvi, að hann þótti uppreisnargjarn. Þrisvar sinnum var hann fengelsaður í sambandi við uppreisnartilraunir, en var sleppt i öll skiptin. Arið 1964 tók hann þátt i byltingartil- raun, sem heppnaðist, en hlaut ekki neina viður- kenningu fyrir það. Hann snerist þvi brátt gegn hinum nýju valdhöfum og hugsaði ráð sitt i hljóði. t MAIMANUÐI 1969 fékk Nimeiry loks tækifæri til að koma áformum sinum fram. Nokkrir liðsforingjar gerðu þá stjórnarbyltingu, sem heppn- aðist, undir forustu hans. Síðan hefur Nimeiry verið raunverulegur einræðisherra i Súdan. Fyrst eftir valdatöku sina, hafði Nimeiry náið samstarf við kommúnista og beindist stjórnarfarið þá mjög i sósia- liska átt. T.d voru ýmsar at- vinnugreinar þjóðnýttar. Vin- skapur Nimeirys og komm- únista fór hins vegar út um þúfur, þegar kommúnistar gengust fyrir byltingartilraun i júli 1971. Byltingartilraun þessi haföi að mestu heppnazt, þvi að uppreisnarmenn voru búnir að ná forsetahöllinni og héldu Nimeiry i stofufangelsi. Hersveitir, sem voru tryggar Nimairy, hófu þá gagnsókn og tókst þeim að frelsa Nimeiry og brjóta uppreisnina á bak aftur. Eftir að Nimeiry var kominn til valda aftur,- lét hann hart mæta hörðu og voru allir helztu leiðtogar komm- únista dæmdir til dauða. Nimeiry lét framfylgja dóm- unum, þrátt fyrir mótmæli ýmissa kommúnistarfkja og kommúnistaflokka viða um heim. Siðan hefur verið mjög grunnt á þvi góða milli Nimeiry og leiðtoga Sovétrikj- anna, en Nimeiry sakar þá um að hafa stutt uppreisnina. Eftir að leiðir Nimeirys og kommúnista skildu, hefur Nimeiry dregið úr þjóðnýting- unni, sem hann telur hafa gefizt illa, og horfið að ýmsu leyti meira til vestrænna stjórnarhátta, einkum i efna- hagsmálum. Hann hefur einnig skipt um ráðherra og framkvæmt mikla hreinsun i embættismannakerfinu. Yfir- leitt er talið, að honum hafi tekizt að uppræta ýmsa spill- ingu, sem áður átti auðvelt uppvaxtar. Nimeiry hafi þvi reynzt farsæll og ókreddu- bundinn stjórnandi. Hann hafi jafnframt sýnt við ýms tæki- færi, að hann skorti ekki kjark til djarfra framkvæmda, ef á þarf að halda. NIMEIRY vann mesta stjórnmálasigur sinn á siðasta ári, þegar honum tókst að leiða borgarastyrjöldina i Súdan til lykta með samkomu- lagi eftir að hún hafði staðið samfleytti 17 ár. Orsök styrj- aldarinnar var sú, að blökku- menn i Suður-Súdan töldu sig hlunnfarna og undirokaða af Aröbum, sem eru i meirihluta i norðurhluta landsins. Nimeiry hefur lagt mikið kapp á að jafna deilurnar milli Araba og blökkumanna og hefur óneitanlega orðið vel ágengt i þeim efnum. Það er ekki talið sizt mikilvægt, að honum hefur tekizt að vinna tiltrú blökkumanna. Það er vissulega ekki vandalaust verk að stjórna riki eins og Súdan. Það er við- lendasta riki Afriku, eða 2505 þús. ferkm.,en ibúarnir eru um 17 millj. Samgöngur eru lélegar innan lands og þvi erfitt að hafa fulla stjórn i öllum hlutum hins viðlenda rikis. Nimeiry reynir að bæta úr þessu með stöðugum ferða- lögum, sem oftast eru ekki neitt tilkynnt fyrirfram. UM ÞESSAR mundir er Nimeiry I opinberri heimsókn i Bretlandi. Koma hans þangað hefur leitt til mikils viðbúnaðar af hálfu brezkra stjórnarvalda, sem óttast að skæruliðasamtök Palestinu Araba vilji Nimeiry feigan. Sá atburður gerðist nýlega, eins og alkunnugt er, i Khartoum, höfuðborg Súdans, að félagar úr samtökunum Svarti september réðust inn I sendi- ráð Saudi-Arabiu, þegar veizla stóð þar yfir, og réðu bana tveimur bandariskum sendisveitarmönnum og einum belgiskum sendisveitar manni. Eftir langa umsát og mikið þóf tókst að yfirbuga skæruliðana og hafa nú verið hafin réttarhöld gegn þeim. Vafalitið verða þeir dæmdir til dauða, en sennilegt þykir.að Nimeiry breyti dauða- dómunum i ævilangt fangelsi Nimeiry hefur ekki látið lenda við það eitt, að hefja réttar- höld gegn skæruliðunum, heldur hefur hann lýst yfir þvi, að rannsókn hafi leitt i ljós, að samtökin Svarti september sé ekki sérstök samtök, óháð hinum viðtækari skæruliða- samtökum Palestinu-Araba, eins og haldið hafði verið, heldur aðeins deild úr þeim. Hann hefur þvi gert öll samtök Palestinu-Araba útlæg i Súdan. Þetta þykir djarflega gert og sýna einbeitni hans i stjórnarframkvæmdum. Nimeiry er mikill að vallar- sýn og ber sig vel. Hann þykir þægilegur og skemmtilegur i umgengni. Hann hefur aldrei verið talinn gáfnaljós, en þykir hafa sýnt farsæla greind sem stjórnandi. Hann er einkvæntur og barnlaus. —Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.