Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 23
Laugardagur 31. marz 1973. TÍMINN 23 Nemendurstýrimannaskól ans leggja orð í belg Vegna blaöaskrifa og frétta i fjölmiölum vi 11 nemendaráö Stýrimannaskólans I Reykjavik koma fram eftirfarandi bréfi, sem sent var skipstjóra- og stýri- mannafélaginu öldunni þann 14. marz s.l. og fjallar um undan- þágumáliö. ,Heiðraða stjórn. Varðandi grein, sem birt var i Morgunblaðinu þann 13. marz s.l. um undanþágumálið, höfum við gert eftirfarandi samþykkt: Við styðjum allar þær aðgerðir, sem miða að þvi að leysa jafn yfirþyrmandi vandamál og undanþágumálið er, og viljum þvi lýsa yfir ánægju okkar á þessari grein, sem sýnir ljóslega hversu fáránlega að er staðið i einu af okkar brýnustu hagsmunamál- um. Við vitum að skortur á menntuðum yfirmönnum á fiski- skipaflotanum er mikill og fer heldur vaxandi. Það er þvi ekki seinna vænna að riða á vaðið og reyna að leysa þetta mál. Aðsókn i Stýrimannaskóla er alls ekki nógu mikil, en þó virðist sem að- sókn i aðra skóla, svo sem menntaskólana, aukist, ekki um hundruð heldur um þúsundir. Þetta leiðir að sjálfsögðu til mjög slæmrar þróunar, en það virðist vera allt annað en stýrimanna- menntum, sem ungir menn hafa áhuga á i dag, enda er skólans sjaldan getið á opinberum vett- vangi og kynning hans er fremur litil út á við. Það hlýtur þvi að vera kapps- mál hjá okkur að stuðla að frekari kynningu skólans i islenzku þjóð- félagi og laða að honum unga og upprennandi menn. Það gladdi okkur þvi innilega, að til skyldu vera menn, sem sæju meinið og minntust á þau atriði er mestu máli skipta i sambandi við lausn undanþágumálsins, en það eru að okkar áliti staða og álit stýri- mannaskólanna og sú staðreynd að þeir eru ekki gerðir að nógu og eftirsóknarverðu takmarki fyrir unga menn, sem ef til vill stafar af þeim einhæfu atvinnuréttind- um, sem stýrimannaskólarnir hafa upp á að bjóða enn sem kom- ið er. Við sendum um daginn bréflega áskorun til samgönguráðherra, þar sem við skoruðum á hann að draga verulega úr undanþágu- veitingum og reyndum að sýna honum fram á þau neikvæðu áhrif, sem svona istööuleysi hefði i för með sér. Það er varla við þvi að búast að eitt litið bréf hafi ein- hver úrslitaáhrif i jafn umfangs- miklu máli og undanþágumálið er, en við reynum það sem við getum og erum hvenær sem er til- búnir til samvinnu við ykkur og lýsum yfir fullum stuðningi við aðgerðir þessar." Furöa sig á ráðuneytinu Siðan þetta bréf var skrifað hefur samgönguráðuneytið sent frá sér athugasemd (Mbl. 20. marz), sem stjórn öldunnar hef- ur siðan svarað (Mbl. 23. marz). Einnig hefur þetta mál komið til umræðu i útvarpi og sjónvarpi. Vegna þessara umræðna og blaðaskrifa vill stjórn nemenda- ráðs Stýrimannaskólans i Reykjavik koma fram eftirfar- andi: Við viljum lýsa furðu okkar yfir þeim skrifum, sem samgöngu- ráðuneytið hefur látið fara frá sér varðandi undanþágumálið. Við getum ekki fallizt á að það sé i verkahring ráðuneytisins að vera m.a. með persónulegar aðdrótt- anir á hendur formanni skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar. Einnig finnst okkur ráðuneytið gera litið úr þvi vandamáli, sem undanþágumálið er, á meðan benda má á, að lög- reglan i Reykjavik er að svipta ökumenn ökuskirteinum sinum vegna þess að þeir reynast ekki vera þeim hæfileikum og kunn- áttu búnir, að þeir geti stjórnað bil. An stýrimannaprófs, engar undanþágur. Undanþáguvandamálið verður ekki leyst i einni svipan, en á meðan undanþágur eru gefnar út, þykir okkur sjálfsagt að eftirfar- andi skilyrðum sé fullnægt við út- gáfu þeirra. 1. Sá, sem ekkert stýrimannapróf hefur, geti enga undanþágu fengið. 2. Þegar útgerðarmaður óskar eftir undanþágu, skal hann sýna að hann hafi auglýst minnst tvisvar i fjölmiðlum eft- ir manni i skipsrúmið. I auglýs- ingunni skal tekið fram eftir- farandi: Hvaða bátum er að ræða, stærð hans, hvar hann er gerður út og með hvaða veiðarfæri hann er með. 3. Sá, sem einhver stýrimanna- réttindi hefur, geti aðeins feng- ið undanþágu fyrir takmarkaða stærð báta, þ.e. að maður með 30 tonna réttindi geti aðeins fengið undanþágu á báta allt að 50—60 tn. og maður með 120 tonna réttindi geti fengið undanþágu á báta allt að 170—180 tn. o.s.frv. 4. Sá, sem undanþágan er fyrir, fullnægi skilyrðum þeim, sem eru fyrir inngöngu i Stýri- mannaskólana. Hér er átt við að hann hafi eftirfarandi vott- orð i lagi: augnvottorð, almennt heilbrigðisvottorð, og auk þess siglingartima. 5. I stað orðanna á undanþágun- um „fyrst um sinn, þar til rétt- indamaður er fáanlegur eða ráðuneytið ákveður annað, þó ekki lengur en til (dagsetn- ing)” komi eftirfarandi: „Undanþágan gildir til (dag- setning allt að 4 mán. frá út- gáfudegi) eða þar til ráðuneyt- ið ákveður annað. Þó skal undanþágumaðurinn vikja fyrir réttindamanni fyrirvara- laust, ef réttindamaður fæst eða óskar eftir skipsrúminu”. 6. Samgönguráðuneytið haldi fullkomna skrá yfir gildandi undanþágur. Skal þessi skrá gefin út vikulega og send hinum ýmsu stéttarfélögum sjó- manna, útgerðarmannafélög- um, tryggingarfélögum, öllum sjómannaskólum og hinum ýmsu nemendafélögum þeirra. Einnig skal hún send þeim, sem óska þess og geta sýnt að þeir hafi not fyrir hana. Undanþága til manns, sem ekki fékk inngöngu i Stýrimannaskólann Vart ætti að þurfa að útskýra þessi skilyrði nánar, allavega þarf fyrsta skilyrðið ekki útskýr- ingar við að okkar áliti. 1 öðru skilyrðinu er talað um auglýsing- ar. t dagblöðum má sjá auglýst eftir mönnum i hinar og þessar stöður á bátum og vantar þá oft- ast flest þau atriði sem minnzt er á. Þriöja skilyröið þarnast ekki útskýringar. t fjórða skilyrðinu er talað um þann sjálfsagða hlut, að sá sem undanþágan er ætluð fyrir fullnægi inntökuskilyrðum þeim, sem eru i stýrimannaskólana. Einhver heldur sjálfsagt að þetta skilyrði sé algjör óþarfi. Svo er nú heldur betur ekki. t fyrrahaust veitti samgönguráðuneytið manni á Suðurnesjum undanþágu til að vera skipstjóri (ekki stýri- maður) á fiskibát. Þessum manni mun hafa verið synjað um inn- göngu i Stýrimannaskólann i Reykjavik vegna sjóngalla. Með þessu hefur samgönguráðuneytið ekki bara svivirt menntun skips- stjórnarmanna, heldur alla menntun hverju nafni sem hún nefnist. Er þetta aðeins eitt dæm- ið um hina herfilegu misnotkun i undanþáguveitingum. I fimmta skilyrðinu er talað um breytt orðalag á undanþágunum. Vegna þessa skal það tekið fram að það hefur ekki alltaf verið hlaupið að þvi fyrir réttindamenn að fá það skipsrúm, sem undanþágumaður er i, sökum ýmissa orsaka, t.d. tengsla skipstjóra eða útgerðar- manns við undanþágumanninn o.s.frv. I sjötta skilyrðinu er taláð um skrá yfir undanþáguveitingar og sendingu þeirra til hinna ýmsu félaga og stofnana tengdra sjávar útveginum. Er þetta atriði sjálf- sagt mjög auðvelt i framkvæmd fyrir samgönguráðuneytið. Aldur er engin afsökun Oft gerist það, þegar nemendur Stýrimannaskólans eru á sjó á sumrin, að þeir eru spurðir af skipsfélögum sinum um námið og inntökuskilyrðin i Stýrimanna- skólann, og vitum við ekki til ann- ars en að nemendur skólans séu boðnir og búnir til að svara þeim spurningum. Stundum heyrum við þá að menn treysta sér ekki i skólann sökum fjárhagserfið- leika. Nú er ástæðulaust aö taka þessa afsökun alvarlega, þar sem Stýrimannaskólinn er nú búinn að fá aðild að lánasjóði islenzkra námsmanna og ráðleggjum við mönnum eindregið að snúa sér til skrifstofu sjóðsins að Hverfisgötu 21 og afla sér upplýsinga eða þá að hringja þangað. Aðrar algengar afsakanir eru þær, að menn telja sig vera of gamla til að fara i skólann eða aö menn bara einfaldlega treysta sér ekki i námið. Þetta eru einnig ákaflega aumar afsakanir. Vorið 1971 útskrifaðist úr 3. bekk maður sem var 51 árs að aldri. Nú kynni einhver að halda að gert hafi verið grin að þessum manni i skólanum. En það var nú öðru nær. Við viljum halda þvi fram, að flestir nemendur skólans hafi vonað að þegar þeir sjálfir væru komnir á sextugsaldur, að þá væru þeir menn til að drifa sig i skólann, ef þeir þyrftu að mennta sig meira. Sést bezt af þessu, að stýrimannaskólarnir rúma menn á öllum aldri. Er nokkur yfir þaö hafinn aö læra meira? Þaö, að treysta sér ekki í skól- ann, af þvi að menn halda að þeir hafi ekki næga námshæfileika til að bera, er einnig aum afsökun og ættu þeir hinir sömu að rifja það upp hjá sér hvort þeir þekki ekki einhvern, sem hefur stundað I nám við Stýrimannaskólann og þeir telji ekki vera fremri sér að námshæfileikum. Ráðuneytiö bendir á það i at- hugasemd sinni, að undanþágu- menn séu oft þaulvanir sjómenn og séu sinu starfi vel vaxnir. Við véfengjum þetta ekki, en hins vegar vitum við ekki um einn ein- asta undanþágumann, sem hefur verið svo fær i starfi sinu, að hann hafi verið yfir það hafinn að læra meira og þurfi þvi ekki að fara i skólann. Stúrimannaskólinn i Reykjavik hefur mörgum frábærum mönn- um á að skipa og það heyrir til undantekninga að nemandi ljúki ekki einhverju prófi t.d. 120 tonna réttindum, þó að hann hafi kannski ekki náð framhalds- einkunn. Litilsviröing veröur ekki þoluö Hér hefur verið stiklað á nokkr- i um atriðum á viðhorfum nem- enda Stýrimannaskólans i Reykjavik til undanþágumálsins. Nú er langt liðið á veturinn og próf fara senn að byrja. Viö von- um þó, að starfsmenn samgöngu- ráðuneytisins haldi ekki, aö nem- endur stýrimannaskólanna liði endalaust þá litilsvirðingu, sem það hefur sýnt stýrimannamennt- uninni. Við getum fullvissað þaö um, að ef það tekur ekki nú þegar i taumana, þá munum við hins vegar gripa til róttækra aðgerða næsta vetur. Varla þarf að minn- ast á það, að við erum eins og skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan, fúsir til viðræðna við ráðu- neytið um lausn þessa máls, ef það óskar þess. Reykjavik, 26. marz 1973 Nemendaráð Stýrimannaskólans i Reykjavik Halldór Halldórsson formaður. Listsýning opnuð á Sauðárkróki og áhugi Skagfirðinga á slíkum hlutum kemur vel í Ijós GÓ-Sauöárkroki. — Konur á landsbyggðinni, gera þaö ekki endasleppt þessa dagana, hvort heldur þaö varðar landbúnaöar- vörur eöa listkynningar. Allir hafa nú frétt af listsýningunni á Blönduósi, en nú hefur sú hin sama sýning veriö opnuö hér á Sauðárkróki. Þaö er Samband skagfirzkra kvenna, sem gengst fyrir sýningunni hér, en hún var opnuð miövikudaginn 28. marz i Safnahúsinu á Sauöárkróki. Formaður sambandsins, Frú Helga Kristjánsdóttir á Silfra- stöðum, setti sýninguna og bauð gesti velkomna. Hún gat þess að Kvenfélagasambandið hefði ætið látið sig menningarmál miklu varða, og fagnaði þvi, að hafa fengið tækifæri til að fá hingað þessa fjölbreyttu og fallegu sýningu. Emma Hansen, prófastsfrú á Hólum, flutti frumort ljóö við þetta tækifæri. Það er Eyborg Guðmunds- dóttir, listmálari, sem hefur annazt útvegun muna, og séð um uppsetningu sýningarinnar, en á henni eru rúmlega 70 verk eftir ,rúmlega 301istamenn. Er þar um að ræöa málverk, svartlistar- myndir, höggmyndir, listvefnað og húsagerðarlist. Eyborg lét þess getið við frétta- mann Timans, að enda þótt mikil vinna og fyrirhöfn lægi að baki sýningar sem þessarar, sæi enginn eftir því, þegar hann sæi áhuga fólksins á þessu og þá þörf, sem er á þvi að halda slfkar sýningar og kynningar á islenzkri list. Til þessa hafa konurnar notið styrks frá menntamála- ráðuneytinu og úr menningar- sjóði félagsheimila. Fyrsta heila daginn, sem sýningin var opin, eða á fimmtu- dag, komu að sjá hana um 400 manns. Má af þvi marka hinn mikla áhuga, og allir skólar i héraðinu eru annaö hvort búnir að sjá hana, eða búnir aö gera ráðstafanir til þess. Þetta framtak kvennanna er einstaklega lofsvert. Það hefur lengi verið þörf á því að gefa al- menningiútum land kost á þvi að kynnast islenzkri list, og nú hefur verið stigið spor í þá þátt. Fólkið kann lika vel að meta þetta, eins og þegar hefur sýnt sig bæði hér og á Blönduósi, og örugglega verður svo einnig á Húsavík og Selfossi, en þangað verður sýningin flutt héðan. Hafi þær þökk og heiður fyrir framtak sitt. „Kjarval á Austurlandi" Menningarsamtök Héraðsbúa halda málverkasýningu á héraðsvöku sinni SJ-Reykjavík Menningarsamtök Héraösbúa gangast fyrir héraös- vöku í Valaskjálf á Egilsstöðum, sem hefst 6. april með sýningu á myndum eftir Jóhannes S. Kjar- val. Sýning þessi, sem nefnist „Kjarval á Austurlandi” verður opnuö föstudagskvöldið 6. april kl. 21 og stendur yfir helgina. Leitast er við að fá á sýninguna myndir eftir Kjarval frá Austur- landi eins og nafn hennar bendir raunar til. Menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson opnar sýninguna, og Björn Th. Björns- son listfræðingur flytur sama kvöld erindi um Kjarval, en Björn annast jafnframt uppsetningu myndanna. A laugardag kl. 14 verður dag- skrá I tengslum við sýninguna. Fyrriliður hennar nefnist „Kynni min af Kjarval”. Guðbrandur Magnússon fyrrum forstjóri tal- ar. Björn Th. Björnsson ræðir við hjónin Þórð Jónsson og Sigrúnu Pálsdóttur frá Borgarfirði eystra. Og Björn Guttormsson bóndi á Ketilsstöðum i Hjaltastaðaþinghá rekur kynni sin af listamanninum siðustu tuttugu árin, en i landi hans reisti Kjarval sér sumarbú- stað um 1950. Loks flytur kór Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs undir stjórn Magnúsar Magnússonar lag Sig- valda Kaldalóns við kvæði Þor- steins Þorsteinssonar, sem hann orti i tilefni 50 ára afmælis Kjar- vals. Siðari hluti héraðsvökunnar veröur 13.-15. april. A föstudags- kvöld 13. april verður dagskrá Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs. A laugardagskvöld verður Egils- staðahreppur kynntur i hreppa- kynningu og á sunnudagskvöld flytur Leikfélag Fljótsdalshéraðs Hart I bak eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri er Sigurgeir H. Frið- þjófsson. Alibleikjan úr Kolla- fjarðarstöðinni jafnvel betri en AAývatnssilungur Nú á næstunni geta húsmæður i Reykjavlk fengið alibieikju úr Kollafjarðarstöðinni I matinn. Verður að þessu sinni seldar um ein lest af bleikju, sem alin hefur veriö upp I tilraunaskyni. t fyrra fór um hálf lest af Kollafjarðar- bieikju á markað. — Þetta er tveggja til fjögurra ára gamall fiskur, sagði Þór Guð- jónsson veiðimálastjóri, og þyng- din svona eitt til tvö pund. Bleikj- an er kynjuð úr Hliðarvatni, en hefur verið kynbætt með úrvali i Kollaf jarðarstöðinni. Þessi bleikja er alin á þurr- fóðri, sem sett er saman eftir for- múlu Jónasar Bjarnasonar og nú framleitt i þurr- fóðurverksmiðju, er stofnuð hefur verið I Hveragerði. — Ég held, að þessi alibelikja okkar þyki mjög bragðgóð, sagði Þór enn fremur, og vist er það, að nafnkunnur Þingeyingur sagði við mig, að þetta væri bezta bleikja, sem hann heföi bragðað, jafnvel betri en Mývatnssilungur. Og það er nokkuö há einkunn, þegar hún er gefin af Þingeyingi. Fór sjólfur á kreik ÞAÐ gerðist I gær i Hafnarfirði, að tiu hjóla trukkur, sem stóð mannlaus á götu i Kinnahverfi, lagði sjálfur af staö og rann inn i garö við húsið Fögrukinn 19. Sem betur fór lét ferðinni þar lokið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.