Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 31. marz 1973. TÍMÍNN FRIÐUN FAXAFLÓA Greinargerð frá Útvegsmannafélagi Akraness Þann 13. marz sendi forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar- innar, Jón Jónsson fiskifræðing- ur, frá sér greinargerð sem svar við fréttatilkynningu Útvegs- mannafélags Akraness frá 2. marz s.l., i blöðum og útvarpi. Kennir þar margra grasa og virðist greinin einungis skrifuð til að þvæla málin. Hvað kemur t.d. fiskstærð á Skjálfanda við friðun ýsu og annars smáfisks i Faxaflóa? Eða alls konar fræði- kenningar um gróður á hafs- botni? Um það stóð deilan ekki. Nú er það stóri möskvinn, sem á að bjarga öllu. Af hverju þarf að friða uppeldisstöðvar ungfisks fyrir N.A. landi t.d. fyrir botn- vörpu, ef möskvinn i umdeildum veiðarfærum er nógu stór til að ungviðið sleppi, eins og JónJóns- son gefur i skyn? Hver er orsökin fyrir þvi, að fiskstofnar i Norður- sjónum ná sér ekki á strik, þrátt fyrir að botninum er sifellt rótað upp af dragnót og botnvörpu? Þar ætti vaxtarhraði fisksins að vera mikill eftir kenningum Jóns Jónssonar. Einkennilegt er að árangurinn lætur á sér standa, er það miður, því þá hefðum við jafnvel losnað við brezka veiðiþjófa úr landhelg- inni. Hér eru tvö dæmi um stóra möskvann: t grein sem Magnús Guð- mundsson, sjómaður skrifar i Morgunblaðið 15. júni 1972, segir m.a.: „Astæðan fyrir engri páska- hrotu i ár og lélegri veiði sunnan- lands er sú, að sá fiskur, sem átti að ganga i ár var til þess að gera allur drepinn á árunum 1968 og 1969”, siðar i greininni segir: „Togað var að mestu við hafis- jaðarinn og innan um isinn, þar sem hægt var að koma þvi við. í&\ián 1 | bekkir % til sölu. — Hagstætt verð. Sendi i kröfu, ef óskaÐ er. I j Upplýsingar aö öldugötu 33 j simi 1-94-07. .J Þarna voru drepnir tugir el ekkr hundruð milljóna af smáfiski þessi ár, eingöngu smafiskur. Svo smár var hann að þegar skipin tóku trollið ánetjaðist fiskurinn við skipshlið, svo 15 til 20 sm fiskur flaut allt i kringum skipin”. A s.l. sumri skýrðu starfsmenn ferskfiskmatsins i Reykjavik m.a. frá þvi i sjónvarpinu, að talsverð brögð væru að þvi að smáýsa, sem bannað væri að hirða, væri i afla togbáta við suðurströndina, jafnvel umtals- verður hluti aflans,sem landað var i sumum tilvikum. Hér eru aðeins tvö dæmi, sem hafa komið i fjölmiðlum, en hvað eru þau mörg, sem ekki hafa komið? Eitt- hvað virðist stóri möskvinn hafa látið sig þarna. Hvað myndi gerast ef Faxaflóa yrði lokað fyrir dragnót og botn- vörpu árum saman? Hér segir einn fiskifræðingur álit sitt á þvi, en grein hans birtist i Ægi 8. tbl. 1956 og ber nafnið: „Arangurinn af friðum ýsunnar i Faxaflóa”. Þar segir m.a.: „Ýsan er sú teg- und isl. nytjafiska er sýnt hefur einna greinilegustu merki um of- veiði. Um það eru allir sérfræð- ingar sammála, jafnt innlendir sem útlendir"....Faxaflói hefur löngum verið talinn eitt þýðingar- mesta uppeldissvæði ýsunnar hér við land”... „Argangaskipunin siðan 1953 sýnir okkur hins vegar hin heillavænlegu áhrif friðunar- innar, fiskurinn eldist og stækkar þar til hann hefur náð kyn- þroskaaldri og leitar út úr flóan- um til þess að auka kyn sitt. Hér er að skapast stofn sem er alger lega frábrugðinn hinum ofnýtta ýsustofni Norðursjávarins, þar sem fiskur eldri en 5 ára er sjald- gæfur”.......Aukning meðal- lengdarinnar sýnir mjög jákvæð- an árangur friðunarinnar, hver einstaklingur er orðinn stærri og verðmeiri fiskur þegar hann veiðist. Má orða þetta svo, að hér sé verið að nýta framleiðslugetu flóans á allt annan og fullkomnari hátt en áður var gert. Með þvi að leyfa stofninum að dveljast á uppeldissvæði sinu til 5 ára aldurs i stað þriggja, er hægt að fá fisk, sem er 55 sm i stað 30 sm og er þvi hér um að ræða þyngdaraukningu Hagstæð bókakaup Á undanförnum árum hefur Sögusafn Heimilanna gefið út gamlar skemmtisögur, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá almenningi. Bókum þessum hefur verið mjög vel tekið og eru margar þeirra að verða uppseldar. Nú hefur útgáfan ákveðið aðgera þeim tilboð, sem vildu eignast allar bækurnar ellefu að tölu. Tilboðið hljóðar upp á kr. 5.000.00 og eru þeir, sem vildu sinna þessu beðnir að senda nafn og heimilisfang ásamt kr. 5.000.00 til Söfusafns Heimilanna, Póst- hólf 1214, Reykjavik.og fá þeir þá sendar bækurnar um hæl. í kaup- bæti fá þeir að velja sér aðra þeirra tveggja bóka, sem koma út i bókaflokknum i haust. Eftirtaldar bækur eru komnar út i bókaflokknum Sigildar skemmtisögur: 1. Kapitóia eftir E.D.E.N. Southworth. 2. Systir Angela eftir Georgie Sheldon. 3. Ástin sigrar eftir Marie Sophie Schwartz. 4. Heiðarprinsessan eftir E. Marlitt. 5. Aðalheiður eftir C. Davies. 6. Vinnan göfgar manninn eftir Marie Sophie Schwartz. 7. Af öllu hjarta eftir Charles Garvice. 8. Gull-Elsa eftir E. Marlitt. 9. Golde Fells leyndarmálið eftir Charlotte M. Braeme. 10. örlög ráða eftir H. St. J. Cooper. 11. Kroppinbakur eftir Paul Féval. Og væntanlegar eru á þessu ári: 12. Kynleg gifting eftir Agnes M. Fleming. 13. Arabahöfðinginn eftir E.M Hull. Bækurnar eru allar innbundnar i vandaö band Þetta hagstæða tilboð stendur aðeins skamman tíma, þvi að margar af bókunum eru senn á þrotum. Útfyllið eftirfarandi pöntunarseðil og sendið útgáfunni: Nafn Heimilisfang---------------------------- óskar eftir að fá sendan bókaflokkinn Sigildar skemmtisögur, ellefu bækur frá Sögusafni Heimilanna og fylgir hér með kr. 5.000.00 i ábyrgðarbréfi. 1 kaupbæti óska ég eftir að mér verði send strax og út kemurOKynleg giftingO Arabahöfðinginn. (Setjið X i reitinn fyrir framan þá bók, sem þér óskið eftir). Sögusafn heimilanna Pósthólf 1214 — Reykjavik frá 300 g i tæp 2 kg eða tæplega sjöfalda aukningu. Við óbreyttar aðstæður gefur þvi jafnsterkur stofn sjöfalt meiri afrakstur en áður”.....Þá er greinilegt að ýs- an leitar út úr Faxaflóa þegar- hún hefur náð kynþroskaaldri og af þeim sökum engin hætta á, að Faxaflói fyllist af gamalli ýsu engum til gagns. Af þvi sem að framan er sagt er ljóst, að árang- urinn af friðun ýsunnar á Faxa- flóa er með miklum ágætum”. Sami fiskifræðingur skrifar i Ægi 1. tbl. 1956, grein sem nefnist „Er ýsan staðbundin i Faxaflóa?” 1 greininni segir m.a.: „Eins og taflan ber með sér hafa tæp 60% endurheimtanna úr merkingunni 1955 fengizt utan Faxaflóa”.....,Þessar tölur tala sinu skýra máli gegn þeirri full- yrðingu andstæðinga okkar i friðunarmálum, að verið sé að gera Faxaflóa að einhvers konar „elliheimili” og að fiskurinn lifi þar og deyi engum til gagns”. Fiskifræðingurinn sem þannig skrifaði 1956, var einmitt Jón Jónsson, og virðist hann nú held- ur betur hafa söðlað um. Nú segir hann m.a. að vegna þess hvað miklar sveiflur séu i ýsustofninum og stundum mis- heppnað klak, se bezt að hafa nán ast enga reglu um veiðarnar. Það hefur sýnt sig, að þegar Faxaflói hefur verið iokaður ár- um saman, þannig að „fram- leiðslugeta flóans” er nýtt eins og eftir 1950, stóreykst ýsuaflinn á fiskimiðum landsmanna, jafnvel togararnir fengu stórhöl af stór- ýsu sunnan við landið i lok hins umrædda friðunartimabils. Þannig höfðu allar tegundir veiðiskipa gagn af friðuninni, enda sýndi heildarýsuafli landsmanna það ótvirætt. Við förum þess á leit við aðra fiskifræðinga, að þeir segi álit sitt á þesu máli, t.d. hvers vegna verið sé að friða smáýsu á rækju- slóðum i Miðnessjó ef hún er svo drepin i dragnót ári seinna i Faxafióa. Að lokum viljum við segja þetta. 1 dag stendur baráttan um hvort siðustu fiskistofnunum i N.A.-hafi, þ.e við tsland, verður eytt eða ekki. Itæningjaflotar frá tveim þjóðum veiða m.a. i is- lenzkri landhelgi i dag þessa fisk- stofna, i okkar óþökk. Getur það verið að græðgi og skammsýni okkar tslendinga sé slik, að við lofum ekki ungviði frá þessum fiskstofnum að vaxa upp i friði i flóum og fjörðum okkar lands, fiskstofnum sem öldum saman hafa lifað hér i nábýli við forfeður okkar og verið lifsbjörg þjóðarinnar um aldir? Nei, ef við þurfum að beita þeim veiðarfær- um, sem verst hafa reynzt ung- fiski, eða þar sem ungfiskur elst upp, hreinlega til að eyða stofnin- um, væri það ófyrirgefanlegt. Við eigum að hugsa með hlýhug til þessara gömlu fiskistofna okkar og þakka þann ómetanlega auð, sem þeir hafa gefið þjóðinni og gera enn i dag. Akranesi 19. marz 1973. Útvegsmannafclag Akraness. Þetta par, sem nýlega tók þátt 1 danskeppni I Kaupmannahöfn, sýnir á skemmtuninni á Sögu. BASAR OG FJÖL- SKYLDUSKEMMT- UN HRINGSINS verður á Hótel Sögu annan sunnudag JGK—Reykjavík. —> Sunnudag- inn 8. april n.k., eða annan sunnu- dag heldur kvenfélagið Hringur- inn páskabasar i Súlnasal Hótel Sögu og hefst hann klukkan tvö. Verður þar á boðstólum ýmis handunninn páskavarningur, sem Hringskonur hafa sjálfar gert og unnið að i allan vetur. Auk bas- arsins verður haldin fjölskyldu- skemmtun, sem hefst kl. 3 og verða þar fjölmörg skemmtiat- riði, m.a. sýna nemendur dans- skóla Hermanns Ragnars, fjórtán fóstbræður syngja og haldin verður tizkusýning, sýnd verða föt frá Parinu og tslenzkum heimilisiðnaði. Kynnir verður Hermann Ragnars. Allur ágóði rennur til barnaspitalasjóðs Hringsins. Hringurinn hefur á undan- förnum árum rekið barnaspital- ann og nú eru nýkomin til lands- ins blóðrannsóknatæki, sem Hringurinn hefur fest kaup á og sett verða upp i barnaspitalanum og munu þessi tæki vera hin fyrstu sinnar tegundar, sem tekin eru i notkun hérlendis. Hringur- inn hvetur foreldra til að mæta með börn sin á Sögu á sunnudag- inn og styðja þannig gott málefni. Þess skal getið að basarmunirnir verða til sýnis i Álafossgluggan- um i Bankastræti um helgina. Tíminn er 40 siður alla laugardaga og sunnudaga. — Askriftarsíminn er 1-23-23 JER Jón E. Ragnarsson LÖGMAÐUR Laugavegi 3 • Sími 17200 P. O. Box 579, /•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.