Tíminn - 29.04.1973, Side 7

Tíminn - 29.04.1973, Side 7
Sunnudagur 29. april 1973. TÍMINN 7 Ebeneser Asgeirsson, forstjóri Vörumarkaöarins hf. Frá álnavörumarkaðinum, sem er á 3. hæö Vörumarkaöarins ásamt sængurfatnaði. Vörumarkaðurinn opnar 1967 Þessi nýja verzlun var með dálitð öðru sniði, en venja er um matvöruverzlun. Ef fólk keypti nokkurt vörumagn, fékk það magnafslátt. Vara var yfirleitt seld i stærri einingum og þannig komizt hjá ýmsum almennum til- kostnaði matvöruverzlana. Fólkið kaupir hér kort á kr. 900 og fær siðan afgreiddar vörur fyrir kr. 1000. Þetta varð strax vinsælt verzlunarform og viðskiptin fóru vaxandi. Gert var ráð fyrir, að menn keyptu hér einkum þær vörur, er hentugt er að kaupa i stærri skömmtum. Vörumarkaðurinn hætti siðan við heimilistækjadeild og hús- gagnadeild á 2. hæð hússins, þar sem seld eru Electrolux — rafmagns — heimilistæki, alls konar búsáhöld og húsgögn. A 3. hæð varð siðan deild fyrir álna- vöru, áklæði og sængurfatnað. Þar eru einkum seld kjólefni og handhæg snið fyrir þá sem sjálfir sauma fötin sin. Hin nýju fatasnið gefa heimilunum áður óþekkta möguleika til að sniða og sauma tizkufatnað. Þarna seljum við lika acryl-sængur og dralonsængur, sem nú ryðja sér til rúms, þvi þær má þvo, og i samhengi við það, seljum við efni i sængurföt, en þar hafa einnig orðið til nýjungar,sem gera þvott og frágang auðveldari en áður var. Þessi verzlun er með almennu sniði. 1 húsgagnadeildinni er veittur 10% staðgreiðsluafsláttur nema Texti: Jónas Guðmundsson AAyndir: Gunnar V. Andrésson af innfluttum húsgögnum, en þar er álagningin svo lág að það er ekki hægt. Hins vegar veitum við þar 5% afslátt gegn staðgreiðslu. Báðar þessar deildir hafa náð vinsældum fyrir verð, gæði og fallegar vörur Eru vörurnar ódýrari? — Þvi hefur verið haldið fram opinberlega, meðal annars af fyrrverandi formanni Kaup- mannasamtaka Islands, að það sé blekking, að fyrirtæki geti selt vörur á lægra verði, en almennt gerist i verzlunum? Allt tal um afsláttarkort sé aðeins blekking. — Já. A sinum tima svaraði ég þessu og sýndi fram á,að fólk fær raunverulegan afslátt hjá okkur. 1 öllum tilfellum erum við fyrir neðan leyfð verðlagsákvæði. Þetta getur hver og einn kynnt sér, sem vill gera samanburð. Menn hafa reynt að koma þvi inn hjá fólki, að hér sé ekki betra verð en annars staðar, en við höfum mikið af föstum viðskiptavinum, sem hér koma reglulega og þeir kæmu ekki hérna og keyptu, ef þetta hefði við rök að styðjast. — Á hverju byggist þetta þá? — Það verður að gæta mikilla hygginda i innkaupum. Veltu- hraðinn verður að vera mikill og tilkostnaður i lágmarki. Hillur og hillukerfi, ásamt rán- dýrum verzlunarinnréttingum, sem flestar búðir eru með, sjást ekki hér. Hér standa vörurnar yfirleitt i kössum. Við brjótum ekki niður i smá einingar, eins og tiðkast i öðrum verzlunum. Til dæmis skiptum við eplakassa, eða appelsinukassa yfirleitt i fjóra jafna hluta, en pökkum ekki inn i neytendaumbúðir 2-3 eplum, svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna er dreifingarkostnaður vörunnar raunverulega minni, en þar sem verzlað er á hefðbundinn hátt. 1 upphafi gerðum viö ráð fyrir að fólk kæmi hér aðeins i örfá skipti á hverju ári til að byrgja sig upp með ákveðnar vöru- tegundir, eða til stærri innkaupa, en reynslan er hins vegar sú, að flestir koma hér einu sinni, tvisvar i mánuði til að verzla. Það má þvi segja að fólkið hafi orðið að læra að verzla hér, alveg á sama hátt og við höfum orðið að læra þennan verzlunarmáta lika. Það var ekki farið eftir neinum sérstökum fyrirmyndum, hvorki innlendum, né erlendum við stofnun verzlunarinnar, þótt siðar hafi komið i ljós að svipuð fyrir- tæki eru rekin erlendis. Vöruvalið hefur lika aðlagazt þörfum viðskiptavinanna. Við seljum allar algengar matvörur. Við seljum þó ekki kjöt, fisk, 'eða mjólkurvörur ennþá, en það er aðeins vegna skorts á húsrými. 1400 fermetra húsnæöi Vörumarkaðurinn hf. er hluta- félag, eins og nafnið bendir til og er i eigu fjölskyldu minnar. Ragnheiður dóttir min starfar við fyrirtækið og einnig sonur minn Asgeir. Annað starfslið er ekki i hópi eigenda. Verzlunarrýmið er 1500 fer- metrar á þrem hæðum og er þegar orðið alltof litið. Viö getum byggt við hér á baklóðinni um 1400 fermetra hús og höfum þegar greitt nauðsynleg leyfi, en okkur hefur ekki enn tekizt að afla fjár- magns til að koma upp húsi, enda þótt börf okkar sé brýn. Hjá fyrir- tækinu starfa nú 15 manns og ég vil leggja á það áherzlu aö við höfum mjög gott starfslið. Hér vinna allir eins og þetta væri þeirra eigin fyrirtæki. Skrifstofu- stjóri og prókúruhafi er Andrés B. Sigurðsson. Hann kom til okkar beint úr viðskiptadeild háskólans Hluti af matvöruverzluninni. Þarna er oft þröng á þingi. Hér geta menn keypt allar helztu matvælategundir með afslætti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.