Tíminn - 29.04.1973, Side 8
og hefur reynzt afbragðsvel, og
stjórnar hann bókhaldi og rekstri
á peningalega sviðinu.
Ragnheiður dóttir min, hefur
siðan hún lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskólanum, verið hér
innkaupastjóri og hún kaupir
allar vörur inn fyrir Vörumark-
aöinn.
Við kaupum vörur bæði frá
heildsölum og einnig beint frá
útlöndum. Ég hef reynt að leggja
áherzlu á góð kaup f niðursoðnum
og ferskum ávöxtum erlendis frá.
Við bjóöum til sölu öll þekktustu
erlend vörumerki i matvælum, og
við kaupum mikið af innlendum
iðnfyrirtækjum, eins og til dæmis
hreinlætisvörur og niöursuðu-
vörur.
Engir bananar
— Eru nokkur brögö um að
fyrirtæki vilja ekki skipta við
ykkur, af þvi að þið seljið með
þessum afslætti?
— Nei, ekki höfum við orðið vör
við það. Yfirleitt skilja menn, að
þetta er sérstök verzlun og þjónar
á sérsviði. Ég held að enginn neiti
okkur um vörur, nema. Banana-
salan, sem vill ekki selja okkur
nema við endurseljum á sama
verði og aðrar verzlanir gera.
— Hvað er það sem mestu máli
skiptir, svo unnt sé að reka svona
verzlun?
— bað er veltuhraðinn. Heildar
vörusala okkar nam á siðasta ári
um 112.000.000 kr. Fyrstu þrjá
mánuöi þessa árs hefur aukningin
numið 63 af hundraði. Þaö stafar
held ég fyrst og fremst af þvi, að
viö erum smám saman að finna
út réttu vöruflokkana fyrir svona
sérverzlun og fólk er fariö að sjá,
að þaö er ekki allsstaðar sama
vöruverð i bænum.
— Má ekki gera ráö fyrir
aukinni samkeppni á þessu sviði?
— Jú vafalaust. En hins vegar
geta svona verzlanir ekki komið
að fullu i staöinn fyrir venjulegar
verzlanir. Ef of margir fara út á
sömu braut, er hætt við aö þetta
detti allt um sjálft sig.
— Er aðeins selt gegn stað-
greiðslu?
— Lánsviðskipti eru aðeins i
heimilisrækjum og á húsgögnum.
Hlutfallið i lánsviðskiptum hlýtur
þvi að vera mjög svipað hjá okkur
og öðrum, sem selja húsgögn og
raftæki.
Sérstök húsgögn
Húsgögnin hjá okkur eru dálitið
á öðru sviði, en hjá öðrum hús-
gagnaverzlunum. Við látum sem
mest framleiða fyrir okkur
ákveðnar gerðir húsmuna og hafa
þær notið mikilla vinsælda, eru i
takt við smekk fólksins og þarfir.
Hjá okkur starfar ungt fólk og það
mótar auðvitað vöruvalið og
stöndum við i mikilli þakkarskuld
við það. bótt menn séu reyndir i
verzlun og viöskiptalifinu, verða
með einhverjum hætti að skapast
nauðsynleg tengsl við almenning,
smekk hans og kröfur. Verzlunin
-V '■. .
Séð yfir hluta af húsgagnadeildinni i Vörumarkaðinum hf.
endurnýjast þvi meö nýju starfs-
fólki, og nýjum timum.
— Að lokum vil ég segja þetta.
Vörumarkaðurinn er verzlun að
nýrri gerð. Tilraun til að koma til
móts við það fólk, sem vill — og ef
til vill þarf, að beita hagsýni viö
kaup á neyzluvörum. Fyrirmynd-
ir að þessari verzlun voru engar
til, þegar við hófum reksturinn.
Það hefur oft verið langur vinnu-
dagurinn hjá okkurhérna ogefvið
hefðum ekki verið eins heppin
með fólk og viðskiptavini, sem
raun varð á, hefði ekki tekizt að
koma þessu i kring. Sjálft
rekstrarformið, hin sifellda við-
leitni til að fá vörur og selja vörur
ódýrar en aðrir, hefur orðið til
þess, að beina viðskiptum okkar i
att til ákveðinnar þróunar.
Framleiðendur og heildsalar
bjóða okkur ekki dýrar vörur, og
það er oft hringt til okkar, ef
kostur er á hagstæðu veröi. Þessi
verzlunarmáti hefur þegar
sannað gildi sitt á hinu
afmarkaða sviði, sem honum var
i upphafi ætlað. Sumsé hefur
örvað seljendur til að bjóða hag-
stætt vöruverð og kaupendur til
að kynna sér mismunandi verð-
lag á hinum ýmsa varningi, sem
boðinn er til sölu, Og gæðin eru
sizt minni hjá Vörumarkaðinum,
hf. en hjá öðrum verzlunum, vil
ég fullyrða. jg
Búsáhaldadeildin ermjög fögur og sérkennileg. Þarna eru margir listrænir búshlutir seldir.
mmmmmmmmmmmmmi
:rV
&
I
C'C'i
&
tVr':.
• v:
v,
0
i. *
Tilkynning
Þeir, sem telja sig eiga bila á geymslu-
svæði „Vöku” á Ártúnshöfða, þurfa að
gera grein fyrir eignarheimild sinni og
vitja þeirra fyrir 14. maí. n.k.
Hlutaðeigendur hafi samband við
afgreiðslumann ,,Vöku” að Stórhöfða 3,
og greiði áfallinn kostnað.
Að áðurnefndum fresti liðnum verður
svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir, á
kostnað og ábýrgð eigenda, á sorp-
hauga, án frekari viðvörunar.
Reykjavik, 27. april 1973.
'íW- •
%)
g
&
; *-r
'A
U
M
sKj
y-
v > .*
W’,
Gatnamálastjórinn i Reykjavik.
Iireinsunardeild.
Electrolux raftæki hjá Vörumarkaðinum. Þau eru sænsk, en framleidd um allan heim. Vörumarkaður-
inn hefur haft umboð fyrir þessa raftækjategund f áratug. Electroluxheimilistækin eru alla vega lit og
mjög glæsileg.