Tíminn - 29.04.1973, Síða 10

Tíminn - 29.04.1973, Síða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 29. april 1973. Annc Aker sýnir okkur aö enn er nógur snjór i Geilo „Nú borgar fólkið fyrir að halda við heilsunns" segir Walshovd hóteleigandi á Geilo ENN SEM komið er, getur aðeins að finna eina sundlaug, sem er i tengslum við hótel á ís- landi. 1 skiðastaðnum Geilo i Noregi eru niu sundlaugar, sem byggð- ar hafa verið við hótelin þar, þrátt fyrir að ekk- ert hveravatn geti að finna þar. Bardöla hótel heitir vinsælasta hótelið i Geilo um þessar mund- ir. Þar er nú nýlokið byggingu innisundlaug- ar, að stærð 14x8 metrar og að auki er smá skot út úr lauginni, sem er ætl- að ósyndum börnum. Sundlaug þessi er mjög skemmtileg, kringum alla laugina eru teppi á gólfum, og það sem ger- ir það mögulegt að hafa teppi á gólfunum er.að þarna er húsið hitað upp með leiðslum, sem liggja i gólfinu, og þess vegna þorna teppin jafn- óðum. Þá eru borð og stólar meðfram lauginni og stórir gluggar eru á þeirri hlið sundlaugar- hússins, sem snýr út að garðinum. Við annan laugarbakkann er full- komin háfjallasól og þar inn af mjög gott „trimmherbergi.” — Jú, vist var þetta dýr fram- kvæmd, sagði eigandi hótelsins að nafni Egil Walshovd, er við ræddum við hann. En ef maður á að fá ferðamennina hingað, þá verður aðstaðan að vera góð. — Egil segir okkur, að hann hafi keypt Bardöla siðast á árinu 1964, og þá hafi staðurinn aðeins verið „pensjonat”, en nú að tólf og hálfu ári liðnu er staðurinn orðinn að stærsta hótelinu. Geilo með 220 manna gistirými á hótelinu og fyrir utan hótelið standa smáhýsi, sem taka 50 manns. — Við höfum fært út kviarnar á hverju ári og þegr maður lftur til baka.þá hefur þetta gengið vel segir Egil. 1 fyrra höfðum við 36 þúsund gestanætur, sem þýðir að hér hafa verið um 100 manns að meðaltali. Af þessum fjölda hafa 2/3 hlutar verið Norðmenn, en 1/3 útlendingar. Þeir útlending- ar, sem hingað koma eru Eng- lendingar, Hollendingar og Þjóð- verjar yfir sumartimann, en yfir vetrartimann sækja Sviar, Danir og Þjóðverjar hingað mest. Fyrir nokkrum árum voru Englending- arnir fjölmennastir á Geilo, en vegna gengisfellinga og óhag- stæðrar stöðu pundsins hefur þeim fækkað mikið, og við höfum ekki enn fyllt i það skarð, sem kom við fráhvarf Englending- anna. — Hvort eru vetrar- eða sumar- mánuðurnir betri? — Vetrarmánuðurnir eru mikl- um mun betri, það er ekki af þvi, að þá komiflestir ferðamennirnir, heldur vegna þess, að þá kemur hingað mesta peningafólkið. Fólk, sem skilur eitthvað eftir i Geilo. Ferðamannastraumurinn hefur aukizt mikið yfir sumar- mánuðina, en þetta er mikið fólk, sem er á leið til vesturstrandar Noregs, og dvelur hér i einn eða . . - Egil Walshovd ásamt syni slnum á barmi sundlaugarinnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.