Tíminn - 29.04.1973, Side 15
Sunnudagur 29. apríl 1973.
TÍMINN
15
Jón Pálsson.
ir — en hann eygði framtið í
þessu landi — og minni fjölskyldu
varð ferðin hingað vestur bjarg-
ræðisleið.
— Málið? Ég veit það ekki. Hjá
okkur, sem fórum á skóla, kom
það strax. Sumt af fólkinu, sem
að heiman kom, lærði aldrei
málið. Þess þurfti ekki hér i
byggðinni. Fólkið var allt islenzkt
fyrstu 25 árin, eða fram um alda-
mótin siðustu að Mið-Evrópufólk-
ið flutti inn. Engir teljandi erfið-
leikar urðu i sambandi við komu
þessara útlendinga, — aðeins
smáýfingar fyrst, en þær eru nú
löngu úr sögunni. Þetta fól er ekk-
ert ólikt okkur og það hefur nú
blandast okkar þjóð. Hér eru
engir Fransmenn að gera okkur
lifið leitt.
— Minn búskapur gekk furðu
vel. En ég hafði talsvert heilsu-
leysi i fjölskyldu minni, sem olli
erfiðleikum. Börnin voru fimm,
elzti drengurinn er dáinn fyrir
tveimur árum. Konan mín var
Una Friðný Jónasdóttir, bónda i
Djúpadal i Geysibyggð. Voru
foreldrar hennar ættaðir úr
Skagafirði.
Ég hef aldrei verið veiðimaður,
hvorki á vatni eða i skógi. Akur-
yrkja og búfjárrækt hefur verið
min lifsiðja og svo hef ég tekið
þátt i ýmsum félagsmálum. Hér
voru safnaðarfélög, bændafélög
o.fl., allt sniðið eftir þekktri is-
lenzkri fyrirmynd.
Faðir minn var einn af stofn-
endum rjómabús i Arborg. Ég
var þar siðan lengi i stjórn. Fyrir
tveimur árum fékk ég svo
heiðursfélagaskjal frá þessari
stofnun. Mér þótti vænt um það.
Þessi viðurkenning var vel meint
og ég vona verðskulduð. Dálitið
hef ég fengizt við að kenna börn-
um islenzku og vekja hjá þeim
áhuga á islenzkum fræðum og hef
starfað hér nokkuð að þjóðrækn-
ismálum á öðrum sviðum.
Ég les talsvert islenzkar bækur.
Siðan ég kom hér á Betel hef ég
lesið talsvert fyrir fólkið, sögur,
ljóð og hvað annað, sem ég hef
getað til tint. Við systkinin töluð-
um öll islenzku. Það gera einnig
börn min og sum barnabörn. Ég
álit að það geti hjálpað manni til
að iæra enskuna, og kunna vel
islenzkuna. Mér hefur fundizt það
mikils um vert að halda við is-
lenzkunni. Það hlýtur að vera
meira virði að geta talað tvö
tungumál en eitt — islenzkan er
lika stofnmál.
— Allt hið islenzka var heilagt
fyrir okkur. Við höfum viljað
varðveita það svo vel sem við
höfðum tök á. Og þetta er ennþá
svo fyrir eldri kynslóðinni. Þeir
yngri hafa á þessu mismikinn
áhuga.
Ég byggði mitt hús i Geysi-
byggð árið 1939. Um það leyti
bættu margir húsakost sinn. Þá
var byggingamátinn eingöngu
stilaður upp á þægindin — lifs-
þægindi — en engan iburð. Húsin
eru ekki stór, en rými þeirra vel
nýtt og öllu haganlega fyrir kom-
ið. Sonarsonur minn er nú að
kaupa þetta hús og setjast að á
landinu. Ég held, bændur hér
geti haft það gott. Landið er frjó-
samt. En fyrir kornræktina er
tiðarfarið oft erfitt. Vorkuldar
eru hættulegir ungum gróðri — og
næturfrost getur komið i hverjum
sumarmánuði.
Dollarinn hefur alltaf verið
gjaldmiðill, sem hægt er að
treysta og nýtist vafalaust tals-
vert betur en islenzka krónan. Nú
telst það engin afkoma, þó maður
sé skuldlaus. Bóndi hér verður að
hafa mikil umsvif og stór lönd, —
margar jarðir mundi vera sagt
heima á Islandi.
1 þrjátiu og fjögur ár sá ég um
grafreit hér i byggðinni. Og við
eftirgrennslan kom það i ljós, að
ég hafði verið einn af þrem skráð-
um eigendum að hluti þeim, sem
tekinn var undir grafreitinn.
Þegar svo hinir tveir voru báðir
dánir var ég einn eftir til að lýsa
þessum eignarrétti. En nú
langaði mig ekkert til að eiga
reitinn. Ég vildi að fólkið sjálft
væri eigendur hans og hefði þar af
allan veg og vanda. Ég fór þvi á
stúfana, heimsótti öll heimili i
byggðinni og talaði um þetta.
A fjölmennum fundi fólksins i
byggðinni var svo mál þetta til
lykta leitt og ég afsalaði þessari
eign minni i hendur fólksins og er
það siðan byggðarreitur.
— Ég gerist nú gamall og hverf
sjálfsagt innan tiðar til feðra
minna, — en svo lengi, sem ég fæ
tungu hrært mun ég taka mér i
munn mál ættlandsins og hreimur
þess láta mér blitt við eyra.
— Þ.M.
A ferð um Geysisbyggð