Tíminn - 29.04.1973, Síða 26

Tíminn - 29.04.1973, Síða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 29. april 1973. Umsjón: Alfreð Þorsteinssoní BILL SHANKLY.......framkvæmdastjóri Liverpool sést hér I einni af sinni frægu stellingu. Hann er alltaf mel) munninn opinn, enda hálfgerður smellikjaftur. ,,Nei, lítið á • X •• X • vv miðvorðinn Það er eins og hann hafi verið að skemmta sér í nótt, kallaði Shankly eitt sinn til manna sinna EINN umtalaðasti framkvæmdastjóri enskrar knattspyrnu er tvimælalaust Billy Shankly, hinn litli fram- kvæmdastjóri Liver- pool. Um hann hafa verið sagðar margar sögur, sem eru orðnar þjóðsögur i enskri knatt- spyrnu. Shankly er éinn mesti orðhákur og virðist hann alltaf vera með munninn opinn. Enda segja menn, að hann sé örugglega með hann á réttum stað. Tommy Smith, fyrirliði Liverpool, ætlar sér að segja okkur nokkrar stuttar sögur af Bill Shankly og við skulum þvi gefa Tommy orðið: ,,Sulla i sig bjór á leiðinni” Bill Sankly er vanalega i glerklefa þegar hann fylgist með okkur leika á Anfield. Glerklefi þessi er staðsettur við dyrnar, þar sem leikmenn liðanna hlaupa inn á völlinn. Hann lætur alltaf dyrnar standa opnar fyrir leiki og þegar andstæðingarnir hlaupa inn á völlinn, þá á hann til með að standa i dyrunum og kalla til okkar, þegar andstæðingarnir hlaupa inn á: „Þetta verður allt i lagi strákar, þeir líta út eins og þeir hafi verið að sulla I sig björ á leiðinni. Nei, litið á miðvörðinn, það er eins og hann hafi verið að skemmta sér I nótt”. „Ætlaði að skrifa til Kreml”. Eitt sinn vorum við að leika I Evrópukeppninni i Rúmeniu. Við vorum staddir á hóteli og pöntuðum okkur kók — okkur var sagt að það væri ekkert kók til og þótti okkur það nokkuð einkenni- legt þvi við sáum fullan kók-kassa i eldhúsinu. Þegar Shankly var sagt þetta, þá varð hann mjög reiður, æddi niður i eldhús, náði I allt starfsfólkið og hótelstjórann. Hann hellti sér yfir mannskapinn og hótaði að skrifa til Kreml og láta sjá til, að allt starfsfólkið yrði sent I saltnámur i Siberiu. Eftir þetta varð þjónustan mjög góð og við fengum eins mikið ,,kók” og við gátum drukkið. „Hefur gaman af að tala um sjálfan sig” Það kemur oft fyrir, þegar við ætlum að hafa það huggulegt um eftirmiðdag, að Shankly kalli okkur saman á fund. Hann talar þá ekki um leikaðferðir. Heldur um, hvað við ættum að borða, hvernig við ættum að sofa og svo framvegis. Þá hefur hann einnig gaman af að segja frá sjálfum sér og hvað hann var góður i knatt- spyrnu. Einnig rifjar hann upp einstaka leiki, sem hann hafði leikið og hvernig hann fór að þvi að tæta i sundur varnir and- stæðinganna. Ef við tækjum allar þessar sögur hans alvarlega, þá væri hann örugglega búinn aö leika knattspyrnu i um 70 ár og væri jafnvel enn að leika. „Hótaði að slá tenn- urnar úr markverði”: Við vorum einu sinni að leika knattspyrnu i sumarfrii i Bandarikjunum, þar sem við tókum þátt i móti. Okkur tókst að komast i úrslit gegn þýzku liði. Þjóðverjarnir vildu ekki leika með plasthúðuðum bolta, heldur vildu þeir leðurbolta. Dómarinn var á öðru máli og lét leika með plasthúðuðum bolta. 1 hita leiks- ins, skipti markvörður þýzka liðs- ins um bolta, svo að enginn tók eftir þvi nema Shankly. Þegar hann sá markvörðinn skipta, hljóp hann inn á völlinn, réðist á markvörðinn og hótaði að rota hann og slá út úr honum tenn- urnar. Áhorfendur ætluðu að kafna af hlátri, þvi mark- vörðurinn var yfir 2 m. á hæð um 160 kg. á þyngd og breiður eins og dyrá vöruskemmu. Þess má geta að Shankly er um 160 cm. á hæð og mjög grannur. „Hoppaði á gleraug- um”: Við voruin einu sinni sem oftar að leika á Anfield og var þá Shandly inn I glerklefanum sinum. Við hliðina á klefanum var áhangandi andstæðinga okkar og lét hann öllum illum látum og öskraði gifurlega. Þetta fór i taugarnar á Shankly. Og þegar hann sá öskurapann, sem var með gleraugu — missa þau af sér, stökk Shankly út úr gler- klefanum. Hann var fljótari en öskurapinn, náði i gleraugun, tók þau og hoppaði á þeim. Oskur- apinn steinþagði eftir þetta. Var það ekki nema von, hann sá ekki hvað var að ske á vellinum. LIVERPOOL AFTUR KOMIÐ Á TOPPINN Lítið á Liverpool-liðið. Hvað sjóið þið? Þið sjóið heilt lið af baráttumönnum, kraft, leikni, vinnu, æsku, þol og reynslu, blandað saman HINN SNJALLI framkvæmdastjóri Englands- meistaranna nýkrýndi Bill Shankly, lét hafa það eftir sér fyrir tveimur árum, að það væri ekki langt þangað til að hann kæmi með lið, sem myndi vinna alla titla i knattspyrnu, sem hægt væri að vinna. Þá sögðu menn að þetta væri bara elliraup i honum. Nú muna menn þessi orð Bill Shanklys, þegar allt gengur vel hjá hinu snjalla Liverpool-liði. Liver- pool-liðið var krýnt Englandsmeistaratitlinum i gær og á miðvikudagskvöldið tryggði liðið sér rétt til að leika til úrslita i UEFA-bikarkeppni Evrópu- liða. Bill Shankly hefur náð frábærum árangri með Liverpool-liðið. Síðan Liverpool sigraði 2. deildina 1961-1962, hefur það aldrei lent fyrir neðan áttunda sæti i 1. deildinni. Þrisvar hefur það orðið Englandsmeistari 1964, 1966 og nú i ár 1973. Þá hefur liðið orðið einu sinni bikarmeistari, sigraði Leeds eftir spennandi úrslitaleik 1965. Leiknum lauk 2:1 i framlengingu. Likmenn Skotans Bill Shankly voru beztir á þessum tima, menn eins og Stevenson, Milne, Byrne, Hunt, St. John Yeats, Lawrence og Strong, svo einhverjir séu nefndir. Shankly var gagnrýndur 1968 fyrir að yngja lið sitt ekki upp, sömu leikmennirnir, sem væru orðnir gamlir, léku með þvi ár eftir ár. Árið 1969 gerði svo Shankly miklar breytingar, hann setti gömlu mennina út og kom með nýja menn i staðinn. Þá hófst svo kallað breytingatimabil hjá Liverpool. Mikið var um meiðsli hjá Liverpool keppnistimabilið 1970-1971 og háði það mjög — i liðinu léku meiddir leikmenn, reyndir leikmenn settir út og ungir og óþekktir leikmenn komu i staðinn. Þá var enginn timi til að æfa kerfi, hver leikur var látinn mæta sinum þjáningum. Don Revie framkvæmdastjóri Leeds, sagði á þessum tima: ,,Ég hef alltaf sagt, að það borgar sig ekki að vanmeta Liverpool”. Og Liverpool-liðið hélt áfram að berjast — leikmenn liðsins, þótt ungir væru gáfust ekki upp. Þrátt fyrir hin miklu vandræði á þessu breytingatimabili, komst Liver- pool á Wembley i bikarúrslitin 1971. Þá tapaði liðið fyrir Arsenal 2:1 i fjörugum leik, sem var framlengdur. Fyrirliðinn Tommy Smith, viðurkenndi eftir úrslitaleikinn, að hann hefði ekki búizt við svona miklu af liðinu — honum hafði alltaf fundizt að liðið léki yfir getu frá byrjun keppnistima- bilsins. En nú þegar liðið er aftur komið á toppinn segir Tommy: ,,Við hefðum ekki getað unnið Leeds þrisvar i röð á heimavelli þeirra, ef við værum ekki góðir”. Steve Heighway, segir: ,,Við æfum mjög vel, liðið ætlar sér að verða lið áratugsins, eins og siðasta áratugs. Við höfum unnið að þvi að fá gott lið, þekkja hver annan og stöður okkar á vellinum”. Liðið er nú orðið sterkt, með Ray Clemence, markvörð heimsins nr. eitt. Horfið á fyrir- liðann Tommy Smith, ekki eingöngu mikill baráttumaður, heldur er hann með mikla knatt- tækni i sinum stóra likama, segir Biil Shankly, Chris Lawler, kaldan, gáfaðan og tæknilegan bakvörð, sem er sérfræðingur að snúa vörn i sókn, Emlyn Hughes, sterkan og þyngdarlausan, sem getur skotið i hvaða stöðu serh er og hvaða færi sem er. Hina ungu leikmenn, eins og Steve Heighway, Brian Hall, Cormack og Boersma, einnig eidri leik- mennina Peter Thompson og Ian Callaghan, John Toshack, stór leikmaður, sem getur notað höfuðið og hinn stórkostlega Kevin Keegan. Sannkallað draumalið. Margir halda þvi fram að Kevin Keegan verði ekki lengi i sviðsljósinu og andstæðingar hans fari að læra á hann og virða hæfileika hans. Bill Shankly er á öðru máli, segir að Keegan sé óútreiknanlegur og fljótari að læra á andstæðingana, en andstæðingarnir á hann. Keegan er stórkostlegur I loftinu, einn af leikmönnum, sem Shankly hefur keypt á hlægilega lágu verði. Keegan var keyptur frá Scunthorpe á aðeins 35 þús. pund. En Bill Shankly hefur einnig keypt þá Steve Heighway. Clemence og Larry Lloyd á hlægilegu verði. Verð þessara leikmanna, ásamt Keegan, eru helmingi lægri, en Kevin Keegan er metinn á i dag. Keegan hefur áttfaldast I verði á tveimurárum. Tommy Smith kom til Liver- pool, þegar hann var aðeins 15 ára. Ástæðan fyrir þvi var, að pabbi hans dó úr lungnabolgu. Tommy, sem ætlaði alltaf að verða arkilekt, varð þvi að fara að vinna fyrir heimilinu. Hann fékk vinnu hjá Bill Shankly sem sópari hjá Liverpool, eða hálf- gerður vallarvörður á Aníield Road. Fékk þá aðeins átta pund i kaup. Þar sem Tommy var stór og sterkur, var hann látinn i erfiðustu verkin, mála flóðljósa- möstrin og annað þvilikt. Asama tima og Tom'my vann á Anfield sem sópari, kynntist hann öðrum vallarstarfsmanni. Það var enginn annar en Chris Lawler, bezti vinur hans og hinn snjalli bakvörður hjá Liverpool. Bill Shankly gaf þessum ungu leik- mönnum siðan möguleika að leika og æfa með Liverpool-liðinu, með þeim árangri, sem flestum er kunnugt um. Tommy Smith, fyrirliði Liverpooi, segir að það sé gaman að leika með ungu leikmönnunum hjá Liverpool. En samt man ég alltaf eftir gullaldarárunum 1963-66. Mér er alltaf minnis- stæður úrslitaleikurinn á Wembley 1965 i bikarkeppninni, Þegar St. John skoraði úrslita- Framhald á bls 39 rommy Smith, fyrirliði Liverpool, byrjaði ungur að vinna sem vallar- vörður á Anfield. Nú er hann einn þekktasti leikmaður liðsins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.