Tíminn - 29.04.1973, Qupperneq 39

Tíminn - 29.04.1973, Qupperneq 39
TÍMINN 39 Sunnudagur 29. april 1973. @ Vandarhögg þeim til margra manna eða gegn verulegu gjaldi með öðrum hætti, en lög þessi eða lyfsölulög heimila. Með mál út af brotum á lögum þessum skal fara að hætti opin- berra mála. Þess skal getið, að auk þeirra nafna, sem nefnd eru i þessum lögum, ná lögin einnig til þessara efna, sem talin eru upp i Reglu- gerð um ávana og fikniefni frá 1969: Kannabis (marihuana), lysergið (LSD), Meskalin (peyote) og psilócybin, svo og hvers konar blöndur og sam- setningar sem þessi efni hafa að geyma. Vafalaust hafa lesendur tekið eftir þvi, að ekki er getið eins rikisisambandi við eiturlyfjalög- gjöfina, þ.e. Bandarikjanna. Skýringin er sú, að hvert hinna 50 rikja Bandarikjanna hefur sina sérstöku eiturlyfjalöggjöf, Alrikis lög eru ekki til hvað snertir eitur- lyf þar vestra, að sögn banda- riska sendiráðsins hér i Reykja- vik. Það var þvi enginn vegur að telja upp öll þau lög, enda þótt nefna hefði mátt nokkur þeirra til viðmiðunar. Af þvi varð þó ekki hér. -Stp. © Eins og varðskipsmönnum att út i slikt á gúmmislöngubátum, sem ekki þarf annað en reka sæmilega góð- an gogg i til að sökkvi. Það er að gefa landsmönnum falsvonir að minnast á togaratöku undir þess- um kringumstæðum, a.m.k. ef fara á upi borð i skipin á gúmmibátunum. Min skoðun er sú eftir þessa ferð með Óðni, að það hljóti að vera niðurdrepandi fyriráhafnir varðskipanna að að- hafast ekki neitt innan um stóra hópa togara, eins og raunin var um óðin á fimmtudaginn. Klippingar hafa verið reyndar — og heppnazt þótt þeir stundi veiðarnar tveir og tveir saman. Aðeins með þvi að vera stöðugt að trufla togarana við veiðarnar gef- ast þeir upp á lögbrotunum, og það á ekki að skipta neinu máli, livort lafðin er að pakka niður i ferðatöskurnar og undirbúa sig fyrir tslandsferðr — Kári. © Toppinn markið með skalla i fram- lengingu. Þegar við komum heim til Liverpool, þá var okkur fagnað geysilega. Við vorum tvo tima að komast nokkra metra, mannfjöldinn, sem fagnaði okkur var svo mikill. Það var gaman að komast á Wembley 1971, þó að það hafi ekki verið dagurinn okkar. Við vorum aðeins fjórir eftir i liðinu, sem lék á Wembley 1965, Peter Thompson, Chris Lawler, Ian Callaghan og ég. Chris Lawler, hinn snjalli bak- vörður, sem er þekktur fyrir að snúa vörn i sókn, hefur skorað yfir 60 mörk á keppnisferli sinum með Liverpool, en það eru tiu ár. Til gamans má geta þess, að margir skildu ekki til hvers hann væri i liðinu, þá hafði hann leikið yfir 300 leiki (nú 400). Þá meiddist hann og gat ekki leikið með liðinu um tim a. Hvað skeði, jú, það var fyrst þá sem menn sáu hvað hann var mikils virði fyrir Liverpool- liðið. Lawler hefur leikið með enska skólalandsliðinu og eins og vinur hans Tommy, þá hafa þeir leikið með unglingalandsliðinu, landsliðinu undir 23ja ára aldri og enska landsliðinu. Læknir Liverpool-liðsins, — hefur sagt frá þvi þegar Lawler gekkmánuðum saman á hverjum degi til læknis, til að láta gera að meiðslum og sprauta sig. Samt spilaði hann knattspyrnukapp- leiki á hverjum laugardegi. Lawler sagðist hafa verið hræddur fyrir leiki, en gleymt meiðslum sinum, þegar leikirnir hefðu verið flautaðir á. Hann segist hafa verið heppinn á sinum knattspyrnuferli — ég skil ekki hvað ég hef getaö leikið marga leiki sem bakvörður, án meiðsla. Eitt eru þeir Tommy Smith og Chris Lawler glaðir yfir, þeir háfa endurheimt Englands- meistaratitilinn, eftir að hann hafði verið burtu frá Anfield i sjö löng ár. Þeireru glaðir yfir þvi að leika ennþá i rauðu búningunum og með hinum ungu leikmönnum liðsins, sem hafa komið Liverpool aftur á toppinn og menn muna svo sannarlega orð Bill Shanklys, þegar allt gengur svo vel. Litið á Liverpool-liðið. Hvað sjáið þið? Jú, þið sjáið heilt lið af baráttumönnum — kraft, leikni, vinnu, þol, æsku og reynslu — blandað saman á skemmtilegan hátt. Ray Clemence og Larry Lloyd, studda af þeim Tommy Smith, Chris Lawler og Alec Lindsay. Emlyn Hughes, eins og vinnuvél og Brian Hall á miðjunni. Sem fremstu menn eru hinir hraðskreiðu Steve Heighway og Peter Thompson, hinn óútreiknanlega Kevin Keegan og John Toshack, eins og loftpúðaskip. En nú skulum við gefa fyrir- liðanum Tommy Smith orðið i lokin: vMenn segja að ég sé grófur leikmaður, það er tóm vit- leysa. Ég hef ekki meitt einn einasta leikmann á minum knatt- spyrnuferli. Mér er illla við leik- menn, sem eru alltaf vælandi eitt- hvert pempiuvæl utan i dómurum — knattspyrna er fyrir karlmenn, en ekki dúkkur. Ég ber virðingu fyrir einum leikmanni. Það er Ian Hutchinson, Chelsea, þóttað hann leiki knattspyrnu eftir slæm meiðsli, þá verður hann aldrei hræddur. Hann gerir hluti, sem ég mundi hugsa mér tvisvar um að gera. Hutchinson rýkur i öll návigi og hendir sér inn i þvogur til að ná knettinum. Það er ekki nema von að hann sé alltaf meiddur. Dómarar eru á góðri leið með að skemma knattspyrnuna með bókunaræði — þeir gera engan mun á „tæklingu” og ruddaskap. Bóka fyrir allt. Það á að láta gamla knattspyrnumenn dæma leikina — menn sem kunna knatt- spyrnu og kunna að vega og meta brot i leikjum. Það á ekki að vera með skrifstofublækur sem dómara. Skrifstofublækur, sem kunna ekkert i knattspyrnu, Hafa aðeins séð hana leikna i sjónvarpi og i þá tvo tima, sem þeir eru með flautuna uppi i sér á laugar- dögum”. Þetta eru orð hins reynda fyrirliða Liverpool. Þessi orð eiga við dómarastéttina alls staðar i heiminum, einnig hér á Islandi, þar sem dómgæzla er fyrir neðan allar hellur. —SOS o Strákarnir félaginu i mai 1970. Hefur leikið með landsliði lrlands og var kos- inn „knattspyrnumaður ársins” i Irlandi 1970. Sá titill náði yfir alla þá Ira, sem leika knattspyrnu, hvar sem það var i trlandi, Englandi eða Skotlandi. John Toshack: Miðherji, var keyptur frá Cardiff City i nóvember 1970 á 110 þús. pund. Hann hafði skorað yfir 200 mörk með Cardiff i deildinni og bikarkeppnum. Byrjaði strax að skora fyrir Liverpool. Hann hefur verið fastur leikmaður með landsliði Wales undanfarin ár. Aðrir sem leika með Liverpool eru: Peter Cormack, 26 ára, keyptur frá Nott. Forest á 110 þús. pund, Phil Boersma,20 ára, Phil Thomson, 18 ára, Trevor Storton, keyptur frá Trammer á 20 þús. pund. Frank Lane, varamarkvörður, keyptur frá Trammer á 10 þús. pund, Villi og Jack Witham. © Hjarta eftir James Bond Dr. No. Það var maður, sem ætlaði að skjóta dr. No i hjartastað og vissulega brást þeim náunga ekki skotfimin, en dr. No lifði þetta af , þvi að hjartað var hægra megin i honum. Ég tók þetta þá eins og hverja aðra fjarstæðu. Nú veit ég skiljanlega betur. — Ég hef aldrei verið minnstu vitund smeyk við þetta, segir nú Steinunn. Ég vandizt við þetta eins og hvern annan sjálfsagðan hlut siðan ég man fyrst eftir mér. En það eru sumir, sem halda að ég sé að skrökva, þegar ég segi frá þessu. Þegar ég hef verið skoðuð i skólanum, hafa læknirinn og hjúkrunarkonan varla áttað sig á þvi, að það þýddi ekki að leita að hjartanu i mér á venjulegum stað. Einu sinni i gamanþætti, sem víðlékum i skólanum, var það að ég átti að styðja hendinni á hjartastað. Ég bar hana auðvitað að brjóstinu hægra megin, þá ráku allir upp skellihlátur. En það er nú heldur betra að vita þetta, að allt er svona öfugt innan i manni, bætir Steinunn við, til dæmis ef ég fengi botnlangakast, þvi að annars yrði ég kannski .skorin upp öfugu megin. Eins og við höfum áður vikið að er Steinum þroskamikið myndar- barn. Hún er sönghneigð, og full af áhuga á öllu, sem fram fer kringum hana, les kynstrin öll af bókum. Sérkennilegast er, að hún hefur tekið sig fram um að hafa litlu krakkana i húsunum i kring i eins konar sunnudagaskóla. Með þennan skóla sinn byrjaði hún i bilskúrnum, ævinlega klukkan ellefu á morgnana. Þegar kólna fór i veðri i haust, ætlaði hún að flytja sig inn i þvottahúsið,. en þá bauð mamma hennar henni stofuna. Þessum nemendum sinum sagði hún sögur, las fyrir þau i bibliunni og spurði þau út úr og fast að þvi predikaði yfir þeim. Þetta féll svo niður upp úr jólunum, þvi að þá var tekið upp sunnudagastarf i Hallgrims- kirkju. — Það voru fimmtán eða sextán krakkar, sem komu, þegar flest var, segir Steiriunn, alls ófeimin. Ég talaði við þá um ýmislegt i bibliusögunum á barnalegan hátt, alveg eins og ég hefði viljað láta tala við mig, þegar ég var litil! Þannig er hún — fullorðinsleg i tali, órög og kemst ágætlega að orði. —JII. Nixon taka frá hvitum handa svört- um. Þetta var og hefir verið orsök mikillar sundrungar og óánægju meðal þjóðarinnar. — Hvaða vonir geta hinir nauðstöddu gert sér, ef rikið gegnir ekki mikilvægu forustuhlutverki? —Ég aðhyllist ekki heimsepki Nixons. En engin rikisstjórn getur alið fólk upp. Það verður fólkið að gera sjálft. Trúin á, að þetta sé á færi rikis- stjórnarinnar, er einmitt ein af mestu blekkingunum i okk- ar samtið. —'Telur þú þig ihaldssaman, þar sem þú ert andsnúinn Rousseausinnum og Jacobin- um, sem þú svo nefnir? — Já, ég er ihaldssamur. Ég held, að ég hafi alltaf verið það. En það þarf þó engan veginn að tákna, að ég sé sammála William Buckley i ihaldsseminni. — Hvers konar ihaldsmaður ertu þá? —Ég hef aldrei sóúizt á sveif með Barry Goldwater eða hans likum. Ég tel mig ekki þess háttar manngerð. Ég er að vona og ég trúi raunar, að ég sé ihaldsmaður i likingu við Edmund Burke. Ég trúi á vissar grundvallarkenningar i heimsepki og grunnlögum, og þær kenningar eru ihaldssam- ar i samanburði við kenningar Jacobina. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm' 210 - x - 270sm Aðrar stærðir. smiðaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 yvipAs Þokulj ós Varahlufirnir í þokuljósin eru komnir Póstsehdum um allt land ARMULA 7 - SIMI 84450 Okkar vinsæla — ítalska PIZZA slær i gegn — Margar tegundir Opið frá kl. 08-21.30. Laugavegi 178 Simi 3-47-80 VEITINGAHÚSIÐ Lækjarteig 2 Rútur Hannesson og félagar Fjarkar — og Kjarnar Opið til kl. 1 rrn)m r, KALT BORÐ^ & í HADEGINU U BLÓMASALUR LOFTLBÐIR 7M\\\^® KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7. BORÐAPANTANIR I S(MUM 22321 22322. BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9. VÍKINGASALUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.