Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 13. júnl 1973. Tveir dollarar me<i vöxtum Frank Sinatra virðist ætla að verða tiðförult i réttarsali Bandarikjanna. Nú hefur hann verið kallaður fyrir rétt vegna ummæla, sem hann hafði um Mazine Chesire, sem sér um eins konar ,,Spegil”skrif fyrir blaðið Wf shington Post. Sinatra kallaði frúna tveggja dollara mellu, og þykir henni þessi um- mæli um sig heldur óvirðuleg og meiðandi. Maxine Chesire er fjögurra barna móðir, og hefur hún nú höfðað mál á hendur Frank Sinatra og krefst þess, að hann verði dæmdur til þess að borga henni eina milljón dollara i miskabætur fyrir ummælin. Hún er nú þegar búin að fá tvo dollara, þvi Frank Sinatra stakk þeim niður i viskiglasið hennar strax á meðan þau voru að rif- ast út af ummælunum. Spiro Agnew „næstum forseti” getur átt eftir að súpa seiðið af þess- um ummælum, þvi að Frank Sinatra er mikill vinur hans og menn segja, að maður, sem gæti átt eftir-að verða i forsetafram- boði geti ekki látið það um sig spyrjast, að hann eigi að vini mann, sem kemur fram eins og Sinatra gerir. Liv Ullmann í veizlu í Holly- wood — án Kissingers Liv Ullmann hefur vakið mikið umtal ekki einungis hér á landi og annars staöar, vegna leiks hennar i framhaldsmynda- flokknum, sem undanfariö hefur verið sýndur hér i sjón- varpinu á sunnudagskvöldum. Hún var fyrir nokkru stödd i Hollywood, og þá var þar haldin mikil veizla henni til heiðurs. I veizlunni var fjöldi leikara, sem flestir kannast við, og birtum við hér myndir af þeim helztu. A mynd nr. 1 er frú Miniver, eða réttara sagt Greer Garson, sem allir hljóta að muna eftir frá þvi I gamla daga. Svo er það David Janssen á mynd nr. 2, en hann lék lækninn i myndinni á flótta. A þriðju myndinni er Jean Simmons með eiginmanni sinum Richard Brooks, en hún vill helzt fá að leika i kvik- myndum i heimalandi sinu Bretlandi á næstunni. A fjórðu myndinni sjáið þið svo fyrr- verandi eiginkonu Frank Sinatra, Nancy með kvik- myndaleikaranum Dean Martin, en hann mun vera i þann veginn að gifta sig. Nancy Sinatra, dóttir Franks var lika i veizlunni með manni sinum, . ljósmyndaranum Ron Joy. (Mynd nr. 5). á mynd nr. 6 er hin eilift unga Doris Day með ennþá yngri herra, en það er þá aðeins sonur hennar Terry Melcher, hvitklæddur og sið- hærður. A 7. myndinni er Julie Andrews og með henni Jerry Pudney, sem vinnur að kvik- myndaþáttagerð fyrir sjón- varpsstöðvar vestra. Að lokum er það svo drottning kvöldsins, Liv Ullmann sjálf, en án Kiss- ingers vinar sins. Hún hefur látið hafa það eftir sér, að hún vilji gjarnan eiga eftir að hitta Kissinger oftar, og þar sem þessar myndir eru úr sænsku blaði er ekki að undra, að Svíarnir, sem eru mjög hrifnir af Liv, fullyrði, að það ætti ekki að vera herranum á móti skapi, þvl að Liv beri af sem gull af eyrii kópi kvenna þeirra, sem Kissinger hefur látið sjá sig með undanfarin ár. Melcher i vitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.