Tíminn - 13.06.1973, Síða 8

Tíminn - 13.06.1973, Síða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 13. júni 1973. Nýbyggmg við sundin Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri Innflutn- ingsdeildar Sambands- ins, hefur verið fram- kvæmdastjóri hjá|SÍS og átt sæti i framkvæmda- stjórn síðan árið 11952. Eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. varð hann framkv.stj. Véia- deildar árin 1952j-1967, en hefur siðan veitt Inn- flutningsdeildinni for- stöðu. Hjalti hefur setið aðalfundi Sambandsins siðan árið 1949. Hann greindi á eftirfarandi hátt frá þvi helzta, sem á döfinni er hjá Innflutn- ingsdeildinni og Sam- bandinu: — Erlendur Einarsson, for- stjóri lagði fram og flutti árs- skýrslu Innflutningsdeildar á aðalfundinum. t ræðu hans kemur fram, að heildarvelta Innflutn- ingsdeildar var 1.627 milljónir króna árið 1972 og hafði aukizt um 23.9% eða um tæpar 300 milljónir króna frá árinu á undan. Mesta aukningin varð i krónutölu i byggingavörum og matvörum. Ennfremur varö umtalsverö aukning í öðrum vöruflokkum. Stórframkvæmdir i Sundahöfn Það kom einnig fram á fundin- um, að fyrirhugaðar eru miklar framkvæmdir á vegum Innflutn- ingsdeildarinnar og SIS við Sundahöfn i Reykjavik, þvi að það er orðið mjög aðkallandi að bæta dreifingaraðstööu deildar- innar, sem stækkað hefur um helming á siðustu fimm árum. Er hér um að ræða nýbyggingu i þremur áföngum, sem hér grein- ir: 1. áfangi er birgðastöð um 14.000 ferm. Þar verða vöru- geymslur Innflutningsdeildar, ásamt pökkunarstöð. söluskrif- stofum og umbúðageymslum Sjávarafurðadeildar o,fl. Gert er ráð fyrir aö hefja byggingar- framkvæmdir nú i sumar og að þeim verði lokið miðsumars 1975. 2. og 3. áfangi er hafnar- skemma. Þar verður vöru- geymsla Skipadeildar, með við- bótar steinsteyptu útisvæði sunn- anverðu við skemmuna. 2. áfangi er áætláður 6.500 ferm., en 3. áfangi 11.000 ferm. 4. og sfðasti áfangi er stækkun birgðastöðvarinnar o.fl., samtals 15.000 ferm. á tveimur hæðum. Þegar byggingu lýkur, mun húsiö allt verða samtals um 47.000 ferm. og um 430.000 rúmmetrar. Reykjavikurborg hefur gefið lof- orð um,að öllum framkvæmdum á hafnaraðstöðu verði lokið eigi siöar en 1980. Þrengsli i birgða- stöð. Sambandið i Sundahöfn Þegar fyrsti áfangi hefur verið reistur, flyzt sem áður segir mik- iö af starfseminni inneftir. Birgðastöðin býr við mikil þrengsli i grófinni. Þar er aðstað- an mjög erfið, þvi að athafna- svæði er svo til ekkert. Mikið hag- ræði verður aö hinu nýja húsi, þvi að nú verður að vinna mikla yfir- vinnu til að anna daglegum störf- um. Fyrsti áfangi i Sundahöfn mun verða á þriðja hundrað milljóna króna, miðað við núverandi verð- lag, en undirbúningi er ekki svo langt komið, aö unnt sé að segja fyrir með mikilli nákvæmni hver heildarkostnaður þessa mann- virkis verður. Hin nýju hús munu standa norðan Holtavegar, skammt sunnan við Klepp og Vatnagarða. Ekki er enn farið að gera Hafnar- mannvirki þarna, sem áður kom fram. Okkur lizt vel á þennan stað. Sambandsmenn eru ekki með öllu óvanir Sundunum. Við rekum þar nú fóður blöndunar- stöð, sem tekin var i notkun fyrir fáeinum dögum. Hún er i tengsl- um við kornhlöðuna á Korngarði, en Sambandið er einn þriggja eig- enda Kornhlöðunnar hf. Fóður- blöndunarstöðin i Þorlákshöfn hefur nú verið tekin niður og verður nú blandað fóður fyrir Suðurlandsundirlendið allt i blöndunarstöðinni á Korngarði. Afkastageta verksmiðjunnar eru um 20.000 tonn á ári, en árleg fóð- urbætisþörf á þessu svæði mun vera 26-30.000 tonn eftir árferði. Endurgreiddu 14 milljónir króna til kaupfélaganna. Hagur Innflutningsdeildar var góður á árinu. Deildin endur- greiddi 14 milljónir króna til kaupfélaganna og hefur á árun- um 1968-1972 endurgreitt tæpar 50 milljónir króna til félaganna. Hjá Innflutningsdeildinni starfa 82 manns og er það sami starfs- mannafjöldi og árið á undan. Launakostnaður jókst hins vegar um 47.1% vegna nýrra kjara- samninga og styttingar vinnutim- ans. Jukust launagreiðslur úr 29.8 milljónum króna i 43.9, eða um 14 milljónir , rúmar. Mörg viðskiptalönd Viðskiptalönd Innflutnings- deildar eru 28 með gjaldeyrisvið- skipti og 4 vöruskiptalönd. Hjá Innflutningsdeildinni hefur verið kappkostað að reyna að stuðla að aukinni félagslegri og viðskiptalegri samhyggju t.d. með vandaðri útgáfu að frétta- blaði deildarinnar, Glugganum, þar sem leitazt er við að segja, mánaðarlega frá þvi helzta i starfseminni, i máli og myndum, og áframhaldi samkaupafund- anna, þar sem innkaupastjórar félaganna fá tækifæri til að hitt- ast bera saman bækur sinar og kynnast nýjum viðhorfum i verzl- unarháttum. Ötal margt er það fleira sem unnið er við, og sifellt skapar samvinnuverzluninni betri möguleika til virkari þátt- töku i verzluninni i landinu og stærri hlutdeildar i henni. Aðalfundurinn Um aðalfundinn i ár er það að segja, að hann hefur kannski ein- kennzt meira af félagslegum um- ræðum en oft áður. Það er ávalt viss hressandi blær á þessum fundum, og maður myndi ein- angrast meira, ef aðalfundirnir væru skipulagðir á annan hátt. Hér gefst manni tækifæri til þess að blanda geði við marga menn, sem gagnlegt er að hitta og starf- ið verður liflegra en ella. JG Sambandið mun reisa 47.000 fermetra birgðastöð og hafnarskemmu við nýtt hafnarsvæði í sundahöfn Samtal við Hjalta Pdlsson framkvæmdastjóra Innflutningsdeildar SÍS Hjalti Pálsson. framkvæmda- stjóri Innflutningsdcildar Sam- bandsins. Ilalldór Halldórsson, kaupfélags- stjóri á Vopnafirði. Jón Þór segir Halldór Halldórsson, kaupfélagsstjóri á Vopnafirði Brýn þörf á einu strand- ferðar- skipi til við- bótar Framleiðslusamvinnufélag rafvirkja Húsbyggjendur Styðjið félagslegt framtak. Látið rafvirkjasveina annast raflagnir i nýja húsið. Góð þjónusta. Vanir menn. SAMVIRKNI Barmahlíð 4 Upplýsingar f sima 15460 kl. 17-19 HALLDÓR HALLDÓRSSON, kaup- félagsstjóri á Vopnafirði tók við stjórn Kaup- félags Vopnfirðinga árið 1964, en hafði áður unnið hjá Sambandinu og siðast sem aðalbókari hjá kaupfélaginu á Ilornafirði. Honum sagðist frá starfinu á Vopnafirði á þessa leið: Félagssvæði kaupfélagsins er Vopnafjarðarhreppur. Á þessu svæði búa milli 8 og 900 manns og félagsmenn i kaupfélaginu eru 280. Vopnafjörður er skýrt af- markaður frá annarri byggð af óbyggðu landi og við rekum ekki neina starfssemi utan svæðisins, en fólkið i Viðidal, sem er milli Grímsstaða og Möðrudals á fjöll- um hefur þó viðskipti við okkur. Land Rover diesel 1965 til sölu. Skoðaður 1973. Upplýsingar i 93-2133 eftir kl. 20.00. 15 óra stúlku langar að komast á gott sveitaheimili i sumar. Upplýsingar i sima 83999. Kýr til sölu Upplýsingar gefur Guðjón Sigurðsson, Gaulverjabæ. Verzlanir KV Kaupfélagið rekur verzlun á Vopnafirði. Þar er fullkomin kjörbúð með allar matvörur, búsáhaldadeild og fatnaðarvörur, en á öðrum stað er verzlað með byggingavörur, þ.e. timbur og fl. svo og sportvörur. Þá er og i undirbúningi ferðamanna- verzlun, eða veitingastofa, sem taka mun til starfa fyrir sumarið og ferðamannatimann. Ferða manna verzlun og veitingar Það fer mjög vaxandi, að ferða- menn leggi leið sina hingað, þrátt fyrir miklar vegalengdir gegnum auðnir hálendisins. Það munu vera um 770 km til Reykjavíkur eftir þjóðvegi, 250 km til Akur- eyrar og þaö eru um 180 km til Egilsstaða. I veitingastofunni verða til sölu „grillaðir” smáréttir allskonar, öl gosdrykkir og fl., sem venja er að hafa á boðstolnum i slikum verzlunum. Með þessu vill kaup- félagið reyna að koma á betri þjónustu, en áður hefur verið unnt að veita. Gistingu verður liklega hægt að fá i sumar á Vopnafirði, en þvi miður var það mál ekki endanlega frágengið, er ég fór að heiman og get ég þvi ekki skýrt frá þvi, hvaða fyrirkomulag verður á þvi máli. Skuttogari og frystihús. Kaupfélagið tekur mikinn þátt i atvinnulifinu á staðnum. Það á hraðfrystihús, sem leigt er hluta- félaginu Fiskvinnslan á Vopna- firði, en kaupfél. á þar stóran hlut, ásamt útgerðarfélaginu Tanga hf., verklýösfélaginu og Vopnafjarðarhreppi. A Vopna- firði var allt atvinnulif miðað við sildina. Hér er sildarverksmiðja og söltunarstöðvar, en eftir að sildin hvarf af Austurmiðum, þurfti ný úrræði til að skapa at- vinnu. Þá sameinuðust ýmsir aðilar um fiskvinnsluna. Undirstaðan i hráefnisöflun er skuttogarinn Brettingur, sem smiðaður var fyrir Tanga hf., i Japan. Auk þess eru gerðir hér út 7 dekkbátar 12-15 tonna og eru þeir á linu og handfæraveiðum og 6 trillubátar stunda handfæra- veiðar. Nú stendur fyrir dyrum nokkur stækkun á frystihúsinu. Sláturhús og mjólkurstöð Kaupfélagið rekur sláturhús á Vopnafirði. Þar er slátrað árlega 15-16000 fjár og eru kjötgeymslur fyrir um 200 lestir af kjöti og hér hefur verið starfandi mjólkurbú siðan árið 1964. Mjólkurmagnið á siðasta ári var um 660.000 kg. Mest af þvi fer i vinnslu smjör og kasein. Þá er talsverð sala i neyzlumjólk. Mjólkurbúið selur gerilsneydda, fitusprengda ný- mjólk i eins litra plastumbúðum og 10 litra kössum, Sáralitið er selt af mjólk utansvæðis, en það kemur þó fyrir að við seljum mjólk niður á Firðina. Úrbóta þörf i siglingum og samgöngum. Samgöngur eru strjálar við Vopnafjörð. Við fáum allar okkar vörur með skipum. Það kemur i ljós að nýju strandferðaskipin, Hekla og Esja, fullnægja ekki þvi verkefni, sem þeim er ætlað, þótt vitaskuld hafi smiði þeirra verið til mikilla bóta. Það þarf nauð- synlega að fá eitt, samskonar skip til viðbótar, minna dugar ekki. Það er t.d. skemmst að minnast, að nýlega varð vöru- skortur á tsafirði, vegna sam- gönguleysis og svo mun viðar hafa orðið. Flugsamgöngur eru hinsvegar ágætar, Norðurflug fer 4 sinnum i viku til og frá Akureyri og þaðan eru svo allir vegir færir, og Austurflug flýgur 2svar I viku milli Vopnafjarðar og Egilsstaða á smáflugvélum. Sambandsskipin koma hér einkum með stóra farma beint frá útlöndum. Auk þess, sem hér hefur verið minnzt á, segir Halldór Halldórsson, kaupfélagsstjóri að lokum, rekum við bila-og búvéla- verkstæði og hjá kaupfélaginu og fyrirtækjum þess starfa 20-22 fastir starfsmenn. Formaður kaupfélagsstjórnar er Kjartan Björnsson, stöðvarstjóri pósts- og sima. JG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.