Tíminn - 13.06.1973, Side 18
18
TÍMINN
Miðvikudagur 13. júni 1973.
NÝJA FÉLAGIÐ
í BREIÐHOLTS-
HVERFI HEITIR
Þórarinn og Reynir
verða með Valsliðið
LEIKNIR
Ragnar Magnússon kj
Hinn 17. maí s.l. var
stofnað íþróttafélag í
Breiðholti III. Stjórn fram-
farafélagsins í hverfinu
boðaði til fundarins og
stýrði formaður F.F.B. III
Hjálmar Hannesson fund-
Siitonen
93,90 m
Ilannu Siitonen setti finnskt
inet i spjótkasti I sl. viku, kastaði
93,90 m. Heimsmetið, sem Wolf
ermann setti nýlega er 94,08 m
Gamla finnska metiö átti Kinnun
en, en það var 92,70 m. Habecker
Sviss setti landsmet i hástökki
stökk 2,10 m. Mótið fór fram i
Helsinki.
SUND-
MÓT
KR
Hið árlega sundmót K.R.
fer fram í Sundlauginni í
Laugardal þriðjudags-
kvöldið 19. júní og hefst kl.
20.00.
Keppt verður í eftirtöld-
um greinum/ og í þeirri röð
sem hér greinir:
400 m. skriösund karla, Bikar-
sund.
100 m. skriösund kvenna. Bikar-
sund, Flugfreyjubikarinn.
200 m. bringusund karla.
100 m. bringusund kvenna
200 m. baksund karla.
100 m. baksund kvenna
100 m. skriðsund sveina (12 ára
og yngri).
200 m. fjórsund kvenna.
100 m. bringusund drengja.
200 m. fjórsund karla.
4x100 m. bringusund kvenna.
4x100 m. skriðsund karla.
Afreksbikar SSl vinnst fyrir
bezta afrek mótsins samkvæmt
stigatöflu.
Þátttökutilkynningar berist til
Erlings Þ. Jóhannssonar sima
15004 fyrir föstudagskvöld 15.
júni.
Kostakjör
d bókum
Aður auglýst kostakjör á
bókum (innkallaðar bækur
á bókamarkaðaverði)
áfram i gildi meðan upplag
endist. Allar bækurnar á
500 kr., þeirra meðal fimin
skáldsögur, samtals yfir
2000 bls. — Peningar fylgi
pöntun. Bækurnar sendar
burðargjaldsfritt um hæl.
Pantendur klippi augl. úr
blaðinu og sendi með pönt-
un sinni.
Tilboðið gildir aðeins til 1.
júli og þvi aðeins af-
greiddar pantanir sem
berast fyrir þann tima.
Bókaútgáfan
Rökkur
Pósthólf 956, RVK.
örinn formaður þess
inum. Hið nýja íþróttafélag
hyggst hefja starfsemina
með knattspyrnuæfingum
og handknattleiksæfingum
einnig, en síðar er
hugmyndin að taka upp
borðtennis og verður það
væntanlega næsta haust.
Eins og sakir standa er í-
þróttaaðstaða i hverfinu
nánast engin. Eftir þeim
upplýsingum, sem fengizt
hafa hjá borgaryfirvöldum
er óhætt að horfa björtum
augum til framtiðarinnar
hvað íþróttaaðstöðu varð-
ar.
A fyrsta stjórnarfundi iþrótta-
félagsins var samþykkt með öll-
um greiddum atkvæðum að félag-
ið skyldi heita, tþróttafélagið
Leiknir Breiðholti III. Stjórn fé-
lagsins skipa eftirtalin:
Formaður Ragnar Magnússon,
ritari Jón Hjartarson, gjaldkeri
Marinó Sigurpálsson, meðstjórn-
andi Steinunn Hróbjartsdóttir,
varaformaður Ólöf Stefánsdóttir,
Friðrik Guðmundsson formaður
handknattleiksdeildar, Danilius
Sigurðsson formaður borðtennis-
deildar, og til vara, Sigrún Indr-
iðadóttir, Bertha Biering og Ste-
fán Gunnarsson.
Flest 1. deildarliðin í handknattleik hafa róðið til sín þjdlfara
Þórarinn Eyþórsson og hefur frétt að IR-ingar hafi (Fram) og boðið honum að
Reynir ólafsson hafa
verið ráðnir þjálfarar
Vals í handknatfleik,
fyrirnæsta keppnistíma-
bil. Valsliðið er nú statt
úti á Spáni, þar sem það
leikur tvo til þrjá leiki
gegn spánskum félags-
liðum.
Þegar liðið kemur heim um
miöjan mánuðinn, þá fara
leikmenn liðsins að æfa af full-
um krafti. Valur mun taka
þátt i Evrópukeppni meistara-
liöa i vetur og leikmenn liðsins
hafa mikinn hug á aö standa
sig vel i keppninni.
Flest 1. deildarliðin i hand-
knattleik hafa ráðiö til sin
þjálíara. Pétur Bjarnason
verður með Armannsliðið.
Karl Benediktsson verður með
Viking. Kristján Stefánsson
þjálfar Hauka og það getur
einnig farið þannig, að hann
leiki með Haukum i vetur.
Kristján hefur leikið með FH i
mörg ár. Sigurður Einarsson
verður þjálfari Fram.
Dr. Ingimar Jónsson, sem
hefur þjálfað FH og IR með
góðum árangri, mun ekki
þjálfa ÍR-Iiðið i vetur. Hann
ætlar að taka sér fri frá hand-
knattleik. 1R hefur ekki enn
ráðið þjálfara, en iþróttasiðan
Ileynir ólafsson og Þórarinn Eyþórsson, þjálfa Islandsmeistara
Vaís i handknattleik, i vetur. Hér á myndinni sjást þeir stjórna
Valsliðinu i leik.
Fiskvinnsluhúsi í Hafnar
firði breytt í íþróttahús
Forráöamenn Knattspyrnu-
félagsins Ilauka I Hafnarfirði
boðuðu fréttamenn á sinn fund i
fyrradag m.a. til aö skýra frá
þvi, að tekizt hcföu samningar
milli félagsins og Hafnarfjarðar-
bæjar um afhcndingu „Hauka-
hússins” svokallaða til Hauka,
cn i þessu húsi ráðgéra Haukar að
hafa framtiðaræfingaaöstöðu
sina til innanhússiþrótta.
Fréttatilkynning frá Haukum
fer hér á eftir:
Hinn 25. mai s.l. var undir-
ritaður samningur milli Knatt-
spyrnufélagsins Hauka annars-<
vegar . Hafnarfj.b. hins vegar
um afhendingu „Haukahússins”
svonefnda, sem er fyrrverandi
aðgerðarhús Jóns Gislasonar s.f.
Samningurinn gildir til 25 ára og
heimilar Haukum að breyta
húsinu i Iþróttahús og byggja
viðbyggingu fyrir búningsklefa
og böð. Húsið stendur á svæði.
sem er á skipulagi ráðgerðu sem
skóla og leiksvæði og gæti verið i
tengslum við væntanlegan
Hraunaskóla.
A þessu sama svæði eru stað-
sett Æskulýðsheimilið og Verk-
námsskóli Iðnskóla Hafnar-
fjarðar. Haukar hafa sótt um það
til skipulagsnefndar bæjarins að
fá að gera á svæðinu nokkra
sparkvelli og malbikaðan hand-
knattleiksvöll. Samningar hafa
verið langir og strangir en i upp-
hafi hvildi öll undirbúningsvinna
á þrem mönnum, þeim Garðari
Halldórssyni fyrrverandi for-
manni félagsins, Agli Egilssyni
og Sigurði Kristinssyni. Siðasta
áfangann höfðum við notið að-
stoðar Gissurar Kristjánssonar
lögfræðings og Yngva Rafns
Baldvinssonar iþróttafulltrúa
Hafnarfjarðar, sem sýnt hefur
þessu máli mikinn áhuga og
skilning. Forsaga þessa máls
hefst i júli 1969 en þá ritaði stjórn
félagsins bæjarstjórn bréf og
óskaði eftir þvi að fá húsið til af-
nota. Svar barst i nóvember sama
ár og var það jákvætt. Ráögert
var að gera samning um húsið en
Haukar hófust strax handa við að
lagfæra húsið og loka þvi. Þor-
steinn Einarsson iþróttafulltrúi
rikisins sýndi þessu máli mikinn
skilning. Kom hann og skoðaði
húsið og lét gera teikningar og
kostnaðaráætlun um bygginga-
framkvæmdir. Teikningar voru
unnar af Stefán i Sigurbentssyni á
teiknistofu Gisla Halldórssonar,
en Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsen annaðist burðarþols-
útreikninga.
Húsið er að grunnfleti 16x30
metrar að stáerð og er i fokheldu
ástandi. Húsið er fyrst og fremst
hugsað sem boltaleikjahús og
verður standsett sem slíkt og
notað sem æfingahús eingöngu.
Ekki er nokkur vafi á þvi að húsið
fullgert mun koma i góðar þarfir
þar sem aðstaða til iðkunar inni-
iþrótta i bænum er af skornum
skammti. Húsið hefur veriðsam-
þykkt af iþróttasjóði rikisins og
verður væntanlega úthlutað úr
hinum nýja iþróttasjóði til þess
strax á næsta ári. Þar með er það
tryggt að rikið greiði 40% af
byggingakostnaði, og Hafnar-
fjarðarbær hefur lofað að greiða
30% af kostnaði. Það er von okkar
Hauka að hús þetta verði til að
styrkja mjög félagslega aðstöðu
okkar sem er nánast engin i dag,
auk þess að veita öllum Hafn-
firðingum aukna aðstöðu til
iþróttaiðkana”.
Frá undirritun samningsins milli Hauka og Hafnarfjaröarbæjar. Björn Björnsson, formaður Hauka,
t.v. og Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri, undirrita samninginn.