Tíminn - 13.06.1973, Síða 24

Tíminn - 13.06.1973, Síða 24
* " Miövikudagur 13. júni 1973. - ✓ Auglýsingasími Tímans er MERKIÐ, SEM GLEÐUR HHtumst i haupféíagittu - pGOÐI L jL fyrirgóoannwi §> kjötiðnadarstöd sambandsins Landhelgismálið tekið upp á ráðherrafundi Nato: „Eðlilegt að styðja góðan nágranna í góðu máli" NTB—Oslo— Dagfinn Várvik, utanrikisráð- herra Noregs, sagði á blaðamannafundi i Osló i gær, að hann mundi að nýju taka upp islenzka land- helgismálið á ráð- herrafundi Nato, sem hefst i Kaupmanna- höfn á fimmtudaginn. Várvik mun benda á alvöruna i málinu og að ástandið, sem er á ísiandsmiðum geti ekki haldizt. Hann telur, að Danmörk muni styðja mál sitt. Ráðherrann sagði, að norsk yfirvöld hefðu allt of litla at- hygli vakiö á hvaö þau hefðust aö i málinu. Hann benti á, að Noregur hefði oftar en einu sinni snúið sér bæði til Breta og Islendinga, i þvi skyni að komast að lausn með samningum. — Við höfum einnig verið gerandi aðilinn innan Nato, bæði i sendiherra- og ráðherraviðræðum, siðast þegar Johan Kleppe, varnar- málaráðherra reifaði málið i sl. viku. Annars er það full- ljóst, að tslendingar vilja ekki semja fyrr en freigáturnar eru farnar úr landhelginni. — Það er eðlilegt, aö^ Noregur styðji góöan ná-' granna i góðu máli, sagði ráð- herrann einnig og benti i þvi sambandi á, að Noregur hefði allan timann i undirbúnings- viðræðum hafréttarráöstefn- unnar haldið þvi fram, að strandriki ættu að hafa einka- rétt á auöæfum hafsins i kring. — Eftir hafréttarráðstefn- una mun 50 milna landhelgi verða viðurkennd staðreynd, ekki aðeins fyrir tsland heldur einnig önnur lönd, sagði ráö- herrann að endingu. — segir norski utanríkisráðherrann Dagfinn Várvik Kohl kjörinn formaður CDU NTB— Bonn — Leiðtogi stjórnar- innar i v-þýzka rikinu Rheiniand- Pfalz, Helmut Kohl, var i gær kjörinn formaður kristilega demókrataflokksins I stað Rcin- ers Barzels, sem nýlega sagöi af sér. Kohl var eini fram- bjóðandinn og hlaut hann 524 af 605 fulltrúum á fiokksfundinum. A móti greiddu atkvæði 51, en 29 skiluðu auðu og eitt atkvæði var ógilt. Kohl tekur við starfi, sem talið er eitt hið erfiðasta f þýzkum stjórnmálum. Kristilegir demó- kratar eru klofnir i mörgum málum og ekki verður verkið létt- ara, þar sem systurflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn, er undir leiðsögn hins valdaglaða Frans-Josef Strauss. Það var vegna ágreinings við hann, aö Barzel sagði af sér sem formaður flokksins. James McCord höfðar mál: Nixon vissi fyrir- fram um innbrotið Fiskveiðiráðstefnan: Kvóti settur á grænlandsþorsk NTB—Kaupmannahöfn — Krafa Dana um takmörkun þorskaflans við Grænland viö 85 þúsund lestir árlega i stað 110 þúsunda, eins og verið hefur, hefur fengið jákvæðar móttökur á ársþingi NA-Atiants- hafsfiskveiöinefndarinnar i Kaupmannahöfn. Danir lögðu tillöguna fram i sl. viku og þykir liklegt að hún verði samþykkt, en hins vegar kunna að verða deilur um skiptingu kvótans. Danir hafa lagt til að græn- lenzkir, danskir og færeyskir sjómenn fái alls 40% aflakvótans, en aðrir fái það magn.sem standi i hæfilegu hlutfalli viö þaö sem þeir veiða nú. Þaö er eining um þaö á ráðstefnunni, að of mikiö sé veitt af þorski i NV-Atlantzhafinu og að nauðsynlegt sé að koma þar á kvótakerfi. Þar sem fram til þessa hefur verið erfitt aö koma þvi á, vilja margir að takmörkun- in fari fram með fækkun veiði- skipa. Búizt er við, að ráöstefnunni verði slitið annað kvöld, eöa á föstudagsmorgun. NTB — Washington — Patrick Gray, fyrrum yfirmaður FBI, hefur sagt, að hann sé fús til að segja allt sem hann veit um Watergate-málið, án þess að fara fram á að sleppa við ákæru. James McCord,einn þeirra sem tekinn var við innbrotiö i Water- gate-bygginguna, segist ætla að höfða mál á hendur Nixon for- seta. Hann krefst hálfrar annarr- ar milljónar dollara i skaöabætur og heldur þvi fram, að Nixon hafi að miklu leyti staðið á bak við innbrotið. Það var lögfræðingur McCords, sem sagði þetta i viðtali og einnig, að málið tæki til Ehr- lichmans, Haldemans og Deans. Þar sem ekki er hægt að höfða mál á hendur Bandarlkjaforseta, verður mál þetta höföað á hendur Nixon sem venjulegum borgara. Maurice Stans, fyrrum við- skiptaráðherra, bað i gær um að vitnisburði hans yröi frestað, þar til þægilegar stæði á, en hann átti að bera vitni í gær og var búizt við, að hann hefði frá einhverju markverðu að segja. Beiðninni var hafnað á þeim forsendum að ekki yrði spurt spurninga, sem tengdar væru réttarhöldunum yfir Stans, sem standa fyrir dyrum, en þau eru vegna 200 þús- und dollara, sem runnu i kosningasjóð Nixons. SVEINSEYRI VIÐ TÁLKNA- FJÖRÐ TEKUR VAXTARKIPP 2JA 4RA OG 6 MANNA Sami maður hefur tekið að sér að reisa átta einbýlishús við nýja götu ÞAÐ sætir óneitanlega tiðindum, þegar byggð er röð húsa i einni lotu við nýja götu i litlu þorpi. í það hefur verið ráðizt á Sveinseyri, þar sem Ingibjartur Þorsteinsson pipu- lagninga meistari, sjálfur ættaður af þess- um slóðum, hefur tekið að sér að reisa átta ibúð- arhús úr steypueining- um frá Sigurlinna Péturssyni samtimis. Verður hin nýja gata nefnd Túngata, og gerð á hana ný þvergata frá Miðtúni, þar sem áður var komin byggð. — Við siðasta manntal voru Ibúar hér á Sveinseyri 258, sagði Davið Daviösson, oddviti þeirra Tálknfirðinga, við Timann I gær. Hér hefur verið nóg að gera, sumar og vetur, og hefur hús- næðisskortur áreiðanlega stuðlað að því, að ungt fólk, er hér vildi gjarna vera, tók þann kost að flytjast burt. Hinum nýju húsum, sem Ingibjartur reisir, hefur leiguibúðum, sem og ungt og upp- þegar verið ráöstafað flestum og vaxandi fólk. En aö sjálfsögðu fer I þau fólk, sem verið hefur I Framhald á bls. 23 Vetur í dal Ærið kaldranalegt á vel heppnaðri hvítasunnuhátíð í Þjórsárdal ÓV, Reykjavik — Hvitasunnu- hátiöin „Vor i dal”, sem Ung- mennafélag tslands ásamt Ung- mennafélaginu Skarphéðni og Ungmennasambandi Kjalarness- þings, stóð fyrir i Þjórsárdal um hvítasunnuhelgina, heppnaðist vel. Á milli 5000 og 6000 manns voru á hátiðarsvæðinu þegar mest var, mest unglingar, sem áttu það helzt sameiginlegt að vera kalt. ölvun var hverfandi litil, dálitil á laugardagskvöld en viða mátti sjá „dauðadrukkna” unglinga, sem voru ófullir við og við og höfðu sjálfsagt ekki bragðað dropa af áfengi. Lögreglan tók talsvert magn af áfengi af sam- komugestum og hellti töluverðu niður en engu að siður voru ýmsir sleipir við að fela áfengi sitt. Leitað var i bilum — en þó ekki öllum. Til dæmis var ekki litið inn I þann langferðabil, er blaða- maður Timans kom með. Meiriháttar óhöpp urðu ekki en þó leituðu um 500 manns til slysahjálpar hjálparáveitanna, sem voru á staðnum og fengu flestir plástur á skeinur sinar. Eitt tjald brann en eigandinn slapp ómeiddur út með svefn- pokann sinn i fanginu. Þátttaka mótsgesta i dagskrá var heldur dræm, nema til dæmis ihestaleigunni og urðu margir til að leigja sér hnakk á hestbaki i 15 minútur fyrir 150 krónur. Þá má nefna að einn var skráður til þátttöku i torfæruakstri og þrettán tóku þátt i viðavangs- hlaupi karla. Þrir þeirra voru hvorki drukknir né timbraðir og sigruðu með nokkrum yfir- burðum. Forráðamenn mótsins voru ánægðir með gang mála, lög- reglan lýsti ánægju sinni með allan framgang mótsins og gestir virtust mjög ánægðir með helgina, þrátt fyrir kuldann og sandrokið. Sjá grein á bls. 17. GÚMMÍBÁTAR POST- SENDUM á SP0RTVAL j Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.