Fréttablaðið - 23.08.2004, Page 10

Fréttablaðið - 23.08.2004, Page 10
10 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR AFTUR TIL FORTÍÐAR Keppni í kúluvarpi á Ólympíuleikunum fór fram á leikvanginum þar sem keppt var á leikunum til forna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Afganistan: Vilja burt hið fyrsta AFGANISTAN Sameinuðu þjóðirnar ættu að draga starfsfólk sitt frá Afganistan hið fyrsta áður en hætta steðjar að. Þetta er ákall starfsmannafélags starfsmanna SÞ í landinu en óttast er að hjálparstarfsmennirnir séu ákjósanleg fórnarlömb ofbeldis- manna sem líkur eru á að fari á stjá fyrir almennar kosningar í landinu í október. Ástandið í Afganistan er langt frá því að vera öruggt þrátt fyrir að tekist hafi að mestu að uppræta starfsemi talibana, sem áður réðu lögum og lofum í landinu. Ekki er langt síðan hjálparsamtökin Læknar án landamæra drógu alla sína starfsmenn úr landinu enda hafa allnokkrir vestrænir hjálp- arstarfsmenn verið myrtir síð- ustu mánuði. Segja þeir sem til þekkja að höfuðborgin Kabúl sé þokkalega örugg en um leið og fæti sé stig- ið út fyrir borgina sé voðinn vís enda engir lögreglu- eða her- menn á vappi þar eins og er reyndin í Kabúl. ■ Listmunalán: Til styrktar listalífi VIÐSKIPTI KB banki og skrifstofa menningarmála Reykjavíkur- borgar hafa gert með sér samning þess efnis að bankinn bjóði al- menningi vaxtalaus lán næstu þrjú árin sem ætluð eru til kaupa á listaverkum frá galleríum. Til- gangurinn er sagður vera að styrkja listalíf í landinu. Í tilkynningu kemur fram að lágmarksfjárhæð listmunaláns sé 36.000 krónur og hámarksfjárhæð 600.000 krónur. Kaupandi þarf eingöngu að greiða útborgun sem nemur 10 prósentum af verði listaverksins. Hámarkslánstími er þrjú ár. ■ Skákmót í Riga: Hannesi gekk vel SKÁKMÓT Stórmeistarinn Hann- es Hlífar Stefánsson hafnaði í öðru til fjórða sæti á alþjóðlegu skákmóti í Riga í Lettlandi sem lauk á laugardag. Hannes Hlífar gerði jafntefli í lokaumferðinni á mótinu. Jafnteflið var gegn lettneska stórmeistarann og sigurvegara mótsins, Edvins Kengis. Hannes hlaut því alls sjö vinninga þegar upp var staðið. Kengis gekk hins vegar frá mótinu með sjö og hálfan vinn- ing. Jafnir Hannesi Hlífari voru þekktir skákmenn, eistneski stórmeistarinn Mikhail Ryt- shagov og svo einnig lettneski alþjóðlegi meistarinn Ilmars Starostits. ■ Staðan í haust gæti orðið hnífjöfn Ekki er ólíklegt að Bush og Kerry hafi stuðning jafn margra kjörmanna eftir kosningarnar í nóvember. Þá tekur við flókið ferli sem líklega verður Bush í hag. Þessi staða hefur aldrei komið upp áður. Eins og staðan er í kosningabar-áttunni í Bandaríkjunum nú gæti sú staða komið upp að bæði George W. Bush og John F. Kerry fái stuðning 269 kjörmanna. Alls eru kjörmennirnir 538, jafn marg- ir samanlögðum fjölda þingmanna í efri og neðri deild Bandaríkja- þings. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Bandaríkjanna að fram- bjóðendur fái jafn marga kjör- menn. Mest spenna í tveimur ríkjum Sé tekið mið af veðmálavefnum tradesports.com, sem mikið er vís- að til í umræðum um bandarísk stjórnmál, eru flest ríki Bandaríkj- anna nokkuð ákveðin í afstöðu sinni en mjög litlu munar í tveimur þeirra, Flórída og Vestur-Virginíu. Ef Bush vinnur í Flórída en Kerry í Vestur-Virginíu er staðan jöfn. Af þessum sökum má búast við að frambjóðendur verji miklum tíma og fjármunum á þessum stöðum. Allt að vinna í hverju ríki Kosningakerfið í Bandaríkjun- um er þannig að í hverju ríki fyrir sig er kosið á milli frambjóðenda og sá sem fær flest atkvæði hlýtur öll atkvæði kjörmanna í því ríki. Á þessu eru nokkrar undantekningar í smáum ríkjum sem tekið hafa upp hlutfallskosningu en meginreglan er sú að sigurvegarinn hirði alla kjörmennina. Þess vegna er líklegt að baráttan á næstu mánuðum verði sérlega hörð um þau ríki þar sem talið er að mjótt verði á mununum. Kjörmenn óbundnir Kjörmannakerfið er upprunnið frá stofnun Bandaríkjanna og var upphaflega hugmyndin sú að í hverju ríki yrðu kosnir menn sem síðan hefðu það hlutverk að ákveða hvaða frambjóðanda skyldi styðja. Rökin voru þau að frambjóðendur gætu ekki kynnt sig nægilega vel til þess að hinn venjulegi kjósandi gæti gert upp hug sinn. Þetta hefur þó breyst í áranna rás og þótt tæknilega hafi kjör- mennirnir víðast sjálfdæmi um hvað þeir kjósa hafa lögspekingar haldið því fram að kjörmönnunum beri skylda til að kjósa í samræmi við vilja kjósenda í heimaríkinu og sums staðar er slíkt bundið í lög. Þrátt fyrir þetta var mikil um- ræða um það í síðustu forsetakosn- ingum hvort einhverjir kjörmanna myndu „svíkja lit“ og kjósa ekki í samræmi við vilja kjósenda. Einn kjörmaður ákvað að mæta ekki og því var niðurstaða kosninganna á þann veg að eitt atkvæði fyrir Gore skilaði sér ekki. Hægt að vinna með minnihluta Ein afleiðing kosningakerfisins í Bandaríkjunum er sú að í síðustu kosningum tapaði Al Gore þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði á landsvísu. Þá réð það úrslitum hvor frambjóðendanna hlyti stuðning kjörmanna í Flórída, sem þá hafði 25 kjörmenn. Nú hefur fólksfjölgun í Flórída leitt til þess að kjörmenn þar eru 27 talsins. Núverandi landslag í banda- rískri pólitík hefur verið ríkjandi síðan í forsetakosningunum 1856. Síðan þá hefur það aðeins tvisvar gerst að frambjóðandi hafi unnið kosningarnar þrátt fyrir að vera með færri atkvæði en mótframbjóð- andinn. Árið 1876 var repúblikaninn Rutherford B. Hayes kjörinn forseti þótt andstæðingur hans Samuel Tilden hefði haft fleiri kjósendur á bak við sig. Hið sama gerðist tólf árum síðar þegar repúblikaninn Benjamin Harrison sigraði Grover Cleveland. Þá var Cleveland með 48,6 prósent atkvæða en Harrison með 47,8 prósent. Þrátt fyrir þetta var Harrison með 233 kjörmenn á sínu bandi gegn 168 hjá Cleveland. Bush sterkari ef jafnt verður Yfirleitt hefur munurinn í kjör- mannakosningunni verið umtals- vert meiri en atkvæðamunur kjós- enda segir til um. Það hefur hins vegar aldrei gerst að staðan sé jöfn meðal kjörmanna. Komi sú staða upp tekur við nokkuð flókið ferli. Þá velur neðri deild Bandaríkjaþings forseta en í stað þess að hver maður hafi eitt atkvæði hefur hvert ríki eitt atkvæði. Þá sigrar sá frambjóð- andi sem hefur fleiri þingmenn á bak við sig í fámennari ríkjum; að öllum líkindum Bush í þessu tilfelli þar sem stuðningur hans er meiri í strjálbýlli ríkjum en stuðningur við Kerry er samþjappaðri á þéttbýlis- svæðum. ■ ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FORSETAKOSNINGAR Í BANDARÍKJUNUM JOHN KERRY Stendur verr að vígi en Bush ef fjöldi kjör- manna verður jafn eftir kosningarnar í nóvember. GEORGE W. BUSH Þarf nauðsynlega á sigri að halda í Flórída í haust – rétt eins og árið 2000. Þar er Jeb bróðir hans ríkisstjóri og það gæti vegið þungt. SKÆRUR Í AFGANISTAN Daglega steðja ógnir að erlendum hjálpar- starfsmönnum í Afganistan og margir vilja nú burt. Harðir kosningaslagir í Bandaríkjunum 1876 Þeir Samuel Tilden og Rutherford B. Hayes börðust um embætti forseta. Tilden hlaut fleiri atkvæði en Hayes í almennum kosningum en harðar deilur innan Banda- ríkjanna ollu því að óvissa skapaðist um hvernig kjör- menn frá Oregon, Louisiana, Flórída og Suður-Karólínu myndu greiða atkvæði. Repúblikanar gerðu samning við fulltrúa ríkjanna fjögurra og fengu þá til þess að greiða frambjóðanda sínum atkvæði gegn því að fjarlægja hermenn Banda- ríkjanna frá Suðurríkjunum en ríkin höfðu verið undir hersetu frá því í þrælastríðinu. 1960 Talið er fullvíst að í kosning- unum árið 1960 hafi stór- fellt kosningasvindl átt sér stað bæði af hálfu stuðn- ingsmanna Kennedys og Nixons. Frægt er að í Chicago, þar sem borgarstjórinn studdi Kennedy, virðist sem töluverður hópur fólks hafi risið úr gröfinni til að kjósa demókrata. Þrátt fyrir mikinn þrýsting ákvað Nixon að una niðurstöðum kosn- inganna enda sagði hann að mikilvæg- ara væri að fólk héldi áfram trú á for- setaembættinu en að hann sjálfur næði kjöri. 2000 Kosningarnar snerust á endanum einungis um nokkur hundruð atkvæði í Flórídaríki. Fjölmargar ásakanir um að kjósend- um hafi ekki verið hleypt af kjörborði sökum húðlit- ar hafa fengist ágætlega staðfestar. Bróðir George W. Bush, Jeb, er ríkisstjóri og harðlínustuðnings- menn Bush gegndu flestum lykilstöð- um í framkvæmd kosninganna. Al Gore ákvað þrátt fyrir þetta að fylgja fordæmi Nixons frá 1960 og sætta sig við niðurstöðuna þegar hún loks fékkst í Hæstarétti Bandaríkjanna. RUTHER- FORD B. HAYES GEORGE W. BUSH JOHN F. KENNEDY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.