Fréttablaðið - 23.08.2004, Page 43

Fréttablaðið - 23.08.2004, Page 43
MÁNUDAGUR 23. ágúst 2004 19 ÍSLAND–RÚSSL. 30–34 (11–17) Leikmenn Mörk/víti–Skot (stoðs.) Ólafur Stefánsson 10/1-12/2 (9) Róbert Gunnarsson 5-6 (0) Sigfús Sigurðsson 3-3 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 3-4 (3) Guðjón Valur Sigurðsson 3-8 (4) Einar Örn Jónsson 2-3 (0) Gylfi Gylfason 2-3 (0) Rúnar Sigtryggsson 1-2 (0) Jaliesky Garcia 1-5 (1) Snorri Steinn Guðjónsson 0-1 (2) Kristján Andrésson 0-1 (1) Markverðir Varin/víti–Skot (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelssson 9-39/1 (23%) Roland Valur Eradze 2/1-6/1 (33%) TÖLFRÆÐIN ÍSLAND–SPÁNN Hraðaupphlaupsmörk: 13–9 (Róbert 4, Guðjón 3, Ólafur 2, Sigfús 2, Einar örn, Gylfi). Vítanýting (fiskuð): 1 af 2 (Sigfús og ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–1 (Sigfús 2). Tapaðir boltar: 22–18 Brottvísanir (í mín): 4–8 VONSVIKINN Guðmundur Guðmundsson þurfti að horfa upp á fjöldamörg klaufaleg mistök í leiknum gegn Rússum í gær. Guðmundur Guðmundsson: Stefnt að níunda sætinu ÓLYMPÍULEIKAR Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari var vonsvikinn með að ná ekki að knýja fram sigur. „Við vorum fyrst og fremst að færa þeim bolt- ann á silfurfati í fyrri hálfleik. Þeir nýttu sér það vel í hraðaupp- hlaupunum. Það var fyrst og fremst munurinn,“ segir Guð- mundur. „Við erum fínir í seinni hálfleik og hann vinnum við. Leik- urinn hraður og mikið skorað. Varnarleikurinn helst mjög góður og við söxum á þá en missum þá hins vegar strax frá okkur á ný eftir að hafa unnið upp þrjú mörk. Það var mjög einkennandi fyrir leik okkar að mínu mati.“ Í takt við mótlætið Leikskipulagi liðsins var breytt í takt við mótlætið. „Við vorum í erfiðri stöðu. Guðjón Val- ur spilaði fyrir utan og þá var Ólafur kominn á miðjuna. Þetta var ákveðin þrautalending sem gekk ágætlega. En samt er alltaf erfitt að meta hvort það hefði gengið betur frá byrjun. Breiddin er því miður ekki meiri en þetta hjá okkur.“ Guðmundur var ánægður með baráttu sinna manna þrátt fyrir tapið. „Ég get ekki kvartað neitt yfir henni, því strákarnir voru til fyrirmyndar hvað hana snertir. Aðalmunurinn á liðunum var mis- tökin sem við gerðum okkur seka um þar sem þeir refsuðu okkur í hvert sinn.“ Leikmenn landsliðsins eru staðráðnir í að ljúka Ólympíuleik- unum með reisn og ná níunda sæt- inu. „Þetta eru vissulega von- brigði fyrir okkur öll en við leggj- um ekki árar í bát og stefnum á níunda sætið,“ sagði Guðmundur að lokum. ■ Númeri of litlir á Ólympíuleikunum Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrir Rússum og leikur um níunda sætið. ÓLYMPÍULEIKAR Íslenska handbolta- landsliðið átti aldrei möguleika í úrslitaleiknum við Rússa um sæti í átta liða úrslitum Ólympíu- leikanna. Ísland tapaði leiknum reyndar aðeins með fjórum mörkum en líkt og oft á áður misstu íslensku strákarnir mátt- inn andspænis rússneska birn- inum. Ólafur Stefánsson átti stór- kostlegan leik en það var ekki nóg, stuðlaði aðeins að því að íslenska liðið tapaði leiknum bara með fjórum mörkum en ekki með átta mörkum eins og munurinn var á tímabili. Ólafur skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum og átti að auki 9 stoð- sendingar á félaga sína. Íslenska liðið byrjaði ágætlega en eftir tíu mínútna leik hrundi leikur liðsins og Rússar skoruðu sex mörk í röð og voru stungnir af. Íslenska liðið tapaði þá boltanum 9 sinnum á aðeins þrettán mínútna kafla. Íslenska liðið náði að bjarga andlitinu í lokin en það var þá löngu komið í ljós að liðið er að minnsta kosti einu númeri of lítið til þess að eiga raunverulegan möguleika í bestu handbolta- þjóðir heims. Íslenska landsliðið á einn leik eftir í keppninni - spilar gegn Brasilíumönnum um níunda sætið klukkan 8.30 í fyrramálið. STÓRLEIKUR ÓLAFS EKKI NÓG Ólafur Stefánsson gerði sitt gegn Rússum en það var ekki nóg að hann skoraði 10 mörk og átti 9 stoðsendingar. Fr ét ta bl að ið /T ei tu r Fr ét ta bl að ið /T ei tu r

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.