Fréttablaðið - 23.08.2004, Side 46
22 23. ágúst 2004 MÁNUDAGUR
LANDSBANKADEILD KARLA
[ STAÐAN ]
FÓTBOLTI FH og ÍA skildu jöfn, 2-2, í
Landsbankadeild karla í knatt-
spyrnu á Kaplakrikavelli í gær.
Leikurinn var í það heila fínasta
skemmtun og sáust ýmiss konar
tilþrif á báða bóga. Heimamenn
voru betri framan af og áttu til að
mynda skot í slá en þó var nokkuð
greinilegt að einhver skjálfti var í
þeim. Hvort einhver titlapressa er
farin að gera vart við sig skal
ósagt látið en liðið var ekki alveg
að finna taktinn.
Skagamenn voru frekar til baka
og beittu stórhættulegum skyndi-
sóknum og þeir skoruðu bæði
mörk sín eftir slíkar sóknir. Eftir
fyrra mark Skagamanna voru FH-
ingar heillum horfnir lengi vel en
þeir gáfust þó aldrei upp og jöfn-
uðu metin og stuttu eftir það var
Stefáni Þór Þórðarsyni vikið af
velli með tvö gul spjöld, tæpum
stundarfjórðungi fyrir leikslok.
FH-ingar voru skeinuhættir á
lokakaflanum en tókst þó ekki að
ná afgerandi tökum né sérstakri
pressu. Jafntefli því staðreynd og
þau úrslit líklega sanngjörn.
Skelfileg dómgæsla
Eini skugginn á þessum leik var
hörmuleg frammistaða dómarans,
Jóhannesar Valgeirssonar, sem
tókst næstum því að eyðileggja
leikinn með glórulausri dómgæslu
og langt síðan annað eins hefur
sést. Hann var þó sem betur fer
alveg jafn vondur við bæði lið.
Stefán Þór Þórðarson var ósáttur
eftir leik: „Þetta voru bara töpuð
tvö stig. Við mættum afslappaðir
til leiks og töldum okkur hafa allt
að vinna. Við stöndum síðan ekki
undir því að vera tveimur mörkum
yfir. Enn og aftur klárum við ekki
dæmið þegar allar forsendur eru
til þess og það er verulega svekkj-
andi.“ En hvað fannst Stefáni um
gulu spjöldin tvö sem hann fékk
með nokkurra sekúndna millibili?
„Það er hlutur sem þessi maður
verður að eiga við sig sjálfur.
Hann segir eftir hálfa mínútu
hérna yfir allan völlinn að hann
ætli að reka mig út af og þegar
menn koma þannig stemmdir til
leiks getur þetta ekki farið á nema
einn veg. Ég sagði við hann að
horfa á hendurnar, og það er ljóst
að ef þú ætlar að hóta að reka
menn út af verða fáir eftir á vellin-
um eftir tíu mínútur.“
Ólafur Þórðarson, þjálfari
Skagamanna, átti afmæli í gær,
orðinn 39 ára gamall, og hann hefði
gjarnan viljað fá sigur í afmælis-
gjöf: „Það er drullusárt að missa
niður svona forskot, en svona er
þetta bara. Við gerum tvenn mis-
tök sem kosta okkur tvö mörk. Við
vorum að spila mjög vel stóran
hluta af leiknum, eiginlega alveg
þangað til við missum Stebba út af,
vorum samt búnir að missa leikinn
niður í jafntefli þá. Það gerist fyrst
og fremst vegna einstaklings-
mistaka, ekki það að menn séu
ekki að leggja sig alla fram, heldur
var þetta bara ólán. Mér fannst við
vera betri aðilinn að þessu sinni,
langt fram eftir leik.“
Heimir Guðjónsson, fyrirliði
FH-inga, var nokkuð sáttur eftir
leik: „Við vorum auðvitað komnir
í mikil vandræði og úr því sem
komið var held ég að þessi úrslit
hafi verið nokkuð sanngjörn.
Samt sem áður hefðum við getað
stolið sigrinum undir lokin og þar
að auki áttum við skot í slá og
stöng, en á móti kemur að auð-
vitað áttu þeir góð færi líka.“
Heimir var ekki alveg á því að
hans menn hefðu verið tauga-
strekktir: „Þrátt fyrir að við höfum
ekki spilað vel í fyrri hálfleik vor-
um við samt að reyna að fara upp
kantana og vorum að fá fyrirgjafir,
það vantaði bara græðgi inni í
teignum. Við lékum síðan mun
betur í seinni hálfleik. Við þurfum
þó að laga ýmislegt fyrir næsta
deildarleik sem er í Grindavík, ef
við ætlum að ná sigri þar, það er al-
veg ljóst.“
sms@frettabladid.is
0–1 Ian Jeffs 9.
0–2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 31.
1–2 Hörður Sveinsson 52.
1–3 Einar Þór Daníelsson 62.
1–4 Ian Jeffs 73.
2–4 Guðmundur Steinarsson 89.
2–5 Bjarnólfur Lárusson 90.
DÓMARINN
Kristinn Jakobsson góður
BESTUR Á VELLINUM
Ian Jeffs ÍBV
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–10 (6–5)
Horn 6–6
Aukaspyrnur fengnar 18–17
Rangstöður 3–2
MJÖG GÓÐIR
Ian Jeffs ÍBV
Andri Ólafsson ÍBV
Birkir Kristinsson ÍBV
GÓÐIR
Einar Hlöðver Sigurðsson ÍBV
Einar Þór Daníelsson ÍBV
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV
Mark Schulte ÍBV
Páll Þorvaldur Hjarðar ÍBV
2-5
KEFLAVÍK ÍBV
1–0 Viktor Bjarki Arnarsson 21.
1–1 Helgi Valur Daníelsson 45.
1–2 Björgólfur Takefusa 77.
1–3 Þorbjörn Atli Sveinsson 90.
DÓMARINN
Gylfi Orrason góður
BESTUR Á VELLINUM
Finnur Kolbeinsson Fylki
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 11–9 (6–4)
Horn 3–2
Aukaspyrnur fengnar 17–20
Rangstöður 3–2
MJÖG GÓÐIR
Finnur Kolbeinsson Fylki
Viktor Bjarki Arnarsson Víkingi
GÓÐIR
Steinþór Gíslason Víkingi
Kári Árnason Víkingi
Richard Keogh Víkingi
Valur Fannar Gíslason Fylki
Helgi Valur Daníelsson Fylki
Gunnar Þór Pétursson Fylki
Sævar Þór Gíslason Fylki
Björgólfur Takefusa Fylki
Þorbjörn Atli Sveinsson Fylki
1-3
VÍKINGUR FYLKIR
LEIKIR GÆRDAGSINS
STEFÁN ÞÓR FÉKK RAUTT SPJALD Stefán Þór Þórðarson lagði upp bæði mörk
Skagamanna en var síðan rekinn út af.
FH-ingar björguðu stiginu
Skagamenn misstu einu sinni enn niður góða forystu í Kaplakrikanum í gær, komust í 0–2 en
FH-ingar jöfnuðu leikinn á lokakaflanum.
FH 15 7 7 1 23–14 28
Fylkir 15 7 5 3 22–15 26
ÍBV 15 7 4 4 28–17 25
ÍA 15 5 7 3 20–16 22
Keflavík 15 6 3 6 21–26 21
KR 14 4 7 3 16–14 19
Víkingur 15 4 3 8 15–20 15
Grindavík 14 3 6 5 14–19 15
Fram 15 3 5 7 16–18 14
KA 15 3 3 9 10–26 12
MARKAHÆSTIR
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 12
Grétar Hjartarson, Grindavík 8
Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 8
Ríkharður Daðason, Fram 7
BJÖRGÓLFUR Á SKOTSKÓNUM Björgólfur Takefusa skoraði eitt af þremur mörkum
Fylkis gegn Víkingum á Víkingsvellinum í gær.
Landsbankadeild karla í knattspyrnu:
Fylkismenn á flugi
FÓTBOLTI Fylkismenn unnu sinn annan
leik í röð í Landsbankadeild karla
þegar þeir sóttu þrjú stig í greipar
Víkinga. Fylkismenn minnkuðu þar
með forskot FH-inga í tvö stig á
toppnum og hafa sýnt allt annan og
betri leik að undanförnu.
Víkingar byrjuðu betur og skor-
uðu fyrsta markið um miðjan fyrri
hálfleik þegar Viktor Bjarki
Arnarsson skoraði laglegt mark og
kom Víkingum verðskuldað yfir.
Víkingar gáfu eftir á lokamínútum
og Helgi Valur Daníelsson jafnaði
rétt áður en flautað var til hálfleiks.
Í seinni hálfleik voru Fylkismenn
sterkari aðilinn en það var ekki
fyrr en töluvert var liðið á
hálfleikinn að þeir komust yfir og
bættu síðan öðru marki við.
„Við þurftum að fara í nafla-
skoðun. Þegar allir hafa verið að
tala okkur niður höfum við trúað
því hvað við getum. Við erum með
góða leikmenn, góðan þjálfara og
góða stjórn og það hefur hjálpað
okkur í gegnum erfiðleikana,“
sagði Þórhallur Dan Jóhannsson,
leikmaður Fylkis, eftir sigurinn á
Víkingi í gær. ■
Sjö marka leikur í Keflavík í Landsabankadeild karla í knattspyrnu:
Eyjamenn gefa ekkert eftir
FÓTBOLTI Eyjamenn sigruðu Kefl-
víkinga 2-5 í Reykjanesbæ í gær
og gefa ekkert í toppbaráttu
Landsbankadeildar karla. Eyja-
menn eru eftir leikinn í þriðja
sæti, þremur stigum á eftir topp-
liði FH-inga. Sigurinn var sann-
gjarn og gestirnir úr Eyjum yfir-
spiluðu mótherja sína lungann úr
leiknum.
Það var Ian Jeffs sem kom
Eyjamönnum á bragðið strax á 9.
mínútu eftir góðan undirbúning
Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.
Keflvíkingar sóttu nokkuð eftir
markið og voru í tvígang nálægt
því að jafna leikinn. Fyrst þegar
Stefán Gíslason skallaði að marki
eftir eina af fjölmörgu horn-
spyrnum Scott Ramsay, en Birkir
Kristinsson varði glæsilega á
marklínunni. Ingvi Rafn átti síð-
an skot eftir aðra hornspyrnu en
Ian Jeffs hreinsaði á marklínu.
Gunnar Heiðar skoraði annað
mark Eyjamanna á 31. mínútu
eftir góða sendingu Andra Ólafs-
sonar.
Keflvíkingar byrjuðu síðari
hálfleik af krafti og strax eftir
sjö mínútna leik minnkaði Hörð-
ur Sveinsson muninn með stór-
glæsilegu marki. Hann hamraði
boltann viðstöðulaust upp í
hægra markhornið, óverjandi
fyrir Birki. Einar Þór Daníelsson
sá þó um að slökkva vonarneysta
Keflvíkinga þegar hann kom
Eyjamönnum í 1-3 og eftir það
yfirspiluðu gestirnir baráttu-
lausa Keflvíkinga.
Ian Jeffs bætti við öðru marki
sínu í leiknum og kom ÍBV í 1-4,
Guðmundur Steinarsson minnk-
aði muninn beint úr hornspyrnu
en Bjarnólfur Lárusson skoraði
síðan sjöunda og síðasta mark
leiksins beint úr aukaspyrnu á
lokamínútunni.
Spilum góðan sóknarbolta
„Þetta var frábær sigur. Við
komust í 2-0 og vorum í góðum
gír en síðan hleyptum við þeim
aðeins inn í leikinn með 1-2 og
þeir voru mjög grimmir í upphafi
síðari hálfleiks. En þegar við
gerðum þriðja markið þá var
þetta ekki spurning, þá var leik-
urinn búinn“, sagði Einar Þór
Daníelsson, leikmaður ÍBV.
„Við erum að spila góðan sókn-
arbolta eins og við sýndum í dag
og búnir að skora flest mörkin í
deildinni. Það er engin tilviljun
að við erum enn með í toppbar-
áttunni og mér líst vel á fram-
haldið, þetta verður barátta fram
í síðasta leik.“ ■
0–1 Haraldur Ingólfsson 27
0–2 Guðjón Heiðar Sveinsson 58.
1–2 Allan Borgvardt 65.
2–2 Jónas Grani Garðarsson 73.
DÓMARINN
Jóhannes Valgeirsson Skelfilegur
BESTUR Á VELLINUM
Gunnlaugur Jónsson ÍA
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 19–17 (8–10)
Horn 5–2
Aukaspyrnur fengnar 15–12
Rangstöður 2–0
MJÖG GÓÐIR
Gunnlaugur Jónsson ÍA
GÓÐIR
Allan Borgvardt FH
Baldur Bett FH
Guðmundur Sævarsson FH
Tommy Nielsen FH
Guðjón Heiðar Sveinsson ÍA
Stefán Þór Þórðarson ÍA
Haraldur Ingólfsson ÍA
Julian Johnson ÍA
2-2
FH ÍA
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/R
ób
er
t
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/R
ób
er
t