Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sólríkur dagur í Flatey Auðvitað er sól á Breiðafirði: Enn einnhimneskur sunnudagur hjá heppnustu þjóð í heimi. Hér í Flatey er að ljúka skák- móti þar sem krakkarnir fóru á kostum. Gamla samkomuhúsið lifnar af ungum hlátrasköllum, svo maður gæti haldið að hér í eyjunni væri ennþá blómleg byggð og gróskumikið mannlíf. En nú er Flatey næstum komin í eyði. EN PERLA Breiðafjarðar á örugglega bjarta framtíð, rétt eins og margar byggðir á Íslandi, sem farið hafa hall- oka síðustu áratugi. Gleymum því ekki að einu sinni var Ísland hér um bil að fara í eyði. Þá ræddu danskir valds- menn í fullri alvöru hvort ekki væri rétt að flytja hina íslensku þegna á Jótlands- heiðar, og bjarga þeim þannig undan því hlutskipti að eiga heima á Íslandi. ÁRIÐ 1262 voru íslenskir höfðingjar orðnir svo úrvinda af innbyrðis átökum að þeir seldu æðstu stjórn landsins til Noregs. Þetta var hörmulegasta ákvörð- un Íslandssögunnar, tuttugu kynslóðir forfeðra okkar og mæðra fæddust og dóu í landi sem ekki var frjálst. Höfð- ingjar Íslands á 13. öld lögðu hlekki á kynslóðir framtíðarinnar. Það liðu næst- um sjö hundruð ár áður en Íslendingar losnuðu undan erlendum yfirráðum. MESTA BLÓMASKEIÐ Íslandssög- unnar hefur verið síðustu 60 árin, eftir að Ísland öðlaðist sjálfstæði. Velmegun og menntun fylgdu yfirráðum Íslend- inga yfir eigin málum. Ísland telst nú eitt auðugasta land í heimi og við erum laus við flest þau innanmein sem eru að éta Evrópu gömlu upp. ÍSLENDINGUM hefur einfaldlega gengið vel, í öllum meginatriðum, að fóta sig í veröldinni á síðustu áratugum. Það er tímabært að við lærum að meta sjálfstæð- ið og gildi þess, en eyðum ekki tímanum í að karpa um hvort við eigum að selja sjálfstæði landsins til Brussel, í von um að verða ennþá ríkari en við erum. VÆRI EKKI þjóðráð að láta af söngn- um um að Íslendingar geti ekki staðið á eigin fótum í heimi framtíðarinnar? Evrópusambandið mun á næstu árum breytast í einhverskonar Bandaríki Evrópu og það er satt að segja ekki lokkandi tilhugsun fyrir börn okkar og barnabörn. Og það er líka nöturleg kveðja til þeirra sem áður byggðu þetta land og sem þráðu sjálfstæði og frelsi. Unga kynslóðin á Íslandi á annað og betra skilið en að við gefumst upp og gerumst deild í mesta möppudýraveldi mannkynssögunnar. ■ HRAFNS JÖKULSSONAR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.