Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 2
2 25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Valgerður segir stöðu kvenna í Framsókn góða: Telur bakslag í jafnréttis- málum ásættanlegt STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, seg- ir bakslag í jafnréttismálum Fram- sóknarflokksins, við fráhvarf Sivj- ar Friðleifsdóttur úr stóli umhverf- isráðherra, ásættanlegt því það sé tímabundið. „Staða kvenna innan Framsókn- arflokksins er góð, það vill svo vel til. Þó að það sé bakslag núna þá er það aðeins tímabundið,“ segir Val- gerður. Hún segir flokkinn hafa staðið frammi fyrir því að ráðherr- um hans fækkaði. Landssamband framsóknar- kvenna mun halda fund í dag og ræða málefni kvenna innan flokks- ins. Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykja- vík suður, segist vonast til þess að fundurinn skili því að framsóknar- konur sameinist um að bjóða sig fram í allar stjórnir og ráð flokks- ins og nái þannig að auka hlut sinn. Hún bendir á að í lögum Framsókn- arflokksins segi að hvort kyn skuli ekki skipa minna en 40 prósent í nefndum og stjórnum flokksins. Valgerður segir að það sé ekki rétt að tala um að einhver hafi þurft að víkja einum eða öðrum úr ríkisstjórn. „Það er óþolandi að hlusta á þetta svona. Það þurfti ein- hver að hætta,“ sagði Valgerður. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra og varaformaður Framsókn- ar, vildi ekki tjá sig um stöðuna í flokknum við sama tækifæri. ■ ÍSRAEL, AP Dómsmálaráðherra Ísraels hvatti Ísraelsstjórn í gær til að laga áætlanir sínar um land- nemabyggðir að alþjóðlegum ályktunum. Þetta þykir til marks um að Ísraelsstjórn sé berskjald- aðri en áður fyrir gagnrýni utan frá, sérstaklega eftir að alþjóða- dómstóll úrskurðaði að aðskilnað- armúrinn sem verið er að reisa sé ólöglegur. Múrinn og brotthvarf land- nema frá Gaza-ströndinni eru hornsteinninn í framtíðaráætlun- um Ariels Sharon, forsætisráð- herra Ísraels. Sharon stefnir á að ljúka brotthvarfi á næsta ári en það hefur vakið efasemdir meðal harðlínumanna í flokki Sharons, sem telja að Sharon geti ekki hald- ið málinu til streitu án þess að rík- isstjórnin springi. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að búast megi við mót- spyrnu frá landnemum á Gaza- ströndinni þegar þeir þurfa að yfirgefa heimili sín, en um 8.000 gyðingar búa á Gaza-ströndinni meðal 1,3 milljóna Palestínu- manna. Fulltrúar landnemanna hafa gagnrýnt áætlunina harka- lega. ■ Réttarhöld yfir hryðju- verkamönnum: Réttað yfir bílstjóra bin Laden GUANTANAMO-FLÓI Salim Ahmed Hamdan, fyrrum lífvörður og bíl- stjóri Osama bin Laden, verður fyrsti maðurinn sem réttað verður yfir úr fangelsinu við Guantanamo flóa. Hann viðurkennir að hafa verið bílstjóri bin Laden en segist ekki styðja hryðjuverk. Lögmaður Hamdans segir réttarhöldin yfir honum ganga gegn allri réttarhefð Bandaríkjanna. Ekkert réttlæti að Hamdan hafi verið handtekinn sem stríðsfangi, þar sem hann hafi ekki tekið þátt í ofbeldisverkum eða skipulagt hryðjuverkaárásir. Í ákærunni kemur fram að Hamd- an hafi flutt vopn og birgðir til stuðn- ingsmanna Osama bin Laden. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Ég vildi óska að það væri hægt.“ Bergur Ágústsson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, gagnrýnir aðgerðir til stuðnings línubátum og landvinnslum, sem hafi kostað Eyjamenn fleiri hundruð milljónir króna. SPURNING DAGSINS Bergur, sendirðu sjávarútvegsráð- herra ekki bara reikning? Dagvist fatlaðra barna: Borgin greið- ir helming SKÓLAMÁL Borgarráð samþykkti í gær fjárveitingu til að standa undir helmingi kostnaðar við dagvistun fatlaðra nema við Öskjuhlíðarskóla í þeirri trú að félagsmálaráðuneytið leggði fram helming á móti borg- inni. Um 10.5 milljónir króna er að ræða en rekstarkostnaður allt skólaárið nemur 21 milljón. Lögum samkvæmt ber félags- málaráðuneytið ábyrgð á málefn- um fatlaðra en hefur ekki talið sér skylt að leggja fé til starfsrækslu dagvistar fatlaðra barna. Árni Magnússon félagsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum Frétta- blaðsins vegna þessa máls. ■ FRAMSÓKN Í IÐNAÐI Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir stöðu kvenna innan Framsóknar góða þrátt fyrir tímabundið bakslag. Hér er hún ásamt Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. @ M YN D N EÐ R I:F RÉ TT AB LA Ð IÐ /E .Ó L MÚRINN REISTUR Dómsmálaráðherra Ísraels hvetur Ariel Sharon til að laga áætlanir sínar að alþjóð- legum áætlunum. Ólga vegna landnemabyggða: Sharon gagnrýndur í eigin röðum FANGAR Í GUANTANAMO Réttarhöld hefjast yfir fjórum föngum í vikunni. KVEÐST SEKUR UM MANNRÉTT- INDABROT Bandarískur hermað- ur sem ákærður er fyrir að mis- þyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak, kveðst gangast við nokkrum ákæruatriðum. Her- maðurinn segist sekur um lög- brot en gefur ekki upp hvaða ákæruliðum hann gengst við. BANDARÍSKUR HERMAÐUR FELL- UR Einn bandarískur hermaður lést og tveir særðust þegar sprengju var varpað á bandaríska herstöð í Bagdad aðfaranótt þriðjudags. Hermennirnir voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina þar sem einn lést af sárum sínum. ■ ÍRAK McDonalds vinnur dómsmál: Aðeins einn Big Mac MANILLA, AP Bandaríska skyndibita- keðjan McDonalds vann merkan sigur í dómsmáli í Filiippseyjum þar sem einkaréttur keðjunnar yfir vöruheitinu „Big Mac“ var staðfest- ur, en „Big Mac“ er þekktasti ham- borgari McDonalds. Hæstiréttur í Manilla, höfuðborg Filippseyja, snéri við dómi undir- réttar þess efnis að filippseyskum matsölustað væri heimilt að selja hamborgara undir heitinu „Big Mak“. Sýnt þótt að filippseyski stað- urinn hafði notið góðs af vöruvild McDonalds. Dómurinn er talinn hafa mikið fordæmisgildi á sviði vörumerkja- verndar. ■ ÖSKJUHLÍÐARSKÓLI Ekki fást svör við því hvort félagsmálaráðu- neytið hyggst taka þátt í kostnaði við dag- vistun fatlaðra barna. Funda um kjör: Lítill árangur SKÓLAMÁL Fámennur vinnuhópur kennara og launanefndar sveitar- félaganna áttu gagnlegt spjall í húsakynnum Kennarasambands- ins í gær. Deilendur hittast aftur í dag. Rætt hefur verið um vinnu- tíma og verkefnastjórnun. Engin niðurstaða fékkst að loknum fund- inum í gær, segir Finnbogi Sig- urðsson, formaður Félags grunn- skólakennara. Stefnt hafi verið á fund með ríkissáttasemjara eftir hádegi á morgun en óvíst sé hvort af honum verði. „Ef við höfum ekkert að segja sáttasemjara þá er spurning hvort við þurfum að hitta hann,“ segir Finnbogi. Hann segir alla hlutað- eigandi vona að deilan leysist fyr- ir 20. september, boðaðan verk- fallsdag kennara: „Það getur eng- inn séð fyrir hver endirinn verður í dag. ■ FINNBOGI SIGURÐSSON Formaður Félags grunnskólakennara segir kennara og launanefnd sveitarfélagsins hafa átt gagnlegan fund í gær. BÍLVELTA Á SKAGASTRÖND Ítalskt par sakaði ekki þegar bifreið þeirra valt við Skaga, norður af Skagaströnd í gær. Að sögn lög- reglunnar á Blönduósi missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í lausamöl með þeim afleiðingum að hann valt eina veltu. Bíllinn skemmdist mikið og er óökufær. SAMKEPPNI Fyrirtæki í eigu Reykja- víkurborgar og Orkuveitunnar er meðal fyrirtækja sem bjóða í gáma- leigu, flutning og losun fyrir þrjár endurvinnslustöðvar Sorpu en til- boðin verða kynnt í dag. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins á Vélamiðstöðin ehf. lægsta tilboð í verkið fyrir eina af endurvinnslu- stöðvunum. Vélamiðstöðin ehf. hét áður Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar en var breytt í einkahlutafélag árið 2002. Stofnendur félagsins og nú- verandi eigendur eru Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg, en Orkuveitan er að langstærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg er ennfremur stærsti eigandinn í Sorpu sem er byggðasamlag sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Sú staða er því uppi að fyrirtæki í eigu Reykjavík- urborgar býður í verkefni sem Reykjavíkurborg er langstærsti að- ilinn að í gegnum eign sína í Sorpu. Gámaþjónustan hf. er einn þeirra aðila sem buðu í rekstur end- urvinnslustöðva Sorpu. Í bréfi til stjórnarmanna í Sorpu spyr Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gáma- þjónustunnar, hvort það geti talist eðlilegt að aðili í eigu Reykjavíkur- borgar bjóði í verk á vegum Sorpu á móti fyrirtækjum á markaðnum. Við breytingu á rekstrarformi Vélamiðstöðvarinnar, sem sam- þykkt var í borgarráði 10. septem- ber 2002, lögðu borgarráðsfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins fram bók- un þar sem þeir áréttuðu að nauð- synlegt væri að móta með skýrum hætti „hvort Vélamiðstöðin ehf. skuli keppa um verkefni á almenn- um markaði,“ eins og segir í bók- uninni. „Við höfum ekki haft nein fyrirmæli um að skoða eigenda- lista þeirra fyrirtækja sem taka þátt í útboði. Það er annarra en stjórnar Sorpu að fjalla um hvort þetta sé eðlilegt,“ sagði Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu í samtali við Fréttablaðið. Tilboð í þjónustu fyrir endur- vinnslustöðvar Sorpu verða gerð opinber í dag klukkan 15 og mun stjórn Sorpu fjalla um tilboðin í kjölfarið. borgar@frettabladid.is Borgin beggja vegna borðsins Vélamiðstöðin ehf. sem er í eigu Reykjavíkurborgar er lægstbjóðandi í verk sem Sorpa býður út en Sorpa er að stærstum hluta í eigu Reykjavík- urborgar. Einkaaðilar í samkeppni spyrja hvort þetta geti talist eðlilegt. HÖFUÐSTÖÐVAR VÉLAMIÐSTÖÐVAR EHF. Fyrirtækið er alfarið í eigu í Reykjavíkurborgar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.