Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.08.2004, Blaðsíða 26
25. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Skrýtið að skipta um skóla: Gaman að kynnast mörgum „Ég byrjaði í skóla í Englandi, síð- an fór ég í Öldutúnsskóla, svo í Seljaskóla. Síðan fór ég eiginlega í heimsókn í Dalvíkurskóla - það var bara stutt stopp. Núna er ég í Vesturbæjarskóla. Þannig að ég kann bæði íslensku og ensku. Mér finnst núna eins og ég sé að fara í skóla sem ég hef alltaf verið í því ég þekki alla. Ég var kvíðin fyrst þegar ég byrjaði. Það er rosalega skrýtið að skipta svona oft um skóla en það er samt líka gaman því ég kynnist svo mörgum. Ég nota skólatöskuna mína síðan í fyrra en hitt fæ ég í skólanum. Við fáum liti og svoleiðis þar. Mér finnst skemmtilegast í íþróttum og sundi. Ég er samt ekkert að æfa neina íþrótt. Ég held það verði ekkert erfitt að vakna ég vakna mjög snemma þessa dag- ana því mamma þarf að fara í vinnuna.“ Mímir-Símenntun: Háborgin Madrid, Grunnmennta- skólinn og framandi matargerð Dagskrá haustsins hjá Mími - Sí- menntun verður spennandi að vanda að sögn Huldu Ólafsdótt- ur, framkvæmdastjóra. „Starfsemin hjá okkur er tvíþætt, annarsvegar eru tóm- stundanámskeið fyrir börn og fullorðna og hinsvegar starfs- tengd námskeið. Sem dæmi um námskeið í flokknum Listir og Menning má nefna að í haust verður í fyrsta skipti námskeið hjá Kristni R. Ólafssyni sem nefnist „Háborgin Spán- ar...Madrid í máli og myndum“ og við hlökkum mjög til að fá Kristinn til að fræða okkur um hina fornfrægu borg. Boðið verður upp á námskeiðið „Menningarheimur Araba“ sem Jóhanna Kristjónsdóttir kennir en það hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og við vonumst til að fá Guðberg Bergsson til að halda aftur námskeiðið um Don Kíkóta sem naut fádæma vin- sælda. Í tungumálanáminu er það helsta nýjungin að við munum bjóða upp á tungumálanámskeið til eininga til framhaldsskóla og fólk getur valið að taka byrjunar- áfangana frekar hér hjá okkur en í skólanum. Við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á tungumála- kennslu og verðum með 15-20 tungumál á boðstólum í haust, ým- ist hóptíma eða einkatíma,“ segir Hulda. „Við verðum líka með einn flokk sem við köllum Gagn og gaman og þar verður Ragnhild- ur Sigurðardóttir golfkona áfram með golfkennslu fyrir konur, en einnig eru þar ýmis námskeið t.d. í framandi matar- gerð. Svo eru ýmis starfstengd og almenn námskeið í samstarfi við stéttarfélög. Dæmi um það er námskeið sem við köllum Grunnmenntaskólann og eru fyrir þá sem eingöngu hafa lok- ið grunnskólanámi. Það liggur fyrir að þessi Grunnmennta- skóli verði metinn til 24 eininga inn í framhaldsskóla og það er mjög mikilvæg brú fyrir ófaglært fólk yfir í formlegt nám. Í þessu námi verðum við vör við að þeir sem hafa misst sjálfstraust til náms fá það aft- ur. Svo höfum við verið með námskeið fyrir lesblinda sem hafa mælst mjög vel fyrir og við munum halda þeim áfram.“ En ætlar Hulda að sækja ein- hver þessara námskeiða sjálf? „Já, ég ætla að sækja námskeið- ið hjá Kristni R. Ólafssyni og vonandi fleiri ef tími vinnst til.“ Námskeiðin byrja 15.septem- ber og fer skráning fram á heimasíðunni mimir.is eða í síma 580 1800. Þórhildur Dagbjört Sigurjónsdóttir, níu ára í Vesturbæjarskóla. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar ætlar á námskeiðið um töfra Madrid- borgar Námskeið til 30 rúml. skipstjórnarréttinda. 8 sept. – 15 nóv. Kennsla mánudaga- og miðvikudaga kl 19-23. Hafsiglinganámskeið (Yachtmaster Offshore) Úthafssiglinganámskeið (Yachtmaster Ocean) Siglingaskólinn Sími 898 0599 og 588 3092 Netfang. sigling@mmedia.is Heimasíða: www.siglingaskolinn.net

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.